Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Alræðisríkið Ísland og Krossferðir og hálfmánaferðir (upprunalegar útgáfur)

Ég ætla að byrja innreið mína í bloggheima, með því að birta í óstyttri mynd tvær greinar frá því í fyrra, sem Mogginn neyddi mig til að stytta mikið til að fara ekki yfir 5000 slaga hámark. Báðar greinarnar eru miklu betri í frumútgáfu.

                              Alræðisríkið Ísland

Það var Max Weber, sem benti á það fyrstur manna fyrir rúmri öld, að “ríkisvald er sá aðili, sem hefur einkarétt á beitingu ofbeldis á tilteknu landsvæði”. Þetta gildir alls staðar, líka hér á Íslandi. Hver sá sem ekki vill hlýða skipunum, lögum og reglugerðum valdhafa, verður, neiti hann að hlýða, beittur líkamlegu ofbeldi, dreginn gegn vilja sínum fram fyrir dómara og dæmdur. Neiti hann að greiða sekt, verða lagðar á hann hendur, hann dreginn með valdi í fangelsi og lokaður þar inni. Allt ríkisvald, einnig hið íslenska, byggir í sjálfum kjarna sínum á ofbeldisbeitingu. Langoftast dugar hótunin ein, en henni verður að framfygja, neiti menn að hlýða.
Þetta er sjálfsagður hlutur. Ef ekki væri fyrir hina svartklæddu ofbeldismenn ríkisvaldsins mundu þjófar og morðingjar fá frjálsar hendur og þjóðfélagið leysast upp í frumeindir sínar á örskömmum tíma.
Þetta ættu þó allir að hafa í huga, sem setja lög og reglugerðir, ekki síst alþingismenn. Ég rifja þetta upp því hér á Íslandi hefur maður verið dreginn af lögreglu fyrir sjálfan Hæstarétt og dæmdur samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sett, fyrir að benda á blákalda staðreynd. Kannski er hann hinn argasti rasisti. Það kom þó ekki fram í þeim ummælum, sem hann var dæmdur fyrir. Um rasisma hans veit ég ekki neitt, ég þekki manninn ekki. En ef svo er, af hverju má hann þá ekki bara vera rasisti? Það er vissulega ljótt, en hvað kemur það Hæstarétti við? Ég bara spyr.
En hann var ekki dæmdur fyrir skoðanir sínar, sem væri nógu slæmt, heldur fyrir að benda á óhagganlega staðreynd, sem ekki hentar valdhöfum, en er ljós hverju ómálga, óinnrættu barni á löngu færi, nefnilega þá, að svartur maður er allt, allt öðru vísi en hvítur. Í sporum þessa manns mundi ég enga sekt greiða, heldur fara í fangelsi. Ég mundi telja það sérstakan heiður, að verða fyrsti “samviskufanginn” í sögu lýðveldisins, einkum í ljósi þess, að einhverjir þeirra, sem stóðu að þessari lagasetningu, ákæru og dómi, eru Amnesty- félagar.
                                                        Boðorðin þrjú
Alræðisstjórnir eru að því leyti frábrugðnar gamalkunnum, hefðbundnum einræðisstjórnum kónga og keisara, herforingja og annarra pótintáta, að þær byggja völd sín ekki nema að hluta á ofbeldishótun, heldur að mestu á trú þegnanna á hugmyndafræði valdhafa. Með öðrum orðum, þær beita gulrótinni frekar en vendinum. Í fullkomnu alræðisríki þarf aldrei að beita þegnana ofbeldi. Ekki einu sinni ritskoðun. Allt menntakerfið, allir fjölmiðlar, eru í eigu ríkisins og þar fær enginn að starfa nema hann trúi á kenningar valdhafa. Ritskoðun er því óþörf. Allir eru sammála.
Gott dæmi er Norður- Kórea. Kosningatölur, þar sem valdhafar fá 99,99% atkvæða eru alveg örugglega ófalsaðar. Fólkið trúir í raun og sannleika á “hinn mikla son”, elskar hann og dáir og trúir í blindni á hugmyndafræði hans.
Hvers vegna? Jú, svarið er einfalt. Þar er ekkert tjáningarfrelsi.
Í kjölfar nasismans komu upp, einkum í Bandaríkjunum, nýar kenningar, sem oft eru kenndar við pólitíska rétthugsun, en einnig mætti nefna “flathyggju” eða “eins- hyggju”, eða einfaldlega “öfug- nasisma”, ekki aðeins vegna þær voru upphaflega settar til höfuðs nasistum, heldur einnig vegna þess að þeim er í sívaxandi mæli beitt með sama hætti og í alræðisríkjum nasista og kommúnista, þ.e. með skipulegri innrætingu og heilaþvotti þegnanna og ritskoðun, en þegar hún bregst er beitt dóms- og lögregluvaldi, eins og nú hefur gerst á Íslandi,.
Þessar nýju kenningar má draga saman í þrjú boðorð:
1.Allir kynþættir mannanna eru eins.
2. Konur og karlar eru eins.
3. Samkynhneigð og gagnkynhneigð eru eins.
Elsta boðorðið, og það, sem liggur til grundvallar hinum er það fyrsta. Nasistar, og gyðingar sjálfir, trúa því að hvítt fólk, sem talar mál af tilteknum tungumálaflokki eða hefur tilteknar trúarskoðanir sé í einhverjum líffræðilegum, vefjafræðilegum skilningi af öðrum “kynþætti” en aðrir hvítir menn. Þeir ímynda sér, að trúarlegur munur gyðinga og kristinna sé sambærilegur við víðtækan, eðlislægan, arfgengan mun t.d. Pólverja og Papúa eða Dana og dverg- svertingja. Þarna er blandað saman eplum og appelsínum, hugmyndafræði og trúarbrögðum annars vegar, en erfðafræði og vefjafræði hins vegar.
Munurinn er sá, að allir geta hætt að vera gyðingar og fjölmargir hafa gert það í aldanna rás. Menn eru gyðingar, af því að þeir vilja vera það. Enginn getur hætt að vera Indíáni eða Ástralíu- frumbyggi, þótt hann feginn vildi.
Það er mála sannast, að “sannur Aríi” er “hávaxinn (eins og Göbbels), grannvaxinn (eins og Göring), og ljóshærður (eins og Hitler)”. Kenningar nasista væru beinlínis hlægilegar, ef afleiðingarnar hefðu ekki orðið jafn hrikalegar og raun varð á.
En fyrst hugmyndir nasista voru endaleysa, því ekki að lýsa því yfir einhliða, að allir væru eins, svartir og hvítir, karlar og konur, samkynhneigðir og við hinir? Hugmyndin er góð! Og því ekki að beita sömu aðferðum og nasistar og kommúnistar, skipulegri innrætingu frá blautu barnsbeini (sem ávallt er nefnd “menntun” eða “fræðsla”, sbr. “fræðsla gegn fordómum”), ritskoðun og lögregluvaldi? Tilgangurinn helgar jú meðalið og tilgangurinn er vissulega góður.
Nasistar og kommúnistar trúðu því líka, að tilgangur sinn væri góður. Þeir voru að skapa þúsundáraríki, himnaríki á jörðu.
Það eru ekki mörg ár síðan, að hver sá, sem hefði haldið því fram, að svartir væru eins og hvítir, konur eins og karlar og samkynhneigð og gagnkynhneigð væri eins, hefði beinlínis verið talinn viti sínu fjær, og vel hugsanlega hafnað á geðveikrahæli. Þetta hefur breyst. Nú er svo komið, að hver sá, sem efast um þessar nýju kenningar getur átt von á allt að tveggja ára dvöl í fangelsi, skv. 233. grein almennra hegningarlaga. Hæstiréttur hefur sýnt það í verki, að hann er til þjónustu reiðubúinn.
Til að framfylgja kenningunni hefur verið stofnuð hálfopinber, þríarma “hugsanalögregla” .“Alþjóðahúsið” sér um að enginn efist um að svartir séu eins og hvítir, “Jafnréttisstofa” getur lögsótt hvern þann sem efast um að konur séu nákvæmlega eins og karlar og fullkomnir jafnokar þeirra til allra hluta og starfa, og “Samtökin 78” geta sigað lögreglu á hvern þann sem efast um að tveir sköllóttir, skeggjaðir karlar í tvíbreiðu rúmi geti verið "hjón".
“Alþjóðahúsið” hefur þegar fengið einn mann dæmdan, og þeir verða fleiri, því svartir munu halda áfram að vera svartir og hvítir hvítir, konur verða áfram konur og hommar verða áfram “hinsegin”. Veröldin mun nefnilega halda áfram að vera eins og hún er, ekki eins og við viljum að hún sé.
Lögregla og dómarar munu því fá nóg að starfa um ókomin ár.



                                             Krossferðir og hálfmánaferðir


Sú árátta Vesturlandabúa , einkum þó vinstri manna, að taka jafnan málstað hatursmanna sinna, en svívirða sína eigin menningu er ekki ný.Eitt dæmið er, hvernig menn lengi hafa útmálað hina voðalegu villimennsku Vesturlanda á miðöldum og talað um yfirburði svokallaðrar “arabískrar menningar”. Einkum þykir fínt að níða niður tilraun kristinna manna til að endurheimta lönd sín, þ.e. krossferðirnar. Það gleymist alveg, að þegar gagnsókn hinna kristnu hófst um 1100 höfðu múslimar verið í samfelldri “hálfmánaferð” , heilögu stríði (jihad), gegn hinum kristna heimi í meira en fjórar aldir.
. Það gleymist líka, að nánast öll löndin (nema Persía), sem arabar hernámu á sjöundu og áttundu öld, voru kristin, og kristnir voru enn fjölmennir í mörgum þeirra, og sums staðar í meirihluta við upphaf gagnsóknarinnar, þ.e. krossferðanna.

En hver var þessi “arabíska” menning, sem alltaf er verið að tala um? Mönnum virðist alveg sjást yfir, að löndin, sem arabar réðust á, hertóku og afkristnuðu mynduðu suður- og suðausturhluta Rómaveldis. Arabar höfðu enga menningu að færa því fólki sem byggði þessi lönd, ekkert annað en úlfalda sína, trúbók og tungumál. Kóraninn má ekki þýða, en kunnátta í honum á frummálinu er nauðsynleg múslimum. Arabíska breiddist því hratt út, en gríska og latína hurfu. En íbúar Botnalanda og Norður- Afríku voru ekki “arabar”, þótt þeir væru orðnir mæltir á arabísku og trúðu nú á Kóraninn í stað Biblíunnar. Þeir voru afkomendur Grikkja, Rómverja, Fönikíumanna, Hittíta, Assýringa og Forn- Egypta og menning þeirra var ekki runnin frá aröbum, heldur þessum ævafornu þjóðum.

Afstaða araba til menningar kom vel fram, þegar þeir hertóku Alexandríu. Bókasafnið mikla stóð enn, þrátt fyrir ýmis fyrri áföll. Amr, foringi arabanna sagði þá eftirfarandi: “Ef það, sem stendur í þessum bókum stendur ekki í Kóraninum, er það villutrú. Ef það stendur líka í Kóraninum, þurfum við ekki á því að halda!” Síðan lét hann brenna safnið til kaldra kola. Þar týndust endanlega ótalmörg rit grísk-rómverskra heimspekinga, skálda og sagnaritara.

Þó má vel tala um “islamska menningu”, en hver var hún?. Jú, þeir afrituðu allmikið af þeim (vestrænu) ritum, sem ekki höfðu brunnið í Alexandríu, en lögðu nánast ekki neitt nýtt til málanna. Rómverjar höfðu lengi stundað verslun við Indland og stofnað þar kristna söfnuði og höfðu haft viðskipti allt til Kína. Þetta hélt áfram undir nýjum herrum, en kaupmennirnir töluðu ekki lengur grísku og latínu, heldur arabísku. Á Indlandi kynntust þeir núllinu og indverskum tölustöfum, sem síðan eru ranglega nefndir “arabískir”.

Arabar og múslimar héldu líka við einum fornum sið, sem hinir “frumstæðu” Vesturlandabúar aflögðu hjá sér á miðöldum, nefnilega þrælahaldi, þrælasölu og þrælaveiðum, sem þeir stunduðu langt fram á tuttugustu öld og Íslendingar kynntust 1627.

Þegar Múhammeð hóf “heilagt stríð” gegn hinum kristna heimi á sjöundu öld voru Vesturlönd nánast varnarlaus eftir hrun vesturhluta Rómaveldis. Mannfjöldi hefur aldrei verið minni eftir látlausar styrjaldir þjóðflutningatímans og gífurlega mannskæðar drepsóttir. Í austri voru bæði aust- rómverska ríkið og hið ný- persneska í sárum eftir langvinnar innbyrðis styrjaldir. Sjöunda öldin er myrkust hinna myrku miðalda, svo myrk, að oft er hlaupið yfir hana í sögubókum og farið beint til Arabíu.

Inn í þetta valda- tómarúm réðust herskarar Múhammeðs og eftirmanna hans. Sigurför þeirra er lærdómsrík enn í dag, því hún byggðist ekki á hernaðaryfirburðum innrásarmannanna, heldur á fámenni og innbyrðis sundrungu kristinna manna. Deilurnar skæðu og illskiljanlegu nútímamönnum um heilaga þrenningu og eðli Krists voru þá enn svo illvígar, að fjölmargir kristnir menn, einkum í Sýrlandi og Egyptalandi töldu hinn orþódoxa keisara í Konstantínópel beinlínis vera sjálfan Antí- Krist og tóku herskörum Múhammeðs fagnandi, því hann lofaði þeim, ólíkt keisaranum, trúfrelsi. Það gleymdist að taka fram, að þetta “trúfrelsi” táknaði, að þeir urðu skattpíndur, nánast réttlaus undirmálslýður. Síðar lét Tyrkjasoldán t.d. kristna menn afhenda sér ung sveinbörn í þrældóm, sem alin voru upp í islam, en síðan voru þessir “janitsarar” notaðir til að berja á kristnum frændum sínum.

Á Spáni höfðu Vestgotar ríkt sem lítil, lokuð og herská yfirstétt síðan á fimmtu öld. Þeir höfðu framan af talað annað mál og verið annarar trúar en landsmenn, svipað og Márar síðar, en höfðu þó látið af Aríusar- kristni fyrir nokkru og töluðu tungu landsmanna. Þeir lágu í sífelldum innbyrðis illdeilum, einkum um ríkiserfðir og lauk svo, að hópur aðalsmanna keypti múslimskan berbahöfðingja nokkurn, Tarik, og her hans til liðs við sig í deilu við Vestgotakonung.

Kóngur féll í fyrstu orrustunni, og þessi múslimski málaliði sá, að landið var gott, en fyrirstaða lítil og tók því völdin sjálfur.

Herför múslima var gífurlegt áfall hinum kristna heimi. Siglingar á Miðjarðarhafi minnkuðu mjög og t.d. lagðist pappírsnotkun af í Evrópu um skeið, því pappír Rómaveldis hafði allur komið frá Egyptalandi. Árás og innrás múslíma var loks stöðvuð í Suður- Frakklandi, en það var ekki fyrr enn 1095, sem kristnir menn blésu til gagnsóknar.


Ávallt er, og með réttu, talað um ofstæki hinna kristnu, sem var gífurlegt. En uppblásið tal um yfirburði “arabískrar” menningar undir formerkjum “fjölmenningar” og “pólitískrar rétthugsunar”, verður hvimleiðara með hverju ári sem líður.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband