Herra Ólafur Ragnar Grímsson

Herra Ólafur Ragnar Grímsson heldur áfram að vera það sem hann hefur alltaf verið. Gamli Óli grís sem enginn þoldi í MR í gamla daga. En hann er klókur. Hann hefur alls staðar komið sér út úr húsi, hvort sem var hjá Framsókn, Magnúsar- Torfusamtökum Frjálslyndra og vinstri manna eða Alþýðubandalaginu. Andstæðingar hans leggja fæð á hann, en gamlir samherjar bæði hata hann og fyrirlíta. Þrátt fyrir það hefur hann alltaf flotið ofan á og komist til æðstu metorða hvarvetna, sem er meiri háttar kraftaverk. Ólafur var nokkuð góður námsmaður, "kúristi", eins og það hét í gamla daga, en hann hefur aldrei verið neitt gáfnaljós, þótt hann hangi í meðalgreind. Hann hefur hins vegar í ríkum mæli það sem Danir kalla "bænda- klókindi", sem einnig mætti kalla "slægð dýrsins". Hann er duglegur og veit alltaf hvað honum sjálfum kemur best. Hann er jafnframt bæði ósvífinn og ófyrirleitinn. Allir þessir eiginleikar koma honum nú að góðum notum.

Fyrir nokkrum vikum var forseti vor í miklum vanda staddur.  Hann var orðinn hættur að þora að láta sjá sig opinberlega. Meira að segja börnin voru farin að hía á hann. Mannorð hans sjálfs og virðing embættisins var komin í ræsið. En sjá! Icesave málið rak á fjörur hans! Það kom aldrei annað til greina en að Ólafur neitaði að skrifa undir. Fyrir því eru ýmsar augljósar ástæður. Í fyrsta lagi þurfti að laga mannorðið, sem fyrr sagði. í öðru lagi er maðurinn haldinn athyglissýki og þetta var örugg leið til að komast í sviðsljósið, ekki aðeins hér, heldur einnig út um allan heim. Í þriðja lagi er Ólafur með þessu að þenja út eigin völd og forsetaembættisins og gera það að einhverju sem enginn ætlaðist til þegar stjórnarskrá lýðveldisins var sett saman í miklu hasti á sínum tíma. Valdafíknin hefur ávallt verið allra, allra sterkasta einkenni mannsins.

Forseti vor er nú upp risinn og endurreistur enn á ný. Sjálfumgleði Ólafs, sýndarmennska, frekja og yfirgangur nýtast honum vel í viðtölum við erlenda blaðamenn sem ekki þekkja hann, en flestir þeirra halda að Ólafur sé alvöruforseti eins og hinn bandaríski, eða a.m.k. sá finnski eða franski, en Ólafur gætir þess ávallt erlendis að enginn viti hve gjörsamlega valdalaus hann í rauninni er.

Það verður að dást dálítið að honum þótt í laumi sé. En Ólafur er og verður, a.m.k. í mínum huga aldrei annað en sá sem ég man vel eftir úr menntaskóla, þótt ég þekkti hann aldrei persónulega, nefnilega, eins og ég sagði í upphafi: Herra Ólafur Ragnar Grímsson grís.


mbl.is „Það er verið að kúga okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úti á hjarni flokkur frýs

fánum sviptur rauðum.

Ólafur Ragnar Grímsson grís

gekk af honum dauðum.

Ort daginn sem Ólafur gekk í Alþýðubandalagið 1978 og allir þekkja framhaldið.

miðbæjarkomminn (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 16:13

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Því má bæta við að gamall bekkjarfélagi Ólafs úr MR, Böðvar Guðmundsson, orti þessa frægu vísu, sem síðan hefur fylgt honum eins og skugginn.

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.1.2010 kl. 16:16

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er sorglegt að heyra hvað þú ert leiður og einhverra hluta vegna bitur í garð Forseta Íslands, sem reynir nú að tala máli sannra íslendinga út um víðan völl. Ég giska á að þú styðjir Samfylkinguna og sért einlægur Evrópubandalagssinni. Ef sú greining er ekki rétt, þá á tilfinninga samband þitt við Herra Ólaf Ragnar Grímsson, sér dýpri og flóknari rætur sem er ekki á færi leikmanns að skilgreina frekar.

Jónatan Karlsson, 30.1.2010 kl. 16:26

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég er svartasta íhald og vil hvorki sjá Evrópusambandið eða Icesave. Ólafur Ragnar hefur hins vegar farið í taugarnar á mér allt frá því ég sá hann fyrst ríða húsum í MR sem formaður málfundafélagsins Framtíðarinnar. Frekjan og yfirgangurinn var þá jafnvel enn meira áberandi en nú. Maðurinn er eins og stórgripur, t.d. nashyrningur, sem veður yfir allt og alla hvar sem hann kemur.

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.1.2010 kl. 16:35

5 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Er þarna bara ekki um að ræða mann af þinni kynslóð sem er bæði betur gefin og duglegri að koma sér áfram en "sumir" og einhver öfund að fljóta upp hmmmmm.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 30.1.2010 kl. 17:33

6 identicon

Eðli manna er misjafnt.  Ekki er endilega betri músin sem læðist en sú sem stekkur það er nú löngu vitað. 

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 17:33

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég neita því alfarið að einhver öfund sé með í spilinu. Með mér voru margir kunnir menn, t.d. Þráinn Bertelsson, Megas, Björn Bjarnason, Svavar Gestsson og margir aðrir, sem yfirleitt eru og voru ágætismenn þótt misjafnir séu. Ólaf hef ég hins vegar aldrei þolað frá upphafi fram á þennan dag. Hann hefur frá upphafi farið í fínu taugarnar á mér af einhverjum ástæðum og ég veit raunar að ég er ekki einn um þá tilfinningu.

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.1.2010 kl. 17:44

8 identicon

Ég veit að ég fer fyrir brjóstið á einhverjum og vertu viss
Vilhjálmur að þú ferð í taugarnar á einhverju fólki - svona er þetta bara.  Hverjum er ekki sama :)

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 18:10

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ólafur var búinn að grafa sýna eigin gröf áður enn hann neitaði að skrifa undir icesave hann er búin að moka ofaní gröfina aftur og gott betur sama hvað hver segir. Þráinn B er aumingi og ræfill sem ekki þorir að vinna fyrir almenning hugsar bara um sinn eigin hag og ESB kjaftæðið sem við eigum aldrei að koma nærri vegna kúgunar sem við erum beitt núna á ögurstund!

Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 18:20

10 identicon

Margt til í því sem þú segir hér Vilhjálmur, en...því alltaf er þetta EN:

ÓRG er forseti landsins.  Hann er að standa sig mjög vel núna -sem slíkur- og það er aðalatriðið, hvað sem líður fortíðinni.

Nú er lag að snúa vörn í hvassa sókn: 

Við förum ekki á krossinn!  Þjóðin ber ekki ábyrgðina sem Jóhanna og Steingrímur eru að reyna að krossfesta okkur með.

Við hljótum öll að vera sammála um að við höfnum því að borga óreiðu-skuldir íslenskra einka-vina-væddra fjár-glæpamanna, sem enn fá að valsa óáreittir um allt valdakerfið og stofnanir ríkisins.

Við segjum auðvitað NEI, þingmenn allir hljóta líka að gera það...að lokum.  Eða vilja einhverjir þingmenn eingöngu ganga erinda fjár-glæpamanna, en ganga gegn forsetanum og þjóðinni?  Þeim verður aldrei stætt á því.

Við segjum öll NEI!

Pétir Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 18:49

11 Smámynd: Friðrik Már

kæri Vilhjálmur,

Er þetta ekki aðeins mikið af því góða, hvað kemur mönnum til að skrifa svona nokkuð, ef þetta er ekki persónuníð þá veit ég ekki hvað.

Það er eins og Ólafur Ragnar hafi gert þér eitthvað stórkostlegt ,slíkt er hatrið sem úr skrifum þínum má lesa. 

Ólafur Ragnar er þó að standa í lappirnar og stendur með sinni þjóð sem er eitthvað meira en hægt er að segja um ríkistjórnina og ef ætti að mæla heilindi manna í þessu annars óþverra máli er hætt við að það myndi halla verulega á þessa svikastjórn sem laumaði sér inn í krafti búsáhaldabyltingarinnar og hefur unnið þjóð sinni meira og minna ógagn síðan.  

Friðrik Már , 30.1.2010 kl. 21:28

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Friðrik það er nokkuð til í því hjá þér að stjórnin sem nú stendur er svikastjórn sem kom inn með byltingunni og hún er ekki sú stjórn sem við vildum! Við vildum réttlæti og breytingar en hvorugt herfum komið fram hið gagnstæða er því miður uppi á borðinu allt við það sama spilling græðgi óréttlæti og valdhroki!

Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 21:36

13 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Stjórnmálamenn, og allra síst forsetinn getur ekki kært menn út í bæ fyrir illt umtal eða persónuníð. Ég stend við það sem ég hef sagt hér að ofan. Hins vegar er það alveg rétt hjá þér að hann er þrátt fyrir allt það, eins og þú segir nánast sá eini sem reynir að standa í lappirnar í Icesave- málinu. Það verður ekki frá honum tekið, þótt ástæður þess séu áreiðanlega fyrst og fremst þær sem ég nefndi í færslunni. Það er ömurlegt að búa við ríkisstjórn sem berst af alefli gegn hagsmunum almennings í landinu, allt í því skyni að koma þjóðinni endanlega undir erlent vald. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.1.2010 kl. 21:39

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér Vilhjálmur það er ekki allt með feldu!

Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 21:58

15 identicon

Ég verð að seiga þér Vilhjálmur, mér finnst það dáldið barnalegt  af fullorðnum manni að vera að fara aftur í MR tíma ykkar með uppnefni eins og notuð voru í þá daga.

Þau koma Icesave málinu ekkert við.

Já Ólafur Ragnar á lof skilið fyrir frammistöðu sína á aþjóðavetfangi núna undanfarið.

Kristín

kristín (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 22:36

16 identicon

Er ekki tilvalið að litlir menn með lítið ego haldi sig til hlés þegar verið er að tala um mál sem snertir framtíð þjóðarinnar?  Í alvöru talað, hverjum er ekki fjandans sama um eitthvert hrokatrippi með bælda minnimáttarkennd frá menntaskólaárum í MR?

Gerðu sjálfum þér greiða vilhjálmur og haltu kjafti.

bjarni (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 00:01

17 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það leynis sér ekki í orðbragðinu að þú ert aðdáandi og lærisveinn herra Ólafs. Það er einmitt svona, sem hann talar við fólk.

Vilhjálmur Eyþórsson, 31.1.2010 kl. 00:07

18 identicon

Ég veit svosem ekkert hvernig Ólafur talað við fólk enda var ég aldrei með honum í MR.  En í alvöru talað Hr. Vilhjálmur svín settu þig í spor þeirra sem voru ekki nógu merkilegir til að pússa skóna þína í MR, þeir eru varla nógu merkilegir til að vera sammála þér um heimsmálin, eða hvað?  Ekki gleyma því litli kall, að það var fólk sem var þér miklu framar að vitsmunum  sem hafði vit á Því að ganga í betri skóla en MR, so fuck you.

bjarni (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 00:57

19 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Sem fyrr sagði hefur þú gengið í skóla til Ólafs Ragnars og verið góður lærisveinn. Ef þú telur það betri skóla en MR, ætla ég ekki að telja þér hughvarf. Ólafi hefur tekist ótrúlega vel að troða sér áfram sem eru viss meðmæli með hans aðferðum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 31.1.2010 kl. 01:05

20 identicon

Vilhjálmur , allt í einu minna skrifin þín inngangnum að þessu spjalli mig mest á  hann þarna kallin í Venuzuela Chavez og  Jóhannes einkavin hans þarna norður á Langanesi einhvers staðar. Ertu viss um að þetta sé ekki bara einhver gömul anti-ÓRG sprauta sem þú hafir fengið einhverstaðar á menntaskólaárunum eða á Heimdallarfundi eða eitthvað . Ég  kannast  þó við þessi viðbrögð  , var með smá snert af þeim sjálfur ,  það stafaði þó mest af því að Ólafur átti erfitt með að sitja þegjandi undir annnara manna tölu, og greip gjarnan fram í fyrir öðrum, honum var svo mikið niðri fyrir, en svona eftir að hann varð fullorðinn , þá lagðist þetta af og hann gefur sér tíma til að hlusta á hvað aðrir segja, áður en hann svarar, og kemur bara vel fyrir, og víst er hann að reyna að tala fyrir máli sem skiftir  máli í þessu tilviki. Það er alveg óþarfi að láta þessa gömlu fordóma trufla sig , þó svo hann hafi kannski talað ykkur hina i kaf á Framtíðarfundum. 

En hvað ertu annars að tala um að kallinn sé að þenja út eigin völd, hann verður ekki þarna nema tvö ár í viðbót, svo varla eru einhverir valdahagsmunir á bak við, ég held að hann sé frekar að reyna að gera eins rétt og hann getur , einmitt vegna þess að hann er í stöðu til þess að gera það núna án þess að þurfa að horfa fram til einnhverra pólitískra einkahagsmuna. Og ég hef aldrei skilið þessa röksemd  um að ein tiltekin grein í stjórnarskrá landsins , þessi um að forseti lýðveldisins geti vísað máli í í þjóðaratkvæði , sé bara eitthvað gluggaskraut sem aldrei megi nota, ég held einmitt að hún sé þarna af góðri ástæðu , og að hún eigi skilyrðislaut að vera þar til frambúðar í einhverju formi. Stærsti kostur þingbundins lýðræðisskipulags sem stjórnarforms, og einnig frumskilyrði fyrir því að það virki , er að pólitísk ákvarðanataka gangi það rólega fyrir sig að hægt sé að forðast að þær verði að flausturslegu flýtisákvörðunumsem valdi stórfelldum skaða. Þetta er hinvsvegar úr lagi gengið  hér á landi einkum vegna þess að í skjóli sterkmannastjórna Davíðs&Halldórs gengisins seinasta einn og hálfan áratuginn eða svo fengu einkavinirnir ásamt  kleptókrötunum í framkvæmdavaldinu  að vaða á skítugum skónum yfir löggjafarvaldið og setja það til hliðar eins og þeim best þóknaðist, og þar liggja ræturnar að núverandi vandræðum, við vorum í reynd komin með stjórnarhætti sem væru óskadraumur hvers einasta búrókrata í Bruxell , og ef þeir fá að viðgangast áfram þá verðum við ekki vör við  neina breytingu ef svo illa færi að við sætum uppi Jötunheim ( Bruxell ) sem höfuðborg hins nýja Íslands ( eins og sumir kalla það )., og ég held stundum þegar ég vil vera passlega illgjarn að eina raunverulega ástæðan fyrir andstöðu íhaldsins til ESB sé sú að þeir vilji sita einir að kjötkötlunum hérna við heimskutabauginn í þjóðríki sem hefur einhverskonar nefndastýrt sýndarlýðræði uppi á borðinu alveg eins og ESB er í dag.


Bjössi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 04:02

21 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er rétt hjá þér að Ólafur vekur hjá mér einhvers konar ósjálfráð viðbrögð, ólíkt því sem gerist um aðra sem þó teljast engu síður andstæðingar í stjórnmálum, t.d. Svavar Gestsson. Þetta er kannski eins konar veiki, en ég veit að ég er ekki einn um þetta. Hvað þjóðaratkvæðagreiðslu varðar er það alveg rétt að þær á að halda og þó mér sé það óskaplega á móti skapi er ég í liði með Ólafi í þessu máli. En þeir Churchill og Roosevelt studdu jú líka Stalín, þegar á þurfti að halda. Hins vegar er komin upp sú staða, að þingið mun framvegis lifa í sífelldum ótta við neitanir forsetans, ef ekki verður brugðist við og vald hans skýrt betur. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 31.1.2010 kl. 04:18

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég man eftir ungum manni sem kom sem kennari norður á Skagaströnd fyrir margt mörgu. Þessi ungi maður var reikull, óútreiknanlegur og uppfyllti fráleitt, þegar á reyndi, þær kröfur og væntingar sem til hans voru gerðar. Það var ekki hátt risið á unga manninum þegar hann hvarf frá verki með skottið á milli fótanna og allt beygt og brotið í kringum sig.

Þrátt fyrir þetta kann að vera að ungi maðurinn hafi rétt úr sér og komist til manns og virðinga, þó hefur honum greinilega misfarist að skynja eigin breyskleika og virða öðrum þeirra.

Það væri fráleitt að meta þennann mann í dag eftir störfum hans þegar hann átti að leiða mig til mennta forðum daga, því þá væri fátt gott um hann að segja, raunar ekkert, teldi ég þá reynslu óumbreytanlega rétt eins og hann rígheldur í gamlar skoðanir á persónu forsetans, á hverju sem gengur til að fullnægja sjálfsgremju sinni og ístöðuleysi.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.1.2010 kl. 07:22

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það eru heldur litlar líkur á að okkur takist að rífa okkur laus úr þeirri spennitryju sem heimsk og óburðug stjórnvöld hafa komið þessari þjóð í.

Ástæðan er skelfileg. Hún liggur í þeirri grimmd heimskunnar að leggjast í lúalegar skotgrafir og beina hríðsotarifflum að þeim fáu sem vinna með okkur og fyrir okkur.

Mótorinn sem knýr þessa sjálfsmarkasveit gengur fyrir hatri á persónurnar sem eru að vinna þá vinnu sem ein virðist ætla að skila árangri.

Erum við kannski komin að endimörkum heimskunnar- loksins? 

Árni Gunnarsson, 31.1.2010 kl. 11:35

24 identicon

MÆTUM HJÁ SÝSLUMANNI Á MORGUN OG KJÓSUM UM ICESAVE OG SEGJUM  NEI   NEI    NEI    NEI...................

UTANKJÖRSTAÐAATKVÆÐAKOSNINGIN ER HAFINN HJÁ SÝSLUMANNI..:LÁTUM ÞAÐ BERAST AÐ KOSNINGAR ERU HAFNAR HJÁ SÝSLUMANNI      MÆTUM    .............

Númi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 16:20

25 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég tek undir með síðasta ræðumanni. Það verður að segja nei við Icesave- svívirðunni, og þjóðaratkvæðagreiðsluna getum við þakkað Ólafir Ragnari fyrir, hvað sem segja má um hann og þær hvatir sem lágu að baki hans ákvörðunar. Eins og vel hefur komið fram hér að ofan er ég haldinn Ólafs- ofnæmi á háu stigi. En ég get huggað mig við það að ég á marga þjáningarbræður, sem eins og ég fá beinlínis grænar bólur, þegar forseta vorn ber á góma. Kannski væri ráð að skrásetja þetta sem opinberan sjúkdóm. Það væri ekki vitlausara en margt annað sem gerist í "sjúkdómsvæðingunni", sem nú tröllríður landinu og Vesturlöndum yfirleitt. Til marks um að ég er ekki sá eini sem þjáist af Ólafs Ragnars- ofnæmi er sú staðreynd að meira en tuttugu þúsund íslenskir kósendur mættu á kjörstað beinlínis í því skyni að lýsa algeru frati á Ólaf Ragnar og skila auðu. Þetta er einsdæmi, ekki aðeins í nútímanum heldur í gjörvallri veraldarsögunni og hefur aldrei holtið þá athygli sem það verðskuldar.

Vilhjálmur Eyþórsson, 31.1.2010 kl. 16:33

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Öfundsýki gamalla skólafélaga ÓRG er alveg pínleg...Verður fólk ekkert meira þroskað enn þetta? Skrifar íslenskan annál sem engin les, og er svo ekki talandi á íslensku. Til hvers fara sumir í skóla? Og Vilhjálmur er greinilega einn af þessum kennurum sem eru teknir snarlega úr umferð í skólum um allan heim. Þeir eru nefnilega snarhættulegir nemendum...

Óskar Arnórsson, 1.2.2010 kl. 00:58

27 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Aftur beita stuðninsmenn Ólafs Ragnars sömu aðferðum og orðbragði og átrúnaðargoð þeirra hefur verið frægt fyrir í áratugi. Til dæmis tal hans um "skílegt eðli" andstæðinga.

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.2.2010 kl. 01:07

28 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þökkum okkar sæla fyrir þann rétt sem Ólafur hefur að geta neitað að skrifa undir Icesave loksins einhver málsvari á íslandi sem þorði að segja fjárglæframönnunum stríð á hendur einnig þegar ljóst er að þeir sem stjórna okkur eru undir járn hæl fjárglæframanna og þjófa, ég fylgi með við skulum ná skúrkunum sem komu okkur út í þetta botnausa skuldafen hvort sem það eru stjórnendur landsins firr og nú enginn má sleppa frá þeirri sekt sem hann hefur framið gegn íslenskum almenningi sem blæðir af völdum þeirra. ÞEIM SKAL LÍKA BLÆÐA LÁTUM ÞÁ EKKI SLEPPA NÁUM ÞEIM OG REFSUM!

Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 01:48

29 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er gott og blessað en það virðast allir hafa gleymt því að fyrir örstuttu síðan var þessi sami Ólafur Ragnar helsti fulltrúi og bandamaður þessara fjárglæframanna. Man einhver eftir því?

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.2.2010 kl. 01:53

30 Smámynd: Billi bilaði

Mér sýnist bara að þú hatir ÓRG meira en homma.

Billi bilaði, 1.2.2010 kl. 10:31

31 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég hata engan. Hins vegar fer sumt fólk alveg óskaplega illa í taugarnar á mér og þar er ÓRG fremstur í flokki. Mér er vel til homma. Hef alls ekkert á móti þeim. Það er hins vegar flíkunarhneigðin og rassaköstin sem fylgja þeim sem ég vill kalla "hómósexúalista", svonefnda "baráttumenn" fyrir "réttindum" homma sem fara óskaplega í taugarnar á mér. Homma sem slíka líkar mér að öðru leyti ágætlega við.

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.2.2010 kl. 14:03

32 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta pólitíska upphlaup Ólafs Ragnars verður honum skammgóður vermir. En nú reynir á alþingi. Ætlar það að láta Ólaf Ragnar hafa ráð sitt í hendi sér, eða setja hann af? Skyldi vera flókið að mynda þverpólitíska samstöðu um slíka aðgerð? Nú kemur í ljós, hvor hefur þyngri pólitíska vikt, Alþingi Íslendinga, eða Ólafur Ragnar Grímsson, sporgöngumaður útrásarvíkinga og vildarvinur. Í augnablikinu veðja ég á Ólaf

Gústaf Níelsson, 1.2.2010 kl. 23:10

33 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er rétt hjá þér Gústaf. Það er komin upp stjórnarskrár- og stjórnkerfiskreppa í landinu eftir þetta síðasta upphlaup Ólafs Ragnars, þótt ég telji raunar að í þetta sinn, ólíkt því sem var í fjölmiðjamálinu hafi hann gert rétt. Það varð að stöðva þetta ógæfufólk, sem nú fer með völdin í landinu. Ef ekki hefðu líka verið gerðir hans í fjölmiðlamálinu mundi ég ekki gera athugasemd við þessa synjun. En eftir þessar tvær synjanir er Alþingi komið í herkví. Best af öllu væri að setja landsdóm yfir Ólafi og setja hann af en til þess þarf aukinn meiri hluta þingmanna og síðan þjóðaratkvæðagreiðslu ef mig misminnir ekki. Það hefði kannski tekist fyrir nokkrum vikum, en ekki núna. Eitt er alveg víst: Það verður að endurskoða ákvæði stjórnarskrárinnar um neitunarvald forseta, en ég vil halda því opnu að þjóðaratkvæðagreiðslur geti farið fram. Bara ekki þannig að þingið geti í framtíðinni búist við neitun forseta og stjórnakreppu hvenær sem Ólafi Ragnari eða vinum hans (fjölmiðlamálið) mislíkar eitthvað. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.2.2010 kl. 23:31

34 identicon

Nú bið ég menn að hætta þessari vitleysu og öllu þessu karpi.  Við vitum öll að ÓRG er gamall refur og það er bara hið besta mál núna, því nú kemur hann þjóðinni að gríðarmiklu gagni og hefur staðið sig með miklum sóma í viðtölum á erlendum sjónvarsstöðvum.  Það er það eina sem skiptir máli núna. 

Gleymum nú sundurlyndinu.  Við fáum, sem þjóð tækifæri til að segja 100% NEI, en þá verða menn að sýna þá stillingu og þor, að hætta allri vitleysu og karpi um persónu ÓRG.  Stóra málið er svo miklu stærra og það snýst aðeins um eitt stykki 100% NEI!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 01:16

35 Smámynd: hilmar  jónsson

Ólafur er ekki minn maður. En mikið assgoti hlýtur þessi rætni pistill þinn,m.a. um skólagöngu Ólafs að lýsa sjálfum þér fremur en Ólafi.

Þú hlýtur að vera svona low life karakter...

hilmar jónsson, 2.2.2010 kl. 12:49

36 identicon

Svona rætna grein skrifar enginn nema rakinn erki lúser!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 14:37

37 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ólafur er, sem fyrr sagði klókur og treystir á mýfluguminni almennings. Hann veit sem er, að fólk er fljótt að gleyma þjónkun hans við "útrásarvíkingana", sem var alger, og þátttöku hans í að liðka fyrir vafasömum, þótt ekki sé meira sagt "viðskiptum" þeirra. Til dæmis hefur Tsengis sá sem fékk lánaða hundruðir milljarða og nú krefst skaðabóta lýst því yfir, að Ólafur Ragnar sé "stórvinur" sinn. En menn virðast allt í einu alveg búnir að gleyma öllu þessu .

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.2.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband