Að leka um leka

Skrýtnir hlutir eru nú að gerast: Wikileaks stelur gögnum og birtir án vitundar og vilja viðkomandi. „Mannréttindafrömuðir“ fagna ákaflega. Síðan er kurteislega farið fram á að viss gögn verði gerð aðgengileg og þá verður allt vitlaust. Allt í einu má enginn skoða skjöl Birgittu og mörðurinn Assange skríður djúpt inn í holu sína.

„Mannréttindafrömuðir“ eru allt í einu með böggum hildar vegna þess arna. Þeir jesúa sig  í bak og fyrir  bláir og rauðir í framan. Sjálfur „mannréttindaráðherrann“, Kúbuvinurinn góðkunni Ögmundur er beinlínis úttroðinn af heilagri vandlætingu. Mér finnst þetta allt saman alveg voðalega skrítið. Hvar er gagnsæið? Á ekki allt að vera fyrir opnum tjöldum? Af hverju má ekki leka upplýsingum um Wikileaks? Má ekki leka um leka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Wikileaks hafa lekið upplýsingum, og heyta þess vegna wikileaks. Örugglega er ekki hægt að birta öll gögn um leið og beðið er um þau ,það vita blaðamenn tildæmis mjög vel. Gæta þarf að heimildarmönnum sem gætu verið í lífshættu. Og búa til varnarvegg fyrir þá áður en skjöl eru birt. Og ég er viss um að þetta sé ekkert voðalega skrítið, en það á örugglega eftir að koma í ljós. Sjáum hvað setur. Vilhjálmur.

Eyjólfur G Svavarsson, 9.1.2011 kl. 17:15

2 Smámynd: Svavar Bjarnason

Wikileaks hefur ekki stolið neinum gögnum. Það hefur birt skjöl sem aðrir hafa lekið út, á sama máta og CNN, SKY, BBC o.fl. hafa gert.

Svavar Bjarnason, 9.1.2011 kl. 17:36

3 identicon

Þú mátt endilega vitna í heimildir með allar þessar fínu staðreyndir sem þú hefur um Wikileaks. Það sem ég hef lesið er að Bradley nokkur Manning, hermaður í landher Bandaríkjanna,  hafi stolið gögnunum og komið þeim til Wikileaks. Mál hans er núna í vinnslu í bandaríska dómskerfinu. Hvað Wikileaks varðar þá hafa þeir ekki brotið nein lög en bandarísk stjórnvöld leita logandi ljósi að einhverju til að hengja þá með.

Ef þú vilt að það sé tekið mark á skrifum þínum þá ættirðu að styðjast við stareyndir og rökræða þær en ekki éta upp skoðanir annara manna, sem líklega hafa ekki kynnt sér staðreyndir málsins. 

- Siggi

Siggi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 20:33

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Manning þessi, sem er samkynhneigður og fullur uppreisnaranda hafði samband við Wikileaks kvaðst hafa aðgang að leyniskjölum. Þeir hvöttu hann þá til að stela þeim, sem hann gerði beinlínis til að koma þeim til Wikileaks. Ef ekki hefði verið hvatning þeirra hefði þetta ekki gerst. Þeir eru því samsekir um þjófnaðinn. Síðan birtu þeir þýfið og fengu fyrir frægð og formúur, en aumingja homma- strákurinn verður vafalaust kærður og dæmdur fyrir landráð, sem hann verðskuldar vissulega. Hefðu Wikileaks menn látið hann í friði, væri hann vafalaust enn óánægður með hlutskipti sitt í lífinu en frjáls ferða sinna. Þeir bera þannig ábyrgð á örlögum hans.

Strákgreyjið verður trúlega í fangelsi ævilangt.  Vinstri kjánar, islamistar og al- Qaida gleðjast, en mörðurinn Assange baðar sig í sviðsljósinu.

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.1.2011 kl. 20:48

5 identicon

Þú hefur augljóslega ekki horft á umrætt myndband, sem Birgitta tók þátt í að "leka" og er eina ástæða þess að hún er undir óréttlátu eftirliti og persónunjósnum. Hún var þarna að ljóstra uppi um sadista og fjöldamorðingja, sem voru síður en svo að vinna nein skyldustörf, þeir voru að leika sér hlægjandi að því að skjóta á lítil börn og saklausa almenna borgara. Eini munurinn á þeim og almennum fjöldamorðingja er að þeir voru á launum Bandarískra skattborgara, sem þeir sóuðu til að smána föðurland sitt og hugsjónir með þessum þætti. Hvað þætti þér um manneskju sem "læki" því að einhverjir menn hefðu leikið sér að því hlægjandi að drepa konu þína, foreldra, börn og barnabörn? Þætti þér það vera glæpamaður? Þetta fólk hefur sama tilverurétt og þú, er jafn mennskt og þú, og leiki sér einhver að því að drepa það, er sá glæpamaður sem veit af því og hylmir yfir með morðingjunum. Hann gerist með því samsekur þeim. Það eina sem Birgitta hefur gert af sér er að vera manneskja með samvisku sem þorði að hlusta á hana. Bandarísk stjórnvöld ættu að skammast sín. Feður Bandaríkjanna, Washington og félagar eru örugglega gengnir aftur út af þessu. Þetta eru stórfelld svik við Bandaríkin.

Kveðja, Bandaríkjamaður

Bandarískur hægrimaður. (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 02:20

6 Smámynd: Svavar Bjarnason

Vilhjálmur. Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar að Manning hafi  fyrst haft samband við Wikileaks og þeir síðan hvatt hann til að stela gögnunum?

Svo skil ég ekki hvað þú ert að blanda kynhneigð Mannings inn í þessa umræðu. Er það til að varpa rýrð á hann? Ég hef heyrt að hann hafi fyllst viðbjóði yfir framferði samlanda sinna í Írak og það hafi verið ástæða þess að hann lak gögnunum.

Svavar Bjarnason, 10.1.2011 kl. 18:18

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Manning þessi, sem er samkynhneigður..." Þú ert eitthvað svo skemmtilega geggjaður Vilhjálmur minn. Frekar það, enn að þú sért slæm manneskja. Ég hef lesið nóg af því sem þú skrifar til að vita að þú ert barnalegur á stórum köflum, smávitur á öðrum, enn mikil þrasari og elskar að standa í sviðsljósinu.

Líklegast öfundsjúkur og bitur. Reiður út í lífið Vilhjálmur. Er það ekki kallinn minn? Þú getur alveg sagt mér frá því. Ég lofa að ekki kjafta í neinn...

Ég veit að þú vilt bara þræta fyrir þetta og snúa út úr með alls konar rugli. Segðu nú bara eins og er með Manning. Hefði þetta allt verið í lagi med Wikileak ef Manning hefði verið "straight" og Assange hefði verið kona, og ekki maður...?

Hroki er vanabindandi. Menn verða að sýna hroka á hverjum degi og geta ekki annað. Virkar eins og heróín. Takist tvisvar til þrisvar á dag...Hryllileg vanlíðan fylgir því að hætta hroka. Menn verða hræddir og illa á sig komnir...

Ég hef oft efast um að þú sért alvöru íslendingur Vilhjálmur. Nú veit ég að þú ert alveg hrikalegur laumukommúnisti og kanski hommi í skápnum...hehe... ;)

Af hverju ert alltaf að berjast við að afnema mál- og prentfrelsi, Vilhjálmur?

Óskar Arnórsson, 10.1.2011 kl. 21:59

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hjal ykkar tveggja hér að ofan er einkennileg steypa, sem ég nenni varla að elta ólar við. Þó má benda á eitt: Samkynhneigð mannsins skiptir hér miklu máli. Sú staðreynd að Manning er samkynhneigður, en þó í hernum segir, þótt ekki væri annað að hann hefur átt í mikilli innri baráttu og trúlega má skýra landráðin sem hann framdi, því þetta eru landráð, sem eins konar kall á hjálp eða athygli.  Hefðu Wikileaks menn ekki hvatt hann til dáða væri hann trúlega frjáls. Raunar er hann slíkur einfeldningur, að hann gortaði sig af skjalaþjófnaðinum á netinu, sem varð til þess að hann náðist.

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.1.2011 kl. 22:51

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta rugl í þér Vilhjálmur er bara lýsing á hroka og rembingi í þér persónulega. Hvernig getur kynferði skipt máli fyrir mann sem tilkynnir um alþjóðlegan glæp? Hvernig getur nokkur maður sem ekki er truflaður á geði, sagt að tilkynning um glæp sé landráð? Hvaða glæpi á að tilkynna um, og hverja ekki? Er það kynferði fólks sem á að ákveða það eða hvernig húfu þeir eru með á höfðinu?

Þú ert bara ekki tengdur raunverulekanum Vilhjálmur minn og ættir að leita hjálpar hjá einhverjum sem þú treysir vel. Það er ekkert fínt eða neinn stæll yfir því að hampa ofbeldis glæpamönnum bara af þeir eru í Ríkisstjórn USA eða í hernum þeirra. Bara af því að ég hef tekið mark á þessum skrifum þínum, sem sumt er með heilmiklu viti, þá fattaði ég ekki hverju hugsjúkur og mikill vesalingur þú ert raunverulega.

þú ert siðblindur Vilhjálmur, og það er vandamál sem var ekkert að detta af himnum ofan síðustu dagana...það varst þú sem auglýstir það á blogginu og ekki ég. Þú ert eins og Manning að því leyti. Þú ert kkert sérstaklega gáfaður Vilhjálmur, eiginlega á r0ndinni við að vera heimskur...enn Manning hefur hjarta sem hann fylgir, sem þú hefur ekki...

Óskar Arnórsson, 11.1.2011 kl. 09:36

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er út í hött að eiga orðastað við vandlætara, útroðna af heilagri reiði. Atvikið sem mest hefur verið talað um er vissulega ömurlegt, en slíkir hlutir gerast í stríði, þar sem ungir menn eru undir stöðugri skothríð ósýnilegra eða lítt sýnilegra óvina og hafa séð marga félaga sína falla í valinn. Menn sem eru í umhverfi, þar sem sundurskotnir og sundursprengdir líkamar eru hvarvetna á götum verða dofnir fyrir dauðanum og við slíkar aðstæður lækka mannlífin því miður mjög í verði. 

Hins vegar er alveg ljóst hverjar hvatir þeirra voru, sem ákváðu að draga þetta gamla og löngu gleymda atvik aftur fram í dagsljósið. Þeir voru og eru að upphefja sig sjálfa. Hvatirnar voru þær sömu sem ráða orðum og gerðum allra vandlætara, siðapostula og farísea sögunnar: Að berja sér á brjóst og hrópa hátt og snjallt: Sjáið þið! Ég þakka fyrir að vera sko ekki eins og þeir! 

Það er engin tilviljun, eins og ég hef margoft bent á, að háværustu lýðræðis-og mannréttindapostularnir koma úr röðum þeirra Íslendinga, sem meða algerlega afdráttarlausum og ótvíræðum hætti hafa stutt og vegsamað kúgara, böðla og þjóðarmorðingja, t.d. starfað í sérstökum „vináttufélögum“ við þá samhliða Amnesty- brölti og annarri háværri „mannréttindabaráttu“. Heilög vandlæting af því tagi sem kemur fram í athugasemdum ykkar hér að ofan veldur mér beinlínis ógeði. Lesið Biblíuna og sjáið hvað Jesús segir um faríseana.

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.1.2011 kl. 09:56

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

...lesið biblíunna? Jesús hvað? Um hvað ertu nú að tala Vilhjálmur? Ertu að skipta um umræðuefni af því að þú veldur ekki þessu?

Það skiptir engu máli þó Assange hafi hvatir að upphefja sjálfan sig eða ekki. Ástæðan sem hann notar er þó í lagi. Hann tilkynnti þetta og á heiður skilið fyrir það. Ef Manning hefur verið að upphefja sig og fórnað lífinu fyrir það, er það stór fórn.

Að nota hvatir sem stjórnast af því að "gleyma" morðum og ofbeldi, er líka að gefa eftir "hvötum" sínum sem er nánast ógeðslegt. Ég er ekkert sérstaklega þakklátur fyrir að hafa ekki hvatir eins og þú virðist stýrast af gamli minn. Mér finnst það bara ekkert sjálfsagt mál að drepa fólk og finnast það í lagi, eins og þú gefur í skyn að sé í lagi. Það eru enn menn eins og þú Vilhjálmur sem vilja þagga niður í morðæði seinni heimsstyrjaldar. Það eru bæði prófessorar og aðrir lærðir menn sem standa fyrir því.

Og virðast ekkert þreytast á því heldur. Þú ert að nota ritsnilli þína Vilhjálmur, eins og laumumorðingi sem notar hnífinn sem sker fórnardýr sín á háls í skjóli myrkurs...notaðu kunnáttu þína í eitthvað þarfara og jákvæðara.

Óskar Arnórsson, 11.1.2011 kl. 12:53

12 Smámynd: Svavar Bjarnason

Vilhjálmur. Ég spurði þig kurteislega hvaðan þú hefðir ákveðnar upplýsingar, en þú svarar og kallar spurningu mína "einkennilega steypu". Ekki sérlega málefnalegt. Þessvegna endurtek ég spurninguna: Hvaðan hefur þú þær upplýsingar að Wilileaks hafi hvatt hann til að stela umræddum gögnum? Ég hef hvergi heyrt það nema frá þér.

M.b.kv.

Svavar Bjarnason, 11.1.2011 kl. 13:03

13 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég fer hér eftir frásögn CNN. Manning hafði haft spurnir af Wikileaks og sagði þeim að hann hefði aðgang að leyniskjölum. Þeir sögðu honum að ná þeim, sem hann gerði á all löngum tíma og sendi áfram. Þannig er nú það.

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.1.2011 kl. 14:05

14 identicon

Kíkti á allt sem ég gat fundið á CNN.com um þetta mál, en fann hvergi neitt sem segir að Wikileaks hafi átt neitt frumkvæði um þennan leka. Ert þú ekki bara að reyna sleppa létt frá fullyrðingu sem hrökk út úr þér? En hvað um það , - mitt álit er að Manning hafi gert ekki minna gagn en þeir sem láku Pentagon skjölunum, eða þeir sem láku gögnum um Watergate hneykslið.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 17:35

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Vilhjálmur, í pistlinum, að benda á þessa tvöfeldni. Og af hverju ætti hin saklausa Birgitta að hafa eitthvað að óttast með birtingu bréfanna? Er hún ekki með gegnsæi í þessu efni? – Ekki það, að þetta sé mitt sjónarmið; en það er varla um mikið beðið, að hún verði sjálfri sér samkvæm.

Svavar, hann Vilhjálmur er búinn að svara þér, hann hefur þetta eftir CNN.

Jón Valur Jensson, 11.1.2011 kl. 17:50

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Birgitta á að sýna sinni eigin Ríkisstjórn samskiptinn og sjá hvort þau séu brot á íslenskum lögum. Henni kemur USA lög ekkert við. Það er furðulegt að halda að íslenskur þingmaður sé undir geðþótta eða herlögum annars ríkis..

Óskar Arnórsson, 11.1.2011 kl. 19:56

17 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er allt saman eitt rugl og bull. Þetta mál er á milli Birgittu og Twitter. Eins og Björn Bjarnason segir í bloggi sínu:

„ Af fjölmiðlum laugardaginn 8. janúar mátti ætla að alvarleg milliríkjadeila Íslands og Bandaríkjanna væri að hefjast. Sé frásögnin í The New York Times lesin sýnist með öllu ástæðulaust fyrir íslensk stjórnvöld að blanda sér í þetta mál, jafnvel þótt Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður, eigi í hlut. Leyfi Birgitta Twitter ekki að láta umbeðnar upplýsingar í té er það mál milli hennar og Twitter, en lögfræðingar Twitter hljóta að gæta hagsmuna þeirra sem láta vefþjónustunni í té upplýsingar.“

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.1.2011 kl. 20:00

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stormur í vatnsglasi !

Jón Valur Jensson, 11.1.2011 kl. 21:29

19 identicon

Öss er þessi Manning gaur hommi og fullur uppreisnaranda? Það að sjálfsögðu breytir öllu! Í Gúlagið með hann!

Maynard (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband