Krossferðir og hálfmánaferðir

 Þessi grein birtist í Mogganum fyrir nokkrum árum, en mér finnst allt í lagi að birta hana hér aftur, einkum í ljósi nýlegrar umræðu um múslima. Þessi útgáfa er mun ítarlegir og betri en Moggagreinin.

 

Sú árátta Vesturlandabúa , einkum þó vinstri manna, að taka jafnan málstað hatursmanna sinna, en svívirða sína eigin menningu er ekki ný.Eitt dæmið er, hvernig menn lengi hafa útmálað hina voðalegu villimennsku Vesturlanda á miðöldum og talað um yfirburði svokallaðrar „arabískrar menningar”. Einkum þykir fínt að níða niður tilraun kristinna manna til að endurheimta lönd sín, þ.e. krossferðirnar. Það gleymist alveg, að þegar gagnsókn hinna kristnu hófst um 1100 höfðu múslimar verið í samfelldri „hálfmánaferð” , heilögu stríði (jihad), gegn hinum kristna heimi í meira en fjórar aldir.

 Það gleymist líka, að nánast öll löndin (nema Persía), sem arabar hernámu á sjöundu og áttundu öld, voru kristin, og kristnir voru enn fjölmennir í mörgum þeirra, og sums staðar í meirihluta við upphaf gagnsóknarinnar, þ.e. krossferðanna.

En hver var þessi „arabíska” menning, sem alltaf er verið að tala um? Mönnum virðist alveg sjást yfir, að löndin, sem arabar réðust á, hertóku og afkristnuðu mynduðu suður- og suðausturhluta Rómaveldis. Arabar höfðu enga menningu að færa því fólki sem byggði þessi lönd, ekkert annað en úlfalda sína, trúbók og tungumál. Kóraninn má ekki þýða, en kunnátta í honum á frummálinu er nauðsynleg múslimum. Arabíska breiddist því hratt út, en gríska og latína hurfu. En íbúar Botnalanda og Norður- Afríku voru ekki „arabar”, þótt þeir væru orðnir mæltir á arabísku og trúðu nú á Kóraninn í stað Biblíunnar. Þeir voru afkomendur Grikkja, Rómverja, Fönikíumanna, Hittíta, Assýringa og Forn- Egypta og menning þeirra var ekki runnin frá aröbum, heldur þessum ævafornu þjóðum.  

Afstaða araba til menningar kom vel fram, þegar þeir hertóku Alexandríu. Bókasafnið mikla stóð enn, þrátt fyrir mörg og mikil fyrri áföll. Amr, foringi arabanna sagði þá eftirfarandi: „Ef það, sem stendur í þessum bókum stendur ekki í Kóraninum, er það villutrú. Ef það stendur líka í Kóraninum, þurfum við ekki á því að halda!” Síðan lét hann brenna safnið til kaldra kola. Þar týndust endanlega ótalmörg rit grísk-rómverskra heimspekinga, skálda og sagnaritara. 

Þó má vel tala um „islamska menningu”, en hver var hún?. Jú, þeir afrituðu allmikið af þeim (vestrænu) ritum, sem ekki höfðu brunnið í Alexandríu, en lögðu nánast ekki neitt nýtt til málanna. Rómverjar höfðu lengi stundað verslun við Indland og stofnað þar kristna söfnuði og höfðu haft viðskipti allt til Kína. Þetta hélt áfram undir nýjum herrum, en kaupmennirnir töluðu ekki lengur grísku og latínu, heldur arabísku. Á Indlandi kynntust þeir núllinu og indverskum tölustöfum, sem síðan eru ranglega nefndir „arabískir”.

Arabar og múslimar héldu líka við einum fornum sið, sem hinir „frumstæðu” Vesturlandabúar aflögðu hjá sér á miðöldum, nefnilega þrælahaldi, þrælasölu og þrælaveiðum, sem þeir stunduðu langt fram á tuttugustu öld og Íslendingar kynntust 1627.  

Þegar Múhammeð hóf „heilagt stríð” gegn hinum kristna heimi á sjöundu öld voru Vesturlönd nánast varnarlaus eftir hrun vesturhluta Rómaveldis. Mannfjöldi hefur aldrei verið minni eftir látlausar styrjaldir þjóðflutningatímans og gífurlega mannskæðar drepsóttir. Í austri voru bæði aust- rómverska ríkið og hið ný- persneska í sárum eftir langvinnar innbyrðis styrjaldir. Sjöunda öldin er myrkust hinna myrku miðalda, svo myrk, að oft er hlaupið yfir hana í sögubókum og farið beint til Arabíu.

Inn í þetta valda- tómarúm réðust herskarar Múhammeðs og eftirmanna hans. Sigurför þeirra er lærdómsrík enn í dag, því hún byggðist ekki á hernaðaryfirburðum innrásarmannanna, heldur á fámenni og innbyrðis sundrungu kristinna manna. Deilurnar skæðu og illskiljanlegu nútímamönnum um heilaga þrenningu og eðli Krists voru þá enn svo illvígar, að fjölmargir kristnir menn, einkum í Sýrlandi og Egyptalandi töldu hinn orþódoxa keisara í Konstantínópel beinlínis vera sjálfan Antí- Krist og tóku herskörum Múhammeðs fagnandi, því hann lofaði þeim, ólíkt keisaranum, trúfrelsi. Sem dæmi má nefna, að erkibiskup Kopta í Alexandríu faðmaði Amr að sér eftir hernámið og þakkaði honum innvirðulega fyrir að hafa losað sannkristna menn við hinn voðalega, orþódoxa keisara.  Múslimar gleymdu hins vegar að taka fram, að þetta „trúfrelsi” táknaði, að kristnir menn urðu skattpíndur, nánast réttlaus undirmálslýður. Síðar lét Tyrkjasoldán t.d. kristna menn afhenda sér ung sveinbörn í þrældóm, sem alin voru upp í islam, en síðan voru þessir „janitsarar” notaðir til að berja á kristnum frændum sínum.  

Á Spáni höfðu Vestgotar ríkt sem lítil, lokuð og herská yfirstétt síðan á fimmtu öld. Þeir höfðu framan af talað annað mál og verið annarar trúar en landsmenn, svipað og Márar síðar, en höfðu þó látið af Aríusar- kristni fyrir nokkru og töluðu tungu landsmanna. Þeir lágu í sífelldum innbyrðis illdeilum, einkum um ríkiserfðir og lauk svo, að hópur aðalsmanna keypti múslimskan berbahöfðingja nokkurn, Tarik, og her hans  ásamt Julian, hertoga Aust- Rómverja í Ceuta til liðs við sig í deilu við Vestgotakonung. Kóngur féll í fyrstu orrustunni, og þessi múslimski málaliði sá, að landið var gott, en fyrirstaða lítil og tók því völdin sjálfur.

Herför múslima var gífurlegt áfall hinum kristna heimi. Siglingar á Miðjarðarhafi minnkuðu mjög og t.d. lagðist pappírsnotkun af í Evrópu um skeið, því pappír Rómaveldis hafði allur komið frá Egyptalandi. Árás og innrás múslíma var loks stöðvuð í Mið- Frakklandi, en það var ekki fyrr en 1095, sem kristnir menn blésu til gagnsóknar. Ávallt er, og með réttu, talað um ofstæki hinna kristnu, sem var vissulega mikið. En uppblásið tal um yfirburði „arabískrar” menningar undir formerkjum „fjölmenningar” og „pólitískrar rétthugsunar”, verður hvimleiðara með hverju ári sem líður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæll Vihjálmur; æfinlega, og þakka þér fyrir afbragðs samantektina.

Eins; og þú manst, höfðu fændur mínir - Húlagú Khan og Möngkhe bróðir hans, ráð og framtíð Arabíuskagans í hendi sér, eftir stórsigur Húlagús, á Al- Mustasim Kalífa í Baghdad, í Febrúar 1258, og yfirtöku Möngkhes á Sýrlandi og nágrenni, en þeim auðnaðist ekki, því miður, að fylgja þeim sigrum eftir, annarrs; væri Heimsmyndin líklega sýnu geðþekkari í dag, og strögglið á milli Gyðinga og Araba, tæpast til staðar.

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 21:22

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"En uppblásið tal um yfirburði „arabískrar” menningar undir formerkjum „fjölmenningar” og „pólitískrar rétthugsunar”, verður hvimleiðara með hverju ári sem líður". - Get tekið undir þetta.

Gísli Ingvarsson, 1.8.2013 kl. 22:48

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Vilhjálmur, þarft mál.  Langi okkur ekki að vera til þá bjóðum við velkominn Draug Múhameðs.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.8.2013 kl. 00:21

4 identicon

Góð grein og gott innlegg í umræðuna um yfirtöku múslima á Evrópu.

Jóhann Guðni Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 03:12

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margt mjög gott hjá þér hér og þarft til áminningar, Vilhjálmur. Sumu er vissulega sleppt, en margir Íslendingar hafa samt gott af að láta hrista upp í sér.

Jón Valur Jensson, 2.8.2013 kl. 04:14

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sagnfræðin er nú eitthvað að vefjast fyrir þér, þótt margt sé reyndar rétt - mikill meirihluti íbúa þeirra landa þar sem í dag er töluð Arabíska utan sjálfs Arabíuskaga voru ekki Arabar, þeir voru kristnir íbúar Rómarveldis eða afkomendur þeirra.

Nýjasta sagnfræði í kringum hernám Araba á Botnalöndum og Egyptalandi bendir hins vegar á klofning kristnu kirkjunnar, þar sem Egyptar voru fyrst og fremst mónófýsistar (Koptar eins og það nefnist í dag), í Palestínu var mónófýsism einnig algengur. Svo voru auðvitað Gyðingar um allt svæðið, jafnvel í Jerúsalem.

Langvinnum hernaði Persa gegn Rómverjum lauk eftir misheppnaða tilraun Persa til að leggja undir sig Botnalönd. Bæði stórveldin nýttu sér fjölmennan hóp leiguliða sem bjuggu á jaðarsvæðum eyðimerkurinnar, arabískumælandi. Rómverjamegin nefndust ættbálkasamtök Araba "Kúarashi". Í kringum 630 var máttur svo þorrinn beggja vegna átakanna að hvorugt ríkið gat haldið uppi greiðslum til arabísku leiguliðaættbálkanna. Þar er komin höfuðástæða innrása til austurs og vesturs, Arabar voru orðnir mjög fjölmennir og vel vopnum búnir og sáu sig tilneydda til að ráðast gegn fyrrum vinnuveitendum.

Heraklios keisari var nýbúinn að endurheimta Botnalönd úr höndum Persa (atburður sem ýjað er að í Kóraninum). Heraklios ákvað að kaþólskan skyldi einu leyfði trúarbrögðin í Rómarríki og átti að þvinga bæði Gyðinga og mónófýsista til trúskipta með vopnavaldi. Gyðingar gengu til liðs við arabískar leiguliðafylkingar sem höfðust við í sýrlensku eyðimörkinni og í sameiningu lögðu þeir undir sig Palestínu. Rómverska setuliðið gat ekki staðist áhlaup hins eiginlega landnamærahers arabísku leiguliðaættbálkanna.

Egyptaland gafst upp án átaka og sendi setuliðið heim, ekki var það vegna ótta við Arabíska innrás, miklu frekar af ótta við trúarofsóknir Rómverja. Enda lifði koptíska kirkjan af og er enn til í dag.

Múhammeð hefur trúlega lifað einhvers staðar í Jórdan, og borgin Mekka hefur verið þar líka. Hann er án efa höfundur Kóransins en allt annað sem sagt er um hann er meira og minna uppspuni, skrifaður hundrað til tvöhundruð árum seinna. Eftir að Arabar voru búnir að ná undir sig heimsveldi vantaði þá trúarbrögð og tóku Kóraninn og Múhammeð upp. Fyrstu moskurnar sýna að beðið var í vesturátt í Basra og í austurátt í Alexandríu, sem sagt hefur Mekka legið einhvers staðar þar á milli. Þegar leið fram á 9. öldina vissi enginn lengur hvar Mekkína var, Kalífinn "bjó hana til" í Arabíu, skammt frá Medínu sem var fornfræg borg.

Þessi sagnfræði er mjög ný og umdeild, t.d. má sjá nokkuð aðra (og mun ævintýralegri) sagnfræði á Wikipedia. Ef þú hefur í alvöru áhuga á að kynna þér nútíma sagnfræði þá mæli ég með bók Tom Hollands, "In the Shadow of the Sword: The Birth of Islam and the Rise of the Global Arab Empire" (2013).

Varðandi þrælahaldið þá var það stundað í Evrópu miklu lengur en þú virðist halda. Enda voru það kristnir þrælasalar sem sinntu markaðnum í múslímska heiminum. "Tyrkirnir" sem réðust á Ísland voru evrópskir og kristnir, sjóræningar og þrælasalar sem seldu varning sinn hæstbjóðandi við Miðjarðarhaf.

Það er eitthvað svo innilega barnalegt að halda að nútíminn sé einhvers konar framhald af stríðsrekstri fornaldar. Kristnir eru ekkert skárri en Múslímar, og Múslímar hafa ekki minna af sagnfræði og þjóðsögum til að ala á hatri á Kristnum en Kristnir hafa gegn þeim. Í ljósi sögunnar hafa Kristnir alltað farið verr með Múslíma en öfugt, ekki endilega vegna þess að Kristnin hafi alið á meira ofbeldi - þótt færa megi rök fyrir því!

Frelsi frá trúarbrögðum er besta leiðin út úr ofbeldishugsun fornaldar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 2.8.2013 kl. 07:21

7 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Úbbs, kallaði Mekka óvart Mekkína - það var víst langamma mín austan af fjörðum!

Brynjólfur Þorvarðsson, 2.8.2013 kl. 07:23

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég veit fullvel, að stöku þræla mátti finna hér og þar í Evrópu a.m.k. fram á 18. öld, en í framkvæmd voru þrælahald, þrælasala og þrælaveiðar löngu horfnar úr Vestur- Evrópu um 1500. Það hélst þó í Aust- Rómverksa ríkinu allt til loka og áfram hjá arftökum þess í Moskvu fram á 19. öld.  Þeir Evrópumenn í þjónustu Norður- Afrískra sjóræningja sem vísuðu þegnum  Tyrkjasoldáns til Íslands voru alveg örugglega ekki kristnir, heldur trúskiptingar, sem sjálfir höfðu verið teknir herfangi á Miðjarðarhafi og tekið Islam. Það er óhugsandi, að kristnum mönnum væru falin mannaforráð yfir múslimum. Að það hafi verið „kristnir þrælasalar“ sem „sinntu markaðnum í múslimska heiminum“ er undarleg staðhæfing, svo ekki sé meira sagt.

Þú segir að múslimar hafi farið betur með kristna en öfugt, sem er mjög umdeilanlegt. Réttindi kristinna manna í löndum Múhammeðs var nánast engin og þeir bæði skattpíndir og réttdræpir fyrir minnstu sakir og í raun kraftacerk, hve margir hafa þraukað þar.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.8.2013 kl. 09:27

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Vilhjálmur, múslímar fyrr á tímum fóru helst aldrei út fyrir heim Íslam. Þeir notuðu kristna málaliða, eða stunduðu viðskipti við sjóræningja. Ég er ekki viss um að það hafi verið neinir múslímar um borð í skipunum sem hingað komu!

Feneyjingar voru stórtækir í þrælaviðskiptum, sem og Genóumenn. Ástæðan fyrir því að verulega dróg úr þrælahaldi í Evrópu var fyrst og fremst efnahagsleg, vistarbönd smábænda og leiguliða kom í staðinn. Þrælar voru enn til fram á nútíma, þótt þeir væru ekki margir.

Af hverju ættu kristnir ekki að stunda þrælaveiðar og verslun með þá við Miðjarðarhaf, þeir voru nú iðnir við kolann annars staðar fram á 19. öld. Og það er einfeldningslegt að halda að múslímar og kristnir gátu ekki stundað viðskipti sín á milli, þvert á móti stunduðu þeir viðskipti í stórum mæli. Það er vel þekkt að kristnir þrælasalar stunduðu viðskipti við íslamska heiminn, þetta gerðu t.d. Væringjar og Víkingar í stórum stíl, gegnum Svartahaf og Kaspíahaf. Fenyjingar einnig eins og ég nefndi, sem og aðar verslunarþjóðir við Miðjarhaf.

Kristnir hafa oftast haft talsvert meiri réttindi í múslímskum löndum en ekki-kristnir í kristnum löndum (rétt að hafa í huga að kristnir, gyðingar og zóróastríanistar nutu sérréttinda innan Íslam, aðrar trúgreinar voru illa liðnar). Kristnir og gyðingar flúðu ofsóknir úr hinum kristna heimi, t.d. til Andalúsíu og síðar til Ottómana. Oftast sættu kristnir engum sérstökum ofsóknum, þótt rétt sé að allir ekki-múslímar borguðu hærri skatta. Stundum áttu sér stað ofsóknir, en það var fáttítt og staðbundið.

Kristnir nutu réttinda í múslímskum löndum. T.d. voru fjöldamörg klaustur í nágrenni Bagdad á 8. og 9. öld, héldust allt fram að innrás Timurlane um 1400 (hann stundaði hins vegar miklar ofsóknir á hendur kristnum í nafni Íslam), Nestóríanismi lifði góðu lífi og dreifðist víða (og finnst sums staðar enn). Allar litlu sértrúarkirkjurnar sem kaþólskir vildu bæla lifðu af meðal múslíma, t.d. Koptar og sýrlenska kirkjan. Í dag eru múslímar hins vegar margir orðnir miklu harðari gegn kristnum innan Íslam, maður spyr sig hvort þetta sé svar við "múslímar vs. kristnir" málflutning á borð við þann sem lesa má hjá þér?

Frá múslímum séð hefur hinn kristni heimur stundað samfelldan hernað gegn þeim frá því krossferðirnar hófust. Öll múslímsk lönd hafa verið hersetin af kristnum, sum oftar en einusinni, og sum eru enn hersetin. Múslímar mæta miklu hatri í kristnum löndum, nokkuð sem þeir skilja illa og endurgjalda yfirleitt ekki heima fyrir.

En stærsta heimskan er að halda að heimurinn skiftist í "góða" kristna og "vonda" múslíma. Eða öfugt.

Brynjólfur Þorvarðsson, 2.8.2013 kl. 10:26

10 identicon

Mjög góð grein.

farmann (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 12:38

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er skrýtinn grautur, sem þú setur hér fram Brynjólfur minn sæll. M.a. virðist þú ekki gerar greinarmun á kaþólskum, sem heyrðu undir páfann í Róm og orþódoxum (rómversk- kaþólskum) sem heyrðu undir patríarkann í Konstantínopel og keisarann þar, en í Býnsansríkinu var þrælahald stundað allt til loka. Það er alveg rétt, að það voru félagslegar og efnahagslegar ástæður, sem fyrst og fremst ollu því að þrælahald lagðist að heita má alveg af í hinni kaþólsku Vestur- Evrópu á miðöldum. Skip sjóræningjanna úr barbaríinu voru mönnuð landshornalýð af ýmsu tagi, en þeir voru að sjálfsögðu búnir að taka trú á Allah. Annars hefðu þeir ekki fengið að láta úr höfn. Feneyingar og Genúamenn stunduðu mikil viðskipti við aust- rómverska ríkið, þar á meðal þrælaviðskipti, en það breytir engu um það að þrælahald, þrælaveiðar og þrælasala var löngu orðin Vestur- Evrópumönnum framandi á dögum landafundanna og kostaði miklar sálarkvalir að taka aftur upp þrælahald í nýju nýlendunum í Ameríku. (Raunar stunduðu Astekar sjálfir umfangsmikið þrælahald fyrir komu Spánverja).

Um réttindi kristinna manna í löndum múslima má lesa í tilskipun Ómars frá 640, sem gilti í meginatriðum í Ottómanaríkinu allt fram í fyrri heimsstyrjöld og er að hluta til fylgt í sumum löndum múslima enn í dag. Nokkur dæmi: Ef múslimi vildi setjast, varð kristinn maður að standa upp. Kristnn sem sló múslima var réttdræpur, en múslimi sem sló kristinn mann refsilaus. Þeir máttu ekki reisa nýjar kirkjur eða halda við þeim sem fyrir voru. Kristinn maður sem bar sverð við belti var réttdræpur. Kristnir urðu að gyrðast kaðli eða leðurbelti og máttu ekki ríða hesti, aðeins asna, úlfalda eða múlasna, þeir urðu, eins og gyðingar hjá Hitler að auðkenna sig, ekki með gulri stjörnu, heldur með því að skera hár sitt og skegg með sérstökum hætti og máttu aðeins gyrða sig leðurbelti eða kaðli. Þannig má lengi halda áfram. Óskaplegur barnaskapur hefur lengi verið í gangi varðandi stöðu kristinna manna meðal múslima. En þeim stóð alltaf opin sú leið, að taka upp islam og losna þannig ekki aðeins við ofurskatta sem á þá voru lagðir heldur við allt það sem ég hef hér upp talið og margt fleira. Það er í rauninni kraftaverk, hve margir kristnir héldu fast við trú sína við þessar aðstæður.

Staða gyðinga var örlítið skárri en þó nánast hin sama. Þeir voru fyrirlitnir eins og kristnir menn. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.8.2013 kl. 13:46

12 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Eitt enn: Þú segir: „Frá múslímum séð hefur hinn kristni heimur stundað samfelldan hernað gegn þeim frá því krossferðirnar hófust.“ Þér sést alveg yfir að sjálf hugmyndin um „heilagt stríð“ gegn villutrúarmönnum er algerlega múslimsk og eins og ég bendi á í greininni réðust múslimar á bókstalflega öll lönd kristinna manna við Miðjarðarhaf allt frá því á sjöundu öld þar til kristnir loksins, loksins gripu til varna og gagnsóknar um 1100.  Í raun má vel segja að krossferðirnar hafi verið farnar að fyrirmynd múslima sem höfðu ekki aðeins ráðist á og hrifsað helgustu vé kristinna manna með vopnavaldi, heldur héldu uppi látlausum árásum á löndin við norðanvert Miðjarðarhaf á fyrri hluta miðalda.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.8.2013 kl. 13:58

13 identicon

Flottur pistill að venju vinur.

Það er hreint út sagt ótrúlegt hversu mikið vinstri menn mæra yfirgangssömustu trúarbrögð sem völ er á.

Eins og þú sagðir eitt sinn..ef vinstri menn velja sér málstað þá getur maður hengt sig upp á það að hann er rangur, andvestrænn og hreinlega fjandsamlegur öllum góðum gildum...þetta er svo rétt s.b dekur þeirra við kommúnisma og islam.

Ég hef fengið svo harkalega upp í kok á einstefnu sannleik vinsti manna að ég er nánast hættur að hefla málfar mitt er ég karpa við þá, bæði í netheimum sem og í daglega lífinu.

Þessum mönnum er ekki viðbjargandi og það er ekkert sem segir að ég þurfi að sýna þessu liði vott af virðingu..nei sá tími er liðinn og tími kominn til að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og segja hingað og ekki lengra !

Vesturlandabúar hafa lagt fram blóð,svita og tár til að botnfesta þau réttindi sem vi búum við og það á engan afslátt að veita þegar plága líkt og islam gerir sig breiða á okkar svæði !

Hvar skráir maður sig annars í hvítliðasveitirnar ?

Ég væri meira en til í að sparka í vinstri rassa þessa fáu daga sem ég er ekki á sjó....

runar (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 18:24

14 Smámynd: Salmann Tamimi

Brynjólfur, mjög góð grein. Vonandi þessi gervi sagnfræðingar koma með staðreyndir en ekki búa til sögulega atburði. t.d bókasfnið í Alexandria var brennt löngu áður en Íslam var tíl. arið ca 400. Það þarf engin að vita hvaðan Algebra og fl kom.

Salmann Tamimi, 2.8.2013 kl. 18:38

15 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Bókasafnið í Alexandríu brann fyrst um 50 f. Kr. í átökum Sesars og Oktavíanusar, en það var endurreist og var enn stærra á fyrstu öldum okkar tímatals. Önnur atlaga var gerð að því af kristnum ofstækismönnum um 400 og það fór í niðurníðslu, en var þó enn til staðar eins og kemur vel fram í ferðasögu konu einnar frá Konstantinopes, sem skrifaði dagbók um ferð sína til Alexandríu um 620, rétt fyrir árás múslima. Þar kemur skýrt fram, að borgin var enn háborg grískra fræða og vísinda. Safnið var dreift á nokkra staði, en það var enn til. 

Það helsta sem arabar lögðu til málanna í stærðfræði var að nota nafnið „algebra“ um sköpunarverk Evklíds og annarra forn- grískra stærðfræðinga. Kristnir menn, sem voru þeir einu í múslimaheiminum sem kunnu grísku, voru fengnir til þess, aðallega í Írak, að þýða hin fornu rit og gáfu þeim þetta nafn. Arabar sjálfir komu hvergi nálægt þróun algebrunnar, þeir átu aðeins eftir það sem Grikkir höfðu gert.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.8.2013 kl. 19:25

16 Smámynd: Salmann Tamimi

Evklid var faðir rúmfræðinar en ekki Algebra. Og hvað heit þessi kóna frá constantinoples?

Salmann Tamimi, 2.8.2013 kl. 19:30

17 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hún hét Evdoksía. En Amr skrifaði til Omars kalífa eftir töku Alexandríu að hann hefði nú tekið herfangi 4,000 hallir, 4,000 baðhús, 12,000 olíusala, 12,000 garðyrkumenn, 40,000 gyðinga sem greiða skatt og 400 leikhús. Borgin var alkristin og hélt áfram að vera það í margar aldir. Því færðu múslimar höfuðborg sína til smábæjarins Kaíró, nálægt pýramídunum, en Alexandría grotnaði niður og þessi háborg grískrar menningar varð undir stjórn þeirra smám saman að ómerkilegri héraðshöfuðborg.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.8.2013 kl. 20:03

18 identicon

Salmann.

"En algebran" segja múslimar og afsakendur íslams gjarnan þegar ömurlegt frammistöðuleysi hins íslamska heims á sviði þekingar, lista og speki ber á góma.

Löndin sem íslam lagði undir sig voru vagga siðmenningar, helleníski heimurinn og undirstöðusvæði rómaveldis. Auðvitað hlaut eitthvað af viti að koma frá slíkum svæðum í einhvern tíma þrátt fyrir krumlu íslams. Samt er það umdeilanlegt, lítið og rýrt.

Ekkert sem til framfara horfir hefur komið frá hinum íslamska heimi öldum saman.

farmann (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 21:58

19 Smámynd: Salmann Tamimi

Ábyggilega þið hafa heyrt um Averoes, Avicenna, Ibn batutta, Ibn Hayyan , Alkhawarizmi og fl?

Salmann Tamimi, 2.8.2013 kl. 23:38

20 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Avicenna er einmitt dæmi um það sem ég nefndi hér að ofan. Öll hans speki var annars staðar frá, hann endurtók það sem Aristóteles, Plató og aðrir grískir spekingar höfðu áður sagt auk þess að hann hafði kynnt sér talnafræði Indverja, en lagði í raun ekkert nýtt til málanna. Nákvæmlega það sama má segja um Averroes og Alkhawarizmi. Ibn Batuta skrifaði vissulega fróðlegar ferðabækur, en þessir menn lögðu í raun afar lítið til málanna og eru yfirleitt stórkostlega ofmetnir af þeim sem sífellt reyna að níða niður vestræna menningu og eigna öðrum afrek hennar.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.8.2013 kl. 00:19

21 identicon

Og enginn átakanlega nálægt okkur í tíma. Sorglegt að múslimar þurfi að nefna til sögunnar menn sem dóu áður en Snorri Sturluson fæddist til að lappa upp á átakanlegan skort á framlagi múslima til framafara og jákvæðrar heimsmenningar.

Það er oft erfitt að átta sig á hver gerði nákvæmlega hvað á miðöldum. Enginn veit með vissu hver er höfundur Njálu.

Maður getur með nokkuð öruggri vissu gefið sér það að framlag þesssara heiðursmanna er margfaldað allt að því með veldisvexti til að fegra hlut múslima.

farmann (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 00:38

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það væri hægt að segja svo margt hér, á ýmsa vegu, en ég hef ekki tímann í það.

Ég hef hins vegar ekki séð minnzt hér á mjög athyglisverða grein eftir Ólaf F. Magnússon lækni, fv. borgarfulltrúa og borgarstjóra, í Morgunblaðinu á þessum föstudegi, Skrifum [sr. Toshiki] Toma og Bjarna [Randvers] mótmælt, en það er öflug árás eða gagnsókn af svipuðu tagi og sú, sem Vilhjálmur reyndi hér.

Sjálfur átti ég grein í Mbl. fyrir tæpum 7 árum, sem hér má vísa til og snertir sum þessara mála: Rétt og rangt í máli Manúels í Miklagarði (Lesbók Morgunblaðsins 7. okt. 2006, opin þarna öllum til lestrar á netinu).

Jón Valur Jensson, 3.8.2013 kl. 03:52

23 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ágæt hjá þér Jón Valur um Manuel keisara. Ég sé að ég hef í fljótfærni gert nokkar óviljandi villur hér í athugasemdunum. Orþódoxar eru að sjálfsögðu grísk- kaþólskir þar sem ég hef óvart skrifað rómversk- kaþólskir og einnig oru það deilur Sesars og Pompeiusar sem ollu því að bókasafniið í Alexadríu brann í fyrsta sinn árið 48 f. Kr. Það hvarf ekki endanlega fyrr en eftir síðara hernám araba 642, en Býsansmenn höfðu tekið borgina aftur skamma hríð árið áður. Hin frægu orð sem ég legg í greininni í mun Amrs, herforingja voru raunar höfð eftir Omari Kalífa í svari við fyrirspurn frá Amr um, hvað gera ætti við allar bækurnar í Alexandríu.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.8.2013 kl. 11:43

24 identicon

Sælir; á ný !

Salmanni karlinum Tamimmi; mun aldrei - fremur en öðrum áhangendum Múhameðs fávizkunnar takast, að sannfæra mig, fremur en flest annað hugsandi fólk, um ''ágæti'' þessarrar ógnvæpnlegu trúar sinnar, ágætu skrifarar og lesendur.

Múhameðstrúin; ásamt Gyðingdómi - eru alverstu huglægu, sem hlutlægu meinsemdir, sem samtíminn á við að etja, og gott væri, tækist þorra þjóða Heims, að hjálpa iðkendum þessarra kreddna, að losna úr viðjum þeirra, á sem friðsamasta máta að sjálfsögðu, væri þess nokkur kostur.

Ísrael og Arabalönd; til dæmis, gætu staðið Austur- Asíuþjóðum og Indverjum og Ameríkuþjóðum jafnfætis, í vísindum og tæknifram förum, í stað þess að iðka sín heimskulegu hjaðningavíg á báða bóga, sem eru sprottin upp úr Ginnunga gapi sólstunginna bjálfa, sem voru þeir : Móse - Abraham, og Múhameð, larfar; sem eru ábyrgir fyrir margfalt meiri manndrápum, en þeir : Stalín - Hitler og Bush yngra/ Obama sam steypurnar munu nokkurn tíma ná, að jafna; ykkur, að segja.

Salmann Tamimi; og vinir hans, Sverrir Agnarsson og Ahmed Taha Sadeeq, ættu nú að gera gangskör að því, að mosku bullið suður í Reykjavík, verði tekið af dagskrá, og þeir manni sig til þess að komast inn í veraldar veruleika samtímans, og fari að iðka vísinda fræðastörf og almennna upplýsingu, í stað Kóran síbyljunnar, hinnar heimskulegu - og foráttu vitlausu.

Ekki vantaði Kemal Ataturk; nema nokkur ár til viðbótar, hefði honum enst aldurinn til, að slökkva á Múhameðskunni, meðal Tyrkja á sínum tíma, eins og við munum, flestir okkar, að minnsta kosti.

Með beztu kveðjum´; sem fyrr, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.8.2013 kl. 11:58

25 Smámynd: Halldór Jónsson

Stöndum þétt saman gegn innrásinni. Takk fyrir hugvekjuna Vilhjálmur

Er ekki mál að stofna þjóðræknisfélag Íslendinga gegn landsölu og innrás óþjóða?

Halldór Jónsson, 9.8.2013 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband