Mannréttindafrömuðurinn lýðræðisforkólfurinn og friðarsinninn Olof Palme

Ég bjó í Svíþjóð á árum Víetnamstríðsins, en um það skrifaði ég fyrir nokkrum árum í Þjóðmál greinina „Víetnam, vendipunktur kalda stríðsins“. Hér fer á eftir kaflinn um Palme úr þeirri grein: 

 „Ég sat á þessum árum tvívegis fundi um Víetnam, þar sem Olof Palme var frummælandi, og get vottað, að maðurinn var ágætlega greindur, vel að sér og fljótur að hugsa. Ég get líka vottað, að stuðningur hans við upphafsmenn Víetnamstríðsins, innrásarheri kommúnista í Indó- Kína, var alger og óskilyrtur. Hann var hinn ágætasti fulltrúi fyrir þær skoðanir, sem hann deildi með milljónum Vesturlandabúa og tugþúsundum Íslendinga á þessum árum. 

En hver myrti Palme? Suður- Afríkumenn hafa verið nefndir, enda var Palme orðlagður fyrir baráttu sína gegn kynþáttamisrétti. En fleiri koma til greina. Þegar innrásarherir kommúnista „þjóðfrelsuðu” loks löndin í Indó- Kína með vopnavaldi við gífurlegan fögnuð „lýðræðis”- postula,  „ „friðarsinna” og „mannréttindafrömuða” hvarvetna, hófu Hanoi- menn skipulegar þjóðflokka- og kynþáttaofsóknir, sem vinir þeirra, vinstri menn, tala aldrei um. Kannski var morðingi Palmes maður af fjallaþjóðflokki eða af kinverskum uppruna, eða þá barn svarts bandarísks hermanns, en átrúnaðargoð Palmes, þessa heimskunna „mannréttindafrömuðar”, herstjórarnir í Hanoi, ofsóttu allt þetta fólk með yfirveguðum, miskunnarlausum hætti.

 Fullkomið kaldlyndi Palmes gagnvart bátafólkinu og fyrirlitning hans á því var alkunnug, og morðinginn gæti vel hafa komið úr þeirra röðum.  

Og hvað með fórnalömb Castros? Fræg var heimsókn Palmes til Kúbu í kölfar sigurs „þjóðfrelsisaflanna” í Indó- Kína 1975 þar sem þessi heimskunni „mannréttindafrömuður” hélt hverja lofræðuna af annarri um gestgjafa sinn, en um það leyti voru pólitískir fangar á Kúbu eitthvað um 40.000. Menn sátu þar í fangabúðum í allt að 20 ár fyrir samkynhneigð, að slátra kú eða biðja um hærra kaup, en á Kúbu, eins og í öðrum „verkamannalýðveldum” er verkalýðsbarátta refsiverð. Morðingi Palmes gæti líka hafa verið úr þeirra röðum. 

Palme notaði tækifærið á Kúbu til að fagna alveg sérstaklega Pol Pot og Rauðum Kmerum, sem þá voru nýkomnir til valda, en einmitt þá rann blóðið í sem allra stríðustu straumum. Morðingi Palmes gæti verið einn þeirra sem komust undan þjóðarmorðingjunum. 

Þegar þessi heimskunni „friðarsinni” var á Kúbu hafði Castro einhvern stærsta her í heimi, þótt ekki sé miðað við fólksfjölda, um hálfa milljón manna undir vopnum, og hélt her sínum úti til styrjalda og manndrápa í 15 löndum víða um heim, ekki síst í Afríku, þar sem menn hans lögðu um 6 milljónir jarðsprengna. Þessi hernaður var fjármagnaður af Sovétríkjunum, þótt fólkið sylti, en Palme sendi einnig vini sínum þróunarhjálp.

 

Morðingi Palmes gæti verið úr röðum ættingja þeirra sem hermenn eða jarðsprengjur Castros hafa drepið eða limlest. Möguleikarnir eru óteljandi og sömuleiðis eru fórnarlömb kúgunar, þjóðarmorða og hernaðar vina og átrúnaðargoða Palmes, þessa „lýðræðis”- postula, „mannréttindafrömuðar” og „friðarsinna” óteljandi. 

Örlög Palmes voru að sönnu hörmuleg og engum óskandi. Hann hefur á síðari árum orðið píslarvottur, átrúnaðargoð og tákngervingur mikils hluta vinstri manna, fólks þeirrar gerðar sem hérlendis starfaði flest áður í Alþýðubandalaginu en stýrir nú mensévíka- armi þess, svonefndri „Samfylkingu”. Þetta er fólkið sem sagðist ekki vera kommúnistar, en gekk erinda alræðisaflanna í kalda stríðinu undir formerkjum „lýðræðis”, „friðar” og „mannréttinda”. Ég kann að mörgu leyti betur við bolsévíka- arminn, sem nú nefnir sig „Vinstri græna”. Þeir ganga hreinna til verks“.


Sjónvarpið var núna að sýna áróðursmynd um Palme, sem var á margan hátt tákngervingur fyrir fólk þeirrar tegundar sem til skamms tíma sat í æðstu valdastólum hér á landi og lýkur helst aldrei sundur munni án þess að tala um„frið“, „lýðræði“ og „mannréttindi“, hluti sem það skilur ekki fremur en Palme. Margir fyrrverandi ráðherrar og sjálfur forseti Íslands sýndu í verki, á dögum kalda stríðsins raunverulega afstöðu sína til lýðræðis og mannréttinda með því, m.a. að gera sér það ómak að taka þátt í, eða beinlíns stofna alveg sérstök „vináttufélög“ við blóði drifnar alræðisstjórnir (Kúbu, Sovét, Austur- Þýskaland Víetnam o.s.frv.). Þetta fór þá fram alveg samhliða Amnesty- þátttöku og annarri „mannréttindabaráttu“ þessa sama fólks. Það er mikill misskilningur ef einhver heldur að lýðræðis- og mannréttindahjal þessa liðs hafi byrjað eftir fall Berlínarmúrsins 1989. 

Þetta sama fólk situr enn í dag í áhrifastöðum hvarvetna í þjóðfélaginu, í stjórnmálum, menntakerfi og menningarlífi og sé einhver svo djarfur að rifja upp fortíð þess fer það samstundis að góla eitthvað um „kaldastríðshugsun“ eða „fortíðarhyggju“. Nasistar komast ekki upp með slíkt þótt tæp 70 ár séu frá stríðslokum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hefur margt fyrir þér, Vilhjálmur, í ýmsum þáttum þessarar athyglisverðu greinar þinnar, m.a. um Víet Nam og bátafólkið og eins um ömurlegu hliðarnar á kúbönsku stjórnarfari, ófrelsið þar og hernaðarstefnu víða um lönd, fjármagnaða (þér láðist að geta þess) af Sovétríkjunum, en kúbanskir voru hermennirnir sem sendir voru – og oft í dauðann. Sennilega er þátturinn sá arna mun hlutdrægari en ég hafði auga á, þegar ég reit blogg og Facebókar-færslu um Palme í kvöld, því að svo auðvelt er að ljúga (m.a. með því að nefna ekki ofangreinda hluti) með ÞÖGNINNI, og það kann að einhverju leyti hafa verið stundað í þættinum, sem annars virtist svo ágætur.

Jón Valur Jensson, 2.9.2013 kl. 01:00

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Fannst þér sprengjuárásir Bandaríkjanna á Víetnam réttlætanlegar?

Veistu yfir höfuð eitthvað um upphaf Víetnamstríðsins?

Skeggi Skaftason, 2.9.2013 kl. 13:34

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Já, Skeggi minn sæll. Ég get fulllyrt með vissu, að ég veit miklu, miklu, miklu meira um Víetnastríðið en þú. Annars ráðlegg ég þér eindregið að lesa greinina, „Víetnam, vendipunktur kalda stríðsins“ http://vey.blog.is/blog/vey/entry/561839/ Það bætir kannski úr þekkingarleysi þínu. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.9.2013 kl. 14:01

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Fannst þér sprengjuárásir Bandaríkjanna á Víetnam réttlætanlegar?

Skeggi Skaftason, 2.9.2013 kl. 15:11

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Lestu greinina.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.9.2013 kl. 15:28

6 identicon

Mér fór eins og Jóni Val að trúa að óreyndu glæsimyndinni af Palme. Þessi grein þínfrá 2008.  Vilhjálmur er meistsarastykki og tek ég í einu og öllu undir athugasemd Magnúsar Þórs við hana. Það væri gaman að sjá einhverja þungaviktarmenn af vinstri kantinum gagnrýna hana. (og þá án gömlu áróðurs og bullrakanna sem sagan hefur dæmt ómerk mörg hver)   

En eru Svíar sjálfir samt ekki dæmi um vel heppnaða vinstristefnu þótt þeir hafi látið glepjast af heimskommúnismanum?     Ekki fór neinum sögum af stórfeldum slátrunum þar í landi þó auðvitað megi fynna ýmis dæmi um ógeðfelda forræðishyggju sbr. t.d. vananir þroskaheftra.

ps. Ég var sjálfur kominn með þá þumalputtareglu að ef maður teldr kratana vera dottna niður á skynsamlega hugmynd, þá ætti maður að hugsa málið betur því venjulegast reyndist það vitleysa, (sbr. veiðigjaldið) þú kemur ágætlega inn á þessa skoðanavillu vinstrimanna í greininni.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 15:45

7 identicon

Bjó í Svíþjóð í mörg, mörg ár.

Ég hitti aldrei eldri svía, sem ekki hötuðu Olaf Palme.

Hann er upphaf og orsök fyrir því hvernig komið er fyrir Svíþjóð í dag og þá fyrst og fremst ómæld sossaheimska í innflytjenda pólitík.

Það er þetta "mannréttinda-og jafnréttiskjaftæði" sem svíar hafa verið heilaþvegnir með.

Þegar heilaþvegin sænsk stúlka fer í partý með fjórum Sómalíusvertingjum, af því að allir eru jafnir og góðir og er misþyrmt og hópnauðgað (Överraskningsex), hver er þá sökudólgurinn? Olaf Palme og áratuga sossaheilaþvottur í hans anda.

Svíum er haldið frá pólitík með endalausu íþróttakjaftæði og raunverulekaþáttum í vinstri stýrðum fjölmiðlum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 16:27

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er margt gott um Svía, en þeir eru alla þjóða ósjálfstæðastir í skoðunum. Enginn þorir að vera á móti ríkjandi hóphugsun. Mér fannst stundum á þessum fjórum árum, að ég væri staddur innan um sauðféð í Skeiðaréttum, þar sem allri jörmuðu í kór.

En einnig hér á landi er innrætingin orðin gífurleg og færist sífellt í aukana, sbr, þegar hálf þjóðin mætir í skrípagöngu hommanna. Sú ganga minnir mest á fundi hjá Hitler, Stalín, Maó eða Kim Il Sung. Enginn þorir að segja neitt og allir mæta til að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum, að þeir séu nú örugglega með hinar opinberu, viðurkenndu skoðanir. Það er mjög sænskt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.9.2013 kl. 17:34

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög sænskt - einmitt! Hehe ...

Jón Valur Jensson, 2.9.2013 kl. 17:55

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Orð V. Jóhannssonar eru lýsandi dæmi um hvernig hatursumræða mengar hugsun. Vafalaust hugsaði morðingi Palme eitthvað svipað, að Palme væri upphaf og orsök alls ills í Svíaríki.

Olof Palme var hvorki upphaf né orsök fyrir "hvernig komið er fyrir Svíþjóð í dag".

Hvernig er annars komið fyrir Svíþjóð í dag? Ég veit ekki betur en að þeirra efnahagur sé í góðum gír, iðnaður fullkominn og heldur áfram að þróast, útflutningur mikill og atvinnuleysi viðráðanlegt. Enn er Svíþjóð almennt öfundað af öðrum löndum, nú sem fyrr.

Að mörgu leyti er Svíþjóð fullkomnara ríki en Ísland, þó ekki sé það fullkomið.

Skeggi Skaftason, 3.9.2013 kl. 08:02

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

En það er of mikill straumur innflytjenda þangað að mínu viti, "Skeggi".

Til hvers var t.d. ráðherra þar í dag að lýsa því yfir, að allir flóttamenn þar frá Sýrlandi fengju að vera þar "til frambúðar"? Geta þeir, sem komu vegna borgarastríðsins, ekki farið heim á ný, ef alger friður kemst á?* Þetta er enginn smáræðis fjöldi, þú áttar þig á því. Og róstur og læti í Stokkhólmi og víðar á síðustu misserum boða ekki gott. Norðmenn eru líka allt of líberal í þessum málum, það hleður hins vegar undir öfgaflokka á hinn bóginn, og varla viljum við það?!

* En fjölmenningarhyggjumennirnir móðgast líklega yfir því að sjá mig nota hér orðið "heim"! -- svo vel upp aldir eru þeir í sínum félaglega rétttrúnaði.

Jón Valur Jensson, 4.9.2013 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband