Enn ein fjöldamóðursýkin?

Mér hefur nánast frá upphafi sýnst, að móðursýkin í kringum Kórona- veiruna sé af sömu tegund og loftslags-ruglið.
Hér er um að ræða flensu, svipaða t.d. svínaflensunni eða fuglaflensunni, sem virðist lítt eða ekkert hættulegri en venjuleg haustflensa. Ef þetta væri alvöru drepsótt væru fórnarlömbin nú talin í hundruðum þúsunda eða milljónum, ekki örfáum þúsundum.
í Kína deyja um þrjú hundruð þúsund manns árlega úr venjulegri inflúensu, og 2-3 þúsund eins og nú er, nær eingöngu gamalt fólk og sjúkt, bendir ekki til að þessi flensa sé eitthvað annað en aðrar flensur sem árlega herja á heimsbyggðina og dánartíðnin lítið eða ekkert meiri.

Það virðist gjörsamlega út í hött að líkja þessu við spænsku veikina, bólusótt eða svarta dauða. Ef þetta væri sýking af því tagi væru nú milljónir dauðra í stað fáeinnra þúsunda, ekki síst í ljósi þess að veikin er fyrir löngu komin til Indlands, þar sem lítt eða ekkert er um varnir gegns slíku.

Hitt er rétt, að hættan á nýrri drepsótt er raunveruleg. Kóróna- veiran er ekki sú drepsótt. Það er alveg ljóst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hefur þú einhverjar heimildir fyrir þessum staðhæfingum?

Staðreyndir málsins:

2-4% þeirra sem smitast af þessari veiru deyja.

Undir 0.% af þeim sem smitast af venjulegri flensu deyja.

Það er mjög svipað hlutfall og í spænsku veikinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.2.2020 kl. 21:00

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

undir 0.1% á að standa í línu 4.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.2.2020 kl. 21:00

3 identicon

Í byrjun var talað um að það skorti upplýsingar um heildarfjölda smitaðra. Þannig að væg smit væru talin með. Ef það er rétt þá er kannski dánartíðni ofmetin.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 25.2.2020 kl. 21:17

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hún er eflaust ekki enn þekkt nákvæmlega, þess vegna er talað um 2-4% bil. En það er stór munur á 2-4% og 0.1%

Þorsteinn Siglaugsson, 25.2.2020 kl. 21:28

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Dánartíðnin gæti verið mun hærri en það sem enn er vitað. Lífið er að marka þær tölur sem Kína gefur upp. Nú þegar eru 10 sagðir látnir á Ítalíu af 322 tilfellum. Sú tala á eftir að hækka.

Ef við gefum okkur að sjúkdómurinn sé bráðsmitandi, sem hann virðist vera, og að 80-90 prósent séu móttækilegir fyrir honum, þá myndi hvert prósent í dánartíðni svara til 2,800 dauðsföllum hér á landi. Ef dánartíðin er fimm prósent þá væru dauðsföllin 14 þúsund manns.

Best er að gera það strax sem hægt er að gera, svo að við þurfum ekki að setja helming þjóðarinnar í sóttkví eins og Kínverjar neyddust til að gera, tapa mannslífum að óþörfu, og að leggja efnahag þjóðarinnar tímabundið í rúst með því að gera ekkert strax, eins og Kínverjar reyndu að gera, en urðu að bakka með og eru nú að tröllríðast inn í fimmtíu falda kreppu á við það sem þeir kvörtuðu yfir að Trump væri að valda hjá þeim. Þeir sáu um að grafa sér þssa gröf sjálfur með því að reyna að þagga málið niður.

Enginn veit enn hver dánartíðnin var í raun og veru í spænsku veikinni því fjöldi smitaðra var ekki vel þekktur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2020 kl. 22:05

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Engin venjuleg flensa gæti kálað 14 þúsund Íslendingum, þó svo að þeirri venjulegri flensuveiru væri bætt út í drykkjarvatn allra landsmanna - og út í svo kallaða orkudrykki, og jafnvel skyldu-sprautaðir með henni.

Því minna sem gert er, því meiri smit og því meiri þörf er á sóttkví. 750 milljón manns í Kína hafa verið í einangrun. En þar eru dauðsföllin mest í kringum þá staði þar sem reynt var að þagga málið niður.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2020 kl. 22:14

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sagt er að þessi kínverska veira lifi í 10 daga utan mannslíkamans, á til dæmis hörðum flötum eins og málmi og gleri. Og svo er vitað að þeir sem hafa mælst neikvæðir, hafa síðar mælst með veiruna, þegar mælt er aftur.

Mér sýnist að lítið sé enn með öryggi vitað um fyrirbærið, og að enn minna gert til að varast það. Áhættutaka, afneitun og kæruleysi virðast ráða för.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2020 kl. 22:25

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Veiran kemst aðeins til landsins með flugvélum og skipum.

Hægt er að banna allt flug til landsins nema fyrir Íslendinga

Hægt er að leyfa flug frá landinu, en þá aðeins fyrir þá sem koma ekki aftur á meðan vandamálið er enn í gangi.

Hægt er að skylda öll skip og póst til að vera ekki skemur en 12 daga á leiðinni til landsins.

Koma þarf einangrunarbúðum upp, til dæmis með því að hertaka allt íbúðarhúsnæði á Miðnesheiði og hafa það klárt sem sóttvarnar- og bækistöð.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2020 kl. 22:37

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jafnvel þótt flug sé bannað nema fyrir Íslendinga er ólíklegt að það dugi til. Þeir geta allt eins smitast af þessu erlendis eins og aðrir. Auk þess þykir mér alls ekki ólíklegt að veiran sé nú þegar komin hingað til lands.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.2.2020 kl. 22:53

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í athugasemd númer 5 gef ég mér að allir sem móttækilegir eru smitist. Slíkt gerist ekki nema að ekkert ekkert ekkert sé vísvitandi gert og að fólk sækist eftir að láta smita sig.

Eins og dæmin sanna nú þegar, ræðst útkoman og fjöldi dauðsfalla af þeim ákvörðunum sem teknar eru á frumstigi málsins.

Það var það sem Kínverjar gerðu ekki. Þeir tóku engar ákvarðanir í byrjun og síðan vondar ákvarðanir. 

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2020 kl. 22:53

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Við erum enn á frumstigi málsins hér á Íslandi Þorsteinn, og höfum enn möguleika á að gera það sem ekki var gert annarsstaðar. Líkindareikningur mun ekki hjálpa neinum hér. Hvorki nú né eftir á.

Við vitum hvað er mögulegt. Best er að snúa sér að því sem er mögulegt og láta það koma þjóðinni til góða. Enginn ferst hér þó svo að hann komist ekki til útlanda í hálft ár. Aukin viðvera landans myndi bæta ferðaþjónustunni upp tapið á núll komma fimm.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2020 kl. 23:00

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef til er þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland þá myndi ég virkja hana. Þjóðaröryggisstefnur byggjast alltaf á því versta sem getur gerst, því annars eru þær þjóðaróöryggisstefnur.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2020 kl. 23:06

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Með þessum aðgerðum værum við að verja þjóðina sjálfa og hagkerfi hennar. Ferðaþjónustan er nú þegar steindauð vegna veirunnar í öðrum löndum og hún myndi hafa það mun betra við að geta tekið á móti Íslendingum í landinu okkar, sem þá hefðu enn ferðafrelsi. Fólk kæmist almennt til vinnu sinnar og hjól atvinnulífsins þyrftu ekki að haltra eða jafnvel stöðvast. Það gera þau, ef grípa þarf til aðgerða of seint. Við höfum engu að tapa.

Evrópa hefur misst tökin og Bandaríkin eru afar uggandi. Borgarstjóri San Francisco lýsti yfir neyðarástandi þar í gærkvöldi, þó svo að ekkert tilfelli sé þar enn skráð. Það var gert til að virkja það apparat sem taka mun á vandanum ef og þegar hann brest til borgarinnar; þ.e. fyrirbyggjandi aðgerð.

Alsír tilkynnti um fyrsta tilfellið. Meginland Spánar gerði hið sama. Svo eru það Austurríki. Sviss, Króatía, öll á sama deginum, þ.e. í gær þriðjudag. Danmörk er klár með einangrunarbúðir í herstöð á einskismannslandi á Mið-Jótlandi.

Best er að byrgja brunninn áður en börnin detta ofan í hann. Við getum þetta miklu betur en aðrir, þökk sé legu landsins, séu réttu ákvarðanirnar teknar á meðan það er enn hægt. Annars verður okkur ýtt út í mörgum sinnum erfiðari og að því er virðist óhjákvæmilega stöðu síðar. Alltaf er hægt að fella flugbann úr gildi sé það óhætt.

Mér líst illa á þróun málsins erlendis.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 00:29

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þorsteinn: Ég var að meina að þeir Íslendingar sem nú þegar eru staddir sem ferðamenn erlendis, fengju að koma heima, færu í sóttkví og yrði síðan hleypt inn í þjóðfélagið að lokinni tveggja vikna einangrun á Miðnesheiði. Þ.e. að við getum ekki neitað að taka við okkar eigin ferðafólki. Allt annað flug til landsins væri bannað. Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis yrðu kyrrir þar sem þeir hafa búsett sig.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 09:28

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þeir sem kalla þetta hysteríu í dag gerðu það sennilega ekki 2008, þegar millibankamakaður heimsins botnfraus. Hvers vegna fraus hann? Jú fjársterku bankarnir settu sig í sóttkví og neituðu að veita öðrum bönkum lán þar til að þeir voru vissir um að lánþiggjandinn væri ekki smitaður með ónýtum CDO-fjármálagjörningum í maga sínum. Þeir settu alla aðra banka í sóttkví þar til þeir væru vissir um að þeir væru ekki smitaðir sem lántakendur. Tíminn vann svo sitt verk með glans, og leiddi þá smituðu í banka-kirkjugarðinn. Þeir sem stóðu eftir, voru dæmdir sem heilbrigðir og fengu lán. En þetta tók sinn tíma. Þetta var riðuveiki meðal banka. Sóttvarnargirðingar voru settar upp í einum grænum hvelli og þær virkuðu.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 10:49

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í Evrópu munu málin sennilega enda á sama hátt og kæruleysis-smitin yfir landamæri í fjármálageiranum 2009 gerðu það að verkum sú krísa er varla búin enn. Aldrei að vanmeta kæruleysi og ábyrgðarleysi núlifandi valdastéttar, sérfræðinga og embættismanna Evrópu, sem eru mestu aumingjar mannkynssögunnar og sem ekkert annað hafa lagt af mörkum til sögunnar en að skríða um á því yfirborði jarðar sem forfeður okkar sköpuðu og byggðu upp. Þetta fer ekki vel.

Í Evrópu verður þetta sennilega enn verra en í Kína. Enn verra. Allt bendir til þess þegar hlustað  er á stjórnmálamen og embættismenn núna, sem neita að lyfta svo mikið sem litla fingri þjóð sinni til varnar. Þeir vita ekki einu sinni enn hvernig sjúkdómurinn breiðist út. Ítalski veirufræðingurinn Ilaria Capua sagði í morgun að tilgangslaust væri að reyna að halda áfram að finna sjúkling númer eitt, þar sem vírusinn hefði sennilega komið til Ítalíu um miðjan janúar og að menn viti ekki enn hver incubation tíminn sé í reynd (Ítalska elítan að koma með flugi frá Kína, giska ég á).

Það eina sem hægt er að gera strax og kostar minnst eru tröllslegar lokanir á öllu sem stöðvað getur ferðir fólks. Enda segir WHO að tröllslegar lokanir í Kína hafi skipt mestu máli. En þeir reyndu að þagga þetta niður eins og nú er verið að reyna að gera í Evrópu.

Og ekki nóg með það þá eru engar birgðir til í stórborgum Evrópu af þeim lyfjum sem lindrað gera veikindin (anti-malaríu og anti-vírus lyf).

Á fundi í ECB-seðlabankanum í dag voru menn mættir með reiknilíkön sem byggja á SARS. Þessi vírus er ekki SARS. Kæruleysið og aumingjaskapurinn ríður nú um alla Evrópu og er við það að lenda hér hjá okkur.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 13:26

17 identicon

Í USA látast í kringum 50þ árlega af flensu.  Að meðaltali 600þ gista á sjúkrahúsi með greininguna.  Tugmilljónir smitast.  Þetta þýðir að tæplega 10% þeirra sem leggjast inn útaf flensu deyja.

Fyrir Kórónaveirkuna í Kína þá hafa um það bil 3þ látist en tæplega 80þ greinst með hana.  Aftur á móti er talið að 80% fólks séu næstum einkennalaus og lenda því ekki á sjúkrahúsi.

Karl (IP-tala skráð) 26.2.2020 kl. 17:05

18 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

80-90% af öllum sem hafa látist úr þessu hafa verið eldri en 60 ára.  Enginn undir 10 ára ennþá.  Svo vitað sé.

Svo þetta er mjög banvænt, en með skilyrðum.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.2.2020 kl. 17:14

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Karl.

Dánartalan fyrir inflúensu ársins núna í Bandaríkjunum, er 0,05 prósent. Enginn venjulegur maður kemur til læknis vegna flensu. Það gera aðeins þeir sem verða fyrir slæmum afleiðingum hennar. Þannig að tala smitaðra er ekki þekkt stærð, einungis mat.

Enginn veit með vissu hverjar tölurnar eru í Kína vegna krónaveirunnar. Engum erlendum sérfræðingum hefur verið hleypt inn í landið, nema skriffinnum WTO, sem er í vasa Kína og Zimbabwe núna.

Á skrifandi stund hafa 374 tilfelli verið greind á Ítalíu og 12 manns eru þegar látnir, eða 3,2 prósent sem er 65 sinnum hærra en í flensu. Sú tala látinna frá þeim eintökum á eftir að hækka.

Og svo er enn ósögð saga þeirra sem lenda á sjúkrahúsi með sjúkdóminn, lifa hann af, en eru örkumla á eftir. Nýrnabilun fylgir sjúkdómnum og fólk kemur oft illa meðfarið úr öndunarvél.

Veiran getur einnig stökkbreytt sér fyrirvaralaust. Allt of litið er enn vitað um hana. Ekkert bóluefni hefur enn fundist við því sem kom úr sömu skúffu á undanförnum 20 árum.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 17:32

20 Smámynd: Halldór Jónsson

In Italy, roughly 3% of the confirmed number of cases ended in death as of Monday. But the number of new cases jumped early Tuesday to 270, so that has the mortality rate now at 2.6%.

In South Korea, it’s 0.9%. In Iran, it’s a whopping 19% though information out of Iran is harder to come by than it is in China.

Allavega er betra að fá hann ekki en að fá hann

 

Halldór Jónsson, 26.2.2020 kl. 17:33

21 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að það verði erfitt að fá Íslandsmanninn til að hlýða fyrirmælum, hann er svo kaldur

Halldór Jónsson, 26.2.2020 kl. 17:34

22 identicon

Þeir þarna vestra t.d. útvarpsmanninn kunni sem Trump nýlega heiðraði segir að þetta er allt eitt stórt samsæri til að grafa undir stjórn Trumps.  Ekki trúa fake news fjölmiðla gott fólk.

Thor Jósefsson (IP-tala skráð) 26.2.2020 kl. 17:59

23 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Blað í Kína segir að tölur kommúnistayfirvalda landsins séu ekki í samræmi við innanhúss-pappíra flokksins, sem segja að vandamálið sé allt að 52svar sinnum verra en látið er líta út. Sagt er að tölur séu skáldaðar. Hér er sagt að það sé 5-10 sinnum verra en gefið er upp, og að mannfallið í Hubei sé 18 prósent.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 19:48

24 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þeir sem trúa einu orði sem kínverski kommúnistaflokkur segir, hljóta að hafa gleymt heilabúi sínu í Sovétríkjunum Ríkinu þar sem allir lifðu svo vel og voru að tútna úr velmegun sem liðin lík á götum landsins.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband