Það er engin loftslagsvá







Það er skrýtið, aåð það þurfi mann eins og mig, mann utan úr bæ til að benda á hlut sem hefur verið fullsannaður og óumdeildur í meira en hundrað ár, nefnilega, að jörðin hefur verið að kólna og þorna í um átta þúsund ár. Raunar vær lægsta punktinum í þessari kólnun náð um aldamótin 1900, þegar jöklar voru þeir mestu frá „ísöld“ (jökulskeiði) en síðan hefur dálítil uppsveifla verið, um 0,8 gráður frá 1880.
Þetta ættu allir, sem titla sig „vísindamenn“ og gefa yfirlýsingar um loftslagsmál að vita. Viti þeir þetta ekki eru þeir einfaldlega ekki marktækir.

Það var nefnilega fyrir langalöngu, um aldamótin 1900, sem Norðmaðurinn Aksel Blyth og Svíinn Rutger Sernander gerðu grein fyrir rannsóknum sínum á gróðri í mýrum Skandínavíu með tilliti til loftslags fyrri alda og árþúsunda. Nýrri rannsóknir, m.a. á borkjörnum í Grænlandsjökli og Suðurskautlandinu hafa síðan fyllt út í myndina en í raun litlu bætt við niðurstöður Blyth-Sernanders.
Menn, allra helst vísindamenn, ættu að vita, að fyrir rúmlega tíu þúsund árum varð gífurleg „hamfarhlýnun“  (án afskipta mannanna) þegar hitastig hækkaði skyndilega um tíu stig eða meira á örstuttum tíma þannig að jökulskildirnir miklu bráðnuðu og yfirborð sjávar hækkaði um marga tugi metra. Þetta flokkast undir mannkynssögu, ekki jarðsögu, en allt of margir skilja ekki hvað „ísöldin“ er í raun nálægt okkur í tíma. Sé sagan rakin aftur til þess tíma sem pýramídarnir voru reistir og Súmerar skráðu Gilgamesh- kviðuna, fyrstu söguna af syndaflóði, eru menn þegar komnir hálfa leið aftur á „ísöld“ . Má t.d. benda á ágæta bók Helga Björnssonar jöklafræðings, en þar kemur m.a. fram, að Vatnajökull fór fyrst að myndast um sama leyti og Forn- Egyptar reistu pýramída sína, þ.e. fyrir um 4.500 árum.
Slík „hamfarahlýnun“ hefur orðið í upphafi hvers þeirra um 20 hlýskeiða sem orðið hafa á ísöldinni miklu sem við lifum á, eða kvarterímanum, sem hófst fyrir 2,5-3 milljónum ára. Enn fyrr, á tertíertíma var loftlag hér svipað og nú í Norður- Kaliforníu eins og steingervingar risatrjáa bera vott um. En það er jarðsaga, ármilljónir, ekki árþúsundir.

Hvert hlýskeið stendur í 10-12 þúsund ár en jökulskeiðin standa í um og yfir hundrað þúsund ár. Því má búast við nýju jökulskeiði („ísöld“) á þessu eða næsta árþúsundi og vitlegra að búa sig undir kólnun en hlýnun, sem væri raunar hið besta mál.

Það sem hér var rakið eru sjálfsagðir hlutir og alveg óumdeildir. Sjálfur lærði ég um þetta í barna- og gagnfræðaskóla fyrir hálfri öld, en nú virðast allir vera búnir að gleyma þessu.
Fyrrnefnd „hamfarahlýnun“ náði hámarki fyrir um átta þúsund árum, þegar hin elstu hinna dularfullu eisteinungsmannvirkja Vestur- Evrópu svo sem Carnac á Bretagne- skaga fóru að rísa, en það tímaskeið nefndu Blyth- Serander „atlantíska skeið bórealska tímans“, sem líka er kallað „hólósen- hámarkið“,  en síðan hefur loftslag verið að kólna og þorna. Þessi kólnun og þornum verður í sveiflum og rykkjum, en þrátt fyrir allar sveiflur og sveiflur innan í öðrum sveiflum kólnar og þornar jörðin hægt og sígandi og stefnir óhjákvæmilega í nýtt jökulskeið („ísöld“),

Meðan sólin skín mun ferskt vatn gufa upp úr höfunum og því meira sem loftslag er hlýrra. Einnig eykst rakadrægni loftsins gífurlega við tiltölulega litla hækkun hitastigs. Gróflega þýðir þetta að hlýnun gufuhvolfsins um eitt stig veldur hækkun vatnsgufu í því um sjö rakastig.  Ef loftslag skyldi hlýna mundi að því þýða stóraukna úrkomu, svipað og var fyrir 7-8 þúsund árum þegar Ísland var jöklalaust og Sahara gróin eins og aðrar eyðimerkur. Hlýnun þýðir því stóraukið vatn, ekki síst á þurrlendum svæðum, öfugt við það sem fáfróðir ímynda sér.

Nýlegar rannsóknir á Norður- Grænlandi og Svalbarða sýna, að á atlantíska skeiðinu uxu þar jurtir sem þurfa um sjö stiga hærri meðalhita en nú er þar. Þetta þýðir, að íshafið hefur verið að mestu eða öllu íslaust a.m.k. á sumrin. Meðal sjávarstaða, að frátöldu landrisi og landsigi, var  þó aðeins einhverjum fáum tugum sentimetra hærri en nú. Miklu meira vatn var bundið í gufuhvolfinu, sem stuðlar að lækkun sjávarmáls og ekki síður hitt, að þrátt fyrir hærri meðalhita var enn frost mestallt eða allt árið á hábungu meginjökla, en það er ákoma, þ.e. snjókoma umfram sumarbráðnun sem mestu ræður um vöxt og viðgang jökla. Miklu meiri snjór olli því hækkun jöklanna, þótt kvarnaðist úr nær sjávarmáli. Ísbirnir lifðu líka góðu lífi og lifa enn þó sum hinna ýmsu hlýskeiða kvartertímans hafi verið miklu hlýrra en það núverandi. Grænland og Suðurskautið hafa líka verið á sínum stað í gegnum öll hlýskeiðin þótt sjávarborð hafi hækkað eitthvað.







« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú færð líklega ekki prik hjá Katrínu Jakobs fyrir þetta Vilhjálmur

Halldór Jónsson, 23.6.2021 kl. 15:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað sem allri þrætubók um hlýnun af mannavöldum líður er það óumdeildanlegt að olíuöldin er nú í hámarki, en hún byggist á fyrirbærinu rányrkju, að það er verið að sóa óendurnýjanlegum auðlindum hraðar en dæmi eru um síðan Bandaríkjamenn nær útrýmdu vísundunum, 6 milljóna stofni, á mettíma. 

Línurit olíualdar er eins og spjótsoddur í sögunni, hún verður í mesta lagi tvö hundruð ár, og viðbrögðin við henni eru þau sömu og varðandi loftslagsbreytingar, útskipti á orkugjöfum. 

Ómar Ragnarsson, 23.6.2021 kl. 16:07

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hefur þá ríkisstjórn íslands verið að hrópa úlfur, úlfur 

í langan tíma?

Jón Þórhallsson, 23.6.2021 kl. 16:29

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

slóð

Corsi og hans skoðana bræður segja að næstum takmarkalaust framboð sé á olíu. Einnig að hægt sé að búa til olíu með Eischer-Tropsch aðferðinni. OPEC stjórnar 80% af framleiðslunni. Öllum verðum er stjórnað, olíunni, gullinu, lyfjunum og kaupgjaldinu.

Jónas Gunnlaugsson | 16. september 2018 

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/ 

Einhvern tíman las ég bók eftir einhvern Thomas Gold fæddur í Austurríki, bókin sennilega frá Ástralíu, og hann sagði að olían, kæmi frá kolefni, sem kom í efninu sem varð að plánetunni Jörð, og endurnýist stanslaust. 000 The Big Oil Lie

Jónas Gunnlaugsson, 23.6.2021 kl. 17:02

5 identicon

Hárrétt athugað: Það er engin loftslagsvá.

Mannkyninu stafar hins vegar mikil vá

af hræsnisfullum fariseum og skattheimtumönnum.  Þeir eru plága. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.6.2021 kl. 18:31

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Satt segir þú Meistari,  Símon Pétur frá Hákoti .

Ertu þá að tala um KOLEFNISSKATTINN og PENINGAPRENTUNARSKATTINN? 

Kolefnisskattinn til bakstjórnunarinnar?

Skatturinn var sagður vegna hitnunar, en þegar engin varð hitnunin, var því breytt í vegna hitabreytinga. 

Hitinn upp Þúsund milljarðar á dag, klukkustund, sekúndu eða millisekúndu

Hitinn niður Þúsund milljarðar á dag, klukkustund, sekúndu eða millisekúndu?

000

Peningaskattinn til Bankana? 

Bankinn hefur fengið leyfi til að skrifa bókhaldstöluna þegar einhver vill byggja fasteign, og kallar það lán, sem þá þýðir ekkert.  

Bankinn eignast þá allt sem gert er. 

Þá er bankinn orðin lang mesti skattheimtu aðili landsins. 

Bankinn leggur þá 100% á allt sem hann lánar út. 

Geri aðrir betur. 

Við Hans klaufarnir og Línu langsokkarnir veltum vöngum. 

Nú var Ríkistjórnin að færa stórann part af peningaprentuninni til Einkaaðila. 

Já, já, þeir sem vanir eru að fá lang lang mest gefið frá fólkinu eru auðvitað ánægðir. 

Virði bankana hækkaði ekki neitt. em með því að hækka bréfin, fást fleiri til að kaupa bankabréf til að fá strax gjöfina. 

Auðvitað hlakkar í víxlurunum sem Jesú rak út úr musterinu. 

Bréfin fara öll í mínar hendur til að ég fái meirihluta og stjórni bankanum. 

Við skiljum að stóru fyrirtækin þurfa mikla forgjöf, ég á þau. 

Spila á fíflin á ég að hælast um að taka 100% í skatt, af öllum umsvifum? 

Egilsstaðir, 23.06.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 23.6.2021 kl. 19:34

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

 Það er í sjálfu sér rétt að það er skynsamegt að spara olíuna, þótt miklu meira sé til af henni en „umhverfisverndarsinnar“ ímynda sér. Því er sjálfsagt að nýta aðra orkugjafa, séu þeir hagkvæir, svo sem og ekki síst vansorku. Vindmyllur eru hins vegar hryllingur í landslagiu auk þess að vera dýrar og óhagvæar

Kjarnorka er vafalaust besti kosturinn til lengri tíma, en fáfróðir ofstækismenn hafa staðið í vegi fyrir eðlilegri nýtingur hennar víða um heim.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.6.2021 kl. 20:11

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf sama sagan hjá sósialistum.Bendi einhver á hamfarahlýnun sé byggð á röngum forsendum og sýni staðfastar sannanir um það, er strax grafið upp syndaregistur Bandaríkjanna um rányrkju og að hafa nær útrýmt vísundunum. Maður líttu þér nær. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2021 kl. 01:10

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vilhjálmur.

Það er skemmtileg tilbreyting að lesa grein hér á Moggablogginu þar sem andstæðingur Parísartrúboðsins skrifar málefnalega um sjónarmið sín og fer rétt með, þarf ekki að vísa í staðleysur máli sínu til stuðnings.  Staðleysur um að hægt hafi á hlýnun jarðar á áratugnum sem er að líða, eða að jörðin sé yfir höfuð ekki að hlýna að mannavöldum.  Hvað þá að þú sért að vísa í myndbönd keyptra bandarískra vísindamanna sem spila á vanþekkingu fólks og dómgreindarskort.

Það er rétt að jörðin er í þeim fasa að stefna á nýja ísöld, eða eins og þú segir; "Því má búast við nýju jökulskeiði („ísöld“) á þessu eða næsta árþúsundi og vitlegra að búa sig undir kólnun en hlýnun".

Hlýnun jarðar síðustu áratugi fer gegn þessum fasa og eina rökrétta skýringin er að brennsla jarðeldsneytis hefur raskað viðkvæmu jafnvægi koltvísýrings í andrúmsloftinu, en koltvísýringur ásamt vatnsgufunni virðist gegna lykilhlutverki í því jafnvægi sem við köllum dagsdaglega veður, og til lengri tíma, lofslag.

Þó allt sé ekki vitað um þetta jafnvægi, þá er sumt vitað, og það fyllir uppí mynd á púslspili sem bendir til þess að myndin sé fíll.

Ég held að það sé ekki hægt að bera á móti því að betra sé að lifa í mildu lofslagi en köldu, spurningin er hvort inngrip mannsins valdi hamfarahlýnun það er raski jafnvæginu það mikið að nútímasamfélag þoli ekki þær umbreytingar.

Og vísvegar í heiminum upplifir fólk þessar breytingar sem vá, sögulegir þurrkar, skógar og gresjueldar. Því það er þannig að þó raki aukist í andrúmsloftinu þá jafnast hann ekki út í aukinni stöðugri úrkomu, heldur þjappast rakinn saman og fellur sem hamfaraúrkoma, um það eru mörg dæmi, nýlegt hjá nágrönnum mínum á Seyðisfirði, en annars eru heimsfréttir fullar af slíkum hamförum.  Aukinn raki magnar líka upp fellibyli, þeir eru tíðari, úrkomumeiri, fara hraðar yfir, og eru langleiðina komnir með að gera illbyggilegt í Mið Ameríku og á eyjum Karabíska hafsins.

Kannski finnst fólk slíkar hamfarir í fjarlægum löndum ekki snerta sig á neinn þann hátt að það finni til samkenndar, og taki undir að þessar breytingar á jafnvægi loftslags jarðarinnar sé ekki vá, að ekki sé hægt að tala um lofslagsvá fyrst þær eru ekki í túngarðinum heima.

En er það svo??, erum við ekki farin að sjá hættuleg merki hér heima fyrir??

Mjóeyrin á Eskifirði sem hefur staðið frá því að elstu menn muna, og það minni nær langt aftur í aldir því snemma byrjuðu Íslendingar að skrá minningar sínar, vantaði klukkutíma uppá í ofsaveðri til að hverfa með öllu, það lægði áður, en skýringin er há sjávarstaða sem blasir við alls staðar hjá þeim sem þekkja til staðhátta.

Við þekkjum skriðuna á Seyðisfirði, en í landi feðra minna, Vaðlavík, hafa tvær svona skriður fallið, það er skriður sem hreinsasat út frá bergstáli vegna bráðnunar frerans, hefðu þær fallið á byggð, hefði sú byggð þurrkast út.  Og þetta er rétt að byrja.

Ég tek því undir þau orð þín að betra sé að hægja á brennslu jarðeldsneytis, sérstaklega að stöðva þá þróun Parísartrúboðsins að skattleggja alla framleiðslu Vesturlanda til mengunarbælisins Kína þar sem brennsla kola knýr áfram iðnaðinn.

Því allt er gott í hófi, líka lofslagsbreytingar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.6.2021 kl. 11:00

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

 Ég sagði að það væri skynsamlegt að hægja á notkun olíu, en meinti alls ekki að það vri vegn loftslagsmála. Það er ósannað, að koldíoxíð komi itastigi jarðar nokkuð við.

Þú virist heldur ekki hafa náð því að hitasveiflan um 0,8 gráður frá 1880 er hvorki mikil né merkileg í samanburði við margar aðrar upp- og niðurveiflur undanfarnar aldir og árþúsundir.Í upphafi 18. aldar hlýnaði t.d. miklu meira g hraðar en nú, ensvo kólnaði aftur. Oft áður hefur hlýnað um stund og jöklar hopað smávegis, en kudinn hefur alltaf komið aftur og orðið meiri en sem nam uppsviflunni. Til lengir tíma kólnar því stöðugt og ekert bendir til að hin smávægilega uppsveifla sem nú virðist lokið sé eitthvað öðruvísi en allar hinar.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.6.2021 kl. 12:37

11 Smámynd: Grímur Kjartansson

Margir hafa velt fyrir sér hversvegna Ballerínan frá USA sé sífellt að brambolta þetta með WOW. Gæti verið að skýringin liggi hér


 18. gr. Skilyrði úthlutunar endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda.
 Á hverju viðskiptatímabili geta flugrekendur sótt um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda sem jafngildir fjölda tonnkílómetra í starfsemi viðkomandi flugrekanda á vöktunarári margfölduðum með árangursviðmiði flugstarfsemi.

Ársveltan með losunarheimildir er einhverjir tugir milljarðar og þó fjárhagslegur ávinningur fyrir fyrirtæki að draga úr mengun sé vissulega góðra gjalda vert þá eru alltaf einhverjir sem reyna að braska með það einsog allt annað

Grímur Kjartansson, 24.6.2021 kl. 13:58

12 Smámynd: Grímur Kjartansson

tugir milljarða evra = þúsund milljarða ISK

Grímur Kjartansson, 24.6.2021 kl. 14:03

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú Vilhjálmur, ég hef alveg náð þessu að það hafi áður hlýnað, en eins og þú bendir réttilega á þá er jörðin í fasa kólnunar, hlýnun jarðar síðustu áratuga kom úr heiðskýru lofti eins og skrattinn úr sauðarleggnum og á því er engin önnur rökrétt skýring en umsvif mannsins, brennsla hans á jarðeldsneyti og eyðing regnskóganna.

Sannað, ekki sannað, hlutir féllu til jarðar áður en Newton útskýrði fall þeirra með jöfnu sinni um þyngdarkraft, koldíoxíð andrúmsloftsins skýrir af hverju jörðin er byggileg, um það er ekki deilt, ekki einu sinni af keyptum vísindamönnum.

Ekki deilt um, frekar en þá staðreynd að þó við vitum ýmislegt í dag um hvað það er sem við köllum lofslag, þá vitum við samt ósköp lítið í hinu stærra samhengi.  En Newton er samt góður og gildur, bæði í dag, sem og þegar hann setti fram jöfnur sínar, þá var ekki vitað að þetta útskýrði aðeins brot, í dag er vitað að jöfnur hans útskýra aðeins hið sýnilega í þeim kröftum sem mynda alheiminn, en þær útskýra vel það sem þær útskýra.

Það skiptir ekki af hvaða hvötum menn vilja draga úr brennslu jarðeldsneytis, það hlýtur allt hugsandi fólk að sjá það er galið sem Parísartrúboðið leggur til, að skattleggja alla framleiðslu Vesturlanda til kolabrennslu Kína.

Það er eiginlega hámark heimskunnar að halda að það sé hægt að menga endalaust, án þess að það komi niður á lífsskilyrðum, jafnt okkar mannanna sem drottnum yfir jörðinni, eða því lífi sem við drottnum yfir.

Meir að segja Sovétið þó heimskt og kreddufullt væri, viðurkenndi að lokum að mengun eyddi umhverfinu, og skaðaði lífsskilyrði fólks til lengri tíma.

Súra regnið var ekki kapítalískur áróður eða Moggalygi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.6.2021 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband