Að berjast gegn blessun sem ekki kemur





Það er skrýtið, aåð það þurfi mann eins og mig, mann utan úr bæ til að benda á hlut sem hefur verið fullsannaður og óumdeildur í meira en hundrað ár, nefnilega, að jörðin hefur verið að kólna og þorna í um átta þúsund ár. Raunar vær lægsta punktinum í þessari kólnun náð um aldamótin 1900, þegar jöklar voru þeir mestu frá „ísöld“ (jökulskeiði) en síðan hefur dálítil uppsveifla verið, um 0,8 gráður frá 1880.
Þetta ættu allir, sem titla sig „vísindamenn“ og gefa yfirlýsingar um loftslagsmál að vita. Viti þeir þetta ekki eru þeir einfaldlega ekki marktækir og ættu að fá sér aðra vinnu.

Það var nefnilega fyrir langalöngu, árið 1908, sem Norðmaðurinn Aksel Blyth og Svíinn Rutger Sernander gerðu grein fyrir rannsóknum sínum á gróðurleifum djúpt í mýrum Skandínavíu með tilliti til loftslags fyrri alda og árþúsunda. Nýrri rannsóknir, m.a. á borkjörnum í Grænlandsjökli og Suðurskautlandinu hafa síðan fyllt út í myndina en í raun litlu bætt við meginniðurstöður Blyth-Sernanders. Borkjarnarannsóknir hafa m.a.  sýnt, að þessi kólnun og þornun hefur gengið í sveiflum. Hitaasveiflan nú  er hvorki mikil né merkileg í samanburði við margar aðrar upp- og niðurveiflur undanfarnar aldir og árþúsundir. Í upphafi 18. aldar hlýnaði t.d. miklu meira g hraðar en nú, en svo kólnaði aftur. Oft áður hefur hlýnað um stund og jöklar hopað smávegis, en kudinn hefur alltaf komið aftur og orðið meiri en sem nam uppsveiflunni. Til lengri  tíma kólnar því stöðugt og ekert bendir til að fyrrnefnd  smávægileg uppsveifla sem nú virðist lokið sé eitthvað öðruvísi en allar hinar.
Menn, allra helst vísindamenn, ættu að vita, að fyrir um 11.500 árum varð gífurleg „hamfarhlýnun“  (án afskipta mannanna) þegar hitastig hækkaði skyndilega um tíu stig eða meira á örstuttum tíma þannig að jökulskildirnir miklu bráðnuðu og yfirborð sjávar hækkaði um marga tugi metra.  Hlýnunin náði hámarki fyrir 7-8 þúsund árum á tímabili sem gjarnan er nefnt „holocen-hámarkið“, en Blyth- Sernander nefndu  „Atlantíska skeið bórealska tímans“.  Þá virðist hiti hérlendis hafa verið a.m,k.  fjórum stigum hærri en nú .  Hann virðist þó hafa verið  enn meiri norðar, því nýlegar rannsóknir í mýrum á Norður- Grænlandi og Svalbarða sýna að þar þrfifust jurtir, sem þurfa um  sjö stigum hærri meðalárshita en nú er þar. Norskar rannsóknir á skeljum á Svalvarða benda  þó til að hiti þar hafi „aðeins“ verið um sex stigum hærri en nú.

Það var um þetta leyti sem elstu merki um siðmenningu komu fram við bottn Miðjarðarhafs og sömuleiðis virðast hin elstu hinna dularfullu einsteinugnsmannvirkja Vestur- Evrópu hafa þarna verið að rísa, en af þeim er Stonehenga frægast þó það sé nokkru yngra.

Jörðin var sem aldingarður. Ísland var algróið. Trjástofnar  undir jöklum  og í mýrum í háfjöllum Skandinavíu og við strendur Norður- Íshafs sanna að trjálína var meira en 700 metrum hærri en nú  og núverandi freðmýrar norðurhjarans skógi vaxnar allt til sjávar. Þetta eru ekki tölvulíkön, heldur staðreyndir, sem auðvelt er að staðfesta.  Miklar mannvistarleifar,  ekki tölvulíkön, sanna sömuleiðis, að ekki aðeins Sahara, heldur einnig núverandi eyðmerkur Arabíu og Mið- Asíu voru þá að mestu þurrlendar gresjur, byggðar mönnum og dýrum.

Hvað gerir til, þótt þetta loftslag kæmi aftur? Hvað er vandamálið? Ég bara spyr.

Meðan sólin skín mun ferskt vatn gufa upp úr höfunum og því meira sem loftslag er hlýrra. Einnig eykst rakadrægni loftsins gífurlega við tiltölulega litla hækkun hitastigs. Gróflega þýðir þetta að hlýnun gufuhvolfsins um eitt stig veldur hækkun vatnsgufu í því um sjö rakastig.  Ef loftslag skyldi hlýna  aftur mundi að því þýða stóraukna úrkomu. Meðal sjávarstaða, að frátöldu landrisi og landsigi, var aðeins einhverjum fáum tugum sentimetra hærri en nú.  Miklu meira vatn var bundið í gufuhvolfinu, sem stuðlar að lækkun sjávarmáls og ekki síður hitt, að þrátt fyrir hærri meðalhita var enn frost mestallt eða allt árið á hábungum meginjökla, en það er ákoma, þ.e. snjókoma umfram sumarbráðnun sem mestu ræður um vöxt og viðgang jökla. Miklu meiri snjór olli því hækkun jöklanna, þótt kvarnaðist úr nær sjávarmáli. Ísbirnir lifðu líka góðu lífi og lifa enn þó sum hinna allt að 20 hlýskeiða kvartertímans (saldarinnar miklu, sem við lifumá) hafi verið miklu hlýrra en það núverandi.  Borkjarnar sýma líka, að Grænland og Suðurskautið hafa verið á sínum stað í gegnum öll hlýskeið þótt sjávarborð hafi hækkað eitthvað lítillega um stund.

Eftir holcen- hámarkið fóra að kólna og þorna sem fyrr sagði, þó í sveiflum og rykkjum Í nýlegri bók íslensks jöklafræðing kemur fram, að fyrstu skaflarnir, sem síðan uruðu Vatnajökull fóru að myndast fyrir um 4.500 árum samtimis því, sem Forn- Egyptar voru að reisa píramída sína. Mættu leiðsögumenn gjarnan benda túristum á þetta, en þessi stareynd virðist hafa farið alveg framhjá mörgum, ekki síst liðinu sem jarðsöng Okið á döguum, en það er talið hafa myndast á 14. öld.

OPCC og Parísar- liðið byggir alfarið í tölvulíkinum, ekki sögunnni og líkönin segja m.a.  að Miðjarðarhafssvæðið mundi skrælnam ef hiti hækkaði afut umeina og hálfa til tvær gráður, eða sem svarar því hitastigi sem ríkti á dögum Rómverja.
 Ekki aðeins eru fjölmargar ágætar samtímaheimildr  til úr fornöld um loftslagið á svæðinu, heldur líka fornmiðjar og aðrar mannvistarleifar. Norður- Afríka var þá tmiklu grónari en nú. Þaðan komu fílar Hannibals og villidýrin í hringleikahúsin. Þarna eru líka  enn yfirgefnar borgir í sandinum þar sem áður var helsta kornforðabúr Rómaveldis.  Einnig mætti t.d.nefna rómverskar vínpressur við Hadrianumsar- múrinn á mörkum Skotlands o.m.fl.

Þetta eru ekki tölvulíkön, heldur raunverulegar staðreyndir.

Ég minnist þess, að í æsku minni var oft talað um hlýindin á bórealska tímanum enda voru margar þær staðreyndir, sem ég hef bent á hér þá alkunnar og raunar sumar kenndar í skólum. Því er augljóslega hætt og margir samtímamenn mínir virðast alveg hafa gleymtþessu, jafnvel menn, sem setið hafa í háum stöðum. Sumir þeirra reyna nú að hindra ímyndaða endurhlýnun plánetunnar með skattlagningu.

Hvers vegna í ósköpunum er annars verið að berjast gegn þeirr blessun, sem endurhlýnun væri?

Ekkert bendir til að loftslag sé að hlýna til lengri tíma, því miður. Núverandi hlýskeið er þegar búið að ná meðallngd og því má búast við nýju jökulskeiði (ísöld) á þessu árþúsundi eða því næasta, jafnvel á þessari ödld. Kílómetraþykkur jökull mun þá enn einu sinni leggast yfir löndin í hundrað þúsund ár.


galciers_in_iceland_2500_years_ago



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð og ítarleg grein, þakka þér kærlega fyrir þessa samantekt.

kristinnsig (IP-tala skráð) 30.6.2021 kl. 12:45

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk kærlega fyrir þessa greinargóðu áminningu.

Ívar Pálsson, 30.6.2021 kl. 22:35

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég innritaði mig í þessa kennslugrein og er að læra svo geti ég skýrt öðrum jafningjum frá,sem tönglst sífelt á hamfarahlýnun. Mæting góð og minnið la,la.- Bestu þakkir.

Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2021 kl. 22:33

4 identicon

Mér finnst mjög ólíklegt að flestir hæfustu vísindamenn heimsins hafi rangt fyrir sér og þar fyrir utan bara af hinu góða að minnka mengun í heiminum. Eigendur að eiturspúandi fyrirtækjum eru að sjálfsögðu á móti öllum breytingum sem kostar þá peninga og margir karlpúngar sem elska bílinn meira en eiginkonuna eru sama sinnis. Við eigum bara eina jarðkúlu til að búa á, förum vel með hana og fólkið sem byggir hana!

Birkir Ingibergsson (IP-tala skráð) 3.7.2021 kl. 09:05

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Birkir,

CO2 er ekki mengun.

Geir Ágústsson, 6.7.2021 kl. 14:45

6 Smámynd: Óskar Steingrímsson

Yfir 30.000 vísindamenn eru búnir að skrifa Sameinuðu þjóðunum (IPCC) bréf til að reyna að fá þá til að skilja að engum hefur tekist að sanna að CO2 hafi einhver áhrif á hitastig á jörðinni.  CO2 er u.þ.b. 0,04% af andrúmsloftinu, þar af eiga mennirnir 3% sem gerir innan við 0,002% af heildinni. (Náttúran sjálf á 97%), Það stangast á við alla eðlisfræði að ef við minnkum CO2 í andrúmsloftinu um 0,002% að það breyti hitastigi jarðar.  Af hverju byrðuðu menn að tala um HAMFARAHLÝNUN eftir að mælingar sýndu kólnun? Hamfara-mennirnir eru að tapa áróðurs- og lyastríðinu og þurfa að grípa til örþrifaráða til að hræða almenning og stjórnmálamenn. CO2 er undirstaða lífs á jörðinni og jörðin er núna í CO2 svelti, svo mreia CO2 í andrúmsloftinu er afskaplega gott fyrir allt líf á jörðinni. Jörðin verður grænni og matvælaframleiðsla eykst til muna. Þessir "vísindamenn" sem nú spá endalokum lífs á jörðinni spáðu því að þegar mannfjöldi jarðarinnar næði 2,5 milljörðum yrði hér alsherjar hungursneyð.  Nú erum við yfir 7 milljarðar og hungursneyð hefur ALREI verið minni, þökk sé auknu CO2 í andrúmsloftinu.  Líf á jörinni deyr ef CO2 fyer niður fyrir ákvðein mörk. (280 ppm ef ég man rétt)  Nú er það innan við 400 ppm en þyrfti að vera um 800 ppm til að líf dafnaði vel. Garðyrkjubændur dæla 1.200 ppm inn í gróðurhús sín til að auka vöxt grænmetis og ávaxta verulega.  Meira CO2 því betra fyrir jörðina.

Óskar Steingrímsson, 13.7.2021 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband