Vinir vorir Víetnamar

Þetta er fyrsta greinin, sem ég skrifaði í Moggann í október 1980, en hún stendur vel fyrir sínu enn í dag. Á þeim árum var "þjóðfrelsisbaráttan" enn á fullu ég stóð þá, eins og svo oft bæði fyrr og síðar einn með mínar skoðanir. Ég fór nánar yfir sömu atriði sem hérna koma fram í Þjóðmálagreininni, Víetnam, vendipunktur kalda stríðsins", sem er að finna neðar á þessari síðu, en þessi grein er alveg prýðileg svo langt sem hún nær. Ekkert stríð hefur verið misskilið og mistúlkað jafn mikið og þetta.

Þess má geta að ég fór með greinina inn á  skrifstofu Matthíasar og sýndi honum, en hann var bara búinn að lesa nokkrar málsgreinar þegar hann kallaði í RAX, sem tók myndina af mér sem fylgir þessari síðu meðan Matthías hélt áfram að lesa. Ég fékk greitt fyrir greinina eins og aðrar meðan Matthías var ritstjóri, en það er nú liðin tíð. Mogginn hefur síðan notað þessa mynd.

 

Vandræðaleg þögn vinstrimanna um Víetnam- stríðið hefur verið rofin. Stofnað hefur verið vináttufélag við Hanoi-stjórnina. Vegna þessa finnst mér tilvalið að rifja upp í stuttu máli nokkur helstu atriði Indó-Kína- styrjaldarinnar, sem þessir nýju vinir okkar hafa haldið gangandi undanfarna áratugi, reyna að skilja, hvers vegna svo margir hafa orðið að deyja á hrísgrjónaekrum Suðaustur-Asíu

 Snemma á sjötta áratugnum komst til valda í Norður-Víetnam einræðisherra nokkur, Ho-Chi Minh að nafni og stuðniögsmenn hans. Ho þessi hafði í æsku sannfærst um ágæti efnahagskerfis, sem soðið er saman af Marx, Lenín o fl. Skommu eftir að hann hafði komið kerfi þessu á hjá sér, með alræði því, fangabúðum og fólksflótta (um ein milljón), sem einkenna slík þjóðfélög, hóf hann að boða nágrannalöndunum trú sína. Kommúnistar ætluðu sér frá upphafi að ná völdum í öllu Indó-Kína, en íbúarnir voru hins vegar flestir á öðru máli, enda ýmist búddistar eða kaþólskir. Þjóðernissinnasamtökin Viet Minh höfðu haft verulegt fylgi í baráttunni gegn Frökkum, og hafa kommúnistar ætíð látið svo, sem þetta væru stuðningsmenn þeirra. Alþýða manna í londunum var hins vegar með öllu ókunnug fræðum „herra Max Leníns", sem hún kallaði svo. Var því gripið til þess ráðs, að koma upp morðsveitum, Viet Cong, Pathet Lao og Rauðum Kmerum, sem kommúnistar nefndu með dæmigerðri og dæmalausri ósvífni „þjóðfrelsishreyfingar". Hlutverk þjóðfrelsismanna var, í stuttu máli, að neyða íbúa landanna til stuðnings við sig eða drepa þá ella. Ég vil undirstrika þetta, því þó það virðist augljóst, hefur vafist fyrir ýmsum að skilja. Viet Cong (FNL) höfðu það hlutverk að drepa fólk, sem ekki vildi vera kommúnistar. Þeir voru alltaf fáir, og höfðu mikinn meirihluta íbúanna á móti sér, sem fólksflóttinn til borganna sannar, en með því að vega alltaf úr launsátri tókst þeim að valda ógn og skelfingu sem dró úr mótstöðuafli og baráttuvilja íbúanna. Til þess að skýra betur hvers eðlis „hernaður" kommúnista var, má hugsa sér hliðstæðu: Austur- Þjóðverjar héldu úti hryðjuverkamönnum (frelsissveitum), sem færu sprengjandi og myrðandi (barátta gegn kúgun alþýðunnar) um borgir og sveitir Vestur- Þýskalands til þess að þvinga menn til sameiningar við „lýðræðislýðveldið" í austri. Hætt er við að fátt yrði um varnir, a.m.k. ef marka má reynsluna af baráttunni gegn BaaderMeinhof-flokknum.

Því skal ekki á móti mælt, að afskipti Bandaríkjamanna af stríðinu urðu til ills eins enda fór þar saman léleg herstjórn og hin mesta óráðsía í flestum hlutum. Menn mega þó ekki missa sjónir á því, að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í stríðinu í því skyni að stöðva útþenslu Norður-Víetnama og hindra þá þróun mála sem nú er orðin. Markmið þeirra var fyrst og fremst að reyna að halda Norður-Víetnomum innan landamæra sinna. Þetta hlaut að mistakast. Ástæðan er einfold: Þó að kjarni Víetnamstríðsins vær innrás Norður-Víetnams í öll nágrannalðnd sín á skaganum, vildu Bandaríkjamenn ekki svara í sömu mynt með innrás í NorðurVíetnam. Þessu svipar til að Bandamenn hefðu ætlað sér að sigra Hitler án þess að ráðast á Þýskaland sjálft.

 Þótt útþensla ríkis síns og trúar væri aðalmarkmið Hanoi-manna, kom þó fleira til, t.d. sú áhersla, sem kommúnistar leggja jafnan á „baráttu" ýmiss konar, en þetta er í rauninni kænlega dulbúinn ofbeldisáróður og hliðstæður rausi Hitlers (Mein Kampf). Miklu hefur einnig vafalaust ráðið þörfin fyrir óvin til þess að þjappa þjóðinni saman, blóraböggul, sem menn gætu sameinast gegn, a sama hátt og t.d. þýska, rússneska og nú síðast íranska þjóðin sameinuðust um Hitler, Stalín og Khomeini. Bandaríkjamenn fullnægðu þessari þörf aðdáanlega. Eftir að þeir hófu þátttóku í stríðinu varð auðveldara að fá fólk til að trúa því að “þjóðfrelsisherirnir” berðust hinni góðu baráttu gegn erlendum „heimsvaldasinnum". Síðan 1975 hafa ýmsir minnihlutahópar í landinu, einkum Kínverjar, tekið við hlutverki því, sem gyðingar gegndu hjá Hitler (innri óvinur). Með styrjöld í Kambódíu er fullnægt þörfinni fyrir „baráttu" (ytri óvinur). Allt minnir þetta á hina ágætu bók Orwells, 1984.



 Í Kambodíu fengu fáráns- eða skegg-vinstrimenn völdin skamma hríð (Lýðræðis-Kamputsea, þ.e. Democratic Kampuchea) Þar kom glögglega í ljós, hvaða afleiðingar ofsóknarbrjálæði kommúnista getur haft. Það skal ekki tíundað hér, en óneitanlega kemur á óvart, að til skuli vera íslenskir menn, sem halda uppi vörnum fyrir þessa fjarlægu morðingja Benda má á að Rauðir Kmerar voru samherjar og lærisveinar Viet Cong, og á þessum hreyfingum var aðeins stigsmunur, en ekki eðlismunur Pol Pot vildi ekki una hlutverki sínu sem leppur Hanoi og það varð honum að falli. 

Þess eru fá dæmi, að sjálfstæð þjóð hafi verið hernumin og undirokuð jafn rækilega og jafnframt svo hljóðlega og Laos. Íbúarnir hafa ekki streist verulega á móti, heldur flýja nú í svo miklum mæli að þeir verða allir horfnir úr landi á þessum áratug ef fram fer sem nú horfir. 

 Meðferð fjölmiðla á stríðinu er kapítuli út af fyrir sig og þar um mætti skrifa margar bækur. Barátta Hanoi-manna á þessum vettvangi var glæsileg og sigur þeirra alger. Þeir höfðu farið í smiðju til Göbbels heitins, og notfærðu sér allar helstu reglur hans, t.d.. „Lygum verður trúað ef þær eru nógu stórar og ef þær eru endurteknar nægilega oft." Þessir menn frá „hinu lýðræðissinnaða lýðveldi alþýðunnar, Vietnam" (People's Democratic Republic of Vietnam) hófðu mjog á lofti orð eins og „lýðræði", „frelsi", „alþýða", „þjóðfrelsisbarátta", og börðust gegn „yfirgangi" og „árásarstríði" bandarísku „hernaðarsinnanna" gagnvart „víetnömsku þjóðinni" (þeim sjálfum). Þeir halda því stíft fram enn í dag, að enginn n-víetnamskur hermaður hafi farið út fyrir landamærin síðan 1954. Margir trúðu þessu, einkum þeir, sem eru haldnir þess konar óraunsærri óskhyggju sem er einn helsti grundvöllur vinstristefnu. Armæðuhöfundar og vandræðaskáld Norðurlanda fengu Hróa Hattar- komplexa og Svíar snéru aðdáun þeirri, sem þeir hafa á berrössuðu fólki og öllum þeim, sem vondir menn kalla einu nafni „aumingja", yfir á Viet Cong. 

 Norður-Víetnam hóf styrjöldina og hélt henni gangandi allan tímann. Það var því á þeirra valdi einna að stöðva hana. Starf „stríðsandstæðinga" var því ekki unnið til þess að stoðva stríðið, heldur til þess að Hanoi-menn næðu fram markmiðum sínum Aldrei var skorað á „þjóðfrelsisherinn" að hætta manndrápum. Það er engin ástæða til þess, fyrir Íslendinga, að vingast við blóði drifnustu harðstjórn nú á dögum, stjórn, sem viðheldur alræði sínu í skjóli sífelldra styrjalda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband