Ný kynslóð, gamalt hatur


Þessi grein, sem var í Þjóðmálum vorið 2009, er  „umsögn" (fremur en gagnrýni) um bókina "Múrbrot", en vefritið "Múrinn" var málgagn fáráns- eða skegg- vinstri manna af yngri kynslóð um skeið.  Vinstri mennskan er ólæknandi eins og heimskan og mun vafalaust verða með okkur áfram um ókomin ár. Alltaf bætast nýir í hópinn.
Eins og fram kemur í greininni  var Mogginn þá enn í höndum einfeldninga, sem héldu að þeir væru ekki vinstri menn.

 

Á árunum 2000-2007 héldu fáeinir ungir hugsjónamenn, sem nefndu sig “Málfundafélag úngra (með úi eins og hjá Kiljan) róttæklinga” (MÚR ) úti vefsíðu, Múrnum, að því er virðist helst til mótvægis við hinn ágæta Vef- Þjóðvilja. Vef- Þjóðviljinn stendur keikur eftir og er enn, a.m.k. að mínu viti einn af sárafáum málsvörum sæmilega heilbriðgðrar, vitrænnar hugsunar sem eftir er í landinu, ekki síst eftir að Mogginn gekk endanlega í pólitískt rétthugsuð björg vinstri manna. Múrinn gafst hins vegar upp á limminu 2007. Nú hafa aðstandendurnir gefið út bók þar sem lesa má það sem þarna var skrifað á þessum árum. 


Vinstri menn, hvort sem þeir kalla sig “róttæka” eða ekki, haga sér um fjölmargt eins og evangelískur (þ. e. trúboðssinnaður) trúflokkur. Skoðanir hreinræktaðra kommúnista má, eins og skoðanir hefðbundinna trúflokka, finna í helgum bókum, sem spámenn þeirra hafa skráð. Að rökræða við þessa eiginlegu marxista er algjörlega út í hött, svipað og að deila við „frelsaða" menn eða geðbilaða. Þeir eru líka félagsverur, og fara því gjarnan í flokkum. Hugsun þeirra hlýðir ávallt staðli þess hóps, sem þeir tilheyra. Þeir eru, eins og t. d. mormónar eða vottar Jehóva, prógrammeraðir, þannig að þeir hafa ætíð á reiðum höndum afdráttarlaus svör við hinum aðskiljanlegustu vandamálum og þessi svör eru fyrirframvituð og stöðluð. Aðeins þarf að þrýsta á hnapp. Fyrir andstæðinga hefur þetta ýmsa kosti, því alltaf má vita fyrirfram, hvaða skoðun þeir muni hafa í hverju máli. Þó gerir þetta allar rökræður við “róttækt” vinstra fólk leiðinlegar, því það er þreytandi að hlusta sífellt á sömu fyrirframvituðu tugguna. 
Þeir telja sig búa yfir þekkingu — eða leyndum dómum — og nota hvert tækifæri til að koma þessari “þekkingu” sinni á framfæri enda álíta þeir að hún muni frelsa heiminn. Þetta er því meira áberandi, þeim mun “lengra til vinstri” (róttækari) sem þeir teljast. Eiginlegum kommúnistum af gömlum skóla hefur nú fækkað verulega, þótt allnokkrir séu eftir, en sömu tilhneigingar gætir einnig meðal þeirra, sem telja sig “hófsamari” (þ.e. “lengra til hægri”) innan vinstri hreyfingarinnar. Hér er um stigsmun að ræða, ekki eðlismun.

Af þessum sökum leitar vinstra fólk mjög í störf, þar sem besta tækifærið gefst til að breiða út fagnaðarerindið, svo sem við ritstörf, kennslu- og uppeldismál eða fjölmiðlun. Afrakstur þessarar tilhneigingar þeirra hefur komið sífellt betur í ljós hin síðari ár, m.a. í því, að vinstri menn, “róttækir” og aðrir einoka nú orðið mest alla menntun og nánast alla fjölmiðlun í landinu.


 Í fyrrnefndri bók, sem ber nafnið “Múrbrot” kemur allt þetta afar glögglega í ljós.  



Þetta fólk er flest svo ungt, að það komst ekki til vits og ára fyrr en eftir fall Berlínarmúrsins 1989 og endanlegt hrun þeirrar ógnar, sem stóð af heimskommúnismanum, sem varð með upplausn Sovétríkjanna á jólunum 1991, en þá lentu stuðningsmenn, jábræður, meðhlauparar og umþegjendur alræðisins, vinstri menn, í hugmyndafræðilegri kreppu, sem kunnugt er. Hatrið á Vesturlöndum er þó samt við sig, því það er ekki draumurinn um betri heim, sem knýr vinstri manninn til dáða, eins og þeir sjálfir og margir aðrir ímynda sér, heldur hatrið á eigin þjóðfélagi. Þarna gildir reglan, “óvinur óvinar míns er vinur minn". Hver sá einræðis- eða alræðisherra, ofbeldis- eða hryðjuverkahópur, sem hatar Vesturlönd og beitir sér gegn þeim á vísan stuðning, eða a.m.k. samúð þeirra MÚR- manna. 

Í lítilli grein kemur fram djúp samúð með ETA- mönnum á Spáni. ETA hefur myrt með köldu blóði þá blaðamenn, sem þeim eru andvígir og sömuleiðis þá stjórnmálamenn og bæjarfulltrúa sem þeim eru ekki að skapi. Ég hef dvalið langdvölum á Spáni og eitt af því sem einkennir forsprakka þessara morðóðu ofbeldismanna er, að þeir, eins og “róttækir” íslenskir vinstri menn, eru gjarnan fremstir í flokki í “friðargöngum” hvarvetna um Evrópu og opna helst aldrei munninn án þess að prédika um “tjáningarfrelsi”, “lýðræði” og “mannréttindi” . Margt er líkt með skyldum.

Að sjálfsögðu fá Talibanar og Al- Qaida vinsamlega, mildilega umfjöllun hjá MÚR- fólkinu. Þeir hata jú Bandaríkin og Vesturlönd og eru því samherjar. Reynt er að gera sem minnst úr atburðunumm 11. september 2001 og annars staðar er látið að því liggja, að Al- Qaida sé ímyndun ein, uppfinning CIA og annarra bandarískra illmenna. Þetta er þó ekki (ennþá) beinn stuðningur, heldur er reynt eftir mætti að verja ódæðin og kenna hinum raunverulegu illmennum að dómi MÚR- fólks: Bandaríkjamönnum. “Róttækir” vinstri menn hafa enn ekki gengið svo langt að stofna sérstök “vináttufélög” við Hamas, Hizbollah, Talibana og Al- Qaida, eins og þeir gerðu fyrr á árum við Stalín, Mao, Kim Il Sung og Pol Pot, en að því kann að koma. Það leynir sér hvergi hvar samúðin er. Islamistar vilja gera Bandaríkjunum, hinum “mikla Satan” og Vesturlöndum allt til miska eins og MÚR- menn. Sem fyrr sagði: “Óvinur óvinar míns er vinur minn”.


Ekki þarf að taka fram, að Chávez Venesúelaforseti, vinur Hvít- Rússa og Írana er hátt skrifaður á þessum bæ og ekki kemur heldur á óvart sorgin sem þarna kemur fram yfir sviplegu fráfalli Che Guevara. Hann var sem kunnugt er skotinn eins og hundur í fangaklefa í Bólivíu og fór einkar vel á því. Guevara var nefnilega sjálfur böðull. Þetta átrúnaðargoð allra sannra mannúðar- og menningarmanna, “lýðræðis-” postula og “friðarsinna” á vinstri væng var þarna staddur í því skyni að hrinda af stað nýjum styrjöldum um gjörvalla Suður- Ameríku. Með styrjaldarrekstrinum átti að koma á kúgunarkerfi kommúnista, en svoleiðis styrjaldir kallar vinstra fólk “þjóðfrelsisbaráttu”. Þetta klikkaði, sem betur fór. Ekki þarf að koma á óvart, að Che Guevara er alveg sérstakt uppáhald og verndardýrðlingur allra sannra “friðarsinna” og þátttakenda í “ofbeldisumræðunni”.

Sem fyrr sagði var Guevara böðull, ekki aðeins í óeiginlegri, heldur líka í alveg eiginlegri merkingu orðsins og örlög hans voru fyllilega verðskulduð. Í stríðinu í Sierra Maestra, sem Castro hrinti af stað á sínum tíma til að ná völdum fyrir sig og kenningu sína sá Che um böðulsverkin. Hann tók þá afsíðis, sem ekki vildu makka rétt og skaut eigin hendi með skammbyssu sinni. Í hreinsunum miklu og fjöldaaftökunum, sem fylgdu í kjölfar valdatöku Castros hafði Guevara líka yfirumsjón með aftökunum. Um þetta blóðbað, eins og önnur illvirki Castros er þó aldrei talað. Allir vinstri menn, “róttækir” og aðrir slá skjaldborg um Castro enn í dag. Hvers kyns alvarleg gagnrýni á þennan miskunnarlausa alræðisherra, kúgara og böðul kostar fastistastimpil, ekki aðeins frá þeim ungu rótttæklingum sem hér um ræðir, heldur frá gjörvallri vinstri hreyfingunni sem heild.

Mér er fullljóst, að samúð með alræðisherrum, hryðjuverkamönnum og gúlagi er ekki það eina, sem greinir sundur vinstri menn og hægri, en um forræðishyggju, sýndarmennsku, tvöfeldni, óskhyggju og orðagjálfur mun ég e. t. v. ræða síðar. Afstaðan til Castros er merkileg í þessu sambandi. Hann er nú hættur að bleyta smjörið, og eftir dauða hans mun kerfið sem hann kom á hrynja þar sem annars staðar, en það verður í vissum skilningi eftirsjá að Castro.
Þótt hálf öld sé liðin frá valdatöku hans og járntjaldið fallið hefur mér sýnst að afstaðan til Castros sé enn í dag einhver allra besta aðferðin til að greina svonefnda “hægri menn” frá vinstra fólki. Sá sem bregst til varnar þegar Castro ber á góma er vinstri maður. Sá sem ekki reynir að bera í bætifláka fyrir ódæðin, er hægri maður. Þetta kann að virðast einfeldningslegt en ég fæ ekki séð að til sé önnur aðferð til að greina hægri frá vinstri, sem er einfaldari, áreiðanlegri og afdráttarlausari en þessi. Hver sagði, að kalda stríðinu væri lokið?

Hið ýmsa brölt og uppátæki vinstri manna hafa valdið mér undrun og heilabrotum allt frá barnsaldri og fram á þennan dag og það eru liðin mörg ár síðan ég hætti að líta svo á, að háttalag þeirra mætti einungis skýra með hliðsjón af marxisma/sósíalisma. Þeir eru fyrst og fremst það, sem áður fyrr var stundum kallað “niðurrifsöflin” og eiga sér andlega forfeður langt aftur í aldir, frá því löngu, löngu áður en sósíalismi eða marxismi urðu til. Einkennin verða, sem fyrr sagði, því afdráttarlausari, þeim mun lengra til vinstri, þ.e. “róttækari”, sem þeir teljast.

Sem áður sagði lenti vinstri hreyfingin í sálarkreppu við fall alræðis og gúlags 1989-1991. Í alræðisherrum kommúnistaríkjanna höfðu andlegir forfeður MÚR- fólksins séð vini, sem eins og þeir sjálfir hötuðu og vildu kollvarpa þjóðfélagi Vesturlanda. Það mistókst og nú leitar ný kynslóð sér nýrra bandamanna meðal hinna ýmsu hryðjuverkahópa og hatursmanna Vesturlanda í þriðja heiminum. 

Bandaríkjahatrið, sem MÚR- fólk á sameiginlegt með andlegum (og oft einnig líkamlegum) forfeðrum sínum, kemur víða fram í þessari bók. Afstöðu vinstri manna til Bandaríkjanna svipar reyndar mjög til afstöðu sníkilsins til hýsils síns. “Rótttækir” vinstri menn af eldri kynslóð voru gjarnan nánast helteknir af jazz og fleiri þáttum bandarískrar menningar, en studdu af alefli Stalin og aðra þá sem vildu tortíma Bandaríkjunum. Þessi tvískinnugur er enn meira áberandi meðal hinnar nýju kynslóðar. Hugarheimur þessa fólks er að miklu leyti skapaður í Bandaríkjunum, ekki síst sú “pólitíska rétthugsun”, sem þeir aðhyllast af alefli, en þeir, eins og raunar bandarískir vinstri menn sjálfir, gera samtímis allt sem í þeirra valdi stendur til að níða, sverta og svívirða Bandaríkin. Sníkillinn nærist á hýsli sínum en vinnur honum jafnframt tjón.

 Þeir “róttæku” ungu “rapparar”, sem vörpuðu logandi íkveikjusprengju að bandaríska sendiráðinu fyrir nokkrum árum voru mér vitanlega ekki í MÚR- hópnum en eru þó einkar dæmigerðir fyrir hina nýju kynslóð róttæklinga. Þetta gerðist skömmu fyrir atburðina 11. september 2001 þannig að enn var óhætt að ráðast að Bandaríkjamönnum á þennan hátt án alvarlegra eftirmála. Nú þyrfti til þess meira hugrekki en þetta fólk býr yfir, en slíkar sprengjur eru í styrjöldum notaðar til að kveikja í skriðdrekum og húsum. 
 Sem kunnugt er var ákæran nánast hjákátleg (móðgun við erlent ríki). Þótt fjöldi manns væri í húsinu og kviknaði í undan íkveikjusprengjunni var hvorki kært fyrir íkveikju né morðtilraun. Þeir borguðu ekki einu sinni skaðabætur. 

Ég er raunar ekki þeirrar skoðunar, að senda hefði átt þessa ungu menn austur fyrir fjall og gera þannig að píslarvottum í hópi skoðanabræðra sinna sem eru margir. Fólkið sem safnaðist á Austurvöll í vetur var margt sömu gerðar og þeir. 

Miklu réttlátari refsing hefði verið að senda rapparana vestur um haf á fund hinna svörtu smáglæpamanna, sem þeir sækja hugarheim sinn og andlega næringu til. Þar gætu þeir fengið að “chilla” að vild um áhugamál þessara manna, sem svo ljóslega koma fram í rapptextum, nefnilega eiturlyfjasölu, útgerð vændiskvenna, rán, morð, hópnauðganir og, ekki síst það skrítna fyrirbæri, “móður- kynhneigð”, sem nánast gegnsýrir allt og kemur hvarvetna fram í orðum þeirra og æði.

En böggull fylgir skammrifi: “They don´t Talk the Talk, they don´t Walk the Walk”, eins og átrúnaðargoðin mundu segja. Ég mundi ekki spá hinum ungu íslensku gervi- Könum langlífi þar vestra. Þessir svörtu smákrimmar eru, eins og títt er um glæpamenn, þrátt fyrir allt miklir föðurlandsvinir.

Gagnrýni er ekki aðeins nauðsynleg, heldur beinlínis einn helsti undirstöðuþáttur lýðræðis, og því er tjáningarfrelsið lífsnauðsyn. Tjáningarfrelsið má ekki skerða. Gagnrýni er varnarkerfi þjóðfélagsins á sama hátt og ónæmiskerfið er varnarkerfi mannslíkamans. En í sumum sjúkdómum snýst ónæmiskerfið gegn sjálfum líkamanum. Þetta gerist t.d. í gigtarsjúkdómum. Þá ræðst ónæmiskerfið á vöðva og liði, og hindrar þannig eðlilega hreyfigetu líkamans án þess að drepa hann. Allra verstur er þó sá sjúkdómur, eyðni, þar sem ónæmiskerfið ræðst á sjálft sig. Þeir sem ættu að verja líkamann fá röng skilaboð, ráðast á sjálft ónæmiskerfið og fremja þannig sjálfsmorð. 
Síbyljuárásir hinna “hófsamari” vinstri manna á Bandaríkin og málstað Vesturlanda, sem t.d. má heyra og sjá daglega hjá fréttastofu RÚV og raunar flestöllum ef ekki öllum stærri fjölmiðlum hin síðari ár líkjast meira árásum ónæmiskerfisins í gigtarsjúkdómum. Þær skaða Vesturlönd og Bandaríkin, en drepa ekki. Kommúnismi, nasismi og islamismi, kenningar, sem afneita sjálfum grundvelli lýðræðisins. eru allt annað og verra. Þeir nota ónæmiskerfið, þ.e. gagnrýnina og tjáningarfrelsið beinlínis til að tortíma sjálfu þjóðfélaginu sem þeir lifa í. MÚR- félagarnir, jámenn alræðisherra og hryðjuverkahópa tilheyra síðari hópnum, eins og eyðniveiran. Þeir, án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, nota frelsið til að drepa frelsið.








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta er skörp greining hjá þér Vilhjálmur og engu við hana að bæta. Sannleikanum verður hver sárreiðastur og merkilegt hve skipulega reynt er að þagga niður í þér og sjónarmiðum þínum. Menn hafa nú komist í Kastljós, Silfur Egils og Ísland í dag, af minna tilefni.

Gústaf Níelsson, 9.6.2009 kl. 17:44

2 identicon

Lestu þetta og svaraðu svo samviskuspurningunni hérna neðst.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar flokkurinn kom í veg fyrir að eignarákvæði þjóðarinnar á auðlindunum færi í stjórnarskránna.

Sjáfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar við vorum sett á lista yfir þjóðir sem vildu í stríð við írak og gerði þar með íslendinga samseka fyrir morði á hundruðum þúsunda manna, kvenna og barna.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar hann barðist fyrir fjölmiðlafrumvarpinu og ætlaði m.a. að stoppa Gunnar Smára í gagnrýni flokkinn í Fréttablaðinu, þoldi ekki að það væri fjölmiðill í landinu sem hikaði ekki við að gagnrýna flokkinn á mannamáli.

 

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar hann kom í veg fyrir að Bretar yrðu gerðir ábyrgir fyrir beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi. Geir gunga þorði ekki! I should have!

Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið þjóð sína með því að koma í veg fyrir að það yrði sett í lög um að flokkar opnuðu bókhald sitt. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn að fela?

Sjálfstæðisflokkurinn svíkur þjóð sína með því að verja kvótakerfið með kjafti og klóm.

Sjálfstæðisflokkurinn svíkur fólkið í landinu með því að taka alltaf afstöðu með Samtökum atvinnulífsins gegn hinum vinnandi manni, talandi um flokk sem þykist vera flokkur stétt með stétt.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann lagði niður Þjóðhagsstofnun.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína með því að reka ekki arfa lélegan bankastjóra úr Seðlabankanum (Raunverulegan viðvaning sem hefur kostað þjóð sína meira en nokkur annar, a.m.k. 300-500 miljarða)

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann tók við styrkjum úr hendi Baugsliðsins og frá Björgólfunum. og það þó svo búið væri að semja lög um að gera slíkt ekki. Hugsið ykkur ósvífnina, þeir sömdu lögin sjálfir.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann réði vini og vandamenn eins og að skíta í gegn um sikti þannig að öll stjórnsýslan varð doppótt.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik öryrkja þegar þeir þurftu að fara með mál sín fyrir hæstarétt eftir níðingsskapinn þegar þessi flokkur sem þykist vera flokkur allra stétta gaf skotleyfi á öryrkja.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar flokkurinn setti bankana í hendurnar á fólki sem ekki kunni með þá að fara.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann gerði samning við Framsókn um að einkavæði eins mikið og hægt væri af eignum þjóðarinnar og skipta þessu á milli vildarvina flokkanna.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar Davíð hótaði dómurum hæstaréttar þannig að lesið var öðruvísi út úr dómsniðusrstöðum en í upphafi var gert. Þetta hefur gerst tvívegis, í öryrkjadómnum og í kvótamálinu (Valdimarsdómnum)

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann seldi áburðarverksmiðjuna fyrir slikk. Svo opnuðu kaupendurnir vöruskemmur verksmiðjunnar og seldu vörurnar fyrir rúmlega helminginn af því sem þeir þurftu að borga fyrir verksmiðjuna í upphafi.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann gaf vinum sínum eiginirnar sem kaninn skildi eftir sig á Keflavíkurflugvelli.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann seldi Íslenska aðalverktaka og verðlagði dæmið 1300 miljónum of lágt, allt með bókhaldsfiffi. Fyrir þetta hafa þessir glæpamenn verið dæmdir.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar flokkurinn gerði nýfrjálshyggjutilraun sem misheppnaðist og úr varð efnahagshrun á íslandi.

Ég bara spyr, hvernig getur venjulegt og sómasamt fólk lagt lag sitt við slíkan óheiðarleika og slíkan flokk, ég skil það ekki, nema þú sért undirlægja. Ert þú undirlægja, kýst þú Sjálfstæðisflokkinn?

Spyrjið sjálf ykkur samviskuspurningar, ,,hvernig get ég kosið þennan Sjálfstæðisflokk?” Ef svarið er að ykkur finnst það bara allt í lagi, þá er virkilega spurning hvort þið ættuð ekki að vera undir eftirliti læknis,sálfræðings eða félagsráðgjafa, vegna þess að þá eruð þið samkvæmt þessu, andþjóðfélagslega sinnaðir psychópatar. Ég meina það. Spáið í þetta strákar, ég skal svo hjálpa ykkur, ég hef menntunina til þess.

Valsól (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hvað er atarna! Ljótt er að heyra. Mér sýnist að þú ætlir ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn! Það er líklega langbest. Sjálfstæðisflokkurinn mundi heldur alveg örugglega ekki vilja fá þig í sínar raðir. Það eru til flokkar, þar sem þú átt betur heima í. Kjóstu þá!

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.6.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú hefðir trúlega mikið að gera Valsól góður við það eitt að lækna andþjóðfélagslega geðsjúklinga eins og okkur Vilhjálm, ef þú byggir í eftirlætisþjóðfélagi þínu, þar sem hægt væri að ráðskast með hagi annarra á vegum stjórnvaldanna. Óhamingja þín er auðvitað sú að því er ekki til að dreifa. Og menntun þín er einskis virði, Valsól góður, haldir þú að hjálp sé fólgin í pólitísku endurhæfingarnámskeiði undir þinni stjórn á vegum hins opinbera. Hefurðu reynt að fá vinnu á Kúbu eða Norður-Kóreu? Þú myndir smellpassa þar um slóðir.

Gústaf Níelsson, 10.6.2009 kl. 00:53

5 identicon

Mjög góð grein .  Og líka mjög gott comment hjá Valsól.  Þið hafið bæði rétt fyrir ykkur.  En þið eruð bara með "if you are not with us you are against us" syndromið.

jonas (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband