Þriðjudagur, 8. febrúar 2011
Meira en 99% kusu EKKI flesta stjórnlagaþingmennina
Ég hef veitt því athygli að víða gætir ákveðins misskilnings þegar menn segja að þetta lið, sem nú hrópar hátt og snjallt um svik æðsta dómstóls landsins hafi verið kosið af þriðjungi þjóðarinnar. Það er alrangt. Um þriðungur mætti vissulega á kjörstað og kaus einhverja af þessum 522. En atkvæði þessa þriðjungs féllu flest dauð. Þorvaldur þrjú prósent Gylfason fékk langmest, eða um þrjú prósent gildra atkvæða kjósenda. Þetta þýðir að um 97% kjósenda kusu Þorvald ekki. Langflestir hinna fengu miklu minna, langt innan við 1%. Þetta þýðir að mikill meirihluti þessa söfnuðar fékk ekki atkvæði um 99% atkvæðisbærra manna í landinu. Rétt skal vera rétt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Facebook
Athugasemdir
Dómur hæstaréttar í þessu máli er hárréttur, það var dæmt samkvæmt lögum en ekki tilfinningum.
Ef dómarar eiga að túlka lögin samkvæmt sinni tilfinningu, þá er hægt að efast um hæfni þeirra.
Ég man ekki betur en að þeir sem hæst gaspra varðandi dóminn hafi einmitt verið æfir út í stjórnsýsluna eftir að rannsóknarskýrslan kom út, þeim fannst of mikið hafa verið farið á svig við lög og ýmis formlegheit, það hafði víst valdið hruninu að þeirra mati.
Stundum ofbýður mér vitleysan í umræðunni, það er ekki hægt að vera ánægður með ákveðna aðferð ef niðurstaðan er manni í hag og ósáttur ef hún er það ekki.
Slíkur hugsunarháttur snýr öllum samfélögum á hvolf, þess vegna koma menn sér saman um sameiginleg viðmið sem kallast lög og þeim ber að fara eftir, burtséð frá eigin skoðunum.
Jón Ríkharðsson, 8.2.2011 kl. 21:53
Vilhjálmur, ég er sammála hverju einasta orði sem þú segir í pistlinum, vil að það komi líka fram.
Jón Ríkharðsson, 8.2.2011 kl. 21:56
Og Hvað ??. Hvað ertu að fara með þessari færslu. Síðan kallar þú þetta fólk lið og söfnuð.
Baldinn (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.