Gotar, fyrstu Norðurlandabúarnir í Úkrainu

 

Oft er talað um ríki Væringja á níundu og tíundum öld en allt of sjaldan er fjallað um fyrstu Norðurlandabúana í Úkranínu, Gota. Sagnaritarinn Jordanes segir þá sjálfa telja sig komna frá landinu handan Eystrasalts, þ.e. Svíþjjóð, sbr. Austur- og vestur Gautland í Svíþjóð og eyjan Gotland sem þeir kunna að hafa numið. Þeir stofnuðu ríki á fyrstu öldum eftir Krist sem náði yfir mestalla eða alla Úkraínu,sumir seja að það hafi náð frá Eystrasalti til Svartahafs. Húnar sóttu að þeim úr austri og meginhluti Gota fluttist vestur á bóginn eftir að konungur þeirra, Jörmunrekur, var felldur árið 375.
Málið er að ýmislegt bendir til að tengsl þeirra við Svíþjóð hafi aldrei rofnað að fullu, þannig að Garðaríki sé í raun framhald af sænsku landnámi frá fyrstu öldunun eftir Krist og Gotaríki Jörmunreks. Hluti Gota, þ.e Austgotar sem gengu í bandalag við Húna, varð eftir og víst er að norrænir menn þekktu vel fljótin miklu þarna og hverng komast mætti til Svartahafs á sama hátt og forfeður þeirra höfðu gert.
Í mörgum heimildum er rætt um Gota sem byggðu Krímskagann langt fram eftir öldum.Þeir voru þar enn á 17. öld og töluðu þá enn gotnesku (eða norrænu?)
Um Gotana á Krím má lesa hér

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæll æfinlega; Vilhjálmur !

Þakka þjer fyrir; þessa þörfu og góðu upprifjun, sem minnir okkur á umstang og stórstígar breytingar landakortanna, á þjóðflutninga tímabili Fornaldarinnar / sem og

þróunina allar götur síðan:: austur í Evrópu, sem og á vestur jaðri Asíu.

Með beztu kveðjum; sem oftar og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.5.2022 kl. 12:31

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Já best er að lesa Wikipedia greinina vel, því svk. henni höfðu Gotar á Krím engin tengsl við Svíþjóð. Hins vegar má nefna, að heiðursfélagi í hinu íslenzka Fornleifafélagi, Wolf von Seefeld (Úlfur Friðriksson) var sendur með hersveitum SS til að ræna fornleifum á Krím til að sýna fram á "þýskan uppruna" búsetu þar. Því sem stolið var þar á söfnum, sýndi auðvitað ekkert slíkt, og vitaskuld ekkert sænskt heldur. Síðar gróf Úlfur í Kirkjugörðum Reykjavíkur og minntist innra með sér hinna miklu vísindaferða sinna fyrir Hitler frænda sinn. Fornleifur hefur ritað um þessa "Gotaleit" Úlfs, þar sem enginn á Íslandi gerði sér grein fyrir því hver Wolf var. Þess vegna hefur Fornleifur einnig ritað um manninn sjálfan.  Hann var jafn dularfullur og fornleifaleiðangur SS Ahnenerbe til Krímskaga, mannfælinn með eindæmum og flóttalegur. Sjá sögu Wolfs greifa og leitina af því sem ekki var til, nema í ævintýrum eða hjá nasistum Úkraínu í dag. https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2261925/ Faðir minn var eitt sinn staddur í fornbókaverslun á Skólavörðustíg, þar sem Úlfur var búinn að espa bóksalann og annan kúnna upp í andgyðinglega orðræðu í búðinni. Það þótti þessum "heiðursmönnum" flott. Faðir minn steig aldrei fæti í þessa nasistabúllu aftur og sagði á sinni bjöguðuð íslensku. "Ég tala aldrei vit Snær aftur; Ég chelt hann væri kommi en hann var bar helvítes nazisti".

FORNLEIFUR, 8.5.2022 kl. 12:19

3 Smámynd: FORNLEIFUR

FORNLEIFUR, 8.5.2022 kl. 12:24

5 Smámynd: FORNLEIFUR

 Allt er þegar þrennt er...

FORNLEIFUR, 8.5.2022 kl. 12:27

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

 Þerra er gott og blesað og fróðlegt dem þú segir um Úlf þennan, en málið er, að allt of lítið hefur verið fjallað um það sem mér sýnist augljóst, þ.e. samhengið milli Garðaríkis og ríkis Gota fyrir daga Jörmunreks, eða Ermannarics, eins og Rómverjar nefndu hann. Það sýnist vera ljóst að tengslin milli Svíþjóðar hafi allrei rofnað til fulls og alveg hugsanlegt að þeir „Gotarnir“ á Krím hafi í raun verið síðustu leifar Garðaríkis og Væringja.

Vilhjálmur Eyþórsson, 8.5.2022 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband