Tvenns konar landráð





Vidkun Quisling taldi sig aldrei vera landráðamann. Hann vildi ólmur ganga inn í hið nýja stórríki, sem þá var að myndast í Evrópu, og var reiðubúinn til að gera nánast hvað sem var til að fá þar inngöngu. Vel að merkja var hann ekki einn. Hann átti stóran hóp ákafra stuðningsmanna í Noregi, sem trúðu því, eins og hann að hagsmunum landsins væri best borgið í “Þúsund ára ríkinu”. Sannir landráðmenn sjá nefnilega ekkert athugavert við gerðir sínar. Það gildir einnig um það fólk, innan og utan Alþingis sem telja best að færa völdin yfir Íslandi og Íslendingum til erlendra manna. Þeir eru, eins og Quisling reiðubúnir til að gleypa nánast hvað sem er frá hinum nýju, tilvonandi herrum sínum, bara ef þeir fá að vera með. En þeir verða aldrei með. Þeir verða, eins og Quisling, þrælar. Ísland “gengur ekki í” Evrópusambandið. Þeir gleypa okkur og innlima og ropa ekki einu sinni á eftir.

En líka eru til annars konar landráð og sú tegund landráðamanna sér, eins og Quisling heldur ekkert athugavert við gerðir sínar:
Það er staðreynd að svokölluð “ímynd” Íslands í umheiminum hefur breyst gífurlega til hins verra á undanförnum misserum. En hverjum er það að kenna? Efnahagshrunið var vissulega mikið, en hrun sem var miklu meira hefur einnig orðið í öðrum löndum, t.d. á Spáni sem er bæði í ESB og með evru. Á Írlandi, ýmsum Austur- Evrópulöndum og víðar hefur líka orðið gífulegt hrun, víða miklu, miklu meira en á Íslandi. En hvers vegna er Ísland tekið sérstaklega fyrir?

Á því eru ýmsar skýringar, en þó ræður örugglega miklu, ef ekki mestu rógsherferð íslenskra vinstri manna í erlendum fjölmiðlum gegn eigin landi og þjóð, sem hefur fallið í góðan jarðveg. Þessir menn telja sig með einhverju móti vera að ná sér niður á Davíð og öllu öðru sem þeir telja vont í íslensku þjóðfélagi, með því að svívirða land sitt frammi fyrir útlendingum. Útlendingarnir, flestir vita ekkert annað um Davíð eða Ísland annað en það sem frá rógberunum berst. Þeir taka því talið um gífurlega útbreidda “spillingu” og “glæpi” alvarlega og líkja því að sjálfsögðu athugasemdalaust við ástandið í þriðja heims eða Austur- Evrópuríkjum, þar sem mútur eru hluti af efnahagslífinu og þeir beinlínis drepnir, sem ekki vilja makka með hinum gjörspilltu valdhöfum. Útlendingar gera nefnilega ekki greinarmun á Íslandi og löndum þar sem slíkt viðgengst, sem ekki er von.
Menn ættu líka að hafa í huga að þegar vondar fréttir um Ísland birtast í erlendum fjölmiðlum er þar lang oftast um að ræða íslenska heimildarmenn yfirleitt á vinstri kanti, þótt fréttin birtist undir nafni hins erlenda fjölmiðils. Erlendir fjölmiðlamenn kunna ekki íslensku og vita ekkert um Ísland. Þeir leita því til íslenskra starfsbræðra sinna, sem mjög margir nota tækifærið til að slá (íslenskar) pólitískar keilur með því að níða eigin þjóðfélag og stjórnvöld frammi fyrir útlendingum.

Fjölmargir íslenskir vinstri menn hafa tekið þátt í að níða land sitt fyrir útlendingum, t.d. hefur Baugs- skáldið Hallgrímur Helgason verið að messa um “spillinguna” í Noregi og víðar. Duglegust allra hefur trúlega verið íslensk blaðakona, búsett í Bandaríkjunum Íris Erlingsdóttir að nafni. Hún skrifar pistla á einhverja stærstu og víðlesnustu vefsíðu Bandaríkjanna, Huffington Post. Í þessa (heldur vinstri sinnuðu) síðu er oft vitnað í öðrum bandarískum fjölmiðlum og m.a. hefur stofnandi hennar, Arianna Huffington nokkrum sinnum komið fram hjá Jay Leno og er oft getið (þó ekki vinsamlega) á Fox.
Pistlar Írisar eru sem fyrr sagði víðlesnir og hún fær örugglega vel borgað, en hún hefur m.a. líkt Íslandi í fullri alvöru við Zimbabwe og Geir Haarde og öðrum íslenskum ráðamönnum athugasemdalaust við Mugabe og hyski hans. Samkvæmt Írisi eru Íslendingar litlu eða engu betur staddir en þær þriðja heims þjóðir, þar sem spillingin og glæpirnir eru mestir.
Hún er nú farin að blogga á vefsíðu íslenskra mensévíka, Eyjuna þar sem hugmyndir hennar falla í góðan jarðveg. Undirmálsliðið sem skrifar athugasemdir við bloggfærslur á Eyjunni tekur hugmyndum hennar um Ísland að sjálfsögðu fagnandi. En þeir eru Íslendingar, svo það gerir ekkert til. Þegar útlendingar heyra Íslending tala þannig um land sitt og þjóð leggja þeir hins vegar við eyrun.
Menn ættu að hafa í huga að þegar Íslendingar sæta aðkasti erlendis, er það ekki síst þessum íslensku Blefkenum, sem eru fjölmargir auk Írisar að miklu leyti að kenna. Rógurinn hefur líka örugglega valdið þjóðinni gífurlegu fjárhagslegu tjóni. Þannig er t.d. öruggt, að erlendur fjárfestir, sem les t.d. pistlana á Huffington Post mun aldrei leggja fé í neitt sem íslenskt er. Þótt Íris sé kannski atkvæðamest er hún alls ekki ein á báti. Það koma fjölmargir aðrir (vinstri sinnaðir) Íslendingar við sögu í rógsherferðinni gegn Íslandi í erlendum fjölmiðlum.
Hún er í sérstöku uppáhaldi hjá Agli Helgasyni, svo sem við er að búast. Nýlega hefur komið í ljós að einnig Egill hefur reynt að gera landi sínu álitshnekki og vinna því fjárhagslegt tjón með bréfaskriftum til stofnunar, Transparency International sem leggur mat á spillingu. Erlendir fjárfestar, aðilar og stofnanir taka álit TI mjög alvarlega, auk þess sem mat stofnunarinnar hefur áhrif á almennt álit útlendinga á Íslandi.
Segir Egill stofnunina meta spillinguna of lága. Hún verði að bæta sig og gera útlendingum, ferðamönnum, erlendum fjárfestum og öðrum sem hingað koma ljóst, að Ísland sé gjörspillt. Egill, Íris, Hallgrímur og fjölmargir aðrir íslenskir vinstri menn sem fyrir rógsherferðinni standa sjá áreiðanlega ekki, frekar en Quisling, neitt athugavert við framferði sitt, en rógurinn loðir við. Hann er yfirleitt miklu skemmtilegri og meira spennandi en sannleikurinn, eða eins og Stefán heitinn Valgeirsson sagði einu sinni af öðru tilefni: “Þegar sannleikurinn er kominn upp að Elliðaám er rógurinn kominn norður á Langanes”.

Álitshnekkirinn, sem þessir íslensku sporgöngumenn Blefkens hafa valdið er gífurlegur, svo ekki sé talað um fjárhagstjónið sem athafnir þeirra valda landi sínu og þjóð  í nútíð og framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert að Sjálfstæðismenn fara í engar grafgötur með því að verja framferði sitt og spillingu síðastliðinna ára.

Ég held ég hafi sent nákvæmlega eins bréf til Transparancy International árið 2004 þegar mér ofbauð spillingin hjá Framsókn og Sjálfstæðiflokknum.

Menn eins og þú eiga best heima inn á hæli 

tverhaus (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 15:42

2 identicon

Kemur þér á óvart að fólk líki Íslandi við Zimbabve til að byrja með þá hefur Íslenska krónan einn gjaldmiðla í heiminum veitt Zimbabveska dollaranum samkeppni,  við getum þakkað peningastefnu Sjálfstæðisflokksins það,  einnig hafði Geir H Haarde ekki kjark í sér til þess að hringja í kollega sinn í Bretlandi þegar hann setti hryðjuverkalög á stærstu fyrirtæki landsins og þar með fellt stærsta hluta atvinnulífsins,  er einhverjum gerður greiði með því að fela hinn raunverulega sannleika um þá spillingu sem var hér í gangi og er einn?

Finnst þér landinu betur borgið ef spilling og sjálfsblekking fái að blómstra hér eins og gerðist á hinum svokölluðu góðærisárum? 

tverhaus (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 15:46

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það merkilega við þig er, að þú virðist beinlínis stoltur af því að hafa svert land þitt frammi fyrir útlendingum. Meira hef ég ekki við þig að segja.

Vilhjálmur Eyþórsson, 27.10.2009 kl. 16:08

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Því miður er greining þín rétt í aðalatriðum Vilhjálmur. Sjálfur hef ég hitt útlendinga sem standa gapandi af undrun yfir vilja sumra Íslendinga til að rægja land sitt og þjóð. Svo kjaftagleiðir hafa þeir sumir verið að það er auðvelt að vísa á þá sem heimildamenn erlendra blaðamanna, þótt þeir kjósi jafnan nafnleynd og myndu þræta fyrir væru þeir bornir fyrir róginum.

Og þverhausinn vil ég spyrja: Hvernig veistu hverjir eiga best heima á hæli?

Gústaf Níelsson, 29.10.2009 kl. 21:25

5 identicon

Þið blessaðir hægri mennirnir sjáið alltaf flísarnar í augum annarra en ekki bjálkann í ykkar eigin augum......hreint ótrúlegt!.......ótrúleg bullgrein!!.....eru þeir, sem eru að moka flórinn eftir ykkar meiri skaðvaldar en þeir sem osökuðu hrunið?? Það er auðvitað það, sem þið viljið láta fólk halda.....eins og skrif Hádegis- Móra sýna, þegar hann keppist við að endurrita sögu Hrunsins....sér í hag, vitaskuld, svei ykkur bjálfarnir ykkar!! Og að líkja þeim, sem vilja ganga í Evrópusambandi við Quisling hinn norska er einstaklega ósmekklegt og algjörlega fráleitt, en nákvæmlega það, sem mátti búast við úr herbúðum hinna brjálæðislegu og froðufellandi hægri ofstækismanna.

Rægja land sitt og þjóð??.....Það eina, sem menn vilja er að sannleikurinn komi í ljós um það hverjir brutu lög, sinntu ekki sínu eftirlitshlutverki, unnu ekki vinnuna sína og orsökuðu með því Hrunið! Útrásarvíkingar, bankastjórar, stjórnmálamenn.....Menn vilja koma upp um spillinguna, flokkstengslin, einkavinavæðinguna o.s.frv. Hvað er að því??!! Það er langur vegur frá því að verið sé að sverta land og þjóð.....það vita flestir að verið er að tala um einhverja tugi manna í mesta lagi. Ykkur er ekki viðbjargandi!!........

Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 19:30

6 Smámynd: Elle_

Sannir landráðmenn sjá nefnilega ekkert athugavert við gerðir sínar. Það gildir einnig um það fólk, innan og utan Alþingis sem telja best að færa völdin yfir Íslandi og Íslendingum til erlendra manna. Þeir eru, eins og Quisling reiðubúnir til að gleypa nánast hvað sem er frá hinum nýju, tilvonandi herrum sínum, bara ef þeir fá að vera með. En þeir verða aldrei með. Þeir verða, eins og Quisling, þrælar. Ísland “gengur ekki í” Evrópusambandið .   .   .

Ofanvert lýsir illverkum Jóhönnu Sig., Össurar Skarphéðinssonar og co. vel.   Þau hafa víst ekki nægilegt vit til að skilja hvað þau gera.

Menn eins og þú eiga best heima inn á hæli 

Nei, menn eins og þú eiga þar heima.

Ykkur er ekki viðbjargandi!!.

Hvað YKKUR???  Hví ræðstu á 2 menn?  Væri ekki nær að ráðast á flokkspólitíkusa sem eru að draga landið til helvítis, NÚNA???

Elle_, 19.12.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband