Föstudagur, 6. maí 2022
Gotar, fyrstu Norðurlandabúarnir í Úkrainu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 4. maí 2022
Nær allt koldíoxíð hefur verið náttúrulegt í ármilljarða
Mér finnst tilvalið í ljósi umræðunnar að setja hér inn dálítið tilskrif, skrifað fyrir nokkrum árum en ekki birt, um koldíoxíð, lofttegund lífsins, hina raunverulegu undirstöðu alls lífs á jörðinni. Of fáir virðast vita, að það er koldíoxíð, ekki súrefni (sem er ekki nauðsynlegt lífi) sem er hin raunverulega undirstaða alls lífs á jörðinni.
Og loftslagsvandinn er enginn vandi. Þvert á móti. Afturhvarf til hins hlýja, raka loftslags sem ríkti á fyrri hluta núverandi hlýskeiðs væri öllum til hagsbótau.
Koldíoxíð er, ásamt vatni, undirstaða alls lífs á jörðinni. Þegar jörðin var ung, fyrir um fjórum milljörðum ára, áður en lífs varð vart, virðist það hafa verið yfir 20% gufuhvolfsins. Það hefur streymt úr iðrum jarðar æ síðan og ef lífsins nyti ekki við væri það nú örugglega meginuppistaða gufuhvolfsins eins og á systurplánetu jarðar, Venusi. En á Venusi er ekki fljótandi vatn, svo líf getur ekki þrifist.
Hér hefur koldíoxíðið, ásamt vatni og með því að tengjast ýmsum frumefnum myndað þær gífurlega flóknu keðjur kolvetnissambanda sem eru lífið sjálft. Það er fráleitt og beinlínis fáránlegt að tala um þessa undirstöðulofttegund í gufuhvolfinu frá upphafi og byggingarefni sjálfs lífsins sem mengun, eins og gróðurhúsamenn gera í ofstæki sínu og fáfræði.
Réttara væri að tala um óbundið súrefni og hið þrígilda afbrigði þess, ósón, sem mengun, því óbundið súrefni er ekki upprunalegt í gufuhvolfinu og ekki nauðsynlegt lífi, heldur úrgangsefni frá jurtalífinu sem dýrin, sumar bakteríur, allir sveppir (og maðurinn) nýta sér. Þessi saur jurtanna myndar nú 20,9% gufuhvolfsins en koldíoxíðið, sjálf undirstaða lífsins, var komið nokkurn veginn í jafnvægi, þ.e. niður undir ca. eitt kíló í hverju tonni gufuhvolfsins á fyrstu ármilljörðum lífsins, löngu fyrir daga risaeðlanna. Það er nú um 0.038% eða ca 400 grömm í tonni andrúmslofts.
Það er rúmlega fimmtíu sinnum meira í höfunum, (sem eru basísk, með ph 8,2 og geta því ekki súrnað)
Af þessum 400 grömmum í tonni andrúmslofts eru kannski 10 grömm manngerð, en vel hugsanlega miklu minna.Raunar mælist koldíoxíð mjög mismikið eftir landsvæðum og árstíðum og tímum sólarhrings, eykst á nóttinni, minnkar á daginn.
Koldíoxíð kemur að sjálfsögðu að hluta frá andardrætti manna, dýra, fugla, fiska (neðansjáar). skordýra (gífulegt magn, sem alltaf gleymist) og ekki síst kemur það frá sveppagróðri og aeróbískum (ildiskærum) bakteríum. Allt sem deyr ofansjávar og neðan breytist að miklu leyti í koldíoxíð fyrir tilverknað þessarra örvera. Menn ættu að hafa í huga að örverur eru um helmingur lífmassa jarðarog þetta magn er gífurlegt (sbr. t.d. framræsla mýra).
Þá er ótalið allt það, sem streymir af þessari ósýnilegu, lyktarlausu lofttegund upp úr jörðinni allan sólarhringinn alla daga úr öllßum lág- og háhitasvæðum jarðar ofansjávar og neðan auk þess sem eldfjöllin leggja öðru hvoru til. Jafnvel í ýmsum jarðfræðilega köldum" löndum eru víða ölkeldur, sem koldíoxíð streymir upp um.
Þetta er óskaplegt magn, en eldvirkir neðansjávarhryggir ná um 50 þús. kílómetra í mörgum hlykkjum umhveris jörðina og á þeim eru hunduð þúsunda eða milljónir loftventla og eldgíga.
Allar jurtir, ofansjávar og neðan eru að miklu leyti úr kolefni, oft 30-50% og bókstaflega allt þetta kolefni kemur úr koldíoxíði. Menn og dýr eru líka að miklu leyti úr kolrfni, sem upphaflega hefur komið úr koldíoxíði gufuhvolfsins.
Jurtirnar þurfa gífurlegt magn koldíoxíðs á hverjum degi til að vaxa og dafna, mynda nýjar frumur og vefi og nýtt súrefni, en allt súrefni gufuhvolfsins hefur áður verið koldíoxíð (annar helmingur mólekúlsins).Þessi hringrás tekur aðeins innan við tíu ár.
Raunar byggir C 14 aldursgreining fornleifafræðinga á þeirri staðreynd, að þetta er hringrás sem sífellt endurnýjast, koldíoxíð eyðist og nýtt tekur við á um tíu ára fresti og þannig hefur þetta verið í milljarða ára, síðan jörðin var ung.
Í samanburði við þessa risavöxnu hringrás sem nær til allra jurta og þörunga í öllum löndum og höfum verður brölt mannanna heldur lítilfjörlegt og beinlínis hjákátlegt.
Á þessari mynd má sjá, að koldíoxíð, þessi 0,038% gufuhvolfsins, er talið valda í mesta lagi 3,6% gróðurhusaáhrifa.Hluti mannkynsins í þessum 3,6% er reyndar svo lítill að hann mælist varla, en um það stendur öll deilan.
Þar má líka sjá, að gróðurhúsaáhrif koma að langmestu leyti frá vatnsgufu (myndina má stækka með því að smella á hana).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)