Miðvikudagur, 3. febrúar 2010
Mogginn er að rétta úr kútnum
Tjáningarfrelsið landinu hefur nú verið bjargað. Loks virðist aftur vera kominn alvöru fjölmiðill. Eitt blað sem talar máli almennings í landinu og er eins og flestir sæmilega réttsýnir og skynsamir menn bæði á móti Icesave og Evrópubröltinu.
Undarlegar kenningar heyrast nú úr höfuðvígstöðvum vinstri manna og Baugs. Þeir álíta það skerðingu á tjáningarfrelsi að kominn sé til skjalanna fjölmiðill sem ekki talar með sömu röddu og málsvarar Hringsins eina (Baugs) og vinstri kjánanna sem telja sig eiga fréttastofu RÚV. Fjölmiðlar landsins tala nefnilega ekki allir lengur með einni röddu eins og þeir voru farnir að gera undir stjórn fyrrverandi ristjórnar Morgunblaðsins. Þetta telur vinstra fólk í ofstæki sínu og heimsku vera skerðingu á tjáningarfrelsinu. Í þeirra huga ríkir sá skrítni skilningur á tjáningarfrelsi að það sé fólgið í því að allir séu á sömu skoðun og þeir sjálfir.
Ég fæ ekki betur séð en að löngu niðurlægingartímabili Morgunblaðsis sé nú lokið með aðkomu nýrra manna að ritstjórn blaðsins. Það virðist aftur vera að verða það sem það einu sinni var: Lang marktækasti fjölmiðill landsins. Og ég er hér ekki einungis að tala um pólitík. Ég man það líka vel frá þeim árum sem ég skrifaði Íslenskan annál að Mogginn var nánast alltaf með bestu og lang áreiðanlegustu fréttirnar og frásagnirnar, jafnvel þótt pólitískir andstæðingar ættu í hlut. Að sjálfsögðu er ekki hægt að búast við algeru hlutleysi af neinum fjölmiðli. Slíkt eru einungis draumórar, sæmandi einfeldningum. Mogginn var samt alltaf lang bestur, víðsýnastur og marktækastur íslenskra fjölmiðla. En á þessu varð breyting á síðari árum. Þetta gerðist hægt og hægt, kannski þegar Matthías Johannesen hætti ritstjórn, kannski síðar, en vinstrisinnaðar kjána- áherslur urðu smám saman æ meira áberandi á síðum blaðsins. Þetta náði kannski hámarki á Mbl.is þegar núverandi formaður Blaðamannafélagsins hafði þar völdin, en fréttaflutningur hennar var nánast ógreinanlegur frá Þjóðviljanum gamla. Raunar var Mogginn orðinn, undir fyrrverandi ritstjórn líkastur Þjóðviljanum eins og hann var orðinn síðustu árin, rétt áður en hann dó, eitthvað allt allt annað en við, gamlir vinir og stuðningsmenn blaðsins áttum að venjast.
Ég þekki Davíð Oddson ekki neitt en mér hefur alltaf litist vel á manninn og verið honum sammála í flestum málum. Hann virðist þó fara í taugarnar á mörgum, svipað og Ólafur Ragnar Grímsson fer gífurlega í taugarnar á mér eins og stundum hefur komið fram á þessari síðu. En því ber að fagna að Davíð og samverkamenn hans eru nú að endurreisa Moggann og færa hann aftur upp í þann virðingarsess sem honum ber meðal íslenskra fjölmiðla
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2010 kl. 15:33 | Facebook
Athugasemdir
Bíddu er ekki allt í lagi hjá þér sheesh
DoctorE (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 14:20
Sæll Vilhjálmur.
Það var ekki fyrr en þegar ég frétti af ráðningu Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Morgunblaðsins sem ég sá ástæðu til að endurnýja áskrift mína að Morgunblaðinu.
Ég man ekki betur en að það hafi verið Davíð Odsson í frægu viðtali í Kastljósinu, þar sem hann talaði á mannamáli (og var því rangtúlkað til Brown og Darlings í UK) og sagði: "Við borgum ekki skuldir óreiðumanna" og var fyrstur allra til að segja þetta. Nú er mest öll þjóðin á sama máli, öll nema ríkisstjórnin. Samt sem áður hefur það gleymst hver sagði þessi fleygu orð fyrstur manna, og Davíð er enn kennt um allt saman.
Með kveðju, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 3.2.2010 kl. 14:30
Það er ánægjulegt að sá hvað vinstrimenn kveljast Vilhjálmurn vegna þess að þeir hafa misst forræði á Mogga. Nú keppast þeir við að segja okkur sögur um uppsögn sína á blaðinu, en lesa það svo í laumi, væntanlega ef þeir komast í það ókeypis einhvers staðar. Sannleikurinn er auðvitað sá að allir sem ætla að fylgjast með íslenskri þjóðmálaumræðu af einhverju viti, komast ekki hjá því að lesa Moggann. Vinstimenn hafa kannski engan áhuga á alvöru þjóðmálaumræðu?
Gústaf Níelsson, 3.2.2010 kl. 18:14
Sendi eftirfarandi pistil minn við fyrri grein þína, mun eldri í tíma, svo mér finnst skylt að endurtaka..(þekki ekki eftirlit blogghafa við sína eldri pistla)
Í dag viltist ég í fyrsta skipti inn á þitt bloggsvæði og hef notið dagsins með lestri á þínum eldri bloggum, líkt og allir vandaðir hlutir þá eru skrif þín fræðileg, góð og vel rituð, líkt og góð skáld/ævisaga, sem erfitt er að slíta sig frá.
Ekki skemmir fyrir að við virðumst ganga í takt skoðanalega séð.
Takk fyrir mig vinur.
Rúnar.
Smá viðbót..
Ég er sammála Birni bónda með það að í fyrsta skipti, ég hef ekki lagt mörg ár að velli, hef ég fengið áhuga á áskrift Morgunblaðsins !
runar (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 16:00
Hahahahhaahhaha ekki hef eg skráð mig hingað inn síðan litli hústökukallgreyið hann dabbi kóngur steig inn hér á þjóffengnum skónum og skeit út "fréttir" okkar en nuna vard ég.
Villi þú ert hetja....Blá...köld...risaeðlu...."hetja"
Halo (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 21:03
mæltu manna heilastur. Þakka þér fyrir að segja það sem aðrir hugsa.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 06:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.