Föstudagur, 12. mars 2010
Þjófarnir verðlaunaðir, en hvað með fórnarlömbin?
Nú á að borga þjófunum, skemmdarverka- og ofbeldismönnunum sem lögregla og önnur stjórnvöld sá sig á sínum tíma tilneydd til að senda á Breiðavík sex milljónir á kjaft, skattfrjálst. En hvað með okkur sem urðum fyrir barðinu á þessu liði? Á ekki að borga okkur líka?
Í öllum þjóðfélögum og á öllum öldum er ávallt dálítil prósenta, sem leggur fyrir glæpi. Stundum er beinlínis talaðum tiltekna stétt glæpamanna, tiltekinn, lítinn hóp ofbeldis- og síbrotamanna, sem fremur meginhluta glæpa í flestum löndum. Þannig hefur það alltaf verið og alls ekki neitt bendir til að á því sé minnsta breyting að verða. Viss hópur mun alltaf og alls staðar fremja flest alla glæpina. Tilhneigingin kemur yfirleitt snemma fram og flestir þessara manna hafa oft komist undir manna hendur löngu fyrir lögaldur. Það er alls ekki hægt að útiloka að glæpahneigð gangi beinlínis í erfðir, en það hafa raunar margir talið í aldanna rás.
Þetta hyski er nú sent á upptökuheimili ýmis konar en fyrr á árum var því komið fyrir í Breiðavík. Vafalaust sættu þeir misjafnri meðferð, en hverju breytti það? Heldur einhver að þeir hefðu orðið betri menn ef hlaðið hefði verið undir þá? Vafalaust hafa einhverjir hafnað þarna fyrir litlar sakir, en staðreyndin er þó, að þetta var að meginhluta heimskt, lygið, illa innrætt þjófa- og ofbeldispakk sem hvort sem er hefði endað illa og það er ósannað með öllu að dvölin á Breiðavík hafi breytt nokkru þar um. Nú á að fara að verðlauna þá, en hvað með okkur sem urðum fyrir barðinu á þeim? Af hverju er okkur ekki greitt tjónið sem þeir hafa valdið?
Hér er dálítil lífsreynslusaga úr hversdagslífinu um reynslu mína af formanni svonefndra Breiðavíkursamtaka.
Vorið 1977 var ég í páskafríi í Reykjavík, en ég var þá kennari á Hvammtstanga. Á hádegisbarnum á Borginni lenti ég í hrókasamræðum við núverandi formann Breiðavíkursamtakanna, (sem ég þekkti þó alls ekki) en tók ekki eftir því fyrr en nokkru síðar um daginn að veski mitt var horfið, en í því var m.a. ávísanahefti. Í ljós kom að formaðurinn hafði tæmt innistæðuna úr heftinu en það voru heil mánaðarlaun, sem svarar hátt í annað hundrað þúsund krónur á núvirði. Hann hafði falsað nafn mitt, en skrifaði eigin nafn aftan á þegar hann framseldi ávísunina. Því var lögreglan fljót að hafa hendur í hári hans. En af formanninum var ekkert að hafa, hann var góðkunningi lögreglunnar eins og flest allir þeirra sem verið höfðu á Breiðavík og ég stóð uppi með skellinn. Þessa peninga hef ég aldrei fengið greidda en nú hefur formaðurinn kannski loksins efni á að greiða mér, enda komin í efni.
En ég vil spyrja: Ef ríkið ber ábyrgð á því hvernig fór fyrir þessu liði eftir Breiðavíkurdvölina ber það þá ekki líka ábyrgð á gerðum þeirra? Ef þeir urðu glæpamenn vegna þess að stjórnvöld voru vond við þá ber þá ekki stjórnvöldum að bæta þeim sem urðu fyrir barðinu á Breiðavíkur- drengjunum?
Nú á Lalli Jóns að fá sex milljónir skattfrjálst. En á þá ekki að bæta öllum þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á honum þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.3.2010 kl. 22:08 | Facebook
Athugasemdir
Aumleg eru skrif þín Vilhjálmur.
Númi (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 22:21
Þíu ert ekki þess verður að binda skóþveng þessara drengja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.3.2010 kl. 22:41
Það á ekki að borga þessu hyski svo mikið sem eina krónu. Þessar 350 milljónir ætti hins vegar að nota til að bæta tjónið sem þeir hafa valdið öðru fólki. Það er ákkúrat ekki neitt sem bendir til að þeir væru eitthvað betur staddir hefðu þeir ekki farið á Breiðavík. Trúlega hefði glæpaferillinn orðið enn lengri hefðu þeir ekki verið þar.
Vilhjálmur Eyþórsson, 12.3.2010 kl. 23:50
Hádegisbarinn var merkur samkomustaður þar sem "góðborgarar" eins og þú Vilhjálmur af fúsum vilja blönduðu timbruðu og áfengisvímuðu geði sínu við "glæpahyskið" í bænum.
Breiðavík var staður þar sem ólögráða börn og unglingar voru kúgaðir, lamdir og beittir kynferðislegu ofbeldi einmitt þegar ríkið hafði gert þessa einstaklinga að skjólstæðingum sínum og tekið að sér að ala upp og vernda.
Miðað við skrif þín hér fyrir ofan er ekki erfitt að sjá þig fyrir sér í hlutverki gæslumanns á Breiðuvík.
Thrainn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 09:25
Ég tek undir með Vilhjálmi. Flestir þessara stráka voru vandræðastrákar sem við héldum uppi og gerum ennþá. Þeir sem báru ábyrgð voru foreldrarnir og engir aðrir. Það að við erum alltaf rukkuð um allt eins og synda aflausn stjórnmálamanna á ekki að eiga sé stað. Það er ekki hægt að borga 6 milljónir úr okkar vasa vegna ólánsmanna. Við höfum hjálpað öllu þessu fólki og ekkert staðið á því.
Valdimar Samúelsson, 13.3.2010 kl. 12:30
Þetta hafa örugglega ekki verið neinir englar allt saman. Hafa þurft mikinn aga sem margur hefur ekki sætt sig við. En ef um kynferðislega misnotkun hefur verið um að ræða hjá starfsfólki,þá er hún óafsakanleg.
Ragnar Gunnlaugsson, 13.3.2010 kl. 12:53
Þetta er ömurlegur pistill hjá þér. Ættir að biðja lesendur Morgunblaðsins og bloggsins afsökunnar.
Kristján Elíasson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 14:14
Það koma ýmsir vinklar og sjónhorn á svona mál þegar farið er að ræða þau og kryfja til mergjar.
Það er óumdeilt að það var gert á hlut margra þeirra sem hér eiga hlut að máli.
Upphaflega var verið að tala um lágar sanngirnisbætur 300 þús en það gat fólkið ekki fellt sig við.
Hér er um fordæmis mál að ræða ef frumvarpið verður að lögum.
Á árunum eftir 1986 var gengið mjög hart fram í því að setja á svokallaða landbúnaðarkvóta. Urðu margir mjög hart úti vegna þeirra mála. Virtist svo sem mál væru ekki allstaðar rekin með sama hætti um allt land.
Nokkrir bændur stofnuðu félagskapinn Röst og fengu Sigurð Líndal lagaprófessor til að líta á þau mál. Út kom bókin Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Íslands um setningu löggjafarinnar og framkvæmd hennar.
Á ákveðnum tímapunkti var hugleidd sú leið, að ráði lögfræðinga og horft til ákveðins máls í Noregi að krefjast skaðabóta eða sanngirnisbóta vegna slæmrar útreiðrar af hendi ríkisvalds.
Af því varð ekki og hver og einn skipulagði undanhald sitt út úr landbúnaði en menn urðu fyrir misjöfnum sannanlegu skakkaföllum.
Á mér var t.d brotin stjórnarskrá, samkvæmt lagaálit sem ég hef undir höndum frá hæstaréttarlögmanni sem nú er Hæstaréttardómari. Mínum máli lauk þannig að ég var í raun neyddur til að afhenda ríkisvaldinu ( Jarðasjóði ) eignarjörð mína með nýuppbyggðu fjósi sem ég hafði öll leyfi til að byggja og staðfest 660 búmark. Fleira var svona í þessum dúr.
Það er einboðið að verði þetta frumvarp að lögum er sjálfsagt mál fyrir fólk,sem yfirgaf landbúnað gegn vilja sínum, að hugleiða stöðu sína varðandi sanngirnisbætur.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.3.2010 kl. 15:32
Þú ert meira fíflið Vilhjálmur, sé nauðgun og barsmíðar, svelti og niðurlæging það sem þú vilt öðrum manneskjum, þrátt fyrir að þú setjir sjálfan þig hér í sæti píslarvottar og siðapostula...þá ertu einfaldlega illur og grimmur vanviti.
Réttast væri að setja þig í spor þessara drengja og láta eitthvert svínið nauðga þér og berja þig til óbóta....sjá svo til með hvað þú segir eftir það......
Haraldur Davíðsson, 13.3.2010 kl. 17:03
Það á ekki að verðlauna þetta lið. Á kannski að borga glæpamönnum skaðabætur fyrir að hafa verið í fangelsi? Enginn hefur haldið því fram að starfsmenn hafi beitt kynferðislegu ofbeldi. Hins vegar voru þarna ungir, tilvonandi glæpamenn margir saman komnir og níddust að sjálfsögðu hver á öðrum. Kjarni málsins er hins vegar: Þeir voru ekki sendir á Breiðavík að ástæðulausu. Þetta voru að yfirgnæfandi meirihluta afbrotaunglingar, þótt vissulega virðast einhverjir hafa flotið með sem lítið höfðu gert af sér. Það er leitt en það er fjarstæða að gera ríkissjóð ábyrgan fyrir misheppnuðu lífi flestra þessara manna. Þeir voru hvort sem er lang flestir á hraðri leið til helvítis (og á Litla- Hraun). Vera þeirra á Breiðavík breytti engu þar um.
Vilhjálmur Eyþórsson, 13.3.2010 kl. 17:53
Með leyfi, mér finnst ekki amk Georg Viðar Björnsson form. heppilegt úrtak. Er hann glæpamaður í dag?
Hitt er annað mál það má ræða tilganginn í því að afhenda manni sem er róni kr. sex mil. til að kaupa spiritusforte.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.3.2010 kl. 18:06
Viðbót:
Umræðan um þessi mál vill vera nokkuð á köntunum og þarf ekki nema að skoða skrifin hér því til sönnunar. Dæmi: Maður sem í áratugi hefur staðið í innbrotum og þjófnaði margdæmdur til fangelsisvistar. Síðasta brot hans var að stela súpupakka í Bónus og hlýtur hann dóm fyrir sem vonlegt er. Þá er maður eftir mann tilbúin að skammast út í ranglæti (óréttlæti) dómarans eins og maðurinn hafi aldrei gert neitt af sér áður.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.3.2010 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.