Gosið er brot á Kyoto- sáttmálanum




Gosið á Fimmvörðuhálsi hlýtur að setja stórnvöld, einkum umhverfisráðherra í gríðarlegan vanda. Kodíoxíðið, sem nú berst upp úr iðrum jarðar er nefnilega út úr öllu korti hvað varðar „skuldbindingar Íslands“ samkvæmt Kyoto- bókuninni, örugglega miklu meira en allir bílar og tæki landsmanna framleiða í margar aldir. Flúormengunin er líka meiri en þúsund álver gætu framleitt í hundruðir ára. Engin heimild er til fyrir slíku. Raunar sýnist alltaf hafa gleymst að nefna allt það koldíoxíð sem streymir á hverjum degi upp úr hverasvæðum landsins allan sólarhringinn, þótt ekkert sé eldgosið. Þetta koldíoxíð er ósýnilegt og lyktarlaust og streymir víða upp úr jarðveginum sjálfum án þess nokkur veiti því minnstu athygli.

Nú eru góð ráð dýr. Einn möguleiki er þó fyrir hendi: Hér á landi eru tveir aðilar sem hafa getið sér gott orð fyrir að stöðva, a.m.k. tímabundið losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið, nefnilega Ölgerðin Egill Skallagrímsson og verksmiðjan Vífilfell. Raunar er allt koldíoxíðið sem fer í íslenska gosdrykki ættað úr einni borholu, sem segir ýmislegt um það gífurlega magn sem streymir úr iðrum jarðar á hverjum degi. Til að Íslendingar geti staðið við „skuldbindingar sínar“ samkvæmt Kyoto ætti að fá þessi tvö fyrirtæki til að setja kóktappa á öll eldfjöll á landinu. Einnig þarf að finna hentuga plastverksmiðju, sem getur framleitt nokkuð hundruð ferkílómetra af plastdúk til að leggja yfir öll hverasvæði landsins.

Að öðrum kosti má búast við refsiaðgerðum „alþjóðasamfélagsins“ ef Kyoto bókuninni verður fylgt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Af hverju þýkist þú vera þroskaheftur, er það ekki ómálefnalegt ?  

Ah ...  þetta var kannski billegt "grín"  ? 

Morten Lange, 22.3.2010 kl. 16:07

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er ekki ég sem er þroskaheftur.

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.3.2010 kl. 16:28

3 Smámynd: Vendetta

Nú er upplagt fyrir Svandísi Svavarsdóttur að bjóðast til að íslenzka ríkið borgi fleiri milljarða fyrir þessa ólöglegu losun af gróðurhúsalofttegundum, enda var hún alfarið á móti öllum ívilnunum til Íslendinga á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Og nú bíður hún spennt eftir Kötlugosi.

Vendetta, 22.3.2010 kl. 16:30

4 Smámynd: Vendetta

Vilhjálmur, mér finnst þú eitthvað svo kunnuglegur. Hefurðu nokkuð verið með hlutverk í The X-Files?

Vendetta, 22.3.2010 kl. 16:32

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ekki enn, en hugmyndin er góð.

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.3.2010 kl. 16:36

6 Smámynd: Vendetta

Já, þú gætir verið stand-in fyrir sígarettumanninn.

Vendetta, 22.3.2010 kl. 16:45

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er vel til fundið. Ég reyki allt að þrjá pakka á dag og geri þannig mitt til að menga andrúmsloftið, en það er lítilræði eitt miðað við það sem náttúran framleiðir. Trúlega hafa nú þegar margir rúmkílómetrar af koldíoxíði komið upp á Fimmvörðuhálsi, auk flúors og brennisteins, og ef gosið heldur áfram, jafnvel í nokkur ár verður að endurskoða Kyoto- skuldbindingarnar. Enginn kvóti er til fyrir öllu þessu koldíoxíði.

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.3.2010 kl. 17:30

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nú hlýtur Steingrímur J. að stökkva til, nýta þetta tækifæri og leggja mengunarskatt á Rangárþing eystra fyrir að dirfast að spúa þessu yfir okkur. Þetta er það mikil mengun að skatttekjurnar færu langt með að borga Icesave, eða leiðréttingu lána til heimilanna. Kannski hvort tveggja.

Að vísu á sveitarfélagið ekki til krónu fyrir þessu og fer rakleitt í gjaldþrot, en það hefur ekki stöðvað Steingrím J. og félaga í skattagleðinni hingað til. Trúi því varla að hann fari allt í einu að leggja svoleiðis aukaatriði fyrir sig.

Theódór Norðkvist, 22.3.2010 kl. 20:27

9 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Ég er ekki viss um að þessi uppákoma við Fimmvörðuháls hafi hlotið tilhlýðilega meðferð hjá Umhverfisráðuneytinu og stofnunum þess þannig að það er næsta víst að þessari framkvæmd verði hætt snarlega.

Sveinn Tryggvason, 22.3.2010 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband