Föstudagur, 16. apríl 2010
Að espa upp lýðinn
Það verður sífellt algengara og hvimleiðara að fylgjast með því hvernig fákænir fjölmiðlamenn espa upp lýðinn og síðan stjórnvöld, sem aftur grípa til aðgerða, sem eru í engu samræmi við þá hættu, raunverulega eða ímyndaða sem upphaflega var til staðar. Allir virðast nú vera búnir að gleyma fuglaflensunni, sem varð aldrei neitt. Síðan kom svínaflensan, sem einnig var blásin upp út úr öllu korti, en þegar til kom var þetta bara ósköp venjuleg flensa sem kemur á hverju ári og á engan hátt merkilegri en aðrar. Allra besta dæmið er að sjálfsögðu gróðurhúsaáhrifin sem ég hef nokkrum sinnum fjallað um, t.d. í greininni Að flýta ísöldinni hér að neðan.
Öll uppákoman í kringum gosið í Eyjafjallajökli er enn eitt dæmið. Vissulega stafar flugvélum hætta af öskuskýjum, þ.e. ef þær fljúga inn í sjálft gosskýið. Svo fór 1982 þegar Boeing 747 þota flaug í niðamyrkri inn í eldgos sem þá var að hefjast og lenti mitt í sjálfu skýinu. Að sjálfsögðu stöðvuðust allir hreyflar og vélin var á eftir öll sandblásin að utan, t.d. urðu framrúður ógagnsæar. Flugmönnum tókst með snarræði að koma hreyflunum aftur í gang og lenda vélinn, sem var ónýt eftir þessa uppákomu, en þetta var einstakt dæmi.
Að sjálfsögðu á að fylgjast vel með sjálfu gosskýinu og þéttleika öskunnar, en það virðist augljóst að hér, eins og í fugla- og svínaflensumálinu og gróðurhúsa- koldíoxíð- steypunni er það móðursýkin og ofstækið sem ræður.
Flugvélin í Indónesíu lenti inni í skýi þar sem askan var svo þykk að ekki sást á hönd sér. Engin flugvél (eða bíll, jafnvel) þolir slíkt. En ofstækið sem virðist stjórna gerðum flugmálayfirvalda í þessu máli virðist út úr öllu korti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já hérna er ég hjartanlega sammála þér.
Það er þetta fjölmiðla-vændi sem ræður þessu. Það þarf að selja blöð og fréttatíma og leiðin til þess er að vera með eitthvað "spennandi". Síðan er stanslaus hvati að vera með eitthvað nýtt og krassandi á hverjum degi.
Þetta er í rauninni "markaðurinn" í hnotskurn. Snýst meira um að selja en að koma fréttum á framfæri.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 16.4.2010 kl. 15:58
Geri ráð fyrir að þú bjóðir þig fram sem tilraunadýr til að sanna kenningu þína um hversu hættulítið það er að fljúga í gegnum ösku.
Finnur Bárðarson, 16.4.2010 kl. 16:02
Það eru nú þegar tvær finnskar orustuflugvélar skemmdar vegna ösku frá Eyjafjalljökli en þær voru á flugi yfir norður finnlandi
http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/04/16/tjon_a_finnskum_herflugvelum/
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 16:41
Þessar vélar virðast hafa flogið inn í sjálft öskuskýið, sem er all vel kortlagt og nær aðeins yfir lítinn hluta þess svæðis sem nú er í flugbanni. Mér dettur ekki í hug að að eldfjallaaska sé heilsusamleg fyrir flugvélar, hins vegar sýnast aðgerðir flugmálayfirvalda ganga allt of langt og hættusvæðið vera allt of stórt.
Vilhjálmur Eyþórsson, 16.4.2010 kl. 16:47
Hlustaði á Moody flugstjóra áðan en hann var flugstjóri Boeing 747 sem missti út alla hreyfla. Treysti mönnum eins og honum. Honum finnst ekki of langt gengið. Maður gamblar ekki með líf farþega.
Finnur Bárðarson, 16.4.2010 kl. 17:01
hilmar jónsson, 16.4.2010 kl. 20:53
Ég meina:
http://www.youtube.com/watch?v=xi6U4MU6rBg&feature=player_embedded
hilmar jónsson, 16.4.2010 kl. 20:54
Vilhjálmur, þú ert háaldraður maður hlífðu okkur við "visku" þinni
Finnur Bárðarson, 16.4.2010 kl. 22:22
Athugasemd Finns er markverð og upplýsandi eins og alltaf og gefur glögga mynd af hugarheimi og sálarlífi hans, en ég get ekki séð hvernig hún kemur nokkru máli við í þessu fremur en yfirleitt er þegar hann tjáir sig. En sumir eru bara svona gerðir og við þá er ekkert hægt að gera. Á þá duga engar pillur og engar sprautur.
Vilhjálmur Eyþórsson, 16.4.2010 kl. 22:36
Það er ekki nóg að gefa bara út yfirlýsingu, ófært! Þeir sem hafa vinnu við að athuga hvort það er ófært, verða að framkvæma þá vinnu og breytir þar engu þó þeir séu valdsmannslegir og jafnvel latir.
Þeir sem gefa út staðla fyrir ófærð, verða að skíra þá út. Það er löng reynsla fyrir því með Íslendinga að sé þeim sagt að það sé ófært í tvígang, þegar það er ekki ófært þá taka þeir ekkert mark á ófærðar yfirlýsingum í langan tíma á eftir.
Þetta segir okkur að öll verk þarf að vanda og að frýja sig ábyrgð með því að loka bara öllu án rökstuðnings, sannar annað hvort þekkingarleysi eða leti, nema hvortveggja sé.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.4.2010 kl. 22:46
Þett er rétt hjá þér. Hrólfur og er raunar þáttur í þeirri tilhneigingu sem gætir stöðugt meira að yfirvöld eigi að hafa vit fyrir fólki í öllum mögulegum og ómögulegum hlutum. Stundum þarf þess raunar. Sumir, allt of margir, eru þannig gerðir að það þarf að hafa vit fyrir þeim. En það er allt of auðvelt fyrir stjórnvöld, lögreglu og aðra að gefa út yfirlýsingar um að þetta eða hitt sé „bannað“ án þess nokkur skynsamleg rök séu fyrir því. Við stefnum hraðbyri inn í þjóðfélag þar sem allt er bannað nema það sé sérstaklega leyft.
Vilhjálmur Eyþórsson, 16.4.2010 kl. 22:55
Innihald pistils því miður rangt frá a-ö og nauðsynlegt að koma því á framfæri hér.
Almennt séð sama hugyndafræði og Davíð, Geir, Baldur og Jónas beittu hérna fyrr á árum. Það myndi bara allt reddast ef ekkert yrði gert !
Vitum hvernig það fór. Þeir rústuðu landinu sjallarnir. Ekkert öðruvísi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.4.2010 kl. 01:00
Rétt hjá þér Vilhjálmur síðasta athugasemd algerlega ómálefnaleg, biðst hér með afsökunar.
Finnur Bárðarson, 17.4.2010 kl. 15:05
Það er meðtekið. Þakka þér fyrir.
Vilhjálmur Eyþórsson, 17.4.2010 kl. 15:15
Vandinn við ösku er að það er mjög erfitt, ef ekki ómögulegt að meta nákvæmlega hvar og hvenær hún er hættulega mikil á öllu því svæði sem búist er við að hún dreifist á. Það er ólíklegt að askan yfir Evrópu sé víða það þétt að hún leiði til þess að hreyflar flugvéla drepi á sér. Hins vegar er staðreyndin sú að ekki þarf mikið til að valda gríðarlegu tjóni á flugvélum. Ef einhver aska að ráði kemmst inn í hreyflana eru þeir ónýtir og það kostar ekkert smáræði að kaupa nýja. Það borgar sig einfaldlega ekki að hætta á slíkt.
Hörður Þórðarson, 17.4.2010 kl. 20:36
Þetta er trúlega alveg rétt hjá þér, eins og þeir segja: „It is better to be safe than sorry“. Mér finnst samt svæðið alveg gífurlega, nánast ótrúlega stórt, þegar höfð er í huga stærð gufuhvolfsins og loftmassanna sem um er að ræða.
Vilhjálmur Eyþórsson, 17.4.2010 kl. 20:44
Ég er sammála þetta flugbann er móðursýki. Ég er bara ekki að fatta hverning aska, sem kemur úr einu eldjfalli getur dreifst um alla evrópu og ógnað allri flugumferð. Ég skil ef það væri á litlu svæði en ekki allri evrópu.
En er ekki líka týpískt að það var hernaðaryfirvöld sem lentu í vanræðum enn ekki einstaklingar. T.d. lentu Lufthansa og önnur einkaflugfélög ekki í neinum vanda í gær þegar mörgum flugvélum var flogið á milli t.d. Hollands og Þýskalands. Það sást ekki á þeim.
Stefán (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 09:47
Ég verð nú að segja það Vilhjálmur hefur mikið til sýns máls. Tökum flensuna góðu td. Hér fór allt á annan endan og grímur og sprautur fyrir alla þjóðina átti að vera málið. Hér dó 2 aðilar. 18 fjölfötluð stúlka og rúmlega áttræður lungnasjúklingur! Finnur þú sem mælir nú af visku æskunar,fékstu ekki öruglega sprautu? Enn ég trúi þí ekki að flugvélar fari að hrapa niður í Þýskalandi eða Frakklandi vegna þessa goss. Ég held að menn séu að missa sig hérna svoldið.
óli (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 09:51
Ég get ekki betur séð en að Vilhjálmur sé að espa upp lýðinn með þessari færslu sinni
....talandi um að skjóta sig í fótinn.
Það er náttúrulega alltaf matsatriði hvenær það sé í lagi að hleypa umferð á. Þetta snýst síðan ekki bara um öryggi, heldur að þotuhreyflarnir geta stórskemmst bara með því að lenda í smá ösku.
Finnst sérstaklega dæmigert að þarna sé vitnað í Norðmann.......ef það hefði verið einhver, þá væri það Norðmaður.
Jóhannes (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 10:51
Er ekki vissara að banna Rússneska flugmenn líka ?
enok (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.