Þriðjudagur, 1. febrúar 2011
Maístjarnan, baráttusöngur barnaníðings
Finnst engum öðrum en mér skrítið, að Maístjarnan, kommúnískur byltingarsöngur, sem Halldór Kiljan leggur í munn dæmdum barnaníðingi, Ólafi Kárasyni skuli vera uppáhaldssöngur smábarna og kenndur og sunginn í í öllum leikskólum landsins? Nú síðast var verið að kyrja hann fyrir borgarstjórann okkar góðkunna, Jón Geranarr Kristinsson.
Sem fyrr sagði var Ólafur Kárason dæmdur barnaníðingur eins og fyrirmyndin, Magnús Hjaltason Magnússon, (skáldið á Þröm). Vel að merkja var Magnús dæmur á árum þegar vitneskja og meðvitund um þessa viðbjóðslegu glæpi var miklu minni en nú og þurfti mjög mikið til að menn lentu í fangelsi fyrir slíkt ódæðisverk. Það tókst þó Magnúsi og einnig staðgengli hans í Heimsljósi, Ólafi Kárasyni. Af hverju í ósköpunum er alltaf verið að hafa þetta fyrir börnum? Jú, Ólafur Kárason var, þótt hann væri dæmdur barnaníðingur, kommúnisti og liðsmaður Stalíns. Slíkt fellur í góðan, frjóan jarðveg í Fósturskólanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.