Miðvikudagur, 6. mars 2019
Hugleiðing um undirstöðu lífsins
Þegar jörðin var ung, fyrir um fjórum milljörðum ára, áður en lífs varð vart, virðist koldíoxíð hafa verið yfir 20% gufuhvolfsins. Það hefur streymt úr iðrum jarðar æ síðan og ef lífsins nyti ekki við væri það nú örugglega meginuppistaða gufuhvolfsins eins og á systurplánetu jarðar, Venusi. En á Venusi er ekki fljótandi vatn, svo líf getur ekki þrifist.
Hér hefur koldíoxíðið, ásamt vatni og með því að tengjast ýmsum frumefnum myndað þær gífurlega flóknu keðjur kolvetnissambanda sem eru lífið sjálft. Það er fráleitt og beinlínis fáránlegt að tala um þessa undirstöðulofttegund í gufuhvolfinu frá upphafi og byggingarefni sjálfs lífsins sem mengun, eins og gróðurhúsatrúarmenn gera í ofstæki sínu og fáfræði. Réttara væri að tala um óbundið súrefni og hið þrígilda afbrigði þess, ósón, sem mengun, því óbundið súrefni er ekki upprunalegt í gufuhvolfinu og ekki nauðsynlegt lífi, heldur úrgangsefni frá jurtalífinu sem dýrin, sumar bakteríur, allir sveppir (og maðurinn) nýta sér. Þessi saur jurtanna, þ.e. hinn helmingur koldíoxíðsameindarinnar, myndar nú 20,9% gufuhvolfsins en koldíoxíðið, sjálf undirstaða lífsins, var komið nokkurn veginn í jafnvægi, þ.e. niður undir ca. eitt kíló í hverju tonni gufuhvolfsins á fyrstu ármilljörðum lífsins, löngu fyrir daga risaeðlanna.
Þetta er að sjálfsögðu vegna þess, að allt kolefnið í öllu sem lifir eða hefur einhvern tíman lifað kemur upprunalega úr koldíoxíði. Það er nú um 0.038% eða ca 400 grömm í tonni andrúmslofts.
Það er rúmlega fimmtíu sinnum meira af því í höfunum, (sem eru basísk, með ph- gildið 8,32 að jafnaði og geta því ekki orðið súr).
Af þessum 400 grömmum í tonni andrúmslofts eru kannski 10 grömm manngerð, en vel hugsanlega miklu minna.Raunar mælist koldíoxíð mjög mismikið eftir landsvæðum og árstíðum og tímum sólarhrings, eykst á nóttinni, minnkar á daginn.
Koldíoxíð kemur að sjálfsögðu að hluta frá andardrætti manna, dýra, fugla, fiska (neðansjáar). skordýra (gífulegt magn, sem alltaf gleymist) og ekki síst kemur það frá sveppagróðri og aeróbískum (ildiskærum) bakteríum.
Allt sem deyr ofansjávar og neðan breytist að miklu leyti í koldíoxíð fyrir tilverknað þessarra örvera. Menn ættu að hafa í huga að örverur eru meira en helmingur lífmassa jarðar og þetta magn er gífurlegt (sbr. t.d. framræsla mýra).
Þá er ótalið allt það, sem hefur streymt frá því í árdaga af þessari ósýnilegu, lyktarlausu lofttegund upp úr jörðinni úr öllßum lág- og háhitasvæðum jarðar ofansjávar og neðan auk þess sem eldfjöllin leggja öðru hvoru til. Jafnvel í ýmsum jarðfræðilega köldum" löndum eru víða ölkeldur og loftop, sem koldíoxíð streymir upp um.
Auk þess ná eldvirkir neðansjávarhryggir um 50 þús. kílómetra í mörgum hlykkjum umhveris jörðina og á þeim eru hunduð þúsunda eða milljónir loftventla og eldgíga sem koldíoxíð streymir úr. Þetta er óskaplegt magn, sem nánast aldrei er talað um.
Mætti halda að margir sem titla sig vísindamenn viti ekki af þessu stöðuga uppstreymi ofansjávar og neðan, sem er gífurlegt alla daga, allan sólarhringinn.
Allar jurtir, ofansjávar og neðan eru að miklu leyti úr kolefni, oft 30-50% og bókstaflega allt þetta kolefni kemur úr koldíoxíði. Menn og dýr eru líka að miklu leyti úr kolefni, sem upphaflega hefur komið úr koldíoxíði gufuhvolfsins gegnum jurtalífið og fæðuna.
Jurtirnar þurfa gífurlegt magn koldíoxíðs á hverjum degi til að vaxa og dafna, mynda nýjar frumur og vefi og nýtt súrefni. Þessi hringrás tekur aðeins fáein ár.
Raunar byggir C 14 aldursgreining fornleifafræðinga einmitt á þeirri staðreynd, að þetta er hringrás sem sífellt endurnýjast, koldíoxíð eyðist og nýtt tekur við á innan við tíu ára fresti. Þannig hefur þetta verið í milljarða ára, síðan jörðin var ung.
Í samanburði við þessa risavöxnu hringrás sem nær til allra jurta og þörunga í öllum löndum og höfum verður brölt mannanna heldur lítilfjörlegt og beinlínis hjákátlegt.
Þegar umhverfisverndrsinninn hefur upp raust sína í heilagri vandætingu og bölvar þessu voðalega mengunarefni, veit hann örugglega ekki, að um 19% líkama hans er kolefni, sem allt er upprunnið úr koldíoxíi (gegnum jurtaífið og fæðuna): Þegar hann hrópar spýr hann reyndar sjáfur nýju koldíoxíði út í gufuhvolfið og þegar hann andar aftur að sér dregur hann súrefni ofan í lungun, en bókstaflega allt súrefnið er fyrrverandi koldíoxíð.
Hugsið um það!
Athugasemdir
Þessi grein þín ætti að vera skyldulesning í öllum skólum landsins. Nú grínast ég, en við busarnir verðum hgsi, um hvað þetta er frábært hjá þér.
En hvað á að gera þegar víxlararnir, þá hugsa ég, púkinn í okkur, vill búa til peningafléttu, og hefur nær alla fjölmiðla landana.
Mér verður hugsað til barnakrossferðana, sem einhverjir, spurning, óprúttnir, égar, komu af stað, þegar ég heyri til unglingana sem nú eru settir í fjölmiðla,
til að predika yfir stjórnmálamönnum um hlýnun, eða nú um veðrabreytingu.
Þessi bakstjórn hefur sett upp svona peningafléttur til að ná vinnu og framleiðslu fólk til sín.
Víxlararnir útbúa starfsumhverfi fyrir sig, mengunar greiðslur orkupakka, skrifa fjármálabókhald sem þeir síðan segjast lána fólkinu. Allt er þetta til að sópa verðmætum frá fólkinu til Víxlarana, spila á fólkið. Sköpum nýja tíma og nýja siði, lögum allt. 28.2.2019 | 14:41
Egilsstaðir, 06.03.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 6.3.2019 kl. 08:59
Já, nú er kominn krakkafundur vikulegur um þessi mál á Austurvöll með enn meiri kröfugerð, blessaðir sakleysingjar heilaþvegnir af ósérfróðum kennurum sínum. Og Rúvið búið að kosta langa predikanaþáttaröð með hliðstæðum áróðri, byrjar senn.
Til mikils tjóns fyrir landið hefur lítt verið hlustað á raunvísindamenn eins og Friðrik Daníelsson verkfr., Loft heitinn Þorsteinsson verkfr. eða þig, ágæti Vilhjálmur, um þessi miklu blekkingarmál. Heiður áttu skilinn og þakkir.
Jón Valur Jensson, 6.3.2019 kl. 12:26
Það er enginn sem heldur því fram að CO2 sé ekki nauðsynlegt fyrir lífið á jörðinni, ekki framur en vatn.
Án gróðurhúsalofttegunda ríkti fimbulkuldi á jörðinni og hún væri algerlega ólífvænleg, um þetta eru allir sammála.
Deilan stendur um það hvert sé æskilegt magn þessara efna í loftinu. Ef loftið innihéldi litla vatnsgufu, þá væri sólskin alla daga. Sumir væru kannski ánægðir, en ekki væri það gott fyrir gróðurinn. Hins vegar væri það heldur ekki gott ef það væri sífelld hellirigning.
Loftslagið hefur sífellt verið að breytast, allt frá upphafi vega, og orsakirnar ótal margar. Jafnvel benda rannsóknir á Grænlandsjökli til þess að hitastig hafi, á 800 þús. ára tímabili, sjaldan verið stöðugra heldur en síðustu 11 þús. árin, þegar mannskepnan fór að láta til sín taka.
CO2, sem loftslagsdeilan stendur helst um, er ein af mörgum lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum. Deilan stendur um það hversu þessi áhrif séu mikil og hvort hægt sé að stjórna þeim. Það er mín skoðun að þeir, sem óttast of mikinn styrk CO2 í andrúmsloftinu, eigi að njóta vafans í þessari deilu.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.3.2019 kl. 14:28
Ætli það sé ekki cyano-bakteríunni að þakka að það er líf á jörðinni, það var jú hún sem byrjaði að framleiða súrefni sem gjörbreytti öllu hér á jörðu.
Heyrir þú það JVJ, þú ættir að tilbiðja cyano-bakteríu, hún gaf þér líf.
DoctorE (IP-tala skráð) 6.3.2019 kl. 15:02
Jújú, cyano-bakteríur eru anaeróbískar(ildisfælnar), þ.e. nærast á koldíoxíði eins og jurtir, en þola ekki úrgangsefni sitt, súrefni. Þær eru af mörgum taldar einhvert elsta og upprunalegasta lifsformið. Jurtalífið kom seinna svo og sveppir, (sem nýta súrefni) og líka hinn mikli fjöldi aeróbískra (ildiskærra) baktería, sem nýta súrefni en skila af sér koldíoxíði.
Vilhjálmur Eyþórsson, 6.3.2019 kl. 15:08
Góð grein og þörf, sérstaklega með hliðsjón af linnulausum glópaáróðri ríkisstjórnarinnar, Veðurstofu Íslands og RÚV/365.
Eðlisfræðin sýnir að án losunar manna væri magn koltvísýrings í andrúmslofti í dag 392ppm. Það þýðir að raunveruleg losun manna á CO2 nemur einungis 18ppm, m.v. uppgefið 410ppm magn koltvísýrings í andrúmslofti.
Hlutfall losunar manna af heildarmagni koltvísýrings í andrúmslofti er því ógnarsmátt. Það sýnir best fáránleika pólitísku gervivísindanna um meinta manngerða hnatthlýnun að ríkisstyrktir talsmenn þessarar þvælu dirfast að ljúga því að almenningi að þetta ógnarlitla magn orsaki meinta fordæmalausa hnatthlýnun.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.3.2019 kl. 20:54
Þakka góða grein, eins og reyndar aðrar fleiri, um sama málefni frá síðuhafa.
Það er sorglegt að horfa upp á múgsefjun þá, sem tröllríður allri umræðu um þessi mál. Það á sér stað raunar engin málefnaleg umræða um þessi mál lengur.
Offors þeirra sem útbreiða endalok jarðar, ef ekkert er gert og það ekki seinna en í gær, hefur kaffært alla skynsamlega umræðu. Ef ekki er skattlagt á almenning til helvítis og helst aðeins lengra, mun fjörtíuþúsundfíflaráðstefnan í París, eina helgi hér um árið, líta frekar illa út. Hugsið ykkur.: Fjörtíu þúsund embættis og stjórnmálamenn koma saman eina helgi í París og hitastig jarðar er ákveðið í sameiginlegri niðurstöðu á mánudagsmorgni? Á mannmáli.:
Í þynnkunni eftir allar samráðsnefndirnar og einskisverðu fundina um allt og ekki neitt, þar sem markmiðið var aldrei að gera gagn fyrir framtíðina, heldur svala embættisþorsta og yfirlætislegum afsökunum fyrir einskisverðri tilveru sinni, réði ríkjum.
Niðurstaða fjörtíu þúsund fíflanna, svo stýra megi hitastigi Jarðar.:
Hækkum skatta, aukum álögur á venjulegt fólk, hyglum fíflum eins og gornum og smælum síðan bara framan í heiminn. Heilaþvoum börn, sendum þau á Austurvöll til mótmæla, þó þau skilji ekki einu sinni hverju þau eru að mótmæla.
Helsta meinsemd nútímasamfélags er viðbjóðsleg embættismannaklíka, sem tekið hefur yfir stjórnsýsluna og stýrir öllu til helvítis, eins og dæmin sanna. Embættismönnum er skítsama um CO2. Embættismenn sjá aðeins eigið rassgat og geta því sennilega talist til frumefna, áður óuppgötvaðra. Spurning hvort ekki þurfi að hliðra til í Lotukerfinu, fyrir þessari skelfilegu stærð, sem allt virðist geta kæft.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 6.3.2019 kl. 22:14
"Helsta meinsemd nútímasamfélags er viðbjóðsleg embættismannaklíka, sem tekið hefur yfir stjórnsýsluna og stýrir öllu til helvítis, eins og dæmin sanna. Embættismönnum er skítsama um CO2. "
Heimskan og AlGore hafa völdin. Þórdís Kolbrún hallelújar með forystu Sjálfstæðisflokksins og leggur á kolefnisskatta. Ég held að ég hafi ekkert við þennan flokk meira að tala að óbreyttum 3. orkupaka og kolefnisvitleysunni.
Rest in peace illustrious leaders of our former glorious independence partyestsablished in 1929 .
Halldór Jónsson, 7.3.2019 kl. 02:14
"Guð, gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli".
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 7.3.2019 kl. 11:06
Þakka Vilhjálmur þetta var hressileg áminning og eins og Jónas hér ofar sagði að þessi grein ætti að vera skildu lesning í skólum og ég bæti við deildina sem kölluð er Alþingi Íslands. Þar eru flestir grænir á öllum þessum sviðum.
Valdimar Samúelsson, 7.3.2019 kl. 12:09
Vaá, þetta innlegg frá Halldóri kl. 2.14! -- glæsileg áminning og viðvörun.
Jón Valur Jensson, 7.3.2019 kl. 13:29
Já alvöru athugasemd hjá Halldóri Jóns.
Valdimar Samúelsson, 7.3.2019 kl. 15:04
Ja, það er nokkuð ljóst að það verður að róa að því öllum árum að útrýma súrefninu og losna þannig við mengunina!
Þvílíkt bull og vitleysa.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2019 kl. 18:50
Frábær grein.
Benedikt Halldórsson, 7.3.2019 kl. 19:29
Enn og endalaust finnast þursar og þverhausar. Útúrsnúningamenn og konur á pari við Þorstein Sig. og fleiri, sem ávallt virðast aðeins heyra með öðru eyranu, skilja með helmingi heilans og bulla síðan "gáfulegar" niðurstöður út frá því. Sennilega í von um athygli, en hvað veit maður svosem? Ef þetta er heimsspeki, þá getur hún trauðla talist mikils verð. Rökræðuna vantar, í það minnsta. Á hún ekki annars að vera undirstaðan, altso fyrir einhverju sem heitir heimsspeki?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 7.3.2019 kl. 21:23
Röksemdafærsla þín er sú, að vegna þess að koldíoxíð sé lífinu nauðsynlegt, verði aldrei of mikið af því.
Þetta er svipað og að halda því fram, að vegna þess að C-vítamín er mönnum nauðsynlegt, sé réttast að lifa bara á því einu.
Rökvilla sem hver hugsandi maður áttar sig tafarlaust á.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2019 kl. 23:36
Þessu frá Þorsteini verður væntanlega svarað.
Jón Valur Jensson, 8.3.2019 kl. 00:21
Þorsteinn er kjáni.
Halldór Egill Guðnason, 8.3.2019 kl. 00:48
Þegar mótaðili í rökræðu fer að bera skoðanir á mann sem maður ekki hefur er ljóst að hann hefur tapað.
Ómar Ragnarson hefur borið höfuð yfir aðra hér á moggablogginu í þessu. Nú sýnist mér samt Þorsteinn Sigurlaugsson vera að toppa Ómar þegar hann segir að Vilhjálmur telji hollast að lofthjúpurinn sé eingöngu CO2.
""Þetta er svipað og að halda því fram, að vegna þess að C-vítamín er mönnum nauðsynlegt, sé réttast að lifa bara á því einu.""
Guðmundur Jónsson, 8.3.2019 kl. 08:43
Er ekki allt í blóma á Venusi? Þar er a.m.k. nóg af CO2.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.3.2019 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.