Það er engin loftslagsvá



Þetta er aðeins til áréttingar ýmsu öðru sem ég hef skirfað um þessi mál.


Það er skrýtið, aåð það þurfi mann eins og mig, mann utan úr bæ til að benda á hlut sem hefur verið fullsannaður og óumdeildur í meira en hundrað ár, nefnilega, að jörðin hefur verið að kólna og þorna í um átta þúsund ár. Raunar vær lægsta punktinum í þessari kólnun náð um aldamótin 1900, þegar jöklar voru þeir mestu frá „ísöld“ (jökulskeiði) en síðan hefur dálítil uppsveifla verið, um 0,8 gráður frá 1880.
Þetta ættu allir, sem titla sig „vísindamenn“ og gefa yfirlýsingar um loftslagsmál að vita. Viti þeir þetta ekki eru þeir einfaldlega ekki marktækir.

Það var nefnilega fyrir langalöngu, um aldamótin 1900, sem Norðmaðurinn Aksel Blyth og Svíinn Rutger Sernander gerðu grein fyrir rannsóknum sínum á gróðri í mýrum Skandínavíu með tilliti til loftslags fyrri alda og árþúsunda. Nýrri rannsóknir, m.a. á borkjörnum í Grænlandsjökli og Suðurskautlandinu hafa síðan fyllt út í myndina en í raun litlu bætt við niðurstöður Blyth-Sernanders.
Menn, allra helst vísindamenn, ættu að vita, að fyrir rúmlega tíu þúsund árum varð gífurleg „hamfarhlýnun“  (án afskipta mannanna) þegar hitastig hækkaði skyndilega um tíu stig eða meira á örstuttum tíma þannig að jökulskildirnir miklu bráðnuðu og yfirborð sjávar hækkaði um marga tugi metra. Þetta flokkast undir mannkynssögu, ekki jarðsögu, en allt of margir skilja ekki hvað „ísöldin“ er í raun nálægt okkur í tíma. Sé sagan rakin aftur til þess tíma sem pýramídarnir voru reistir og Súmerar skráðu Gilgamesh- kviðuna, fyrstu söguna af syndaflóði, eru menn þegar komnir hálfa leið aftur á „ísöld“ . Má t.d. benda á ágæta bók Helga Björnssonar jöklafræðings, en þar kemur m.a. fram, að Vatnajökull fór fyrst að myndast um sama leyti og Forn- Egyptar reistu pýramída sína, þ.e. fyrir um 4.500 árum.
Slík „hamfarahlýnun“ hefur orðið í upphafi hvers þeirra um 20 hlýskeiða sem orðið hafa á ísöldinni miklu sem við lifum á, eða kvarterímanum, sem hófst fyrir 2,5-3 milljónum ára. Enn fyrr, á tertíertíma var loftlag hér svipað og nú í Norður- Kaliforníu eins og steingervingar risatrjáa bera vott um. En það er jarðsaga, ármilljónir, ekki árþúsundir.

Hvert hlýskeið stendur í 10-12 þúsund ár en jökulskeiðin standa í um og yfir hundrað þúsund ár. Því má búast við nýju jökulskeiði („ísöld“) á þessu eða næsta árþúsundi og vitlegra að búa sig undir kólnun en hlýnun, sem væri raunar hið besta mál.

Það sem hér var rakið eru sjálfsagðir hlutir og alveg óumdeildir. Sjálfur lærði ég um þetta í barna- og gagnfræðaskóla fyrir hálfri öld, en nú virðast allir vera búnir að gleyma þessu.
Fyrrnefnd „hamfarahlýnun“ náði hámarki fyrir um átta þúsund árum, þegar hin elstu hinna dularfullu eisteinungsmannvirkja Vestur- Evrópu svo sem Carnac á Bretagne- skaga fóru að rísa, en það tímaskeið nefndu Blyth- Serander „atlantíska skeið bórealska tímans“, sem líka er kallað „hólósen- hámarkið“,  en síðan hefur loftslag verið að kólna og þorna. Þessi kólnun og þornum verður í sveiflum og rykkjum, en þrátt fyrir allar sveiflur og sveiflur innan í öðrum sveiflum kólnar og þornar jörðin hægt og sígandi og stefnir óhjákvæmilega í nýtt jökulskeið („ísöld“),

Meðan sólin skín mun ferskt vatn gufa upp úr höfunum og því meira sem loftslag er hlýrra. Einnig eykst rakadrægni loftsins gífurlega við tiltölulega litla hækkun hitastigs. Gróflega þýðir þetta að hlýnun gufuhvolfsins um eitt stig veldur hækkun vatnsgufu í því um sjö rakastig.  Ef loftslag skyldi hlýna mundi að því þýða stóraukna úrkomu, svipað og var fyrir 7-8 þúsund árum þegar Ísland var jöklalaust og Sahara gróin eins og aðrar eyðimerkur. Hlýnun þýðir því stóraukið vatn, ekki síst á þurrlendum svæðum, öfugt við það sem fáfróðir ímynda sér.

Nýlegar rannsóknir á Norður- Grænlandi og Svalbarða sýna, að á atlantíska skeiðinu uxu þar jurtir sem þurfa um sjö stiga hærri meðalhita en nú er þar. Þetta þýðir, að íshafið hefur verið að mestu eða öllu íslaust a.m.k. á sumrin. Meðal sjávarstaða, að frátöldu landrisi og landsigi, var  þó aðeins einhverjum fáum tugum sentimetra hærri en nú. Miklu meira vatn var bundið í gufuhvolfinu, sem stuðlar að lækkun sjávarmáls og ekki síður hitt, að þrátt fyrir hærri meðalhita var enn frost mestallt eða allt árið á hábungu meginjökla, en það er ákoma, þ.e. snjókoma umfram sumarbráðnun sem mestu ræður um vöxt og viðgang jökla. Miklu meiri snjór olli því hækkun jöklanna, þótt kvarnaðist úr nær sjávarmáli. Ísbirnir lifðu líka góðu lífi og lifa enn þó sum hinna ýmsu hlýskeiða kvartertímans hafi verið miklu hlýrra en það núverandi. Grænland og Suðurskautið hafa líka verið á sínum stað í gegnum öll hlýskeiðin þótt sjávarborð hafi hækkað eitthvað.
Það er ekkert að óttast.






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var magnaður lestur.

konráð G Eggertsson (IP-tala skráð) 27.9.2019 kl. 22:30

2 identicon

Góður pistill. Þessi loftslags kúltismi snýst ekkert um loftslag, heldur peninga og völd. Merkilegt(ómerkilegt) hvað blaðamenn eru meðvirkir í þessu öllu saman. En þeir þurfa víst salt í grautinn eins og aðrir og þora ekki að benda á klæðaleysi kúltistana. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá.

Alexander Smári Gjöveraa (IP-tala skráð) 28.9.2019 kl. 09:22

3 Smámynd: Haukur Árnason

"Sannleikurinn er þó miklu fremur í samræmi við það sem serbneski astrophysicistinn Milutin Milankovitch, sem Milankovitch loftslagsfræðingurinn er nefndur, lagði til um hvernig árstíðabundin og breiddarafbrigði sólargeislunar sem bitnar á jörðinni á mismunandi vegu og á mismunandi tímum hafa mest áhrif á breytt loftslagsmynstur jarðar.

Ef við yrðum að draga saman allt þetta í einni einfaldri setningu væri það þessi: Stærsti þátturinn sem hefur áhrif á veður og loftslagsmynstur á jörðinni er sólin. Það fer eftir stöðu jarðarinnar til sólarinnar á hverjum tíma, loftslagsaðstæður ætla að vera mjög breytilegar og jafnvel skapa róttækar frávik sem andmæla öllu því sem menn töldu sig vita um hvernig jörðin virkaði."

Takk fyrir góða pistil.

Haukur Árnason, 28.9.2019 kl. 13:26

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir. 

Benedikt Halldórsson, 28.9.2019 kl. 14:11

5 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Það hefur aldrei verið nálægt því eins mikið magn af CO2 í andrúmslofti og er í dag. Maðurinn hefur leyst gífurlegt magn úr læðingi með brennslu kola og olíu síðast liðin 100 ár. Höfin eru að súrna og hitastig að hækka, jöklar að bráðna, freðmýrar að þiðna. Á bara að segja eins og Lúðvík 14:" þetta lafir meðan ég lifi"?

Tryggvi L. Skjaldarson, 28.9.2019 kl. 21:57

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

 Tryggvi minn! Ég nenni ekki að hrekja þessa endaleysu sem þú telur upp. Ég get þó bent þér á Morgunblaðsgreinina „Hugleiðing um undirstöðu lífsins“, sem er að finna aðeins neðar á síðunni.

Vilhjálmur Eyþórsson, 29.9.2019 kl. 00:02

7 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Vilhjálmur,

Takk fyrir þessar upplýsingar, en eins með bæði Heklu- og Kötlugosin okkar, þá kólnaði allt hérna eftir á þrátt fyrir mikið magn af CO2 í loftinu. Nú og í öllum áróðrinum fyrir hamfarhlýnun af mannavöldum þá má víst ekki lengur tala um það allt saman, hvað þá varðandi með að hinir himinhnettirnir í kringum okkur séu að hitna að samaskapi rétt eins og á þessum himinhnetti, því að við eigum að kaupa og trúa á þessa kenningu með að hamfarahlýnunin sé af mannavöldum. Hvað um það þá hef ég hugsað mér að fá mér svona tæki í gróðurhúsið hjá mér til framleiða mikið af CO2 fyrir plönturnar sem ég er að rækta hérna heima. KV. Þorsteinn  

   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 29.9.2019 kl. 01:49

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Konráð og Alexander já og Benedikt taka undir og fagna þessum pistli Vilhjálms og það geri ég einnig. Gott að geta látið þau lesa þennan fróðleik sem eru með einhverjar efasemdir; við ættum að spyrja okkur hvers vegna þeir sem aðhyllast landamæralaus lönd og vinna að því öllum árum að afnema þau og hnötturinn verði eitt allsherjar "samfélag" sem þeir (Globalistar)ætla sér að ráða yfir (yfirráðastètt-- Elítan-- /3tur regular og lög

Nú er Ipadinn farinn ráða hvað ég segi--  stillingar atriði, svo ég þakka innilega fyrir pistilinn góða.með kveðju....

Helga Kristjánsdóttir, 29.9.2019 kl. 02:14

9 identicon

Mikið er gott að geta treyst því að allt sem stendur í kennslubókum frá því fyrir hálfri öld sé enn óvéfengjanlegur sannleikur. Staðreyndir sýna annað reyndar en skólabókin frá því fyrir löngu hlýtur að gera slíkt hjal ómarktækt. Nú og ekki lýgur Trump, Þetta er bara plott samið af Kínverjum.

Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 10.10.2019 kl. 18:30

10 identicon

Hlægilegur pistill sem segir það eitt að þú veist ekkert um þessi mál... 0; sjóari sem telur sig vita betur en vísindamenn sem hafa rannsakað þetta yfir áratugi... meira að segja sáu menn þetta fyrir einhverntímann á 18 öld... en ekki Villi sjóari :D

DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2019 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband