Þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Spurningar til "borgarafundar
Ég senti svonefndum borgarafundi í Kastljósi eftirfarandi spurningalista. Ég reiknaði ekki með að neinni þeirra verði svarað, enda varð sú raunin, því borgarafundurinn var nánast eingöngu skipuaður fólki sem tekur tölvulíkön fram yfir blákaldar staðreyndir eiss og þær sem hér eru raktar:
Þetta ættu allir, sem titla sig vísindamenn og gefa yfirlýsingar um loftslagsmál að vita. Viti þeir þetta ekki eru þeir einfaldlega ekki marktækir.
Það kemur að sjálfsögðu að hluta frá andardrætti manna, dýra, fugla, fiska (neðansjáar). skordýra (gífulegt magn, sem alltaf gleymist) og ekki síst kemur það frá sveppagróðri og aeróbískum (ildiskærum) bakteríum.
Allt sem deyr ofansjávar og neðan breytist að miklu leyti í koldíoxíð fyrir tilverknað þessarra örvera. Menn ættu að hafa í huga að örverur eru meira en helmingur lífmassa jarðar og þetta magn er gífurlegt (sbr. t.d. framræsla mýra).
Þá er ótalið allt það, sem hefur streymt frá því í árdaga af þessari ósýnilegu, lyktarlausu lofttegund upp úr jörðinni úr öllßum lág- og háhitasvæðum jarðar ofansjávar og neðan auk þess sem eldfjöllin leggja öðru hvoru til. Jafnvel í ýmsum jarðfræðilega köldum" löndum eru víða ölkeldur og loftop, sem koldíoxíð streymir upp um.
Auk þess ná eldvirkir neðansjávarhryggir um 50 þús. kílómetra í mörgum hlykkjum umhveris jörðina og á þeim eru hunduð þúsunda eða milljónir loftventla og eldgíga sem koldíoxíð streymir úr. Þetta er óskaplegt magn, sem nánast aldrei er talað um. Af hverju í ósköpunum er aldrei talað um þetta?
Spurning 4: Hvað í ósköpunum gerir það til ef Sahara verður aftur að grasi gróinn slélttu, freðmýrar bráðni aftur þannig að skógur nái aftur allt til íshafs eins og hann sannannlega gerði fyrir 7-8 þúsund árum? Mikið hafði kólnað á dögum Rómverja, en þó var Norður- Afríka svo gróin að hún var kornforðabúr veldisins og þaðan komu fílar Hannibals og villidýrin í hringleikahúsin. Þetta er alveg óumdeilt. Rómverjar stunduðu líka vínrækt við Hadríanusarmúrinn á landamærum Skotlands eins og fornleifar sanna. Hvað gerir til þó það gerist aftur?
Spurning 5. Meðan sólin skín mun ferskt vatn gufa upp úr höfunum og því meira sem loftslag er hlýrra. Einnig eykst rakadrægni loftsins gífurlega við tiltölulega litla hækkun hitastigs. Gróflega þýðir þetta að hlýnun gufuhvolfsins um eitt stig veldur hækkun vatnsgufu í því um sjö rakastig. Ef loftslag skyldi hlýna mundi að því þýða stóraukna úrkomu, svipað og var fyrir 7-8 þúsund árum þegar Ísland var jöklalaust og Sahara gróin eins og flestar aðrar eyðimerkur. Nýlegar rannsóknir á Norður- Grænlandi og Svalbarða sýna, að á atlantíska skeiðinu fyrir um átta þúsund árum uxu þar jurtir sem þurfa um sjö stiga hærri meðalhita en nú er þar. Þetta þýðir, að íshafið hefur verið að mestu eða öllu íslaust a.m.k. á sumrin. Meðal sjávarstaða, að frátöldu landrisi og landsigi, var þó aðeins einhverjum fáum tugum sentimetra hærri en nú. Miklu meira vatn var bundið í gufuhvolfinu, sem stuðlar að lækkun sjávarmáls og ekki síður hitt, að þrátt fyrir hærri meðalhita var enn frost mestallt eða allt árið á hábungu meginjökla, en það er ákoma, þ.e. snjókoma umfram sumarbráðnun sem mestu ræður um vöxt og viðgang jökla. Miklu meiri snjór olli því hækkun jöklanna, þótt kvarnaðist úr nær sjávarmáli.
Spurning 6. Af hverju í ósköpunum trúa menn á tölvulíkön en ekki blákaldar staðreyndir eins og þær sem ég hef rakið hér að ofan?
Athugasemdir
Afþví þú vitnar í Helga, þá er hér viðtalsbútur þar sem hann svarar nokkrum af þínum ranghugmyndum.
https://www.youtube.com/watch?v=Vf7Sfk5_CS4
Brandur Karlsson (IP-tala skráð) 19.11.2019 kl. 19:50
Stórmerkilegt og frábært er að lesa þínar vel útfærðu röksemdir, Vilhjálmur. Heilar þakkir, hugsuður.
Jón Valur Jensson, 19.11.2019 kl. 20:08
Takk.
Kastljós boðaði semsagt til eldmessu um loftslagsmál með börnum og alles. Spyrill í dragt gat ekki leynt fyrirlitningu sinni á Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi og kom því fram við hann eins og hann væri fáviti. Greip stöðugt fram í fyrir honum með tauti og röfli. Líkamstjáningin og fas spyrilsins gjörbreyttist til hins betra þegar öfgamaður, sem telur það glæp gegn mannkyni að hafa aðrar skoðanir, tjáði sig. Það var ljóst að þátturinn var ekki fundur um loftslagsmál heldur áróður eftir handriti. Ég gat ekki horft lengur á "fundinn" og veit því ekki hvort Magnús var ákærður fyrir glæpsamlegar skoðanir, guðlast eða ljótar hugsanir.
Benedikt Halldórsson, 19.11.2019 kl. 21:22
Hörmulegur þáttur. Hörmulegur!. Gasprið í Jóhönnu Vigdísi, þegar henni líkaði ekki við þann sem spurður var, var skammarlegt. Krakkinn sem las upp spurningar, sem greinilega voru samdar af öðrum en blessuðu barninu sjálfu, gat engusvarað þegar spurt var. Hörmuleg leiksetning og fyrirfram æft. Þátturinn til ævarandi skammar fyrir ddrúv.
Þakka góðan pistil þinn Vilhjálmur.
Halldór Egill Guðnason, 19.11.2019 kl. 21:38
Sem hugsandi manneskju þykir mér meira til þessa pistils koma en allra fjölmiðla landsins, en þar virðast einungis vera gagnrýnislaus viðrini starfandi.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.11.2019 kl. 22:10
Ég kom of seint inn til "þjóðfundar",einum kapitula í handriti heimsyfirráðamanna jafnan kallaðir Globalistar.-Skyldu stjórnendur fá uppbót á laun fyrir fyrirlitlega framkomu sína við andmælendur; (dýr mundi Hafliði allur).
Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2019 kl. 22:46
Það alversta við þáttinn var að þar var búið svo hnútana að ójafnt skyldi skipað í lið; þau einu tvö sem þorðu að efast skyldu höfð að háði og spotti allra hinna og með liðsinni þáttastjórnendanna. Mikið lægra hefur ddrúv aldrei lagst í bullandi hlutdrægni.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.11.2019 kl. 22:49
Takk fyrir góðan pistil. Spurning 3. Hef séð frá 2,5% til til 3,5% sem okkar hlut. Hitt er náttúran sjálf.
Ef við reiknum útfrá 3,2% og búumst við hlýnun upp um 2,5 gráður pr. 100 ár, þá er okkar hlutur o,o8 gráður.
En þessar 0,08 gráður eru kallaðar "hamfarahlýnun" ?
Haukur Árnason, 20.11.2019 kl. 02:06
Hvað er ´´hamfarahlýnun´´...?
Hvað er ´´borgarlína´´...?
Hvað er ´´Dagur Bé´´...?
Svar...: BULL!
Góðar atundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 20.11.2019 kl. 02:47
Sæll Vilhjálmur.
Eftir hverju var farið
við val á þátttakendum á þennan borgarafund?
Hverjir stóðu að því vali?
Nokkuð virtist skorta á hlutleysi spyrla;
veldur það ekki stjórnendum og handritshöfundum áhyggjum?
Svör við því sem að framan greinir ættu að liggja fyrir
og gagnlegt fyrir umræðuna í heild sinni að vilji sé
fyrir hendi að upplýsa þessi grundvallaratriði
ef taka á "borgarafund" af þessu tagi alvarlega.
Húsari. (IP-tala skráð) 21.11.2019 kl. 12:22
Ég tek sannarlega undir það hjá Húsaranum!
Eins það sem fleiri segja hér.
Jón Valur Jensson, 21.11.2019 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.