Fimmtudagur, 9. október 2008
Rógberar og mensévíkar
Breskir ráðherrar skilja ekki íslensku, en þær fá upplýsingar sínar frá mönnum sem gera það, fyrst og fremst Íslendingum. Aðgerðir þeirra sýna að þeim voru gefnar rangar og misvísandi upplýsingar, ekki síst um ummæli Davíðs Oddsonar. Hver gaf þeim þessar upplýsingar og ber þannig ábyrgð á aðgerðum breskra stjórnvalda? Þann eða þá rógbera ætti að finna sem fyrst, en augljósast hlýtur að vera að leita meðal hatursmanna Davíðs innan Samfylkingar- Baugsklíkunnar.
En ekki nóg með það. Atburðir síðustu daga sýna líka, hve misráðið það var að fela gömlu Þjóðviljafólki, úr mensévíka- armi Alþýðubandalagsins (sem nú kallar sig "Samfylkingu") völdin, ekki síst völdin yfir utanríkismálunum og þar með fjöreggi þjóðarinnar. Athafnir þessa fólks hafa nú borið þann ávöxt, sem búast mátti við. Það hefur um langt skeið varið dýrmætum tíma Alþingis í látlaust blaður í síbylju um Guantánamo og "ólöglega fangaflutninga", en hitt var enn verra, þegar þessi eina stúlka var tekin frá Írak. Sú athöfn vakti heimsathygli, ekki síst eftir umfjöllun á "The Daily Show".Þar með vorum við ekki lengur taldir í hópi staðfastra vina Bandaríkjanna. Utanríkisráðherra beit svo höfuðið af skömminni með því að sármóðga utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar hún var hér á ferð. Eftir það þýddi lítið að leita með betlistaf til Federal Reserve. Þetta fólk hefur nú uppskorið eins og til var sáð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2010 kl. 15:40 | Facebook
Athugasemdir
Hér á landi er starfandi frábært fyrirtæki, sem þýðir jafnóðum helstu fréttir frá Íslandi yfir á ensku. Breskir ráðamenn fá því mjög góðar upplýsingar nánast jafnóðum á mjög góðri ensku.
ÞJÓÐARSÁLIN, 9.10.2008 kl. 19:59
Ég held ekki að það ágæta fyrirtæki starfi á nóttinni. Ummæli Davíðs féllu að kvöldi dags og Bretar gripu til sinna ráða strax kl. níu morguninn eftir. Hér býr annað og meira að bakiþ
Vilhjálmur Eyþórsson, 9.10.2008 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.