Miðvikudagur, 31. desember 2008
Þjóðviljafrétt í Morgunblaðinu
Þessi frétt, eða öllu heldur hvernig hún er fram sett sýnir í hnotskurn, hvernig komið er fyrir Morgunblaðinu og hvers vegna gamlir, tryggir stuðningsmenn þess eru nú sem óðast að yfirgefa blaðið. Það er yfirgengilegt, beinlínis ofboðslegt að sjá hvernig blaðakonan tekur kinnroðalaust málstað þess óða skríls, sem ræðst með ofbeldi að húsi, þar sem forystumenn stjórnmálaflokkanna eru að ræða málin í mestu friðsemd frammi fyrir alþjóð.
Þessi kona ætti að fá sér annað starf. Framsetning fréttarinnar er beinlínis ógeðfelld.
Viðbót 3.3. Konan sem hér um ræðir, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur nú verið kosin "blaðamaður ársins!"
Hugsið um það! Ég mun tala ítarlegar um stétt fjölmiðlamanna í nýrri grein sem kemur í næsta hefti Þjóðmála og heitir: "Þjóðin, það er ég"
Gas Gas Gas á gamlársdag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst nú skrílslet orðalag á þessari bloggfærslu fremur en siðmennt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 20:24
Sammála höfundi, ótrúlaga vinkluð frétt. Skríllin lýsir sér best sjálfur þrátt fyrir viðleitni blaðakonu að reyna að fegra framferði þeirra. Sigurður Þór og Rósa, tilheyrið þið þessum hópi sem lætur svona.
Þyrnir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 04:49
Það er auðvitað stórhættulegt að segja frá öðru sjónarmiði en valdstjórnarinnar!
Tilbiðjum valdið, tilbiðjum valdhafa, enda gengur Ísland ekki út á annað núorðið.
Vald vald vald vald vald!
Meinhornið, 1.1.2009 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.