Spádómsgáfa Æra- Tobba

Þessi vísa Æra- Tobba, sem ort var fyrir 350 árum ætti einkar vel við í dag (með smávægilegri breytingu):

 

Vambara þambara þeysingssprettir
því eru hér svona margir kettir?
agara gagara vinstrigrænum,
illt er að hafa þá marga á bænum

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Vilhjálmur!

    - já ÆriTobbi var ekki alvitlaus - þetta var meiriháttar .

Hörður B Hjartarson, 30.3.2010 kl. 20:28

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og þegar Æra- Tobba ber á góma þá rifjast upp vísan sem hann orti þegar maðurinn spurði hann til vegar yfir vatnsfallið:

Veit ég glöggt hvar vaðið er;

vil þó ekki segja þér.

Fram af eyraroddanum

undan svarta bakkanum.

Maðurinn fór eftir leiðsögninni og drukknaði auðvitað

Svona rétt eins og þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók að sér leiðsögn fyrir samfélagið og hafði sinn Æra- Tobba sér til fulltingis. Sá hét Hannes Hólmsteinn og hafði setið við fótskör biskupa frálshyggjunnar og drukkið í sig þeirra svörtu messur flestar.

Eftir þá leiðsögn drukknuðu margar íslenskar fjölskyldur í yfirfærðum skilningi.

Fjandi er ég hræddur um að hann Æri- Tobbi hefði kosið Sjálfstæðisflokkinn ef hann hefði átt þess kost.

Innrætið var svo voðalega brenglað

Árni Gunnarsson, 31.3.2010 kl. 08:51

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Vilhjálmur! Klassískur Æri-Tobbi hentaði prýðisvel í endurvinnslu!

Reyndar eru "villikettirnir" í Vinstri grænum skásta fólkið í ríkisstjórnargenginu; þau hafa að vísu ekki hreinar línur og hreinskipta afstöðu Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave, sem hafna allri gjaldskyldu íslenzku þjóðarinnar vegna ólögvarinna krafna brezkra og hollenzkra sjóránsríkisstjórna, rétt eins og nær 60% aðspurðra í skoðanakönnun birtri 8. marz sem segja fullum fetum, að okkur beri ekki að borga neitt vegna Icesave.

Sjá einnig um þetta kattamál: Jóhanna óvirðir samstarfsflokkinn – einkum skásta fólkið þar!

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 31.3.2010 kl. 12:46

4 Smámynd: Billi bilaði

Sem rithöfundur finnst mér lítilmannlegt af þér að eyðileggja höfundarverk annars manns.

Æri-Tobbi var ekki bögubósi. Það ert þú hins vegar með þessari ljóðstafaeyðileggingu.

Billi bilaði, 6.4.2010 kl. 16:02

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er nokkuð til í þessu hjá þér. Réttara væri að hafa þetta svona:

Vambara þambara vinstri grænum,

Vont er að hafa þá marga á bænum. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.4.2010 kl. 16:19

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eða: Þambara vambara vinstri grænum ...

Að sjálfsögðu, ég las varla alkunna vísuna nema viðbótina og tók því ekki eftir stuðlaleysinu.

Jón Valur Jensson, 6.4.2010 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband