Þriðjudagur, 30. mars 2010
Spádómsgáfa Æra- Tobba
Þessi vísa Æra- Tobba, sem ort var fyrir 350 árum ætti einkar vel við í dag (með smávægilegri breytingu):
Vambara þambara þeysingssprettir
því eru hér svona margir kettir?
agara gagara vinstrigrænum,
illt er að hafa þá marga á bænum
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Hefur fengist við fjölmargt á ævinni, kennslu, sjómennsku o.m.fl. Hefur m.a. dvalið langdvölum á Spáni og í Svíþjóð. Skrifaði bókaflokkinn Íslenskur annáll á árunum 1980-1995, auk þess að hafa stöku sinnum skrifað greinar og greinaflokka í Morgunblaðið allt frá 1980 og hin síðari ár einnig í tímaritið Þjóðmál.
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Gotar, fyrstu Norðurlandabúarnir í Úkrainu
- Nær allt koldíoxíð hefur verið náttúrulegt í ármilljarða
- Nær allt koldíoxíð er náttúrlegt og hefur verið í ármilljarða
- Að berjast gegn blessun sem ekki kemur
- Það er engin loftslagsvá
- Ei veldur sá, er varar
- Hver myrti Palme?
- Enn ein fjöldamóðursýkin?
- Spurningar til "borgarafundar
- Alræðisríkið Ísland
- Það er engin loftslagsvá
- Það heitir endurhlýnun, ekki hlýnun
- Það var Eiríkur, ekki Leifur sem fann Ameríku
- Hugleiðing um undirstöðu lífsins
- Nei- þýðir- já lögmálið gildir enn.
Bloggvinir
-
Ágúst H Bjarnason
-
Haraldur Sigurðsson
-
Halldór Jónsson
-
Ívar Pálsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Bergsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Loftslag.is
-
Trausti Jónsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Ríkharðsson
-
Arnar Pálsson
-
Jón Kristjánsson
-
Árni Þormóðsson
-
Karl Jóhann Guðnason
-
Kjartan Magnússon
-
Benedikta E
-
Sigurjón Sveinsson
-
Þorri Almennings Forni Loftski
-
Samtök Fullveldissinna
-
Viðar Freyr Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Finnur Hrafn Jónsson
-
Jón Magnússon
-
Jón Valur Jensson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Óskar Steingrímsson
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 129029
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vilhjálmur!
Hörður B Hjartarson, 30.3.2010 kl. 20:28
Og þegar Æra- Tobba ber á góma þá rifjast upp vísan sem hann orti þegar maðurinn spurði hann til vegar yfir vatnsfallið:
Veit ég glöggt hvar vaðið er;
vil þó ekki segja þér.
Fram af eyraroddanum
undan svarta bakkanum.
Maðurinn fór eftir leiðsögninni og drukknaði auðvitað
Svona rétt eins og þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók að sér leiðsögn fyrir samfélagið og hafði sinn Æra- Tobba sér til fulltingis. Sá hét Hannes Hólmsteinn og hafði setið við fótskör biskupa frálshyggjunnar og drukkið í sig þeirra svörtu messur flestar.
Eftir þá leiðsögn drukknuðu margar íslenskar fjölskyldur í yfirfærðum skilningi.
Fjandi er ég hræddur um að hann Æri- Tobbi hefði kosið Sjálfstæðisflokkinn ef hann hefði átt þess kost.
Innrætið var svo voðalega brenglað
Árni Gunnarsson, 31.3.2010 kl. 08:51
Góður Vilhjálmur! Klassískur Æri-Tobbi hentaði prýðisvel í endurvinnslu!
Reyndar eru "villikettirnir" í Vinstri grænum skásta fólkið í ríkisstjórnargenginu; þau hafa að vísu ekki hreinar línur og hreinskipta afstöðu Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave, sem hafna allri gjaldskyldu íslenzku þjóðarinnar vegna ólögvarinna krafna brezkra og hollenzkra sjóránsríkisstjórna, rétt eins og nær 60% aðspurðra í skoðanakönnun birtri 8. marz sem segja fullum fetum, að okkur beri ekki að borga neitt vegna Icesave.
Sjá einnig um þetta kattamál: Jóhanna óvirðir samstarfsflokkinn – einkum skásta fólkið þar!
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 31.3.2010 kl. 12:46
Sem rithöfundur finnst mér lítilmannlegt af þér að eyðileggja höfundarverk annars manns.
Æri-Tobbi var ekki bögubósi. Það ert þú hins vegar með þessari ljóðstafaeyðileggingu.
Billi bilaði, 6.4.2010 kl. 16:02
Það er nokkuð til í þessu hjá þér. Réttara væri að hafa þetta svona:
Vambara þambara vinstri grænum,
Vont er að hafa þá marga á bænum.
Vilhjálmur Eyþórsson, 6.4.2010 kl. 16:19
Eða: Þambara vambara vinstri grænum ...
Að sjálfsögðu, ég las varla alkunna vísuna nema viðbótina og tók því ekki eftir stuðlaleysinu.
Jón Valur Jensson, 6.4.2010 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.