Verður RÚV ábyrgt fyrir hryðjuverkum?

 



Ekkert er nýtt undir sólinni og einn einu sinni virðist sagan vera að endurtaka sig. Vestrænir fjölmiðlamenn ganga enn einu sinni erinda óvina sinna og Vesturlanda eins og svo oft áður, en ég veiti þessu fyrst athygli á árum Víetnamstríðsins. Ég nenni ekki að rekja hér sögu Víetnamstríðsins en um það eru tvær greinar neðar á þessari síðu, Þjóðmálagreinin „Víetnam, vendipunktur kalda stríðsins“ og gömul Moggagrein frá 1980, „Vinir vorir Víetnamar“, sem var raunar fyrsta greinin sem ég skrifaði þar. Í Víetnam beittu blaðamenn öllu afli sínu gegn eigin mönnum, en hlupu gjörsamlega yfir það sem var kjarni málsins. Þarna var um að ræða miskunnarlausa árás norður- víetnamskra kommúnista á þrjár sjálfstæðar þjóðir í Suður- Víetnam, Laos og Kambodíu. Þar voru engir franskir eða bandarískir herir þegar árásin hófst og því gjörsamlega út í hött að „frelsa“ hvað þá „þjóðfrelsa“ þessi lönd sem þegar voru frjáls og einungis vildu fá að lifa í friði. Þetta var hreinræktað árásar- og landvinningastríð norður- víetnamskra kommúnista.
Tilraun Bandaríkjanna til að koma til varnar varð reyndar hernaðarlegt klúður og pólitískt glapræði eins og að málum var staðið, en með látlausum skefjalausum árásum fjölmiðla á Bandaríkjamenn tókst að koma því inn hjá fólki að morðsveitir Víet Cong væru einhvers konar „frelsarar“ og norður- víetnamski árásarherinn hefði ráðist inn í nágrannalönd sín til að færa þeim „lýðræði“, „frelsi“ og „mannréttindi“. Þegar ofsóknirnar, kúgunin og blóði drifin þjóðarmorðin sem ég og fleiri höfðu spáð frá upphafi hófust, vildu vinstri menn og fjölmiðlar ekkert af því vita. Þögnin lagðist yfir Indó- Kína og bátafólkið og önnur fórnarlömb kúgaranna og morðingjanna liggja óbætt hjá garði. Til að bíta höfuðið af skömminni hafa vinstri menn, stuðningsmenn árásarherjanna, síðan falsað sögu þessa tímabils eins þeir gerðu meðan á stríðinu stóð og nota þar aðstöðu sína í fjölmiðlun, kvikmynda- og skemmtanaiðnaði og sagnaritun.

Nýjasta uppátæki RÚV vekur upp minningar frá þessum tíma.

Gagnrýni er ekki aðeins nauðsynleg, heldur beinlínis einn helsti undirstöðuþáttur lýðræðis, og því er tjáningarfrelsið lífsnauðsyn. Tjáningarfrelsið má ekki skerða. Gagnrýni er varnarkerfi þjóðfélagsins á sama hátt og ónæmiskerfið er varnarkerfi mannslíkamans. En í sumum sjúkdómum snýst ónæmiskerfið gegn sjálfum líkamanum. Þetta gerist t.d. í gigtarsjúkdómum. Þá ræðst ónæmiskerfið á vöðva og liði, og hindrar þannig eðlilega hreyfigetu líkamans án þess að drepa hann. Allra verstur er þó sá sjúkdómur, eyðni, þar sem ónæmiskerfið ræðst á sjálft sig. Þeir sem ættu að verja líkamann fá röng skilaboð, ráðast á sjálft ónæmiskerfið og fremja þannig sjálfsmorð.
Vinstri menn eru innri óvinir Vesturlanda. Síbyljuárásir þeirra á Bandaríkin og málstað vestrænna þjóða, sem t.d. má heyra og sjá daglega hjá fréttastofu RÚV og raunar flestöllum ef ekki öllum stærri fjölmiðlum hin síðari ár líkjast meira árásum ónæmiskerfisins í gigtarsjúkdómum. Þessar árásir verða því illvígari, þeim mun „lengra til vinstri“ menn teljast. Vinstra fólk tekur alltaf afstöðu með óvininum, hverju nafni sem hann nefnist, því þeir eru knúnir af hatri á eigin þjóðféagi. Þeir studdu því og/eða afsökuðu og umbáru Stalín, Mao,, Ho Chi Minh, Pol Pot  og aðra slíka í kalda stríðinu.  Þessir alræðisherrar vildu kollvarpa og tortíma þjóðfélögum Vesturlanda og voru því sjálfkrafa bandamenn vestrænna vinstri manna. Þetta mistókst þó. Vinstra fólk studdi líka af alefli Khomeini erkiklerk í Íran á sínum tíma og leitar nú, eftir að kommúnisminn hrundi nýrra bandamanna meðal hatursmanna Vesturlanda í þriðja heiminum. „Óvinur óvinar míns er vinur minn“. Árásir vinstri fjölmiðlamanna skaða Vesturlönd og Bandaríkin og draga úr kjark, en drepa ekki. Kommúnismi, nasismi og islamismi, kenningar, sem afneita sjálfum grundvelli lýðræðisins. eru allt annað og verra. Þeir nota ónæmiskerfið, þ.e. gagnrýnina og tjáningarfrelsið beinlínis til að tortíma sjálfu þjóðfélaginu sem þeir lifa í.  

Íslamistar eru upptendraðir af nánast blindu hatri á Vesturlandabúum, og þótt merkilegt megi virðast hata þeir allra mest það sem vinstri menn, óvitandi liðsmenn þeirra berjast allra mest mest fyrir, svo sem feminisma og hómósexúalisma. Fréttamenn RÚV og Wikileaks- kjánarnir ganga nú í hroka sínum, vandlætingu og glópsku óvitandi erinda þessara manna á sama hátt og vestrænir fjölmiðlar gengu, án þess að vita það, erinda upphafsmanna Víetnamstríðsins, kúgaranna og þjóðarmorðingjanna á sínum tíma.

Álit mitt á „hinni sjálfumglöðu stétt“ fjölmiðlamanna hefur ekki verið mikið allt síðan á Víetnamárunum og það minnkar enn við þetta nýasta uppátæki RÚV- manna. Þeir eru nú fullir sjálfsánægu og yfirlæti eftir að hafa gert alþjóðlegt „skúbb“, þótt þeir kvarti raunar undan því að allur heimurinn skuli ekki klappa fyrir þeim.

En um hvað sýnst málið? Því er auðsvarað. Það snýst um að upphefja sjálfa sig, hina „göfugu rannsóknarblaðmenn“. eins og ávallt er þegar vandlætarar eiga í hlut. Þetta mál er vissulega ljótt og leiðinlegt en það var góðu heilli gleymt og grafið þar til nú. Það sem RÚV- menn hafa raunverulega áorkað er espa upp fólk og vekja hatur. Það má glöggt sjá í heilagri reiði þeirra íslensku undirmálsmanna, sem ég hef fengið yfir mig þegar ég dirfðist að gera athugasemd við framgöngu RÚV. Það er nefnilega afar auðvelt að espa upp einfaldar sálir og stýra þeim í þá átt sem hentar með einhliða málflutningi og kænlega völdum myndum eða myndböndum. Ég hef áður fjallað um hvernig Bandaríkjamenn munu túlka þennan nýja fjandskaparvott frá hinni íslensku ríkisstofnun. Munu þeir til dæmis standa við fyrirheit um að aðstoða Íslendinga í AGS- málinu? 

En þetta eru þó bara íslenskir kjánar. Ég hef verið að fylgjast með Al Jazzeera fleiri erlendum fjölmiðlum undanfarinn sólarhring. Þetta myndband er nú sýnt hvarvetna í arabalöndunum og islamska heiminum og þar láta menn sér ekki nægja að skrifa athugasemdir á blogg. Þetta myndband er sem olía á þann eld sem þar logar undir niðri. Það kæmi mér alls ekki á óvart, þegar nýjar fréttir af fjöldamorðum á saklausu fólki berast úr þessum heimshluta, að ódæðismennirnir muni nota myndband RÚV sem átyllu og fyrirslátt fyrir ódæðisverkunum. 

Þar láta menn verkin tala.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ert alveg hreint ótrúlegur bullukollur Vilhjálmur. Þvílík fyrra í þér, ef þetta væri kafli úr skáldsögu fengist hún sennilega ekki birt vegna bullsins. Það hvarlar að manni að þú sért að gera grín. Það getur ekki verið að nokkur heilvita maður sé að meina það sem þú skrifar.

Gunnar Heiðarsson, 10.4.2010 kl. 08:49

2 identicon

Ég tek undir það sem Gunnar sagði, þú gleymdir kannski að setja broskallinn?

Linda (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 09:38

3 identicon

Mér sýnist að RUV sé búið að heilaþvo ansi marga Íslendinga með stanslausum áróðri sínum og einhliða málfluttningi, eins og í Ísrael og nú Írak.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 09:54

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Rétt hjá þér, Rafn.

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.4.2010 kl. 10:14

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mikið af því sem þú heldur fram er satt.

Sama bullið vellur líka að stórum hluta upp úr náttúruverndarsinnum, sem gera ekki mun á náttúruvernd og algjörri andstöðu við allar framfarir og eðlilega nýtingu landkosta hér á landi! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.4.2010 kl. 11:14

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt  rangt frá a-ö.

Vesturlönd verða bara að horfast í augu við villimennsku sýna.  Myrðandi svoleiðis almenna borgara af útspekúleraði grimmd að ólýsanlegt er.

Það sem BNA herapparatið áttaði sig á eftir Víetnam var - að það þurfti að stjórna fjölmiðlum varðandi fréttaflutning af árásarstríðum sínum.  Það varð að stjórna því hvað fólk heima fengi að sjá.  Mata það.

Iraksstríðin eru alveg pjúra dæmi um það.  Pjúra dæmi.  Fjölmiðlunin af stríðinu er algjörlega útgáfa og undir stjórn BNA hersins - og líklega stórlífshætta fyrr blaðamenn að hlýta ekki propaganda BNA í einu og öllu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.4.2010 kl. 14:34

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ómar: Ég nenni ekki að deila við þig eða aðra sem þurfa að endurfæðast að minnsta kosti 20 sinnum áður en þeir verða viðræðuhæfir. Ég skrifaði svar til þín í athugasemd númer 12 við færsluna hér að neðan en svarið er svohljóðandi: „Heimskan er sterkasta aflið í heiminum. Ekki er hægt að kenna heimskingjanum eða segja honum til, til þess er hann of heimskur. Hann misskilur allt og dregur alltaf vitlausar ályktanir hvernig sem farið er að. En heimskingjann er hægt að espa upp t.d. með kænlega völdum myndum og einhliða málflutningi eins og dæmin sanna. Málið er, að það er alveg vonlaust að deila við kjána. Þeir hamast í vandlætingu sinni og heilagri reiði eins og naut í flagi, en rauninni vita þeir ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Ég nenni ekki að deila við slíka menn. Ekkert dugar á heimskuna. Engar pillur. Engar sprautur. Ekki er hægt að senda heimskingjann í meðferð. Ekkert er hægt að gera. Ekkert læknar heimskuna nema dauðinn“.

Ég hyggst framvegis vísa öðrum sem tjá sig með  sama hætti og þú á þessa færslu.

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.4.2010 kl. 14:49

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Áhugaverður pistill sem ætti að vekja alla til umhugsunar.

Jón Baldur Lorange, 10.4.2010 kl. 15:26

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég gleymdi að geta þess áðan, að athugasemd nr. 7 á ekki aðeins við Ómar, heldur líka við Lindu og þó  allra helst við Gunnar. Hann þarf að endurfæðast oftar en Ómar, allt að 27 sinnum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.4.2010 kl. 16:12

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

WTF ! Þarf maður að endurfæðast allt að tuttugu (20) sinnum til að kunna að meta djöfulleg fjöldamorð hinna kristu vesturvelda undir forystu BNA á sklausum múslimskum borgurum. 

Ja, eg skal segja ykkur það.  Svo lengi lærir sem lifir. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.4.2010 kl. 17:33

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Já. Kannski oftar. Annars er út í hött að ræða við þig, sbr. athugasemd nr. 7.

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.4.2010 kl. 17:38

12 Smámynd: Svavar Bjarnason

Bandaríkjamenn eru dæmdir til að yfirgefa Írak með jafn miklum sóma eins og þeir yfirgáfu Víetnam!

Svavar Bjarnason, 10.4.2010 kl. 19:05

13 Smámynd: Björn Birgisson

Síðuhöfundur hér tekur engri gagnrýni, til þess er hann of hrifinn af eigin orðum og sínum boðskap og skoðunum. Hann heilsar jábræðrum og sakar alla hina um heimsku, sem honum eru ekki sammála. Þetta er þekkt úr sögunni. Einn var sá sem aldrei hafði rangt fyrir sér og enginn dirfðist því að mótmæla. Hann hét Adolf Hitler, en er í nútímanum ekki talinn sómadrengur. Kannski af sumum.

Ég vil skora á þá sem þessi orð lesa, sem telja sig ærlegt fólk, að tjá sig ekki frekar á þessari síðu.

Látum öfgamennina um eigin rassasleikjur.

Björn Birgisson, 10.4.2010 kl. 19:21

14 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Björn minn! Hvernig á ég sjálfur að fara að? Ég tel mig vera ærlegt fólk, hvað sem þú heldur. Og af því að ég tel mig til ærlegs fólks ætti ég að hætta að tjá mig! Þetta er ekki fallegt að heyra.

Annars dettur mér ekki í hug að deila við þig um eitt eða neitt. Það er ekki til neins. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.4.2010 kl. 19:27

15 Smámynd: Björn Birgisson

Vilhjálmur minn, nú skjöplast þér. Ég hvatti þig ekki til að hætta að tjá þig, til þess átt þú allan rétt, þótt boðskapurinn sé alls ekki allra. Langt í frá.

Ég hvatti allar ærlegar manneskjur til að hætta að tjá sig á síðunni þinni og við þá áskorun stend ég.

Þá áttu samt eftir öfgasinnaða jábræður.

Annars dettur mér ekki í hug að deila við þig um eitt eða neitt. Það er ekki til neins.

Reyndu að minnsta kosti að fara rétt með einföldustu tilvitnanir í þína heimsku viðmælendur. 

Björn Birgisson, 10.4.2010 kl. 19:44

16 identicon

Ég las pistil Vilhjálms vel og vandlega og sé ekki betur en að hann hafi heilan helling til síns máls. Og ég skil ekki þá sem fjargviðrast hér, hver um annan þveran, yfir bjargföstum skoðunum hans með upphrópunum og uppnefnum.

Ég er enginn öfgamaður og ég tel mig ærlegan, Björn Birgisson. Og ég er einn af þeim sem fordæmdu þennan viðbjóðslega verknað, sem í mínum huga var grímulaust fjöldmorð.

Ég er hins vegar nógu reyndur til að vita fyrir víst að á ÖLLUM málum eru a.m.k. tvær hliðar, ef ekki fleiri. Því miður er það oft svo að þegar um er að ræða mál eins og þetta, þar sem fólk verður í raun fyrir tilfinningalegu áfalli, þá ferð það stundum svo að tilfinningarnar (reiði, heift, hefnigirni) verða rökhugsuninni yfirsterkari.

Þetta kemur oft í ljós í viðkvæmum málum eftir að mesta moldviðrið er gengið hjá.

Þvert á móti þér, Björn, þá skora ég á alla að lesa pistil Vilhjálms vel og vandlega og án fyrirfram fordóma um að maðurinn sé illur og viti ekki hvað hann er að segja.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 21:17

17 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég þakka kærlega þitt ágæta og skynsamlega innlegg. Ég er í rauninni sammála flestu sem þú segir.

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.4.2010 kl. 21:21

18 identicon

... og ég tek það fram, til að forðast allan misskilning, að ég þekki Vilhjálm nákvæmlega ekki neitt frekar en hann þekkir mig - og ég veit nákvæmlega ekki neitt um hans skoðanir að öðru leyti enda finnst mér það engu skipta í þessu tilfelli.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 21:25

19 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Þetta er einhver svakalegasta sögufölsun sem ég hef séð lengi. Ekki einu sinni áróðursmeistararnir í Washington myndu þora að ljúga svona rosalega.

En þú getur verið viss um eitt Vilhjálmur, að ólgan í miðausturlöndum gagnvart vesturlöndum er fyrst og fremst til komin vegna hegðunar vesturveldanna í miðausturlöndum en ekki vegna myndbanda sem eru sett á wikilieks. Þetta myndband sýnir einungis örlítið brotabrot af þeim glæpum sem vesturlönd (aðallega USA) hafa framið á svæðinu. Þeir sem verða fyrir árásunum þurfa ekki að  sjá myndband til að vita af glæpunum.

Og Vilhjálmur; þá ætla ég að halda því fram að Al Jazzeera sé afburða fjölmiðill. Og standi sig betur en allar stóru fréttastofurnar til samans.

Eitt í viðbót, þessir svokölluðu óvinir okkar sem þú nefnir eru í flestum tilfellum fórnalömb árása sem framkvæmdar eru í okkar nafni. Ég á ekkert sökótt við þetta fólk og ég er ekki óvinur þeirra, ekki múslíma, araba eða Víetnama (ekki heldur þeirra sem tilheyra NLF). Mér býður við því að það sé ráðist á lönd í öðrum heimsálfum í mínu nafni.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 10.4.2010 kl. 22:24

20 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég er ekki þvílíkur fáráðlingur að ég haldi að ólgan í miðausturlöndum sé til komin vegna Wikileaks eða fréttaflutnigs fákænna blaðamanna. Þeir eru aðeins að espa upp lýðinn sem kann að leiða til fleiri ódæðisverka. Ég veit fullvel að allt þetta mál á sér gífurlega flókna og langa forsögu. Ég nenni ekki einu sinni að byrja á hjali þínu um að „hegðun Vesturlanda“ sé eina ástæðan. Málið er margfalt, margfalt flóknara en svo, en vinstri menn vilja alltaf einfaldar lausnir og sökudólga, sem hægt er að skella skuldinni á. Eldurinn er þarna, en það sem RÚV og Wikileaks eru að gera er að skvetta á hann olíu. Þú segist ekkert eiga sökótt við araba. Þeir hafa þó margsinnis ráðist á Vesturlönd að fyrra bragði, fyrst á sjöundu öld og hafa alla tíð sýnt Vesturlöndum algeran og fullkominn fjandskap og fyrirlitningu. Það vill t.d. gleymast að árásin ellefta september fór fram 2001, tveim árum fyrir innrásina í Írak, (sem ég sjálfur var reyndar lítið hrifinn af).

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.4.2010 kl. 22:40

21 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Á að liggja á upplýsingum um stríðsglæpi á þeim forsendum að "espa ekki upp lýðinn"?

Jú jú það er svo sem rétt að hlutir geta verið flóknir. Þessi grein þín gerir þó ekki grein fyrir þeim flækjum.

Eitt er þó einfalt. þeir sem hafa til þess efnahagslegan og hernaðarlegan og pólitískan styrk tryggja sína efnahagslegu, hernaðarlegu og pólitísku hagsmuni óháð öllu siðferði eða alþjóðalögum. Vesturveldin með USA í broddi fylkingar hafa slíka yfirburðastöðu alþjóðlega og þau krefjast þess að hagsmunir þeirra gangi fyrir öðrum, óháð því hversu (ó)réttmætar kröfur þeirra eru. Vesturlönd hafa beitt öllum hugsanlegum ráðum til viðhalda yfirráðum sínum yfir olíu- og gas- auðlindum miðausturlanda með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning á svæðinu. Ef valdaöfl í miðausturlöndum hefðu þá stöðu sem vesturlönd hafa myndu þau sjálfsagt haga sér eins.

Ég get ekki tjáð mig af neinu viti um það sem gerðist á sjöundu öld.

En fyrst þú nefndir Hryðjuverkin 11. sept 2001 að þá má benda á að upphaf Al-Qaeda má rekja til baráttunnar gegn Rússum í Afganistan. Sú barátta var í upphafi, að hluta fjármögnuð frá Washington og hryðjuverkamenn voru þjálfaðir í USA til að berjast við Rússa. Bin Laden er Frankenstein Bandarískra stjórnvalda. Annars geta þessi hryðjuverk varla flokkast sem árás múslíma almennt  á vesturlönd.

En jarðvegurinn fyrir hryðjuverk múslímskra manna á vesturlöndum síðustu áratugi kemur úr því skelfilega ástandi sem skapast hefur í olíuríkjum miðausturlanda. Það ástand má rekja að stórum hluta til þess að vesturveldin eru stöðugt með puttana í svæðinu til að missa ekki tökin þar (Til dæmis valdarán í Íran 1953). Heitustu deilumálin eru þó í kring um Ísrael, en þar eru Bandaríkin beinn þáttakandi því þeir fjármagna hernaðarmaskínu Ísraels.

Vesturlönd bera ekki ein ábyrgð á ástandinu fyrir botni miðjarðarhafs en þau bera mikla ábyrgð og almenningur á svæðinu veit það.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 10.4.2010 kl. 23:56

22 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Allt þitt hjal staðfestir rækilega það sem ég sagði í greininni hér að ofan. Vinstri menn eru innri óvinir Vesturlanda og spila alltaf á eigið mark. Þeir eru eins og sjálfs- ónæmissjúkdómur, t.d. gigt, ef ekki beinlínis sem eyðni á þjóðfélögum Vesturlanda og taka alltaf málstað óvinarins. Þetta blaður þitt er að öllu leyti fyrirframvitað og utanaðbókarlært og ég nenni alls ekki að byrja að reka það ofan í þig enda mundi það engu breyta. 

En svona nokkuð má gjarnan heyra hjá forystumönnum VG, fréttastofu RÚV eða öðrum hreiðrum vinstri manna, þeirra sömu ssem tóku málstað og gengu erinda alræðiskúgaranna og böðlanna í kalda stríðinu, þó ávallt, þá sem nú, með mannúð og manngæsku, lýðræði og mannréttindi á vörum. Annars ættir þú að kynna þér athugasemd nr. 7 hér að ofan. Mér hundleiðast utanaðbókarlærðar rullur af þessu tagi.

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.4.2010 kl. 00:11

23 Smámynd: Kristján Logason

ég geri ráð fyrir því Vilhjálmur að athugasemd þín nr22 sé sprottin af langvarandi reynslu þinni sem vinstrimaður er hefur umpólast.

Ef ekki þá eftir lestur ítarlegra ransókna á hegðanaminstri vinstri manna

Sé svo ekki (sem ég veit) þá eru orð þín það sem kallað hefur verið á góðri tungu afturúrkreistingur eða hrein og bein lýgi og mannfyrirlitning og með ólíkindum að fullorðin maður er telur sig að einhverju leiti þenkjandi skuli geta bullað jafn mikið í jafn fáum orðum.

Greinina sjálfa tekur ekki að fara orðum um því þar bullar meira en í heitum potti

Kristján Logason, 11.4.2010 kl. 01:45

24 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég vísa þér beinustu leið í athugasemd nr. 7. Lestu hana vel. Annað hef ég ekki við þig að segja.

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.4.2010 kl. 01:51

25 Smámynd: Kristján Logason

Spegill spegill......

Kristján Logason, 11.4.2010 kl. 02:24

26 Smámynd: Kristján Logason

á fordómanna furðu stað
furðu mörgum finnst sem að
öllu sé farið öfugu
einir séu þeir göfugu
bröltir þar bykkja um heimsku svað

Kristján Logason, 11.4.2010 kl. 02:42

27 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Athugsemd við færslu nr.9  Ef útkoman af því að fæðast svo oft sem Vilhjálmur telur mig þurfa, verður eitthvað í líkingu við hann, þá segi ég nei takk. Mér líður vel eins og ég er.

Ég sagði í fyrstu athugasemdinni að það hvarflaði að manni að þú værir að gera grín með skrifum þínum. Svo virðist því miður ekki vera.

Þetta verður því síðasta færslan mín á þínu bloggi. Ég hef ekki áhuga á að eiga neitt saman að sælda við svona þverhausa og ofsatrúarmenn eins og þig.

Farnist þér vel og farðu að nota kollinn til að hugsa.

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2010 kl. 12:32

28 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Farvel. Það er fengur í að missa þig. Vonandi farnast þér og þínum vel austur á Sólheimum í Grímsnesi.

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.4.2010 kl. 17:51

29 identicon

Enn og aftur sannar síðuskrifarinn hann Vilhjálmur Eyþórsson,hvílíkur hrokagikkur hann er og nú er hann að tala niður til heimilisins á Sólheimum í Grímsnesi.Fyrir um mánuði síðan skrifaði þessi sami Vilhjálmur á síðu sína um Breiðarvíkurdrengina,og þar ritaði hann niðrandi ummæli um þá er þangað voru sendir.Vilhjálmur virðist vera mikill ofbeldismaður í orðum.

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 22:33

30 identicon

Því má bæta við að þessi pistill sem Vilhjálmur ritaði um Breiðavíkurdrengina,hún hvarf fljótt af bloggi hans,,,skyldi Davíð vinur hans Oddsson hafa skammað hann fyrir níðingsgrein hans.?

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 22:35

31 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég get ekki séð hvernig ég tala niður til heimilisins á Sólheimum með því að vísa Gunnari þangað. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.4.2010 kl. 22:39

32 identicon

Nei, Vilhjálmur þú átt erfitt með að sjá kaldhæðnina í skrifum þínum.

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 22:48

33 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég fæ ekki betur séð en þú sért pólitískt rétthugsandi kjáni. Inni í höfðinu virðist ekkert vera. Aðeins þarf að þrýsta á hnapp og þá kemur fyrst upp umvöndun og heilög vandlæting, en síðan á færibandi allar þær skoðanir sem nú er í tísku að hafa og þér hafa verið kenndar. Fólk eins og þú er því miður orðið allt of algengt í þjóðfélaginu. Mér finnst það óskaplega þreytandi.

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.4.2010 kl. 22:56

34 identicon

Gott fólk! Hvað eruð þið að reyna að skiptast á skoðunum við þennan nasista? Lítið á færslu númer 13. Hún er besta færslan á þessari síðu. Hættið að svara þessu nasista ómenni! 

Eva Braun (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 22:57

35 identicon

Vertu nú svoldið málefnanlegri Vilhjálmur,það er klaufaskapur hjá þér að rita svona.Er þetta það eina sem þú kannt ,að  rita niður til fólks,og kalla það kjána.

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 23:10

36 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þegar við á.

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.4.2010 kl. 23:11

37 identicon

Jæja, Vilhjálmur þú ritar víða hér að ofan,að menn þurfi að endurfæðast!Er ekki komin tími á þig að endurfæðast.?

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 23:19

38 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég er ekki viss um að þú þurfir að endurfæðast. Best væri að þú giftist Evu Braun. Þið yrðuð örugglega fallegt par.

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.4.2010 kl. 23:22

39 identicon

Þú leynir á þér Vilhjálmur,þú átt það til að vera fyndin.

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 23:33

40 Smámynd: SeeingRed

"Áhugaverður pistill sem ætti að vekja alla til umhugsunar"

Já, kannski helst til umhugsunar um það hversu veruleikafirrtur greinarhöfundur og gersneyddur skilningi á gangverki heimsins.

Manni sem gólar fífl og heimskingjar að öllum sem reyna að koma vitinu fyrir hann og benda honum á firru orða sinna er líklega lítt við bjargandi og verður líklega bara að fá að buna þvælunni úr sér í friði...það taka hvort eð er fáir mark á bullinu nema þeir sem eru fastir í sömu holu.

SeeingRed, 12.4.2010 kl. 21:24

41 Smámynd: SeeingRed

...og, já, ég skal lesa athugasemd 12 einu sinni enn, hún segir nefnilega mun meira um þig sjálfan Vilhjálmur en nokkurn annann.

SeeingRed, 12.4.2010 kl. 21:25

42 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég lét þig lesa athugasemd nr. 12 í hinni færslunni en það hefur augljóslega ekki dugað. Hún er nú númer sjö í þessari færslu í lítillega breyttri mynd. Á þig duga engar sprautur. Engar pillur. Engin meðferð mundi hjálpa þér, ekki einu sinni „huglæg atferlismeðferð“. Mér dettur ekki í hug að deila við þig. Ekkert er hægt að gera nema kannski að forðast að verða á vegi þínum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 12.4.2010 kl. 21:35

43 Smámynd: Dingli

Á að banna myndir af árásinni á tvíburaturnana? Á ekki að leyfa myndir sem sýna frá öðrum hryðjuverkaárásum klikkhausa vegna þess að það gæti fokið í áhorfendur og þeir talið alla landa þeirra eða trúbræður réttdræpa fjöldamorðingja?

Hryðjuverk eins og bandarísku þyrluflugmennirnir frömdu, ljúgandi að yfirmönnum sínum, er mikilvægt að upplýsa. Væri tekið á þessu af festu þannig að íbúar Íraks og aðrir muslimar skynjuðu að "verndararnir" væru það í raun, þá yrði einhver von til að hryllingnum linti.

Dingli, 13.4.2010 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband