Sjötíu prósentin sigra alltaf





„Lýðræðið er stjórn hinna mörgu heimsku á hinum fáu vitru“ sagði Aristóteles fyrir löngu og nýlegir atburðir í pólitíkinni staðfesta þá kenningu, en raunar höfðu flestallir heimspekingar Forn- Grikkja hina mestu skömm á lýðræði. 
Þegar ég var í menntaskóla fyrir mörgum árum voru greindarpróf mjög í tísku, og einn kunningi minn hélt mjög á lofti kenningunni um „sjötíu prósentin”. Rannsóknir sýndu nefnilega, að flestir væru einhvers staðar í grennd við meðalgreind, þ.e. kringum 100 að greindarvísitölu. Um það bil fjórðungur eitthvað yfir 110 og annar fjórðungur með lægri greindarvísitölu en 90 (kjósendur Samfylkingarinnar). Mér finnst réttara að rúnna þetta aðeins af, þannig að mætti áætla, að nálægt því tveir þriðju allra landsmanna, eða eitthvað kringum 70% kjósenda í öllum kosningum séu annað hvort greindir rétt í meðallagi eða þá beinlínis heimskir. Aðeins um 30% hafi greind eitthvað að ráði yfir 110 stig, og verða því óhjákvæmilega undir í öllum kosningum. Sjötíu prósentin, þ.e. bandalag hinna meðalgreindu og hinna heimsku, muni alltaf sigra. Þrjátíu prósentin, þ.e. gáfumennirnir, muni alltaf tapa. Þeir eru jú í minnihluta. Um þetta lögmál ræði ég raunar nánar í færslunni „Eyja Sanco Panza“ neðar á síðunni.

Sjötíu prósentin er fólkið sem elskar Vigdísi og kaus Ólaf Ragnar og Sylvíu Nótt (sem fékk fleiri atkvæði en Ólafur). Það dáir líka og dýrkar manninn sem fann upp nýja og sjálfbæra aðferð til að búa til kleinuhringi (Pál Óskar) og mætir árlega í „rassgönguna“ hjá hommunum. Sjötíu prósentin eru auk þess bæði feminstar og fjölmenningarsinnar og vilja að „Ísland er land þitt“ verði gert að þjóðsöng.


Ég var í þá daga vantrúaður á kenninguna um sjötíu prósentin en síðustu atburðir renna nýjum stoðum undir hana. Meiri hluti borgarbúa kveðst nefnilega ætla að kjósa Jón Gnarr.

Heimskan er sterkasta aflið í heiminum. Ekkert vinnur á henni. Ekki er hægt að kenna heimskingjanum, hann misskilur allt og rangtúlkar. Hann dregur líka alltaf rangar ályktanir og fær vitlausar niðurstöður því hann er svo heimskur. Ekkert þýðir að senda hann í meðferð, til þess er hann of heimskur. Engar sprautur duga á heimskingjann, og engar pillur heldur. Það er eins og að skvetta vatni á gæs. Heimskan er ólæknandi og ekkert, ég endurtek, alls ekki neitt getur læknað heimskuna nema dauðinn. Engin „meðferðarúrræði“ fyrirfinnast.

Sjötíu prósentin, bandalag meðalmanna og heimskingja. sigra alltaf. Þau eru alltaf í meirihluta. Þau fá jú sjötíu prósent atkvæða í öllum kosningum.

Jón Gnarr er verðugur fulltrúi þeirra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Hver er munurinn á snilld og heimsku? spurði Einstein. Og hann svaraði sjálfur: Munurinn er sá, að snilldin er takmörkuð.

Magnús Óskar Ingvarsson, 23.5.2010 kl. 09:22

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ágæt kenning hjá þér, en sjálfur er ég hrifnari af Pareto lögmálinu, einnig þekkt sem 80-20 reglan. Ég túlka hana í þessu samhengi þannig að einungis um 20% hafa lagt á sig nægilega vinnu til að mynda sér heilbrigða skoðun, og síðan eru það 80% sem nenna því einfaldlega ekki og fylgja tilfinningu frekar en skynsemi.

Það eru ágætis rök til staðar fyrir að kjósa Besta flokkinn umfram atvinnustjórnmálamenn.

Hrannar Baldursson, 23.5.2010 kl. 11:45

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég þakka ábendinguna. Pareto- lögmálið er mjög merkileg og áhugaverð kenning, sem kemur að hluta til að því sama sem ég var að ræða hér.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 12:52

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Eitt enn. Þú telur að menn þurfi „að leggja á sig vinnu“ til að mynda sér skoðun. Það skiptir alls engu máli hvað mikil vinna er lögð í kolvitlausa skoðun. Þú gerir ekki ráð fyrir sterkasta aflinu, heimskunni. Sjötíu prósentin (eða 80%, samkvæmt Pareto) er fólk sem er einfaldlega of heimskt til að geta nokkurn tíma myndað sér vitræna skoðun. Það étur því upp fyrirframvitaðar skoðanir annarra og gerir að sínum. Engu skiptir hvort það „leggur á sig vinnu“ í tíu mínútur eða tíu ár. Það mun ávallt hafa rangt fyrir sér af því að það er svo heimskt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 13:07

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Vilhjálmur: ég hef enga trú á að heimska sé til. Hef aldrei hitt heimska manneskju og hef þó ferðast víða og hitt marga. Hins vegar hef ég hitt heilmikið af fólki sem hefur ekki nennt að skoða hlutina.

Þar sem að þú bendir á forngríska heimspekinga, og þá sérstaklega Platón, þá náttúrulega lýsti hann þeirri skoðun í ríkinu að illska spretti af fáfræði, en benti þó á að slík fáfræði kemur aðeins af því að horfa stöðugt á jörðina og í skuggana, í stað þess að beina athyglinni að sólinni - eða sannri þekkingu á sannleikanum. Sannleikurinn er heldur ekki eitthvað sem birtist fólki, heldur verðum við að vinna fyrir upplýsingum sem leiða okkur nær honum. 

Gaman að vangaveltum þínum. Takk.

Hrannar Baldursson, 23.5.2010 kl. 13:32

6 identicon

Sæll, Vilhjálmur.

Hver er þín greindarvísitala og hvað ætlarðu að kjósa?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 13:39

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég tel mig ekki neinn sérstakan gáfumann, hef verið prófaður nokkrum sinnum og get þó sagt að ég er, eins og að minnsta kosti 30% þjóðarinnar með eitthvað yfir 110. En greindarpróf mæla ekki heimskuna nema að vissu marki. Fjöldamargir heimskingjar starfa þannig í háskólum víða um heim, hálærðir og ábúðarmiklir, en vita þó ekki hvort þeir eru að koma eða fara.

Um það hvað ég ætla að kjósa skrifaði ég athugasemd á síðu Baldurs Hermannssonar fyrir nokkrum dögum sem er svohljóðandi:

„Ég hef aldrei verið gefinn fyrir pólitískt valdabrölt eða tekið þátt í flokkum. Mín einu afskipti af Sjálfstæðisflokknum eru, að Þráinn Bertelsson dröslaði mér upp í gömlu Vallhöll fyrir hundrað árum þegar við vorum í landsprófi og skráði mig í Heimdall. Þar hef ég þó aldrei starfað. Reyndar skráði ég mig í flokkinn aftur þegar Albert gekk úr honum 1986, en önnur afskipti mín eru engin. Ég hef hins vegar alltaf kosið íhaldið af þeirri einföldu ástæðu, að hinir eru verri. Með öðrum orðum, ég beiti útilokunaraðferðinni. Nú er hins vegar úr vöndu að ráða. Pólitískt rétthugsandi undimálsfólk virðist hafa tekið völdin í flokknum. Til marks um það er þegar Hanna Birna skrifaði ávísun upp á 48 milljónir aftan á rassinn á homma nokkrum. Þessar milljónir áttu að renna til að útbreiða hómósexúalisma meðal ungra barna í skólum borgarinnar. Síðustu uppákomuna lít ég á sem persónulega árás. Ég bý á Skúlagötu austan Snorrabrautar og nú hefur íhaldsmeirihlutinn, sem ég hélt að væri flokkurinn minn lagt til að gatan mín hljóti nafnið „Bríetartún“, í höfuðið á pilsvargi nokkrum sem herjaði á mannfólkið fyrir hátt í hundrað árum. Þetta er allt að því kornið sem fyllir mælinn.

Hvað er til ráða? Ég er alvarlega að hugsa um að sitja heima, en vil heldur ekki fá Blaður B. Eggertsson og hans lið yfir mig. Það verða þung spor þegar ég neyðist til að mæta upp á Kjarvalsstaði og krossa við D-ið. Annað er því miður ekki í stöðunni“.
 

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 13:47

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er ekki nógu vitur til að vita hvort ég sé einn af þessum tregu 70%. Það væri hinsvegar gaman að vita hversu mörg prósent telja sig vera meðal hinna gáfuðu 30%. Kannski er það 70% fólks.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.5.2010 kl. 13:53

9 identicon

Sjaldan hef ég séð jafn "heimskulegan" misskilning á tölfræði. Í þessari meintu kenningu þarf í fyrsta lagi að gera ráð fyrir að þeir sem eru í meðallagi teljist heimskir, en slík skilgreining er nokkurn veginn merkingarlaus fyrir alla aðra en sjálfumglaða yfirstétt og þeirra sem hafa dálæti á henni. Ef heimska á að lýsa einhverju hlýtur hún að þurfa að eiga við um þá sem eru verulega undir meðallagi. Sömuleiðis gerir hún ráð fyrir að þeir sem séu heimskir séu líka sammála. Hið rétta er miklu nær því sem Hrannar talar um: Hinir heimsku eru líklegri til að fylgja hugmyndum annarra í blindni. Þessar hugmyndir koma frá öllum flokkum þó að dreifingin sé sennilega ekki alltaf jöfn. Eitt árið höfða Vinstri Grænir meira til heimskunnar og það næsta Sjálfstæðisflokkurinn o.s.frv.

Þú toppar svo yfirlætið í þessari grein með áfellisdómum á allri hjörðinni sem er þér ósammála: Þeir sem kusu Vigdísi, Ólaf eða Silvíu nótt eru heimskingjar. Ég hef ekki kosið neinn þessara aðila en það hlýtur að þurfa algeran fávita til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta séu allt heimskingjar. Við hin getum verið þakklát því að svona yfirlætislegar skoðanir séu að deyja út ásamt annarri íslenskri óhollustu, svo sem slátur og hamsatólg.

Árni Gunnar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 13:54

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þú virðist ekki alveg hafa skilið hvað ég var að segja. Sjötíu prósentin eru ekki allir heimskingjar, aðeins hluti þeirra. Hér er um að ræða bandalag meðalmenna og heimskingja, og meðalmennin mynda raunar meirihlutann. Samanlagt gerir þetta (lauslega) eitthvað kringum sjötíu prósent þjóðarinnar í öllum kosningum. Það sem ég segi um Vigdísi, Silvíu eða Ólaf Ragnar stendur óhaggað og staðfestir kenninguna. Þetta er ekki hroki eða yfirlæti, ég er bara að benda á beinharðar staðreyndir. Eins og börnin segja: „Þetta er bara svona“.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 14:03

11 identicon

Það er beinhörð staðreynd að greind normaldreifist í þýði og því hlýtur helmingur þýðisins að vera undir meðalgreind og hinn helmingurinn yfir. Það að þessir hópar séu saman í einhvers konar bandalagi er það sem er fráleitt og sýnir, eins og áður sagði, yfirlæti þitt. Hinn heimski lýður er fyrir þér og af því er þægilegt að henda þeim saman á bás meðalmenna og aumingja. Ég get alveg lofað þér því að í öllum kosningum hingað til hefur þú átt nautheimska skoðanabræður. Það hef ég líka, hvort sem ég er af sömu eða annarri pólitískri skoðun en þú.

Það sem þú segir um Vigdísi, Silvíu og Ólaf Ragnar staðfestir ekki nokkurn skapaðan hlut enda hefur þú ekkert í höndunum sem bendir til þess að kjósendur þeirra hafi verið heimskari eða greindari en aðrir kjósendur. Jafnvel þó að þau hefðu fengið nákvæmlega 70% atkvæða í kosningum, eða þann fjölda sem þú telur heimskan og meðalgreindan, hefurðu ekki hugmynd um hversu stórt hlutfall þessara heimskingja kusu upptalda aðila.

Það sem pistill þinn snýst um er hvorki kenning í stjórnmálafræðum eða skýring á nokkru. Þetta er í besta falli ágiskun um hvers vegna ástandið er ekki eins gott og þú gætir helst hugsað þér það og um leið tekst þér að kenna þeim um sem eru á annarri skoðun.

Árni Gunnar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 14:28

12 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þú sakar mig um að skilja ekki tölfræði. Líttu þér nær. Ég endurtek: fullur helmingur landsmanna er ekki heimskur, heldur meðalgreindur. Hinn helmingurinn skiptist í tvennt, annars vegar þeir sem eru yfir meðalgreind og hins vegar heimskingjarnir, kjánarnir og Samfylkingarmennirnir sem eru undir meðalgreind. Þjóðin skiptist því ekki í gáfaða og heimska, heldur er helmingurinn meðalgreindur. Einnig mætti hafa þetta þannig að hinir meðalgreindu og hinir gáfuðu myndi sjötíu prósent í öllum kosningum, en því miður er það ekki þannig. Meðalmennin fylgja heimskingjunum að málum, sbr. t.d dæmis aðdáunin á Páli Óskari eða Jóni Gnarr, sem nær langt út fyrir raðir eiginlegra heimskingja.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 14:39

13 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Raunar má bæta því við að þetta ætti að réttu lagi að vera 75%, því helmingur og fjórðungur gera þrjá fjórðu. Mér finnst hins vegar rétt að rúnna þetta dálítið af og held mig því við 70%. Það er alveg ljóst að Árni Gunnar hefur aldrei kynnt sér eða skilið bjöllukúrfuna og botnar því hvorki upp né niður í því hvað ég er að fara hér. En sumir eru þannig að ekki er hægt að rökræða við þá. Á slíka menn, svo ágætir sem þeir eru, duga engar pillur og heldur ekki sprautur. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 15:07

14 identicon

Sá sem er meðalgreindur hefur greindartölu nákvæmlega í meðallagi. Í normaldreifðu þýði er enginn akkúrat í meðallagi enda er meðaltal óendanlega lítill punktur. Samkvæmt skilgreiningu er helmingur því alltaf undir meðaltali og helmingur yfir því. Að segja að helmingur sé meðalgreindur er þá vísun í einhvern flokk sem einhver hefur ákveðið að kalla meðalgreindan. Sá flokkur gæti t.d. verið frá 90-110 eða 85-115. Helmingur fólks getur aldrei verið meðal-neitt nema við búum til flokk sem við köllum meðal-eitthvað, t.d. meðalgreindir. Slíkur flokkur er skilgreindur af mönnum. Flatarmálið sitthvoru megin við meðaltalið á normalkúrfu er hins vegar staðreynd án skilgreininga.

Málsgrein eins og þessi:,,Hinn helmingurinn skiptist í tvennt, annars vegar þeir sem eru yfir meðalgreind og hins vegar heimskingjarnir" felur í sér einhvers konar mannlegt mat. Flatarmálið undir normalkúrfunni skiptist ekki á einhvern náttúrulegan hátt í tvennt heldur skiptir fólk því í tvennt eða þrennt eða fernt til að einfalda heiminn, búa til flokka.

Í seinni færslu minni er því enginn misskilningur á tölfræðinni. Það er og verður staðreynd að helmingur fólks er yfir meðalgreind og helmingurinn undir. Ég kýs að gera fólki ekki upp skoðanir hvort sem það er langt undir, rétt yfir eða langt yfir þessu meðaltali. Ég væri hins vegar til í að ræða um þetta ef þú hefðir tölur um kjörhegðun og greindartölu þýðisins eða sæmilegs úrtaks úr því.

Árni Gunnar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 15:56

15 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég held að þú ættir að lesa þá ágætu bók, „The Bell Curve“, þar sem farið er út í þessa hluti. Það er gjörsamlega útilokað að tiltaka einhvern ákveðinn punkt og segja að þar sé meðaltalið. Réttara er að taka ca. helming, sem er einhvers staðar á bilinu 80-110 (eða, segja sumir, 75-115) sem meðalgreindina. Hinn helmingurinn eru tveir fjórðungar, annars vegar þeir sem eru yfir og hins vegar þeir sem eru undir. Þetta sýnist vera harla einfalt og ég skil ekki alveg hvers vegna þú getur ekki náð því.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 16:04

16 identicon

"Ég held að þú ættir að lesa þá ágætu bók, „The Bell Curve“, þar sem farið er út í þessa hluti."

Ég kenni tölfræði og þó svo að ég hafi ekki lesið þessa bók þá hef ég lesið fjölda annarra bóka sem fjalla um normaldreifingu.

"Það er gjörsamlega útilokað að tiltaka einhvern ákveðinn punkt og segja að þar sé meðaltalið."

Já, í praxis er ómögulegt að nálgast eitthvað meðaltal með fullkominni nákvæmni. Það er hins vegar í öllum þýðum fyrir allar breytur eitthvað meðaltal og það meðaltal er óendanlega smár punktur sem lendir á milli helminganna tveggja.

"Réttara er að taka ca. helming, sem er einhvers staðar á bilinu 80-110 (eða, segja sumir, 75-115) sem meðalgreindina."

Það sem þú kallar hér réttara er aðferð við að búa til flokka úr normaldreifðum gögnum þar sem ákveðnar mælitölur (t.d. staðalfrávik) eru notaðar til að skilgreina hópana. Þetta er fín leið til að skipta fólki í hópa en breytir ekki því að raunverulegt meðaltal skiptir þýði í tvo jafn stóra hópa þar sem helmingurinn lendir yfir meðaltali og helmingurinn undir.

Þú mátt alveg tala um þessa flokka en þarft ekki að saka mig um að skilja ekki tölfræðilega dreifingu. Nær væri að þú gagnrýndir skoðanir mínar. Svo sem þá hræðilega hippalegu skoðun að klína ekki skoðunum á fólk út frá greindartölu án þess að hafa nokkuð í höndunum um tengsl kosningahegðunar og greindartölu.

Árni Gunnar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 16:47

17 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Eins og nafn bókarinnar bendir til er kúrfan yfir greindardreifingu löguð eins og bjalla, eða kirkjuklukka séð frá hlið. Dálítið ávöl, næstum flöt efst, þar sem meðaltalið er (eitthvað um helmingur), en beygir síðan bratt niður báðum megin. Annars nenni ég ekki lengur þessu pexi. Það virðist ekkert duga á þig, hvorki pillur, sprautur eða fortölur. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 17:01

18 identicon

Sæll, aftur.

Ég verð nú að segja að prívat og persónulega finnst mér afar heimskulegt, fyrst þú ert byrjaður að nota það orð, að halda því fram að einhver sé heimskur bara af því hann hefur ekki sömu skoðun og þú. Ég held reyndar einmitt að, þó ég sé af sæmilega bláu fólki kominn, það sé algjör heimska að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Framsókn aftur miðað við hversu arfavitlausar ákvarðanir þeir hafa ítrekað tekið undanfarin ár og jafnvel áratugi. Svo ekki sé minnst á sandkassaleikinn í Borgarstjórn á því kjörtímabili sem er að líða. Hversu mörgum borgarstjórum vorum við að borga laun á tímabili? Fjórum?

Þá er spurning hvort það er ekki merki um gáfur eða ákveða að vera ekki að leyfa þessi liði sífellt að sparka í sig og gefa vel gefnu og ábyrgu lista- og menningarfólki möguleika á því að reyna að gera betur. Ég leyfi mér að stórefast um að Besta-flokks-fólkið eigi eftir að gera eitthvað verr en hinir "snillingarnir".

Ég er sjálfur ekki búinn að ákveða hvað ég kýs, en eftir að hafa rætt við fulltrúa E-listans um daginn (hvað heita þeir aftur? Reykjavíkurframboðið?) hef ég ákveðið að kjósa þá alls ekki. Þá stendur ekkert eftir í mínum huga annað en að skila annað hvort auðu eða að gefa kollegum mínum listamönnunum möguleika á því að sýna hvað í þeim býr, því allavega hafa þeir ekkert gert mér undanfarna áratugi... annað en að gefa mér og öðrum ómælda ánægju í gegnum leik og söng og aðrar listir. Og við vitum öll að góðir listamenn eru engir hálfvitar!

Eitt enn - "Til marks um það er þegar Hanna Birna skrifaði ávísun upp á 48 milljónir aftan á rassinn á homma nokkrum. Þessar milljónir áttu að renna til að útbreiða hómósexúalisma meðal ungra barna í skólum borgarinnar. Síðustu uppákomuna lít ég á sem persónulega árás."

Really? Er þér alvara? Ef það er eitthvað sem ber vott um skort á gáfnafari eru það fordómar. Er þér kannski líka illa við gyðinga og svertingja?

Ég biðst reyndar strax fyrirgefningar á því að gera lítið úr gáfum þínum - ég þekki þig ekki neitt og er alltaf meinilla við að kalla fólk einhverjum nöfnum. En þar sem upphafsinnleggið þitt hafði með þetta að gera er minn pistill í sama stíl.

pssst... þú ættir að hlusta á tölfræðinginn. Mér finnst alltaf betra að treysta sérfræðingum en treysta því að maður sjálfur viti betur bara af því maður las eina bók (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 17:16

19 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér er fjarri því illa við homma, gyðinga svertingja, dverga, feita fólkið eða aðra sem eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni. Hommar eru yfirleitt ágætis fólk. Það er hins vegar lætin og rassaköstin í þeim upp á síðkastið, sem ég á erfitt með að þola, en þarna tók steininn úr, því peningana á beinlínis að nota til að breiða út þetta athæfi (sem er í raunverlueikanum „ó- náttúrulegt“, hvað sem hver segir) meðal ungra barna. Annars nenni ég ekki að byrja á öllu þessu núna. Flestir sem hér skrifa eru uppfullir af þeim skoðunum sem þeim hafa verið kenndar og nú er í tísku að hafa og vonlaust að eiga við þá. Sjötíu prósentin sigra alltaf. Aðeins þarf að þrýsta á hnapp þá vellur fyrirframvitað blaðrið fram í óstöðvandi síbylju. Þið eigið í rauninni ekki betra skilið en að fá Jón Gnarr sem borgarstjóra. Verði ykkur að góðu!

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 17:27

20 identicon

Ég missti alveg af þessu - er Borgin (fólkið sem þú ætlar svo að kjósa) að dæla mörgum milljónum í að hvetja börn til þess að verða hommar? Útskýrðu þetta aðeins betur - ég fylgist svo illa með fréttum.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 17:40

21 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Í fyrra skrifaði Hanna Birna ávísun frá borginni aftan á einn hommann, fulltrúa „Samtakanna ´78“. Peningana á að nota til þess m.a. að fara í skólana og kenna börnunum að hommarí sé hið besta mál. Má minna á að fyrir nokkru var Birna Þórðardóttir í Vestmannaeyjum þar sem hún gekk í skóla til að kenna börnunum að „boru-borun“ tveggna karlmanna væri í rauninni alveg nákvæmlega eins og eðlilegt samneyti karls og konu.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 18:09

22 Smámynd: Benedikta E

Sæll Vilhjálmur - Hver ákveður fyrir barnaskóla Borgarinnar - hvaða námsefni er tekið þar fyrir sem kennslu-hæft - fyrir börnin - ?

Ekki geta það verið "Samtökin 78 " sem ákveða það - HA - ?

Hver ákvað það að hætt var að kenna Kristinfræði eða Biblíusögur í skólunum ?

Ekki getur það verið "Vantrú" sem ákvað það - HA - ?

Veist þú þetta Vilhjálmur ?

Benedikta E, 23.5.2010 kl. 19:43

23 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er vafalaust sama pólitístk rétthugsandi komma- kjána- flathyggjuliðið sem ákvað að hætta kristnifræðikennsu og ákvað að kenna hommarí. Það er allt í stíl. Nú má heldur ekki gefa börnunum neitt úr svínakjöti, því það gæti móðgað einhverja múslíma. Þetta undirmálslið fyrirfinnst í öllum flokkum og því miður einnig í Sjálfstæðisflokknum eins og dæmin sanna.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 19:51

24 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir tæpitungulausa og þarfa skilgreiningu á mikilvægum málum..............!

Benedikta E, 23.5.2010 kl. 21:03

25 identicon

Þetta hefur mér fundist virkilega skemmtilegt að lesa, svona nokkurn veginn frá a til ö.

Ég er með eina spurningu:

Vilhjálmur ... miðað við að þú telur þína eigin greind vera yfir meðallagi og sjálfan þig þar með í 30% hópnum sem fer alltaf halloka í öllu ... þá skil ég eiginlega ekki af hverju þú fagnar ekki innleggjum Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar og Braga Þórs Valssonar sem með rökum sínum og bæði vönduðum og málefnalegum málflutningi sýna greinilega, að mínu mati, að þeir eru ekki eftirbátar þínir, a.m.k. ekki hvað greind snertir. 

Þess í stað sýnist mér þú gefa það sterklega í skyn í andsvörum þínum við þeirra skrifum (komment #17 og#19) að þú teljir þá Ásgeir og Braga báða tilheyra þessum 70% meirihlutahóp sem er "heimskari" - eins og þú orðar það - en hópurinn sem þú tilheyrir.

Spurningin: Er það rétt skilið hjá mér að þú teljir svo vera, þ.e. að þeir Ásgeir og Bragi hljóti að vera í 70% hópnum?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 22:16

26 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þeir eru báðir fulltrúar fyrir utanaðbókarlærðar, ríkjandi, pólitískt rétthugsaðar og tillærðar skoðanir, þær sömu og bergmála hvarvetna í menntakerfinu og fjölmiðlum. Ég veit ekkert um „greind“ þeirra en þeir hugsa eins og sjötíu prósentin (það er kannski of lág tala). Eins og vís maður benti á er greind einfaldlega það sem mælist á greindraprófum og ekkert annað. Ekkert marktækt próf er til á heilbrigða skynsemi. Ég er hins vegar þannig gerður, eins og postulinn Tómas, að ég trúi því best sem ég tek á. Til dæmis neita ég því að kynþættir mannanna séu eitthvað annað en kynþættir innan jurta- og dýrategunda þannig að t.d. Danir séu nákvæmlega eins og dvergsvertingjar. Sömuleiðis neita ég því að konur, svo ágætar sem þær eru séu fullkomnir jafnokar karla til allra hluta. Ég vildi til dæmis ekki búa í borg þar sem allt slökkviliðið væri skipað konum. Þá yrði ég trúlega loksis að hætta að reykja. Sömuleiðis tek ég ekkert mark á prestum, sem vilja ólmir draga sköllótta, skeggjaða karla upp að altarinu og vígja þá saman. Þetta eru fulltrúar sjötíu prósentanna. Fólkið, sem aðhyllist þær skoðanir sem því hafa verið kenndar og telja hvern sem efast vera „rasista“, „karlrembusvín“ eða „hommahatara“. Ég er ekkert af þessu, en ég hlusta ekki á utanaðbókarlært blaður og tískuskoðanir og hananú.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 22:29

27 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Annars má geta þess að ég fjalla nánar um pólitíska rétthugsun og flathyggju í Þjóðmálagreininni „Eyja Sancho Panza“, sem menn geta fundið annars staðar á þessari síðu. Þar kemur betur í ljós hvað ég á við.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.5.2010 kl. 23:07

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sagði Aristóteles þetta alveg svona.  Var hann að tala um þá eignarminni.  Að hann sá kost og galla við öll form að því leiti að enginn, eða ekkert stjórnarform,  mundi sinna hagsmunum allra í samfélagshópa.

En ef keningin um 70% eru rétt - þá mætti  segja eitthvað á þá leið,  að vandamálið við lýðæðið sé að meirihluti mannfólksins væru hálfvitar.

En með Aristóteles - þá náttúrulega hafði hann ýmsar hugmyndir - td. í samb. við konur, að þær væru ófullkomnari en karlmaðurinn og gætu ekki orðið alveg mannlegar. (Human)  Man þetta ekki nógu vel.  En kenning hans varðandi þetta hafði áhrif alveg bara þangað til í fyrradag, má segja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2010 kl. 01:17

29 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er ákkúrat það sem Aristóteles var að segja: Vandamálið við lýðræðið sé einmitt að meiri hluti fólksins séu hálfvitar. Hann hafði líka skemmtilegar hugmyndir um kvenfólk. Þar sagði hann m.a.: „Konan leggur til efnið í manninn, en karlmaðurinn andann. Karlmaðurinn hlýtur því að vera æðri, því andinn er æðri en efnið“. Ég neita því ekki, að mér finnst gaman að svona, einkum á þessum nýjustu, pólitískt rétthugsuðu tímum. Það er löngu kominn tími til að lækka rostann í femínistunum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.5.2010 kl. 01:29

30 Smámynd: Björn Birgisson

Það er svipað með mannskepnurnar og sparibaukana. Það hringlar mest í þeim sem minnst hafa innihaldið.

Björn Birgisson, 24.5.2010 kl. 18:10

31 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessi 70% heimskingja og meðalmennakenning og 15% fábjánakenningin hans Þráins Bertelssonar eru að mörgu leiti spennandi en gallaðar að því leiti að þær gera báðar ráð fyrir 100% kjörsókn.

Við erum hinsvegar aldrei með 100% kjörsókn, og sem betur fer þá held ég að fábjánar, heimskingjar og aðrir fæðingahálfvitar mæti verr á kjörstað en “við” hin.

Meirihlut fólks geta ekki verið hálfvitar, meirihluti fólks hljóta að vera "meðalvitar", minnihluti er svo hálfvitar og ofvitar því normið fylgir jú meirihlutanum. Kenning Aristóteles lítur að því að í lýðræði ráði meðalgreind. Þetta hefur verið leyst að stórum hluta með því að kjósa ekki beint um tæknileg atriði heldur frekar um nokkra enstaklinga sem gjarnan eru ofvitar eða yfir meðallgai greindir til að leysa þau.

Guðmundur Jónsson, 25.5.2010 kl. 10:01

32 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þráinn Bertelsson kemur þessu máli alls ekki við, þótt við höfum verið kunningjar í landsprófi og menntaskóla. Þetta er kenning mín sjálfs, en hugmyndin um sjötíu prósentin er frá öðrum kunningja mínum á menntaskólaárunum. Annars fjalla ég betur um þetta í greininni „Eyja Sancho Panza“ annars staðar á þessari síðu. Að öðru leyti virðist þó alveg misskilja Aristóteles.

Vilhjálmur Eyþórsson, 25.5.2010 kl. 11:56

33 identicon

Þetta er auðvitað rétt hjá þér með utanbókarruglukollana. Það er beinlínis hlægilegt að horfa upp á spurningakeppninar. Kjartan Gunnarson, Hannes Hólmsteinn og fleiri slíkir hafa sköpunarauðgi á við varðhunda. Stjórnandi þeirra nær vart meðalgreind, enda er allt í kaldakoli eftir þann aðila, enda virðist helst marka af greinum viðkomandi, og leigupennunum að hann skilji ekki vanvitaháttinn.

Ekki þar fyrir að skilningur núverandi stjórnvalda á Hagfræðikenningum samtímans virðist vera afar takmörkuð, þrátt fyrir að hafa fv. leiðbeinanda við Hagfræðideild Hí í hópnum.

Lögfræðiráðherrann virðist helst standa fyrir sínu, enda er rífandi gangur í verkefnum, sem stjórnarandstaðan hefur engan áhuga á að verði unnin faglega. Helst vilja þeir sópa þeim verkefnum undir teppið, með mútuþægni eins og til dæmis Olíusamráðið.

Það er ekkert vitrænt í augsýn úr stjórnmálunum. Hvað leggur þú þá helst til?

Ekki nefna Sjálfstæðisflokkinn, það er beinlínis hlægilegt fyrirbrigði, siðblint og vitlaust.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 19:48

34 identicon

Sæll Vilhjálmur og þakka þér fyrir afar athyglisverða pistla. 

Ég hef gaman af að skyggnast inn í hugarheim ókunnugs fólks með því að lesa af og til bloggfærslur þess og þakka þér sérstaklega fyrir að opinbera þínar skoðanir hér á blogginu.

Þú hefur að mínu mati afar sérstaka sýn á samferðafólk þitt og ég gæti trúað að þér liði betur ef þú þyrftir sem minnst að fara út úr húsi til að þurfa ekki að umgangast "þetta lið". Stundum hefur mér liðið þannig en ég ætla ekki að tiltaka hér þann hóp fólks sem ég vil sem minnst hafa samskipti við einfaldlega til þess að særa ekki viðkvæmar sálir með þessari færslu.

Mismunandi skoðanir fólks gera lífið skemmtilegra og fjölbreytilegra. Heyrt hefi ég nokkuð skemmtilegt orðatiltæki á ensku en í íslenskri þýðingu hljómar það svona og ég hef trú á að þér hugnist orðatiltækið: "Skoðanir eru eins og rassgöt, allir hafa eitt slíkt!". Ég er að sjálfsögðu ekki þar undanskilinn.

Þú kallar einstaklinga hér fulltrúa "utanaðbókarlærða" og telur þá þér síðri að ýmsum gæðum á meðan þú sjálfur vísar í fræði og fræðimenn sem þú sjálfur hlýtur að hafa lesið um á bók því vart hefur þú þekkt þessa fræðimenn. Þú styðst við kenningar en ekki tölfræðilegar staðreyndir þrátt fyrir að þér hafi verið bent á þá skekkju í sambandi við umfjöllun þína um hlutföll og greind fólks. Athyglisvert og leiðir hugann um í hvert í flokk þú myndir flokka annað fólk með sömu hugsun?.

Tilvitnun í þig hér að ofan:

"Heimskan er ólæknandi og ekkert, ég endurtek, alls ekki neitt getur læknað heimskuna nema dauðinn."

Á árunum frá 1939 til 1945 hóf Nasistaflokkurinn í Þýskalandi aðgerðir til þess að útrýma ýmsu óþægilegu úr umhverfi sínu eins og t.d. heimsku fólki og notaði til þess Þýska herinn. Vonandi hef ég misskilið færslur þínar en mér sýnist þú vera fylgjandi álíka aðferðum?

Læt þetta nægja en vil aftur þakka þér fyrir athyglisverðar færslur. Skemmtilegt að sjá hve vel þér hefur tekist upp við að hræra í fólkinu, færð meira að segja mig til þess að gogga inn örfáa stafi á síðuna þína. Mig sem tek yfirleitt aldrei þátt í yfirveguðum gáfumannaumræðum um flókna hluti.

Svo vil ég enda á að segja að ég öfunda ekki Reykvíkinga af því að þurfa að velja á milli í kjörklefanum um helgina. Ég bý ágætlega hér í Hveragerði og hér þjáist fólk ekki af valkvíða.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 10:38

35 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Því miður, Karl minn sæll. Þú virðist hvorki botna upp né niður í því sem ég hef verið að segja, einkum þegar þú segir að ég vísi í fræði og fræðimenn og styðjist við kenningar. Ég er því miður gæddur þeirri náttúru, eða ónáttúru, að hlusta lítt á kenningar. Ég bý sjálfur til kenningar ef mér finnst þörf á því og vitna sjaldan í aðra eins og þú ættir að vita ef þú hefur lesið eitthvað eftir mig, t.d. Þjóðmálagreinina „Eyja Sancho Panza“ annars staðar á þessari síðu. Tilvitnanir geta verið ágætar, einkum sem stílbragð og ég nota þær gjarnan þannig, en ég hef frá blautu barnsbeini myndað mér mínar eigin skoðanar, eiginleiki, sem ég lít á sem vissa fötlun. Það er nefnilega miklu betra og líklegra til árangurs í lífinu að éta eftir hugsun og skoðananir annarra manna, hvort sem þeir séu taldir einhverjir vitringar, fræðingar eða spekingar eða ekki.

Vilhjálmur Eyþórsson, 26.5.2010 kl. 12:16

36 identicon

Sæll og blessaður Vilhjálmur.

Ég skil þig þannig að þú teljir alla sem aðhyllast því að kjósa Jón Gnarr og hans félaga annaðhvort heimska eða í besta falli meðalgreinda. Þú vísar í fræðimenn og kenningar þeirra máli þínu til stuðnings en um leið telur þú núlifandi fræðimenn til meðalgreindra eða heimskra manna, þrátt fyrir að þeir beiti fyrir sig rannsóknum, fræðikenningum eða sinni eigin reynslu. Það þykir mér athyglisvert af þér þar sem þú greinilega álítur þig falla utan þessa 70% hóps sem þú skrifar hér um og styður mál þitt með því að vísa í Aristoteles. Ég er að benda á þetta, ekki að reyna að höggva í þig eða vitsmuni þína. Það er þitt mál að ákveða hvernig þú vinnur úr ábendingunni. Þú mátt endilega útskýra fyrir mér hvar misskilningur minn, sem og annarra sem skrifa hér, liggur svo ég verði ekki heimsku og fáfræði að bráð. Það gæti leitt til þess að ég flytji til Reykjavíkur og kjósi Besta flokkinn.

Þegar ég hef tíma til að lesa meira frá þér eins og greinina um Panza, mun ég gera það og líklega hafa mjög gaman af og fræðist þá um kenninganotkun þína.

Við erum greinilega sammála um margt varðandi kenningar en ég hlusta á þær og met hvort þær falli að mínum skoðunum og lífsspeki og hvort þær séu grundvallaðar á einhverju vitrænu í stað tilfinningasamra yfirlýsinga. Ég á til örfáar kenningar sjálfur og bætast nokkrar í sarpinn eftir því sem árunum fjölgar. Ekki þori ég að segja hvort þær séu gáfulegri en aðrar.

Að mínu mati er skoðana- og skaplaust fólk afskaplega litlaust.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 14:02

37 identicon

Þetta eru þrælskemmtilegar pælingar, maður hefur tekið eftir því að mikið er um "réttar skoðanir" hér í landi sem ekki má vera ósammála án þess að fá stimpil. Það er nefnilega þannig að að heimskingjum finnst voðalega gott að stimpla fólk það er auðveldara en að svara með rökum eða hugsa málið.

Ólmundur (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 11:42

38 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skemmtilegur pistill eins og venjulega hjá Vilhjálmur. Ég þekki nokkrar sálir sem eru afburða gáfaðir og þeir eiga samt eitt sameiginlegt. Þeir eru afburða leiðinlegir, lifa leiðinlegu lífi, eru einmana og oft fullir af drambi og hroka. Litlaust líf þeirra eru með ólíkindum og eru þeir oft stirðir í umgengni. Þeir eru flatir tilfinningalega og reyna að reikna út allan heiminn, án áramgurs. Svo er viska þeirra á ótrúlega lágu plani. Viska er ekki endilega tengd gáfum eða menntun nefnilega. 

Einn af "gáfnaljósunum" er vinur minn í Svíþjóð sem er prestur. Og hann trúir ekki á Guð frekar enn ég á Jólasveinin. Hann var bara píndur í háskóla og svo þetta starf af foreldrum hans sem líka eru svona afburða gáfufólk, sem vildu að hann "yrði eitthvað". Og þau eru leiðinlegri enn presturinn sonur þeirra sem er að reyna að láta sér batna af gáfnafangelsinu sem hann er lokaður inn í. Honum tekst eiginlega aldrei að vera skemmtilegur nema þegar hann er fullur.

Ég er ekki sammála þér með Jón Gnarr.  Hann er nefnilega lifandi. Og alltof margir stjórnmálamenn sækja í þessa stjórnmálavinnu af því að þeir eru EKKI lifandi. Þeir bara líta út fyrir það. Menn bera ekki utaná sér að þeir séu steindauðir tilfinningalega og eru þar með útilokaðir frá allri visku um alla framtíð. Þeir geta bara verið gáfaðir og þóst vera lifandi sem hlýtur að vera hryllilegasta líf sem til er.

Hrannar segir: "Ég túlka hana í þessu samhengi þannig að einungis um 20% hafa lagt á sig nægilega vinnu til að mynda sér heilbrigða skoðun, og síðan eru það 80% sem nenna því einfaldlega ekki og fylgja tilfinningu frekar en skynsemi." Það er mikil vinna sem felst í að öðlast tilfinnigaskynsemi. Maður velur ekki burtu tilfinningar í staðin fyrir skynsemi. þeir sem ná valdi og balance milli skynsemi og tilfinninga þróa með sér visku. Enn ég veit að margir taka svona til orða án þess að skilja innhaldið alveg enn Hrannar veit ábyggilega hvað ég meina. 

"Það eru ágætis rök til staðar fyrir að kjósa Besta flokkinn umfram atvinnustjórnmálamenn"! segir hann svo. Og hvaða rök skildi það vera?Hver sem þau eru þá eru mín sú að  það er búið að þrautreyna "skynsemisfólkið" og eru þeir ekkert að virka fyrir neinn nema fyrir þá sem sjálfa. Og þessir menn sem eru búnir að sitja í stjórn landins, voru ekkert að vinna. Þeir mættu bara á vinnustaðin og gerðu ekkert. Nú ákvað þjóðin að fylgja tilfinningu og sannfæringu þar sem  fluggáfaðir og tilfinningalausir skemmdarvargar verða bara að sætta sig við að vera ekki kosnir. 

Ég trúi ekki heldur á þessar prósentur og kenningar um gáfur. Þessi gáfnatest og mælingar eru eins og stjörnuspeki. Eiginlega er meira vitrænt að finna í stjörnuspeki enn gáfnatestum.það er til vanviti, fáviti eða mongoliti sem læknisfræðilegar díagnósur og faktískt er alvarlegt ástand. Heimska er bara orð sem fólk notar þegar það verður reitt og hendir í hvern annan t.d. þegar skoðunum þess er hótað. Það gæti allt eins verið hrein heimska að kalla fólk heimskt...

Óskar Arnórsson, 4.7.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband