Hitler, Mussolini og Jón Gnarr

Ég veit vel, að margir munu hvá þegar ég segi þetta, en ég sé ekki betur en að fólkið sem kaus Jón Gera Narr sé beinir arftakar þeirra sem kusu á sínum tíma þá Mussolini og Hitler. Þeir fengu raunar hlutfallsega svipað fylgi og íslenski kjáninn. Í öllum tilvikum er um að ræða einfaldar sálir sem ímynda sér að hægt sé að lækna vandamál heimsins með því að fá „nýja menn“ til valda. Lausnarorðið er „breytingar“.

Þeir Mussolini og síðar Hitler voru á sínum tíma „nýir menn“, með nýja stefnu. Þeir boðuðu nýjar lausnir og höfðu mikið og hávært fjöldafylgi meðal einfeldninga af ýmsu tagi. Það voru nefnilega ekki illmenni, heldur kjánar sem komu þeim til valda.  

Kosning Jóns G. Narr sýnir fyrst og fremst ömurlegan lýðræðisþroska þjóðarinnar. Fólk sem ver atkvæði sínu á þennan hátt ætti varla að hafa kosningarétt. Ég hef stundum fengið smjörþefinn af hugarheimi þessa liðs þegar það skrifar athugasemdir á bloggið mitt. Það er dapurlegt til þess að vita að slíkt fólk skuli hafa náð 34% fylgi í Reykjavík. Þetta vekur í mínum huga spurningar um hvort ekki eigi að takmarka kosningaréttinn eitthvað, eða a.m.k. að hækka kosningaaldurinn. Sagan sýnir ótvírætt að gífurleg hætta getur skapast ef fólk af þessu tagi fær völdin.

Í lok fyrri heimstyrjaldar ríkti mikil upplausn í Evrópu og upp spruttu fjölmargar “grasrótarhreyfingar”. Í Rússlandi hafði lítill hópur „aðgerðarsinna” undir stjórn Lenins hrifsað völdin af ráðlausri, ráðvilltri stjórn mensévíka og á Ítalíu stofnaði gamall marxisti, Benito Mussolini, nýja “grasrótarhreyfingu”, sem sópaði að sér fylgi. Hann lofaði nýju og betra þjóðfélagi gegn hinu „gamla, rotna og spillta“ valdakerfi á Ítalíu. Fjöldahreyfing hans náði svo völdum 1922. Mussolini var sem fyrr sagði framan af ákafur kommúnisti og marxisti en snerist gegn Lenin og liðsmönnum hans í heimsstyrjöldinni. Fjöldamargt í kenningum og stjórnkerfi ítalskra fasista var þó frá Marx, Lenin og kommúnistum runnið og síðan tekið upp af nasistum, ekki síst algert alræðisvald Flokksins.

Um 1930 skall svo kreppan yfir af fullum þunga. Efnahagur Þýskalands var í kalda koli og stjórnvöld vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hópar „mótmælenda“ af ýmsu tagi óðu um götur og torg. Þeir heimtuðu „nýja menn“ til valda og fengu að lokum vilja sínum framgegnt. Lýðræðislega kjörin stjórnvöld gáfust upp og allir vita hvernig fór.

Fólkið sem hér á Íslandi hefur gert Hörð Torfason eða Jón Gera Narr að átrúnaðargoðum og leiðtogum er af svipuðu tagi og þær einföldu sálir sem á sínum tíma studdu nasista/fasista (og kommúnista). Það fólk taldi sig, eins og kjósendur Jóns G. Narrs, vera að „mótmæla“ einhverju. Þetta fólk vissi ekki afleiðingar gerða sinna, því enginn veit fyrir fram, hvað framtíðin ber í skauti sér. Það sá í þeim Mussolini og Hitler „nýja menn“ með „nýjar lausnir“, sem mundu svo veifa einhverjum töfrasprota og stofna nýtt og betra þjóðfélag, alls ólíkt hinu „spillta og rotna“ lýðræðisþjóðfélagi sem augljóslega réði ekki neitt við neitt. Jón G. er vissulega meinlausari en þeir Mussolini og Hitler, en sömu grundvallarástæður voru fyrir valdatöku þeirra og sams konar fólk kýs hann og áður studdu alræðisherrana fyrrnefndu. Það gleymist oftast, að ekki aðeins kommúnistar, heldur líka nasistar og ítalskir fasistar hugðust stofna nýjan og betri heim.  

Eins og ég sagði í upphafi voru það ekki illmenni, heldur kjánar, sem komu Hitler og Mussolini til valda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Í alvöru?

Þú færð alla vega hitt á bloggið þitt, það er á hreinu.

Ómar Örn Hauksson, 3.8.2010 kl. 23:10

2 identicon

Þetta eru ömurleg skrif. Tímaritið Þjóðmál er vel komið að svona greinahöfundi.

Haukur Már Haraldsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 23:43

3 identicon

það er grátlegt að lesa þessi skrif þín og að þú skulir dásama þessa vesalinga sem sitja t.d. á þingi og hafa ekki migið í saltan sjó komu beint úr skóla og voru svo kristnaðir í trúarsamtök eins og stjórnmálaflokkana

Magnús (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 00:14

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Haukur og Magnús staðfesta með skrifum sínum það sem ég segi um liðsmenn Jóns G. Narr í færslunni. Við slíkt fólk er ekki hægt að ræða. Engin meðferðarúrræði fyrirfinnast.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.8.2010 kl. 00:31

5 identicon

Vilhjálmur þú ert augsýnilega mjög sár og bitur. Þú ættir að leita þér aðstoðar á annan hátt en með skrifum á bloggsíðu t.d. tala við viðkomandi aðila það reynist oft vel.

Magnús (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 00:50

6 identicon

Þú ert versti hálviti sem ég hef nokkurn tíma rekist á.

ef það ætti að líkja einhverjum við vitleysingja eins og hitler þá værir það þú. Þú með þínar fáránlegu skoðanir á samkynhneigðum og guð má vita öðru, þú þarna ert þá greinilega líkari hitleri en jón ég meina þið eruð báðir fordómafullir hálvitar (þú og hitler), ég meina ef þú hefðir nú fengið vald á íslandi eins og hitler í Þýskalandi, hvar værum við stödd þá? hver veit nema þú hefðir orðið völdum að bráð og lokað inni alla samkynhneigða og sagt þeim að húka þar þangað til að þeir gætu drullast að verða gagnkynhneigðir og hætt að bögga þig á gay-pride.

ég veit að ég er bara saklaus lítil stúlka og þetta eru soldið ýkt ummæli en í alvöru talað þú ert mesti hálviti sem ég hef rekist á og ég hef rekist á þá nokkra.

Take that!

pís át

ha!!!!?!?!?! (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 01:20

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hitler er alltaf skrifað með stórum staf.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.8.2010 kl. 01:22

8 identicon

Öll erum við kjánar. Skoðanir og viðhorf eru fengin úr umhverfi okkar. Þeir sem eru kostnir komast til valda. Ástæðurnar sem liggja þar að baki eru margar og ólíkar á hverjum tíma. En breytingar eru loforð hvers einasta flokks. Sjaldan hafa komið fram flokkar eða öfl sem stefna að því einu að gera ekkert. Sjálfstæðisflokkur hrifsaði af sama lýðræðiskjanaskap völdin af vinnstri stefnu þess tíma. Ef eina samlíkingin með Jóni og Hitler og Mussolini að hafa fengið völd í framhaldi af upplausn er auðvelt að bæta við öllum þeim flokkum, einstaklingum eða hreyfingum sem hafa verið kostnar til valda. Þó er sú upplausn sem varð í Rvk ólík stríðstímum. Auk þess voru það slagorð allra flokka að endurnýja með nýju blóði og nýjum stefnum.

Það er sérkennileg lausn á kosningum að banna þeim að kjósa sem eru ósammála manni sjálfum. Engu hefði breytt um úrslit þó kostningaraldur hefði hækkað.

Það er við hæfi að benda þér á að sérhver skoðun, orð eða viðhorf er tekið úr umhverfinu. Þannig mótumst við útfrá foreldrum, samfélagi, stjórnvöldum og fleiru því sem kann að verða á okkar vegi. Hér er engin undanskilin hvorki ég né þú. Maður kastar steini úr glerhöll ef það er sú gagnrýni sem maður ætlar að beita á aðra að þeir séu tískuvillingar. Öll erum við fórnarlömb fyrri skoðana. Viðhorf þín samræmast mikilli íhaldsstefnu sú saga er bæði gömul og ný eins og samfélagshyggja, umburðarlyndi, þjóðernishyggja o.s.frv.

 Ekki bara bendla mig við eitthvað og svara eins og ég sé liðsmaður hins tískuvilta jóns gnarrs. Eða benda á stafsettningar eða málfarsvillu. Ef málefnaleg umræða er þín tilraun til að koma á framfæri skoðun eða hugmyndum er grátlegt að sjá hvernig þú svarar svörum annara við hugmyndum þínum. það er umhugsunarvert að þínar skoðanir eru mótaðar úr sama stáli lýðræðis umræðu og t.d. hugmyndir besta flokksins, hugmyndir feminista og hugmyndir fjölmenningar samfélagsins. Þannig reynið þið öll að skoðanakúga lýðin. En hver er ástæða framsettningu á hugmynd eða skoðun ef ekki til þess að reyna að hafa áhrif á hegðun annara.

Búi Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 02:23

9 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Það er tilvalið að benda á þetta.

http://en.wikipedia.org/wiki/Godwin's_law

Ómar Örn Hauksson, 4.8.2010 kl. 02:31

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég svara mönnum eins og þeir verðskulda. Þú hefur hins vegar ýmislegt til þíns máls, en ég er ekki alveg samþykkur því að sérhver skoðun eða viðhorf sé tekin úr umhverfinu, þótt vafalaust megi halda slíku fram í einhverjum mjög víðum skilningi. Ég hef allt frá barnsaldri verið annarrar skoðunar í mörgum mikilvægum málum en flestir sem ég hef umgengist. Var til dæmis í fjögur ár í Svíþjóð þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst, en var þó fullkominn andstæðingur Hanoi- manna (þótt þátttaka Bandaríkjamanna væri algert klúður). Slíkt var þó nánast dauðasök í Svíþjóð á þeim árum. Í gegnum tíðina hafa flestir mínir vinir og kunningjar verið vinstri menn og einnig fjölmargir hommar, sem mér líkar yfirleitt prýðilega við þótt ég þoli ekki rassaköstin í Samtökunum ´78. Ég hef með öðrum orðum alltaf haft mínar eigin skoðanir á flestum hlutum þótt ég viti fullvel að best er að fljóta með straumnum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.8.2010 kl. 02:39

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ómar: Godwins- lögmálið er skemmtilegt og mér sýnist það raunar vera raunverulegt vísindalögmál, þ.e. ef deilur á netinu dragast á langinn kemur fyrr eða síðar að því að Hitler og árar hans eru dregnir fram í dagsljósið. Hins vegar á það ekki við hér, því færsla mín fjallar beinlínis að fyrra bragði m.a. um Hitler og nasista. Hitler er kominn í spilið áður en menn byrja að deila.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.8.2010 kl. 02:46

12 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Ja ertu ekki að bæta í umræðu sem er nú þegar í gangi?

En mig langar að spyrja þig. Mun þú skrifa svipaða grein ef hægri flokkarnir ná aftur valdastólnum? Hvernig mun þú útskýra það? Eru það þá ekki líka "einfaldar sálir" sem koma þeim til valda í von um að allt verði betra? Svona túlkanir eru ekki einstefna heldur virkar í báðar áttir.

En kostningin snérist ekki í raun um Jón Gnarr eða vinstri hugsun, heldur vilja fólksins í landinu, miklum meirihluta þar að auki, til að hreinsa til í kerfinu í von um að eitthvað myndi breytast. Það hefði kosið hvern sem er í rauninni sem væri ekki tengdur gamla flokka kerfinu. Svo desperat var það.

Segir það ekki eitthvað ef að fólk tekur þann sénns að velja algjörlega reynslulausann grínista til þess að taka við völdum í staðinn fyrir að hafa sama fólkið áfram? Einhvern veginn hefur enginn stjórnmálamaður viljað viðurkenna þá hugsun og ræðir hana ekki.

Hægri öflin komast aftur til valda seinna, þau gera það alltaf. Svo vinstri öflin og svo hring eftir hring. Þannig mun það alltaf vera og óþarfi að pirra sig yfir því.

Ómar Örn Hauksson, 4.8.2010 kl. 03:08

13 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þú hefur ýmislegt til þíns máls. Það var vissulega þörf á að taka til. Hins vegar er það dapurlegur vitnisburður um skilning fólks á lýðræðinu og kosningaréttinum að kjósa, eins og þú segir, reynslulausan grínista til að gegna einhverri ábyrgðarmestu stöðu í landinu. Ef fólki líkaði ekki frambjóðendurnir gat það setið heima, eða, sem er betra, skilað auðu eins og fjölmargir gerðu gegn Ólafi Ragnari. Raunar sýnist mér svokölluð „kreppa“ að miklu leyti ímyndun ein, að verulegu leyti uppfundin af fjölmiðlum þótt vissulega sé visst bakslag í þjóðlífinu. Ég fylgist nokkuð með fréttum frá Spáni þar sem ég bjó lengi og þar er raunveruleg kreppa, 20% atvinnuleysi og marfalt, margfalt meira hrun en hér þótt Spánn sé bæði í ESB og með evru.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.8.2010 kl. 03:20

14 Smámynd: Grefillinn Sjálfur

Mér finnst þetta ljómandi skemmtileg og upplýsandi grein þarna hjá þér Vilhjálmur. Ég hef aldrei séð þetta svona sett fram, en ég tek alveg undir að það var "kjánafylgi" sem kom þeim Hitler og Mussolini til valda. Það liggur eiginlega í augum uppi því annars hefðu þeir ekki komist til valda. Og ég held nú að þeir kumpánar Hitler og Mussolini séu ekki þeir einu sem hafa komist til valda vegna kjánafylgis.

Kjánafylgi er alltaf til staðar. Hversu stórt það er fer alveg eftir því hvað er í gangi í þjóðfélaginu. Eftir því sem upplausnin verður meiri, því meira vex kjánafylgið. 

Það er vegna þess að í upplausnarástandi þykjast allir allt í einu vera með lausnina á málunum.

Örgustu kjánar spretta undan hverri torfu og eru skyndilega orðnir sérfræðingar í öllu sem hægt er að nefna. Svo byrja þeir að rífast um allt sín á milli. Rifrildið endar síðan þannig að allir sjá að þetta er vonlaust. Þá verða smám saman allir sammála um að velja einhvern einn til að settla málin. Og ef menn eins og Hitler eða Mussolini eru til staðar á réttum tíma þá fá þeir allt kjánafylgið. Kjánafylgi leggst aldrei með þeim sem er með lausnina heldur þeim sem losar fólk við vandmálin.

Kjánafylgið í Reykjavík nú síðast var bæði mikið og mælanlegt. 36% eða um það bil.

Eina leiðin til að sporna við vaxandi kjánafylgi er að koma ró á mannskapinn og hjólunum í gang. Því seinna sem það gerist því meiri hætta skapast því að kjánafylgið vaxi upp í meirihlutaafl ... eins og skoðanakannanir bentu um tíma til að væri að gerast hér í Reykjavík.

Ég sé samt ekki að það sé að fara að gerast.

ps. Ég tek því þannig að við séum ekki að tala beint um Hitler, Mussolini eða Jón Gnarr, eða líkja þeim saman, heldur erum við fyrst og fremst að velta fyrir okkur fyrirbrigðinu kjánafylgi. Skil ég það rétt?

Grefillinn Sjálfur, 4.8.2010 kl. 03:47

15 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er alveg prýðileg skilgreining hjá þér, Grefill og þú hefur skilið mig rétt. Eins og þú segir er eina ráðið að koma ró á mannskapinn.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.8.2010 kl. 03:55

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kjánafylgið eru þeir sem vilja enn kjósa hrunaflokkana áfram til valda.. td sjalfstektarfólkið.. það var svoleiðis fólk sem Hitler treysti á.. blindir ofstækisfullir, sauðheimskir.. sérhagsmunaseggir.. þeir studdu Hitler til valda.. að líkja þessu við fylgi Jóns Gnarr er í besta falli bara heimska.

Óskar Þorkelsson, 4.8.2010 kl. 04:05

17 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Sterkasta aflið lætur ekki að sér hæða. Meðferðarúrræði eru engin, því er nú verr.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.8.2010 kl. 04:10

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú meinar að þér sé ekki hjálpar auðið Vilhjálmur ?

Óskar Þorkelsson, 4.8.2010 kl. 04:13

19 Smámynd: Grefillinn Sjálfur

Mér finnst hún góð þarna setningin: "Kjánafylgi leggst aldrei með þeim sem er með lausnina heldur þeim sem losar fólk við vandmálin."

En ég held samt að hún yrði nákvæmari svona: "Kjánafylgi leggst aldrei með þeim sem er með langtímalausnina heldur þeim sem losar fólk við skammtímavandmálin."

Annars hefur það verið mín skoðun frá upphafi þesssarar svokölluðu kreppu að það mistókst með öllu að hafa hemil á mannskapnum. Þar með þyrlaðist upp kjánafylgi sem síðan gerði allt verra með því að koma á vinstri stjórn þegar langtímalausnin fólgst raunverulega í enn sterkari hægristjórn.

Hins vegar gerði Geir Haarde gríðarlegar skyssur frá upphafi til enda í þessu ölduróti, ekki síst með hinu makalausa "Guð blessi Ísland" - heimsendaávarpi.

Þá varð allt vitlaust og eru öldurnar enn til staðar.

Ertu annars sammála því að "Guð blessi Ísland" - heimsendaávarpið hafi verið reginmistök?

Grefillinn Sjálfur, 4.8.2010 kl. 04:14

20 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég held að það sjá það hver maður að Geir brást gjörsamlega í þessu máli. Davíð mun hafa sagt um hann fyrir löngu: „Þú getur ekki breytt ketti í tígrisdýr“, eða eitthvað í þá veru. Þarna var einfaldlega rangur maður á röngum stað. Hefði Davíð verið við fulla heilsu og áfram við völd hefði allt annað orðið uppi á teningnum. Afleiðingarnar urðu fyrirbæri eins og Hörður Torfason og nú síðast Jón Gnarr, þ.e. kjánafylgið. Eins og þú bentir á hér að ofan kemur slíkt gjarnan upp þegar upplausn er í þjóðfélaginu og bestu (eða verstu) dæmin eru franska og rússneska byltingin. Þar voru í báðum tilvikum sæmilega velmeinandi menn í forystu í upphafi en þeir grimmustu og samviskulausustu hrifsuðu að lokum völdin. Það er mjög hættulegt þegar slík upplausn verður. Þá fara kjánarnir af stað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.8.2010 kl. 04:26

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var mikið NARR í gangi, þegar margir Þjóðverjar kusu nazista og kommúnista í Weimarlýðveldinu. Annars verð ég að geyma mér að lesa þessa (áreiðanlega spennandi) grein þína, Vilhjálmur.

Jón Valur Jensson, 4.8.2010 kl. 05:03

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vilhjálmur það ber að þakka hamingjunni fyrir menn eins og þig, sem tryggja með svona bulli í ræðu og riti að hugsandi fólk kýs að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá ykkur kjánaprikunum.

Það eru bara snillingar eins og JVJ sem geta komið með athugasemdir við greinar sem þeir hafa ekki lesið. (#21)

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2010 kl. 07:53

23 identicon

Vilhjálmur Þóreyjarson lætur ekki að sér hæða - hommarnir eina stundina, borgarstjóranum líkt við fasista hina stundina.

Besti Flokkurinn lofaði ekki neinu nýju, hann lofaði að halda áfram á nákvæmlega sömu brautinni bara með sprelli og uppátækjum á leiðinni.

Ertu kannski að vonast til að Jón Gnarr fangelsi samkynhneigða og vinstri menn ? 

Jahá (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 15:58

24 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Nei, reyndar ekki, en hugmyndin er góð.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.8.2010 kl. 17:21

25 identicon

Okei vilhjálmur svaraðu þessu , hvað hefðir þú viljað sjá gerast?, fyrst þú ert svona afskaplega alvitur um alla skapaða hluti. Ef ekki Jón hver þá?

"Hitler er alltaf skrifað með stórum staf" og vá frábært svar sé að þú hefur lagt þig allann í það .

ha!!!!?!?!?! (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 17:37

26 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Vilhjálmur er líka skrifað með stórum staf.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.8.2010 kl. 19:30

27 identicon

Bíddu, eru JVJ og Gnarr ekki trúbræður... báðir NARRAÐIR.. Og Villi líka.

DoctorE (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 19:34

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ég er hræddur um, að við Jón Gnarr séum ekki lengur trúbræður. Þar miða ég við ummæli hans í blöðum fyrir borgarstjórnarkosningarnar.

Jón Valur Jensson, 4.8.2010 kl. 21:44

29 identicon

Það að nota orðið breytingar í kosningabaráttu er ekkert nýtt og einskorðast alls ekki við Hitler eða aðra valdabrjálæðinga. Sem dæmi um menn sem notu það einnig er Clinton, Obama, sjálfstæðisflokkurinn, kvennalistinn, og fleiri. Og ekki að ástæðulausu. Þegar stjórnmálamenn skíta í brækunar þá er tími fyrir breytingar, breytingar frá seinustu tímum.

Jón Gnarr var engin töfralausn, og hann er engan veginn að fara taka einræðisvald á íslandi. Einnig myndi hann aldrei taka ákvarðanir sem herja gegn mannréttindum einstklingsins. Þarna er mikill munur á Hitler, í raun þér (skoðanir þínar á samkynhneigðum) og Jóni Gnarr. 

Þú segir þá sem kusu Jón Gnarr aðeins hafa gert það af vitleysu og af þeim ætti að taka kosningaréttinn. Þannig ég skal útskýra fyrir þér af hverju ég kaus hann og af hverju ég sé ekki eftir því. Taktu nú vel eftir. 

1.    Ég kaus hann fyrst og fremst vegna þess að ég vildi ekki sjá sömu ömurlegu pólitíkusana aftur í ráðhúsinu.

2.    Einnig var hann með vefsíðu sem er næst beinu lýðræði sem ég hef séð á Íslandi. En á þessari vefsíðu gat svartur almúginn sett inn hugmyndir um hvernig mætti gera Reykjavík af betri borg. Þar komu fram margar mjög góðar hugmyndir.

3.     Einnig er ég kominn með hundleið á pólitík því þeir sem hafa áhuga á henni er óhaggandi í skoðunum sínum (ég gæti alveg rökrætt við vegg) og mér fannst þetta byrjað að snúa alltof mikið um hægri og vinstri í staðinn fyrir að fólk væri að vinna að því markmiði: Að gera betri borg. 

4.      Hann er ekki pólitíkus í eðli sínu og því ekki eiginhagsmunaseggur. 

 Af hverju ég se ekki eftir að hafa kosið hann. 

1.    Reykjavík er strax orðin mun skemmtilegri borg.  T.d er borgarstjóri okkar með facebook síðu þar sem hver sem er getur tjáð sig um hann og hans mál. 

2.   Hann prófaði að láta loka Laugarveginum eina helgina þegar vel viðraði og studdi fólk í því að vera með sölubása og allskonar atriði. Sem gerði miðbæin mun skemmtilegri. 

3.  Hann hefur gefið öllum börnum frítt í sund

4.   Hann hefur samið um stuðning fyrir nýbúa

5.   Hann hefur nýtt sér hugmyndir af fyrrnefndri vefsíðu. T.d að breyta nafninu á miklatúni aftur í Klambratún. 

6.  Hann er búin að vera miklu skemmtilegri en allir hinir 

 Og þetta á tveim mánuðum. 

Vonandi að þetta útskýri eitthvað fyrir þér og þú telur ekki alla hafa ekki tekið upplýsta ákvörðun !

jakob Ómarsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 22:39

30 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér hundleiðist þetta tal um hatur mitt á samkynhneigðum. Mér líkar prýðilega við festa homma. Ég hef hins vegar fullkomna andstyggð á neðanþindar- æxlunarfæra- og líkamsopaþráhyggjunni sem er svo einkennandi fyrir svokallaða „baráttumenn“ fyrir hommaríi. Á sama hátt þykir mér vænt um konur þótt ég hafi ímugust á feministum. Það er alveg ljóst og hefur alltaf verið ljóst að Jón G. veit ekki hvort hann er að koma eða fara. Hann er í borgarstjóraleik, en þeir sem stjórna honum eru úr órólegu deild VG og algerir vitleysingar. Hvað mig snertir er helsta afrek hans að gera mér illmögulegt að komast niður í miðbæ, því ég er alveg bundinn við bílinn. Lokun miðbæjarins var jafnframt útilokun hreyfihamlaðra þaðan. En þetta er aðeins byrjunin. Í einhveru valda- og áhrifamesta embætti á landinu situr nú maður, sem talar aðeins um ísbirni og Múminpabba. Þeir sem kusu hann er alveg augljóslega fólk af sama tagi.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.8.2010 kl. 22:51

31 identicon

hundleiðist þér það? þú ert nú svolítið að bjóða uppá að þér sé bendlað við hommahatur.

ha!!!!?!?!?! (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 02:05

32 identicon

Borgarstjórinn okkar er í gódu sambandi vid múmínpabba um inngongu inn í ESB sem er lykillinn ad velferd fyrir okkur.

Thad er ekki von ad thú skiljir thad enda einn úr thessum 30% sem engin medferdarúraedi duga.

Leifur (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 11:54

33 identicon

Það sem einkenndi kosninguna á Hitler og Mussolini, var eins og þið sögðuð, upplausn í þjóðfélaginu og þessir menn komu með lausnir og loforð um betra land (góðar eða vondar). Jón Gnarr kom með ekkert, hann bara bauð sig fram og sagðist ætla að gera sem minnst, bara komast í þægilega vinnu, engin loforð ekki neitt, og viti menn fólk kaus hann. Skil ekki hvernig það er hægt að bera þetta saman.

Jón Gnarr kom með enga gervilausn sem fólk trúði!!

Svo talar þú um að fólk ætti frekar að sitja heima eða skila auðu, kannski satt, en ýmindaðu þér, 35% af Rvk vildi frekar kjósa grínframboð með engar stefnu nema að gera gott við sjálfan sig (og aumingja), heldru en hina stjórnmálaflokkanna.

Þú ætti frekar að skrifa pistill um hina stjórnmálaflokkanna. Augljóslega eitthvað mikið að hjá þeim ef þriðjungur borgarinna vill frekar kjósa grínara með enga reynslu heldur en atvinnupólitíkusa hjá hinum flokkunum.

 Þú segir "Kosning Jóns G. Narr sýnir fyrst og fremst ömurlegan lýðræðisþroska þjóðarinnar. Fólk sem ver atkvæði sínu á þennan hátt ætti varla að hafa kosningarétt."

Hér er eg ekki sammála, finnst þetta segja miklu meira um lýðræðisþroska flokkanna í framboði

Eins og ég segi, ekki mann ég eftir neinum merkilegum lofoðum hjá Jón Gnarr um að hann mundi bjarga öllu, engin loforð um betri borg. Hann plataði engann, fólk kaus hann bara vegna þess að hinir flokkarnir hafa staðið sig ótrulega illa.

Tryggvi (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:06

34 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það eru ýmsir góðir punktar í þessu hjá þér, Tryggvi, en það breytir ekki því að Jón G. á ekki að vera í þessari stöðu. Fólk kýs Jón G. eins og það kaus Mussolini og Hitler, vegna þess að hann er „öðruvísi“. Hann er meinlausari en þeir, en hvatirnar sem fengu fólk til að kjósa hann eru alveg þær sömu og réðu gerðum mikils hluta Þjóðverja og Ítala á þriðja og fjórða áratugnum.

Mér finnst full ástæða til að þrengja kosningaréttinn í ljósi þessarar reynslu. Fólk, sem vill hafa borgarstjóra sem talar aðeins um ísbirni og Múmíndalinn og vill gera Kardimommubæinn að vinabæ verðskuldar einfaldlega ekki að hafa fullan kosningarétt.  Skilningur þeirra á lýðræðinu og á kosningaréttinum og ábyrgðinni sem honum fylgir er alls ekki í lagi. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.8.2010 kl. 15:21

35 identicon

Ég er ansi hrædd um að þú þurfir ekki að leita langt til að finna fasista vinur. Það er nóg að renna yfir blogggreinar þínar til að átta sig á að hér er á ferðinni maður sem ber ekkert umburðarlyndi fyrir öðrum. Í raun er það alveg meinfyndið að lesa pælingar þínar um hverjir mega og mega ekki kjósa í sömu grein og þú ásakar aðra um að vera fasistar:) En hey, þú hefur fullan rétt á þínum skoðunum.

Endilega lestu aftur kommentið frá Jakob. Þar er afar góður listi yfir ástæður þess að rúmlega 30% borgarbúa kusu þennan flokk. Það var hvorki grín né kjánaskapur.

Ef til vill myndi það bæta geðheilsuna að skutlast niður í bæ, tylla þér á huggulegt kaffihús og verða vitni að því sjálfur hversu góð störf þessi borgarstjórn hefur unnið nú þegar. Það er í raun betri aðstaða fyrir fatlaða núna í miðbænum en var áður og bærinn iðar bókstaflega af lífi. Stundum er gaman að kynna sér hlutina örlítið áður en maður bölsótast útí þá.

Góðar stundir

Jónína (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 17:59

36 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Kona góð: Þú er greinilega heltekin af flathyggju og birtingarmynd hennar, pólitískri rétthugsun. Ég ráðlegg þér eindregið að lesa Þjóðmálagreinina eða ritgerðina „Eyja Sancho Panza“, þar sem ég ræði þær hugmyndir sem ríkja í sálarlífi þínu. Þess utan botnar þú hvorki upp né niður í því hvað „fasisti“ er, en það er raunar allt of algegnt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.8.2010 kl. 18:17

37 identicon

Af hverju ekki Obama hérna og allt hans áróðurs "change" (breytingar) í þessu sambandi Vilhjámur?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 18:38

38 identicon

Það er rétt, í kommentinu mínu notaði ég orðið fasisti einsog það er notað í daglegu máli, ekki fræðilegu samhengi.

Ég nenni ekki að lesa þessar greinar þínar sem þú bendir á enda eru þær greinar sem ég hef lesið nú þegar frá þér illa/ekki rökstuddar og greinilega enginn metnaður í að fara með réttar staðreyndir. Það er líka frekar óhugnarlegt að þú sér búinn að skrifa grein um það sem ríkir í sálarlífinu mínu :)

Smelltu þér niðrí bæ á Gay pride um helgina, þú hefur gott að því.

Góðar stundir

Jónína (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 18:41

39 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er alveg rétt að hrópin um „breytingar“ áttu mikinn þátt í sigri Obama. Að sjálfsögðu hefur ekkert breytst nema þá til hins verra.

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.8.2010 kl. 18:41

40 identicon

Það má þakka fyrir að þú ráðir engu. Það væri skelfilegt.

SR (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 20:44

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fr. Jónína, er skilgreiningin á fasista "maður sem ber [sic] ekkert umburðarlyndi fyrir öðrum"? Eru þá margir kommúnistar og kratar og ýmsir þeirra sem hata alla pólitík fasistar? – Þú notar pólitískt hugtak sem skammaryrði um Vilhjálm. Viltu ekki vera nákvæmari í því að tjá meiningu þína? Og ertu svo eftirnafnslaus?

Jón Valur Jensson, 5.8.2010 kl. 22:03

42 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

„Fasisti“ virðist nú orðið þýða einhvern sem er ekki nægilega pólitískt rétthugsandi. Einhvern sem styður ekki hina yfirlýstu stefnu stjórnvalda um hommadýrkun, feminisma og fjölmenningarbrölt. Það hefur fengið, í huga einfaldra manna og vinstrisinnaðra, svipaða merkingu og „útsendari djöfulsins“, eða „haldinn illum anda“ hafði á miðöldum. Einhver, sem ekki samþykkir ríkjandi flathyggju stjórnvalda og birtingarmynd hennar, pólitíska rétthugsun.

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.8.2010 kl. 22:11

43 Smámynd: Omnivore

Það er sennilega ekki rétt að nota orðið fasisti um þig. Það breytir því ekki að fólk hefur rétt á sinni skoðun um skoðanir þínar. Mér finnst þær einkennast af einhverri biturð, fáfræði, fordómum og almennum skítlegheitum.

Omnivore, 5.8.2010 kl. 22:39

44 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Fulltrúar hinna utanaðbókarlærðu skoðana sem felast í pólitískri rétthugsun koma fram undir ýmsum nöfnum og gervum, en málflutningur þeirra endar alltaf á því sama: Sá sem neitar að láta forritast með ríkjandi skoðunum er útsendari hins illa, Hitlers eða einhvers annars tákngervings hins vonda. Sá sem neitar að hlusta á fyrirframvitað blaður þessa fólks er einfaldlega „fáfróður“. Hann hefur ekki lært kverið sitt og er fullur af „fordómum“ og (alveg nýtt og frumlegt) „almennum skítlegheitum“. Þetta síðasta hef ég reyndar aldrei heyrt áður frá hinum prógrammeruðu fulltrúum múgsins, en það sýnir þó að þeir hafa smávegis sköpunargáfu.

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.8.2010 kl. 22:47

45 Smámynd: Omnivore

Takk fyrir það Vilhjálmur.

Ég er reyndar ekki haldinn mikilli pólitískri rétthugsun. Ég hins vegar þekki heimskulega fullyrðingu þegar ég sé hana.

Hvað hefurðu annars á móti hommum?

Omnivore, 5.8.2010 kl. 23:39

46 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ekki nokkurn skapaðan hlut. En þú og aðrir sem ætla að tjá sig um mig og skoðanir mínar á nútímasamfélaginu ættu skilyrðislaust að lesa greinina „Eyja Sancho Panza“. Þar kemur betur fram það sem ég er að tala um en hægt er að segja í stuttu bloggi.

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.8.2010 kl. 23:46

47 identicon

"Mér hundleiðist þetta tal um hatur mitt á samkynhneigðum. Mér líkar prýðilega við festa homma. Ég hef hins vegar fullkomna andstyggð á neðanþindar- æxlunarfæra- og líkamsopaþráhyggjunni sem er svo einkennandi fyrir svokallaða „baráttumenn“ fyrir hommaríi."

Um hvaða líkamsopa-þráhyggju ertu að tala?

Það virðist stundum fara framhjá fólki að barátta samkynhneigðra alls staðar í heiminum snýst annars vegar um, að lagaleg réttindi þeirra séu þau sömu og gagnkynhneigðra og hins vegar um, að samkynhneigðir séu viðurkenndir innan samfélagsins. Hinsegin dagar t.d. stuðla að þessu síðarnefnda og eru gleði- og ástar-dagar, ekki líkamsopa-dagar.

En sumir, eins og þú Vilhjálmur - einblína á kynlíf samkynhneigðra og gleyma því sem mestu máli skiptir: að fólk vill bara fá að elska þann sem það elskar án þess að vera litið hornauga.

Þorbjörg (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 00:45

48 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Líkamsopa- þráhyggjan kom einkar vel í ljós á „V- deginum“, sem m.a. alþingiskonur voru að vegsama tiltekið líkamsop á sjálfri sér í löngu máli. Þetta þótti öllum þá eðlilegt og sjálfsagt. En hvað yrði sagt ef t.d. Steingrímur J. eða Ögmundur mundu stíga á svið og fara að vegsama lókinn á sér? Af hveru gera þeir það ekki? Væri það ekki í anda „jafnréttisbaráttunnar“.

Flíkunarhneigðin, athyglissýkin, skrípalætin og rassaköstin í þessu liði finnast mér einstaklega vitlaus og vemmileg. Annars hef ég aldrei skilið hvers vegna þetta lið kennir sig við 78, en ekki t.d. 69 eða einhverja aðra gagnmerka tölu. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.8.2010 kl. 00:57

49 identicon

Ja, mér þætti nú bara ágætt að heyra í strákunum á þinginu vegsama typpin á sér opinberlega. Heldurðu að allt yrði brjálað? Ekki ég.

Annars skil ég ekki alveg hvað þú hefur svona á móti því að fullt af fólki setji saman skrúðgöngu með skemmtiatriðum sem fjórðungur þjóðarinnar telur nógu skemmtileg til þess að mæta niður í bæ og horfa á. Tilgangurinn er að allir hafi gaman að!

Eru skrípalæti kannski forréttindi gagnkynhneigðra? ;)

Þorbjörg (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 01:15

50 identicon

Þessi bók http://www.amazon.com/Johnny-Cant-Think-Robert-Whitaker/dp/0972929207/ref=pd_bbs_sr_1/103-6001937-9361462?ie=UTF8&s=books&qid=1179992047&sr=8-1

útskýrir á alveg ljómandi einfaldan hátt margar af athugasemdunum við færslur þínar, Vilhjálmur.  

Öllu gamni fylgir alvara, rétt eins og öllu frelsi fylgir ábyrgð.  Verst er þegar stór hópur í samfélaginu kemst upp með mikilvæg störf án allrar ábyrgðar.

Ég, um mig, frá mér, til mín og þú borgar.  Þetta finnst mörgum svo fullkomlega eðlilegt að þau sjá EKKERT athugavert við það, þvert á móti.

Sorglega fyndið og getur ekki endað vel.

Skúli Jakobsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 23:31

51 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þakka ábendinguna. Nú sé ég í fréttum að Íslendingar eru orðnir til athlægis út um allan heim. Eins og þú segir er þetta sorglega fyndið og getur ekki endað vel.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.8.2010 kl. 23:39

52 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Vilhjálmur, þvargararnir láta ekki að sér hæða. Þeir sjá nöfnin Hitler og Mussolini, þá eru þeir búnir að ákveða það að þú sért að fjalla um þá. Þeir kunna ekki að skilja merkinguna í því sem þeir lesa, finnst þér gróft að kalla það heimsku?

Mér fannst þetta góður pistill hjá þér og þörf áminning. Þegar fólk er reitt þá er hætta á að skynsemin hverfi. Ástæða þess að Hörður Torfason fékk þessi viðbrögð í búsáhaldabyltingunni var sú, að einhver kom og speglaði reiði fólksins, kom henni í orð. Það var sama og Hitler gerði, hann speglaði reiði fólksins og kom henni í orð.

Við vorum mjög heppin hér á landi, að það skyldu hafa verið menn eins og Jón Gnarr og Hörður Torfason sem náðu tökum á fólkinu, en ekki einhver með sömu lyndiseinkunn og Hitler.

Við þurfum stöðugt að hafa gagnrýna hugsun og lesa það sem er skrifað ásamt því að leitast við að skilja þankagang þess er skrifar, ef við viljum fjalla um efnið.

Það má kannski bæta því við að Þjóðverjar voru, þegar Hitler komst til valda upplýst og menntuð þjóð. Það var ekki villimennsku né þekkingarskorti um að kenna, heldur lét þjóðin stjórnast af reiði.

Reiðin er hættulegasti óvinur mannsins, mörg dæmi er hægt að sjá um það í sögunni.

Jón Ríkharðsson, 8.8.2010 kl. 11:37

53 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Fyrirgefðu að ég skuli fara út fyrir efnið Vilhjálmur, ég sá að þú nefndir orðið "Flathyggja". Ég á öll tölublöð hins góða tímarits Þjóðmáls og les reglulega í þeim. Ef það varst þú sem skrifaðir greinina um "Flathyggjuna", þá vil ég þakka þér kærlega fyrir. Þegar ég las hana, þá fannst mér ég skilja ýmislegt varðandi þessa fáránlegu áráttu fólks að vilja steypa alla í sama mót. Orðið flathyggja finnst mér mjög gott og lýsandi fyrir ofangreinda áráttu.

Jón Ríkharðsson, 8.8.2010 kl. 11:43

54 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég sá að þú vísar á tengil sem leiðir inn á þessa góðu grein Vilhjálmur og vil ég hvetja alla til að smella á hann í aths. nr 36. Ef einhver getur lesið annað en hvatningu til víðsýni og umburðarlyndis úr þeirri grein, þá þyrfti viðkomandi góða tilssögn í lesskiningi.

Jón Ríkharðsson, 8.8.2010 kl. 11:52

55 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Já, það var reyndar ég sem skrifðai „Eyju Sancho Panza“ um flathyggjuna í Þjóðmál. Annars má taka undir allt sem þú sagði hér að ofan. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 8.8.2010 kl. 11:56

56 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þó ég teljist vafalaust til einfaldrar sálar sem ímyndar sér að hægt sé að lækna vandamál heimsins með því að fá „nýja menn“ til valda. Af því gefnu að grínistar séu ekki fasistar hvað þá stjórnmálamenn. Eins vil ég þakka fyrir skemmtilega færslu og áhugaverð skoðanaskipti. Sérstakar þakkir fyrir linkin á eyju Sancho Pansa, þeirri ritgerð gef ég einfeldningurinn hiklaust 10.

Magnús Sigurðsson, 13.8.2010 kl. 16:17

57 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki fullmikil einföldun hjá mörgum spekingum okkar að fullyrða að Hitler og Mussolini hafi verið einhverjir fábjánar. Það voru milljónir manna sem trúðu á þá sem unga og ferska stjórnmálamenn, eins og Jón Gnarr og Vilmundur Gylfason.

Eins og segir í Horst Wessel söngnum. " Es schau´n af Hakenkreuz mit Hoffnung schon Millionen, die Aeit f!ur Arbeit un Brot bricht schon an." Hitler og Hakakrossinn voru von atvinnuleysingjanna og lítilmagnanna, hann myndi rétta hlut þeirra op færa þeim vinnu og brauð.

Mussolíni var einskonar ungmennafélagsleiðtogi,lét taka myndir af sér í heyskap með hrífu eins og hér hefur líka verið notað,  talaði eins og Guðbrandur í Áfenginu af innblásnum tilfinningahita. Þessir kallar meintu það sem þeir voru að segja og trúðu því sjálfir að þeir væru frelsarar fólksins og fólkið fylgdi þeim.

Margt sem Hitler segir í Mein Kampf um áróðurstækni og hvernig stjórnmálamaður getur náð árangri er klassík og sýnir að þessi maður hafði fleiri hliðar en þá sem dimmust er. Hann hafði meiri trú á því að þruma úr ræðustól yfir fólkinu heldur en að vera að skrifa greinar í kratablöð. Hann kunni að flytja hið talaða orð, einfalda það eftir gáfnafari áheyrendanna, sem hann hafði ekkert sérstak álit á. Steingrímur J. Sigfússon er sá stjórnmálamaður íslenskur sem virðist eitthvað hafa af því sem til þarf að ná til áheyrenda. Hinir eru flestir fremur bragðdaufir í ræðumennsku og leikrænni tjáningu. 

Halldór Jónsson, 14.9.2010 kl. 21:33

58 Smámynd: Halldór Jónsson

æ, prentvillupúkinn, die Zeit für Arbeit...

Halldór Jónsson, 14.9.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband