Lýðræðið má ekki sigra!

„Fái þjóðirnar að kjósa milli kúgunar og stjórnleysis, velja þær alltaf kúgarann“, sagði Aristóteles. „Lýðræði" er eins og „mannréttindi" eitt af þessum fallegu orðum sem vinstri menn endurtaka ótt og títt án þess að botna upp né niður í því hvað í orðinu felst. Í meginatriðum felur það í sér að meirihluti kjósenda eigi að ráða. Í mörgum löndum er „lýðræði" einungis annað orð fyrir aðgerðarleysi, spillingu og upplausn og það er alls ekki sjálfgefið að almenningur kjósi lýðræði, fái hann að velja. Í Weimar-lýðveldinu höfðu andstæðingar lýðræðis, kommúnistar og nasistar, t.d. meirihluta atkvæða samanlagt. Í Alsír reyndi herforingjastjórn að halda lýðræðislegar kosningar, en þá kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þegnanna kaus islamista, andstæðinga lýðræðis sem einnig vildu afnema flest það sem við nefnum grundvallarmannréttindi að dæmi Khomeinis eða talíbana. Kosningarnar voru ógiltar og eru „mannréttindafrömuðir" síðan með böggum hildar út af öllu saman. Hvert eiga þeir að snúa sér með vandlætingu sína og fordæmingu? Eiga þeir að býsnast út í herforingjana sem vildu koma á vestrænum gildum, svipað og Íranskeisari á sínum tíma, eða á að fárast út í lýðræðislegan vilja kjósenda sem vildu afnema allt sem heitir lýðræði og mannréttindi? 

Íranskur almenningur, Amnesty og gjörvöll vinstri hreyfingin á Vesturlöndum studdi Khomeini til valda. Þar er varla nokkur vafi á því, að Íransstjórn, sú sem nú ógnar heimsbyggðinni með kjarorkuvopnum er lýðræðisleg. Hún nýtur stuðnings yfirgnæfandi meiri hluta landsmanna. Hvað er vandamálið?

 Sama má segja um Þýskaland Hitlers, Rússland Stalíns eða Norður-Kóreu undir Kim Il Sung. En voru þessar stjórnir "lýðræðislegar?" Svarið hlýtur að vera neitandi. Hitler var, eins og prestar þjóðkirkjunnar, lýðræðislega kosinn einu sinni. Síðan sátu menn uppi með hann. Frjálsar kosningar voru ekki tíðkaðar í þeim ríkjum sem ég nefndi, né heldur ríkti tjáningarfrelsi. Án tjáningarfrelsis er lýðræði óhugsandi, jafnvel þótt þessar stjórnir og fleiri slíkar hafi örugglega fullnægt því skilyrði að hafa stuðning meirihluta þegnanna.

Mjög margt fleira mætti segja um þetta, en stjórnarformið og hugtakið "lýðræði" er miklu flóknara en svo að unnt sé að gera því sæmileg skil í stuttu máli. Orðið hentar hins vegar ágætlega til að slá um sig með því.

Það allra versta sem nú gæti gerst í Egyptalandi væri, að lýðræði yrði komið á. Vinstri sinnaðir kjánar á Vesturlöndum virðast alls ekki geta skilið að fólk í þriðja heiminum hugsar alls ekki eins og það. Hatur á Vesturlöndum ólgar hvarvetna undir niðri, samfara öfund og reiði. Það sem fer einna mest fyrir brjóstið á þriðja heims búum, og alls ekki aðeins múslimum, eru einmitt baráttumál bandamanna þeirra, vinstri manna, nefnilega allt lauslætið, homma- og kvennabröltið, klámið og margt annað sem þetta fólk fyrirlítur. Þetta undirliggjandi hatur blandað dúpstæðri öfund fékk fyrst útrás í Íran, en ólgar hvarvetna undir. Menn, allra síst fjölmiðlamenn, virðast alls ekki skilja, að í hugum mikils hluta almennings í múslimaheimium er Osama bin Ladin ekki aðeins hetja, heldur allt að því heilagur maður. Nái lýðræðið fram að ganga og almenningur komi fram vilja sínum í Egyptalandi verður strax skrúfað fyrir öll vinsamleg samskipti við Ísrael. Í staðinn mun koma fullur fjandskapur. Ofbeldis- og hryðjuverkahópar munu njóta velþóknunar hinna nýju stjórnvalda. Sagan frá Íran 1978-79 mun endurtaka sig og raunar er líklegt, að falli Egyptaland muni flest önnur lönd á svæðinu verða lýðræðisleg, þ.e. lendi undir stjórn islamista. 

Helsta von Vesturlandabúa er, að annar herforingi taki við völdum af Mubarak. Herinn einn getur haldið islamistum - og lýðræðinu - í skefjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Villi Eyþórs virðist vera einn örfárra Íslendinga sem ævinlega fá niðurgang þegar braskað er með mannréttindi. Hann vill greinilega ekki að Jón og Gunna fái að sofa saman þar sem þau vilja, hvort sem þau bera höfuðfat, slopp eða nærbuxur að hætti innlendra. Heldur verður ameríski sjónaukinn ævinlega að beinast að svefnherbergi þeirra að hætti "Peeping Tom´s" og fylgjast með öllu sem þau gera heima fyrir.

Væri nú ekki betra, Villabarn, að taka sér skilti í hönd, ganga út á götu, þó ekki um borð í Bensann, heldur drattast með skiltið niður Laugaveginn, hægt og rólega í hálkunni, og horfa gáfulegum gráu augunum til beggja hliða, stoltur með skiltið, en á því stæði: Ég er stoltur að vera Íslendingur og fá að borga Icesave-skuldina mína.

Góðar stundir. Við vonum að lýðræðið blífi undir styrkri stjórn hersins, því að án hers verður aldrei nein andstaða, hvar í heimi sem er.

Bless, E.

Einar G. Þ'orhallsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband