Undarlegustu kosningar sögunnar

Fjölmargir hafa tjáð sig um nýjustu uppákomu „norrænu helferðarstjórnarinnar“, nefnilega skopleikinn harmræna um „stjórnlagaþingið“ svonefnda. Einna bestu úttektina á því sem hér var um að ræða skrifar Skafti Harðarson á bloggsíðu sinni á Eyjunni, en þar ræðir hann nýjustu tillögu Gunnars Helga og segir m.a.: 

„Efnt er til kosninga meðal þjóðar. Í lýðræðisríki þar sem kosningaþátttaka hefur almennt verið góð, eða yfir 80%, tekur allt í einu innan við þriðjungur atkvæðisbærra manna þátt í kosningum. 522 einstaklingar bjóða sig fram. Tími til kynningar er nánast enginn, og almenningur lætur sér fátt um málefnið finnast. Löggjafinn takmarkar auk þess frelsi þeirra frambjóðenda sem lítt eru þekktir að eyða í kynningar svo nokkru nemi. Þannig er forskot fjölmiðlunga tryggt. Og fæstir frambjóðendur, og þaðan af síður kjósendur, hafa minnsta skilning á kosningafyrirkomulaginu. Síðustu fulltrúarnir inn á þingið hljóta kosningu 0,15% atkvæðisbærra manna. Kosningarnar eru kærðar. Hæstiréttur landsins kemst að þeirra niðurstöðu að framkvæmd kosninganna hafi verið verulega ábótavant og ógildir þær. En þá kemst meirihluti þings þessarar þjóðar að þeirri niðurstöðu að hafa ógildingu kosninganna að engu og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist“.

Skafti heldur áfram: „Að þessi hugmynd skuli koma frá prófessor við Háskóla Íslands er auðvitað skammarlegt. Að RÚV taki gagnrýnislaust við hugmyndinni er svo enn skammarlegra. Gunnar Helgi hvetur til sniðgöngu laga og réttar og að litið skuli framhjá stórkostlega slakri stjórnsýslu. Hafa ber í huga að þetta er maðurinn sem Jóhanna valdi sem formann nefnar til að semja tillögur til ríkisstjórnarinnar um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis!“

Því er við að bæta að í þessum undarlegu kosningum, þeim undarlegustu sem nokkurs staðar hafa farið fram í nokkru landi nokkurn tímann í mannkynssögunni tóku hlutfallslega þátt álíka margir og þeir, sem telja Jón Gnarr hæfastan til að gegna einhverju áhrifa- og valdamesta ábyrgðarstarfi á landinu. Er það tilviljun? 

Hvenær losnum við við þetta lið úr stjórnarráðinu?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband