Þagnarsamsæri fjölmiðlaheimsins

Eins og ég gat um í færslu minni í gær lætur fréttastofa RÚV líta út fyrir að kynþáttaóeirðirnar í Bretlandi séu verk „fátæklinga“. Í þessu fylgir raunar fréttastofan línunni sem flestar aðrar rétthugsandi fréttastofur á Vesturlöndum hafa lagt. Á þessu er, sem oftar, ein undantekning, nefnilega Al- Jazeera, en múslimarnir sem þar stjórna (þótt fréttamennirnir séu flestir vestrænir) eru að mestu lausir við þann undirlægjuháttt við pólitíska rétthugsun sem gagnsýrir aðrar fréttastofnanir. Þar hafa menn réttilega bent á, að hér er fyrst og fremst um kynþáttaóeirðir að ræða, en fremstir standa ungir karlmenn af afrískum stofni.

Raunar eru mörg þessi hverfi blönduð og eitthvað að hvítum strákum hafa tekið þátt í látunum, en það breytir engu um kjarna málsins. Ástæða þess að fréttastofnanir og fjölmiðlar vilja ekki sjá það sem blasir við öllum heilvita, sjáandi mönnum, nefnilega, að þetta eru kynþáttaóeirðir, er ljós. Þeir óttast um fjölmenningarstefnuna sem hér er að bíða eitt af sínum stærstu skipbrotum í seinni tíð. Þessi stefna var andvana fædd, en ég óttast að afleiðingar hennar séu margar nú orðnar óafturkræfar. Hatrið á Vesturlandabúum og hvítu fólki yfirleitt ólgar hvarvetna undir í þriðja heiminum og einnig og ekki síður meðal þeirra þriðja heims búa, sem fluttir hafa verið til Vesturlanda. Ástandið er slæmt í Bretlandi, en í löndum eins og Hollandi, Danmörku, Þýskalandi, Svíþjóð o.fl. logar líka eldur undir niðri sem getur breyst í ólgandi bál á örskotsstundu hvenær sem er.

Því er það að fjölmiðlar rotta sig saman um að tala um „fátækt“ í stað þess að koma að kjarna málsins, nefnilega því djúpstæða hatri, blandað öfund í garð allra hvítra manna sem logar undir hvarvetna meðal múslima og fólks af afrískum stofni. Það er þetta hatur, sem hér fær útrás, ekki „fátækt“ eða „atvinnuleysi“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Vilhjálmur; jafnan !

Lýsing þín; er hárrétt, í grundvallar atriðum. Þöggunar sýki RÚVara - sem margra annarra, er hrópandi.

Annarrs; var á fréttum að sjá, á vefmiðlum áðan, að Cameron karlinn, sé ekki svo langt frá því, að grípa til áþekkra aðgerða, og Sýrlands forseti viðhefir, þar eystra.

Salla bara niður mannskapinn - og spyrja svo, líkt Assad kollega sínum.

Sýnist þér ekki samt Vilhjálmur; sem spekiorð Nostradamusar gamla (16.öld), séu farin að verða, að áhrínsorðum, að nokkru ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 15:30

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég fylgist með þessu á mörgum erlendum sjónvarpsstöðvum og drengirnir, sem hér er um að ræða eru að heita má allir svertingjar eða blandaðir. Sumir eru augljóslega pakistanar eða frá arabalöndum, en það vita allir sem vilja vita að ólgan er gífurleg hvarvetna í hverfum svartra og blandaðra innflytjenda og glæpatíðnin óskapleg. Einhvers staðar hafa verið dæmi um að hvítir strákar hafi tekið þátt, en öllu slíku taka fjölmiðlamenn fegins hendi og básúna út, því þeim liggur lífið á að almenningur geri sér ekki grein fyrir því að hér er í rauninni um kynþáttaóeirðir að ræða.

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.8.2011 kl. 15:40

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég hef alls ekkert breytt þessari færslu frá upphafi og ekkert þurrkað út, hvorki frá mér eða öðrum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 12.8.2011 kl. 14:05

4 identicon

Sæll aftur Vilhjálmur og þakka  þér þitt kurteisileg svar.

Ég biðst margfaldrar afsökunar á þessari röngu staðhæfingu minni , fyrr í dag, um að þú hafir breytt færslunni og athugasemdum við hana. 

Bretar segja víst eitthvað á þá leið "Act in haste. Regret at leasure"  sem á við í þessu tilfelli.

Ég er búin að átta mig á  að í fljótfærni  ruglaði  ég saman færslu þinni og færslu sem Snorri Óskarsson birti þ. 10.8 undir fyrirsögninni "Viðvörun til Mannréttindaráðs". Það afsakar ekki mistök mín að báðar þessar færslur vísa til óeirðanna í Englandi sem mér finnst, eins og þér, vera mikið áhyggjuefni og varpa upp mörgum spurningum.

Ég endurtek að ég bið þig afsökunar á þessum mistökum mínum og þakka þér fyrir þín kurteislegu viðbrögð.

Agla (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 15:37

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég vil á móti þakka þér kurteisina. Raunar sé ég alls ekki að ástæða sé til að þurrka neitt út, hvorki frá mér, þér eða öðrum. Kveðja, V.

Vilhjálmur Eyþórsson, 12.8.2011 kl. 15:46

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

En ég gerði það samt. Kurteisin lengir lífið.

Vilhjálmur Eyþórsson, 12.8.2011 kl. 15:52

7 Smámynd: kallpungur

Pólitísk rétthugsun er líklega eitt eitraðasta fyrirbæri sem skotið hefur upp kollinum síðustu áratugi. Þetta fyrirbæri myrðir skoðanaskipti og rökræður, Heltir umræðu og upplýsingaflæði auk þess sem það er hreinlega forheimskandi. Ágætur baráttumaður gegn ritskoðun orðaði hlutina einhvernvegin svona: "þú hefur engann rétt til að vera ekki móðgaður". Málfrelsið er dýrmætasti fjársjóðurinn sem 19. öldin færði okkur, og nú er pólitísk rétthugsun að murka lífið úr dýrgripnum.

kallpungur, 20.8.2011 kl. 04:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband