Beint lýðræði og Jesús

 Nú er öld vandlætingarinnar og siðapostulanna. Einfaldir, fáfróðir menn, úttroðnir af heilgari vandlætingu og blindu Bandaríkjahatri þykjast til dæmis nú hafa komist í feitt, þegar dauðarefsingar eru annars vegar (sbr. nýleg aftaka), en þær eru í rauninni eitthvert besta dæmið sem finnst um beint lýðræði, nema ef vera skyldi kosning Barrabasar á sínum tíma. Allar dauðarefsingar eru ákveðnar af kviðdómum, skipuðum almennum borgurum. Í sumum fylkjum mátti dómari áður fyrr kveða upp dauðadóm ef sektardómur kviðdóms lá fyrir, en það hefur verið afnumið af hæstarétti Bandaríkjanna. Það er fáránlegt að segja að „bandarísk stjórnvöld“ kveði upp þessa dóma. Dómarar, lögreglustjórar og saksóknarar eru þar lýðræðislega kosnir, ólíkt því sem gerist annars staðar, og þessir dómar eru því að öllu leyti lýðræðislegir. Stjórnvöld koma í raun hvergi nærri nema með því að borga laun hinna opinberu starfsmanna. En þetta er of flókið til að vinstri menn geti skilið. Ég fjallaði um þetta efni fyrir nokkrum árum í færslunni „Þankar á víð og dreif um lýðræði“, en þar segi ég m.a.:

„En hvað er þá lýðræði? Aristóteles segir það vera „stjórn hinna mörgu heimsku á hinum fáu vitru“. Þetta hugtak hefur verið afbakað, teygt og togað meira en flest önnur í seinni tíð ekki síst af alræðissinnum, en bæði Lenin sjálfur og erlendir, þar á meðal íslenskir, áhangendur hans voru farnir að beita þessu orði í tíma og ótíma um sjálfa sig strax snemma á 20. öld. Í seinni tíð er orðið algengt, einkum meðal vinstri manna, að setja lýðræðið á stall með Guði almáttugum og ljá því einhvers konar yfirnáttúrulegan töfraljóma. Með lýðræði, helst beinu, megi lækna öll mannanna mein og stofna fyrirmyndarríkið, útópíuna, hið endanlega himnaríki á jörðu. Málið er ekki svo einfalt.

Í rauninni er einræði miklu betra stjórnarform en lýðræði, þ.e. ef einvaldurinn er starfi sínu vaxinn. Því miður er slíkt allt of sjaldgæft. Auk þess eru valdaskiptin miklum erfiðleikum bundin. Mjög oft er vitnað til Acton lávarðar, sem benti á að „vald spillir, og algert vald spillir algerlega”. Því hafa menn á Vesturlöndum þróað fram þá blöndu af einræði og lýðræði, sem nefnist fulltrúalýðræði. Í fullltrúalýðræði eru tilteknum mönnum falin völdin um stundarsakir, með vissum takmökunum þó, en umboð þeirra er síðan endurnýjað í almennum kosningum á nokkurra ára fresti. Með þessu móti fá valdhafar einræðisvöld að mestu í nokkur ár í senn, sem er nauðsynlegt. Í fulltrúalýðræði gegnir almenningur hlutverki ráðningarstjórans. Hann ræður tiltekinn mann, eða (oftast) flokk manna til að annast stjórn ríkisins í vissan tíma, að mestu án frekari afskipta kjósenda.

Ein er sú kenning, að mikil kosningaþátttaka sýni styrk lýðræðis. Einfeldningar vitna oft til lágrar kosningaþátttöku í Bandaríkjunum, sem dæmi um vont lýðræði. Lægsta kosningaþátttakan er þó ekki í Bandaríkjunum, heldur í elsta og traustasta lýðræðisríkinu, nefnilega Sviss. Þar fer hún sjaldan mikið yfir 40% og hangir oft í kringum 30-35%. Í báðum þessum löndum er það kosningalöggjöf og fjöldi kosninga sem mestu veldur, og ég ekkert viss um að það sé til bóta, að hver sótraftur sé á sjó dreginn í kosningum. Samkvæmt slíkri kenningu ætti Norður- Kóera að vera mesta lýðræðisríki í heimi, því þar er kosningaþáttaka nálægt 100%. Stjórnvöld fá þar 98-99% stuðning kjósenda, og þessar tölur eru örugglega ófalsaðar.

Iðulega heyrist hrópað eitthvað um að skortur sé á „beinu lýðræði”. Rödd almennings heyrist ekki nægilega vel. „Grasrótin” eigi að ráða. Meira er um svokallað „beint lýðræði” í Sviss og Bandaríkjunum en annars staðar. Í síðarnefnda landinu einskorðast þó beint lýðræði aðallega við réttarkerfið. Í Sviss fær maðurinn á götunni, Jón Jónsson, hins vegar að taka ákvarðanir í hinum aðskiljanlegustu málum og þar, eins og í Bandaríkjunum kemur oft vel í ljós, að almenningur, svonefnd „grasrót” hefur iðulega allt aðrar skoðanir en eru í tísku meðal þeirra (yfirleitt vinstri sinnuðu) gáfumanna, sem í fjölmiðlum og menntakerfinu reyna að stýra hugsun Vesturlandabúa.

  Ágætt dæmi, þar sem skoðanir almennings og gáfumanna fara ekki saman er um dauðarefsingar í Bandaríkjunum, en afdráttarlaus stuðningur almennings við þær hefur verið uppspretta linnulausra árása Amnesty, fréttastofu RÚV og annarra þrýstihópa vinstri manna á „bandarísk stjórnvöld” í áratugi. Þessir dauðadómar eru þó ekki kveðnir upp af bandarískum stjórnvöldum eða mönnum á vegum þeirra, eins og tíðkast víðast annars staðar, heldur af (afar misvitrum) kviðdómum, skipuðum almennum borgurum, m.ö.o. „beint lýðræði" í framkvæmd. Dómarar (sem eru kosnir, eins og saksóknarar og lögreglustjórar) geta ekki fellt dauðadóm, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar fyrir nokkru, en áður gátu dómarar í sumum ríkjum fellt dauðadóm, þegar sektardómur kviðdóms lá fyrir. Í flestum löndum heims er aðeins ein löggjöf og eitt þjóðþing. Stjórnvöld geta víðast hvar lagt fram frumvarp á þessu eina þingi og afnumið dauðarefsingar með einu pennastriki. Svo er ekki í Bandaríkjunum. Þeir aðilar, sem slíka ákvörðun þurfa að taka eru alls 52, þ.e. ríkisþingin 50, alríkisþingið í Washington og herinn. Bandaríkjaforseti gæti hugsanlega, sem yfirmaður heraflans afnumið dauðarefsingar þar. Það yrði óvinsælt og mundi nánast engu breyta. Slíkar refsingar eru mjög sjaldgæfar, fara fram á margra áratuga fresti. Þetta er þó það eina, sem ríkisstjórnin í Washington gæti hugsanlega gert. Forsetinn gæti raunar látið leggja frumvarp fyrir alríkisþingið í Washington um afnám. Það yrði örugglega fellt, en þó það yrði samþykkt yrðu áhrifin afar lítil því aftökur á vegum alríkisins eru sárafáar. Þá eru eftir ríkin 50, en þing hvers og eins þeirra þarf að taka slíka ákvörðun. 14 ríkisþing hafa afnumið dauðarefsingar, en það kemur afdráttarlaust fram í öllum könnunum, að þar hafa þingmennirnir brotið gegn lýðræðinu og farið gegn vilja kjósenda sinna, því í öllum ríkjum Bandaríkjanna er yfirgnæfandi stuðningur almennings við dauðarefsingar, líka þar, sem þær hafa verið afnumdar. Litlar líkur eru til að fleiri ríkisþing bætist í þennan hóp. Að meðaltali í öllum ríkjum er stuðningur almennings við dauðarefsingar um 77%. Þannig er lýðræðið í framkvæmd. „Lýðurinn” ræður. Því fer fjarri, að ég sé einhver aðdáandi þessa kerfis eða stuðningsmaður dauðarefsinga, en þetta er bara svona.“

  En eins og ég sagði í upphafi er eitthvert besta dæmið um beint lýðræði, þegar Barrabas var kosinn og Jesús krossfestur. Beint lýðræði er nefnilega ekki lausn allra mála. Nú er mikið talað um þjóðaratkvæðagreiðslur. En hvað mundu þeir segja, sem hæst hrópa um beint lýðræði, ef farið væri t.d. fram á að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um, hvort svertingjar eða múslimar mættu setjast hér að, eða t.d. að hvítum konum yrði bannað að giftast svertingjum? Það er alveg víst, að þá mundi hljóðið breytast í þessum „lýðræðissinnum“, (sem raunar flestir studdu ýmist leynt eða alveg ljóst, alræði og gúlag í kalda stríðinu). Enginn vafi er á að slíkt á verulegan hljómgrunn meðal almennings, þótt fáir þori að segja neitt upphátt. Hver sá, sem legði fram slíka tillögu mundi þá fá að heyra hrópin hátt og snjallt: Krossfestið hann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rangt, þetta var einræði þar sem guð fjarstýrði mönnum til að myrða son(Sjálfan sig) sinn, til þess að fyrirgefa þeim erfðarsyndina. Ef hann hefði ekki gert þetta þá væri kristni ekki til í dag, allir menn voru saklaus peð í þessu plotti.

Getur ekki hafnað þessu.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 20:16

2 Smámynd: Benedikta E

Lýðræðislegar kosningar veita ekki heimild til glæpaverka.Dauðarefsingar eru í raun að viðurkenna manndráp - Dauðarefsing þegar ekki einu sinni ótvíræð sekt liggur fyrir - er ekki á nokkurn hátt verjandi. Manndráp eru aldrei réttlætanleg !!!

Benedikta E, 22.9.2011 kl. 20:44

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Lýðurinn ræður, og lýðurinn vill dauðarefsingar. Sorrý.

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.9.2011 kl. 20:46

4 identicon

Kæri villu-Villi, sem skrifar svo góðan texta. Þú ert hreykinn af Rómverjum, sem ráku puttana upp eða niður eftir því hvað þeir voru fullir. Svipað er í þínum elskuðu BNA, hjá Bandaríkjabúum, af sjónarhóli okkar Evrópumanna. Vertu velkominn í Evrópusambandið eftir 2 ár. Þér verður tekið með kostum og kynjum.

Bless,   Hakinn

Einar Gardar Thorhallsson (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 23:12

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hakinn" Einar Garðar hefur greinilega ekki náð því, hvað þú ert að segja hér, Vilhjálmur.

En þú ert snjall samfélagsrýnir og tímabærar hér þessar ágætu upplýsingar þínar um lýðræðislegt dómsvaldið í Bandaríkjunum. Flestir, sem yfir þeim býsnast, vita ekki helming á við þig um málefni þar.

Jón Valur Jensson, 22.9.2011 kl. 23:38

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég þakka fyrir þessa einörðu og hreinskilnu færslu Vilhjálmur. Þörf er þín greining á dauðarefsingunum í Bandadaríkjunum.

Hvernig á herinn að banna dauðarefsingar? ENginn forseti getur gert slíkt.  Adolf Hitler sem barðist 4 ár í Flanders í einhverri hryllilegustu styrjöld, segir hreinsknisleg blákalt í bók sinni, að hernaður verði ekki rekinn nema með vægðarlausri beitingu dauðarefsinga. Halda menn að hermaður á vígvellinum segi, mér leiðist þetta, ég er farinn? Eitthvað frekar Bandamannamegin en Þjóðverjamegin?

Mér finnst athyglisvert að fá að geriða atkvæði um innflutning flóttamanna og hælisleitenda. Ætli sé´nokkur hætta á því að það fari í þjóðaratkvæði?

Halldór Jónsson, 23.9.2011 kl. 09:14

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er fínn pistill hjá þér Vilhjálmur og umhugsunarverður.

Öll stjórnarformin eru handónýt og meingölluð, hvort sem talað er um einræði, fulltrúalýðræði eða beint lýðræði. Það er vegna þess að maðurinn er í eðli sínu ákaflega gölluð skepna. En ef við stöndum saman og skynjum sameiginlega hagsmuni, þá er von til þess að hlutirnir virki.

Sá kostur sem ég sé við beint lýðræði er sá, að þá er hægt að þjálfa fólk í að hugsa sjálfstætt og taka ábyrgð á stjórn landsins. Einnig veitir það stjórnmálamönnum aðhald, því þá þýðir ekki fyrir þá að ganga í berhögg við vilja þjóðarinnar 

En sú hætta er vissulega fyrir hendi, að það sama gerist og í Kaliforniu.

Ég held að beint lýðræði geti hentað vel á Íslandi, en þá verða stjórnmálamenn að kunna að tala við þjóðina á máli sem hún skilur. Icesave kosningin er dæmi um vel heppnað beint lýðræði. Almenningur hefur lítið traust á stjónrmálamönnum, vegna þess að fólk er sannfært um að stjórnmálamenn séu að blekkja þjóðina. Sennilega er það vegna þess, að almenningur og pólitíkusar tala ekki sama tungumálið.

Með stöðugum samræðum og málefnalegum rökræðum, sem þjóðin verður að fara að læra, þá heldég að beint lýðræði sé farsælast fyrir okkur.

En að sama skapi get ég fallist á það, að ef þjóðin sættir sig við einræði og við finnum góðan leiðtoga sem skilur þjóðina, þá er það þægilegasta stjórnarformið. Við erum svo fámenn þjóð, það er mjög einfalt að stjórna okkur ef vel er að málum staðið.

En þetta er umræða sem hægt er að eyða löngum tíma í, það væri þess virði, því þetta er skemmtileg og gefandi umræða.

Jón Ríkharðsson, 23.9.2011 kl. 23:19

8 Smámynd: kallpungur

      “It has been said that democracy is the worst form of government except all the others that have been tried.” Winston Churchill .  Ég er nokkurnvegin sammála kallinum.  Sem lét víst einnig hafa þetta eftir sér:       “The best argument against democracy is a five minute conversation with the average voter.”

Góður pistill Vilhjálmur.

kallpungur, 11.10.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband