Fimmtudagur, 3. nóvember 2011
Frambjóðandi Baugs-miðla, Samfylkingar og VG
Þetta útspil Hönnu Birnu þarf ekki að koma á óvart. Það hefur verið boðað um skeið af óvinum Sjálfstæðisflokksins. Það voru Baugs- miðlarnir, Samfylkingin og VG, sem komu þessu framboði á koppinn. Hún er frambjóðandi þeirra, manneskjan, sem gekk í bandalag við Jón G. Narr. Hún blaðrar líka um e.k. samræðustjórnmál. Nei, þótt Bjarni hafi svikið í Icesave er hann miklu, miklu skárri kostur, fyrst Davíð fæst ekki.
Sjálfur er ég og hef alltaf verið átsæder í Sjálfstæðisflokknum, þótt ég hafi stutt hann nánast frá fæðingu. Ég geng helst aldrei í flokka eða samtök og leiðist allt félagsmálabrölt. Ég hef hins vegar tröllatrú á almennri, heilbrigðri skynsemi og af henni hefur alltaf verið dálítið meira í Sjálfstæðisflokknum en hinum, þótt því fari fjarri, að ég éti upp allt sem frá þeim kemur. Ég hef með öðrum orðum alltaf kosið með útilokunaraðferðinni: Hinir eru verri.
Í þessu forystumáli er ég raunar dálítið tvístígandi, því þau Bjarni og Hanna Birna eru bæði allt of höll undir pólitíska rétthugsun samtímans, einkum þó Hanna Birna. Icesave- svikum Bjarna gleymi ég ekki, en Hanna Birna gerði þó annað sem var miklu verra. Hún gekk, blaðrandi um einhvers konar samræðustjórnmál í bandalag við Jón G. Narr. Það sem meira er: Hún er enn að steypa, síðast í kvöld um meiri samvinnu í stjórnmálunum. Þetta er ekkert annað en einfeldningslegt slagorðablaður sem mundi sóma sér vel á kosningafundi hjá VG eða Samfó. Hanna Birna er raunar nýjasta dæmið um kjánavæðinguna í íslenskum stjórnmálum, sem hófst með kosningu Vigdísar 1980 og náði nýjum hæðum í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Stjórnmál snúast um að standa fast á grundvallarprinsíppum. Bjarni sveik eitt slíkt í Icesave, en bandalag Hönnu Birnu við Gnarrinn, þótt því sé reyndar lokið, voru miklu, miklu miklu meiri svik við grundvallarstefnu flokksins og kjósendur hans. Eins og ég sagði í upphafi: Fyrst Davíð fæst ekki, Kjósum Bjarna!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.