Nasistar hafa sómatilfinningu, ţrátt fyrir allt

 Ég var ađ gramsa í tölvunni og fann ţá ţessa grein sem var skrifuđ ţegar Dalai Lama kon til landsins 2009. Margt í henni á fullt erindi enn í dag.„Mannréttindafrömuđir“ vinstri manna hrópa stöđugt hćrra.

Menn muna kannski, ađ Steingrímur, Jóhanna og ÓRG ţorđu ekki ađ taka opinberlega á móti Dalai Lama vegna hrćđslu viđ núverandi valdhafa í Kína (ÓRG hafđi reyndar starfađ í ýmsum „vináttufélögum“ viđ fjarlćga böđla sem formađur Alţýđubandalagsins), en allra hörđustu kommúnistar, međ Ögmund í fararbroddi, margir félagar í gamla „vináttufélaginu“ viđ Maó, kveinkuđu sér hátt og snallt yfir ástandinu í Tíbet.

 

 Ég man ţađ vel, ţegar Havel, ţáverandi Tékklandsforseti og fyrrum pólitískur fangi, kom til landsins á tíunda áratugnum. Ţá söfnuđust í kringum forsetann og flöđruđu upp um hann gamlir, yfirlýstir, kinnrođalausir liđsmenn ráđamanna í austri, ţar á međal forsprakkar sérstaks „vináttufélags“ viđ kvalara hans og ofsćkjendur. Dalai Lama hefur nú komiđ til landsins og ég hélt ađ sagan mundi endurtaka sig. Forkólfar úr gamla Alţýđubandalaginu, sem nú tilheyra ýmist Samfylkingu (ţ.e. mensévíkaarmi gamla alrćđisflokksins) eđa Vinstri grćnum (bolsévíkaarmurinn, ţađ heitir víst „vinstri grćn“) höfđu hugsađ sér gott til glóđarinnar, en babb kom í bátinn. 

Vandamáliđ er, ađ hinir tveir armar gamla alrćđisflokksins hafa nú tekiđ völdin í landinu og ţeir vilja ekki styggja kínverska ráđamenn. „Mannréttindabaráttan“ er ţví sett í salt um sinn, nema hjá ţeim, sem á dögum kalda stríđsins gengu allra, allra lengst í stuđningi sínum viđ alrćđisherra kommúnista. Svo merkilegt sem ţađ kann ađ virđast eru ţađ einmitt ţessir gömlu jábrćđur allra, allra blóđi drifnustu harđstjóranna, sem eru langhávćrastir í „mannréttindabaráttunni“. Fólkiđ, sem t.d. hefur starfađ (eđa starfar enn) samtímis í Amnesty og Kúbuvinafélaginu, er einmitt fólkiđ sem nú kemur hlaupandi til Dalai Lama. Ţetta er einfaldlega of gott tćkifćri til ađ hćgt sé ađ láta ţađ sér úr greipum ganga.

Ţeir sem voru unglingar á dögum Hitlers eru nú örvasa gamalmenni, en sćta ţó látlausum ofsóknum. Allt önnur lögmál gilda um ţá Íslendinga, sem gengu erinda kommúnistaríkjanna. Hver sá sem hreyfir athugasemd um fortíđ ţeirra er umsvifalaust sakađur um „kaldastríđshugsunarhátt“ og „fortíđarhyggju“ og stimplađur „fasisti“, ef ekki eitthvađ ennţá verra. Vinstri menn beita ađstöđu sinni í fjölmiđlun, menntakerfi og sagnaritun til ađ ţurrka út sögu 20. aldar, og hefur tekist ţađ ótrúlega vel. Ţađ unga fólk, sem nú kýs Alţýđubandalagsflokkana tvo og Framsókn, ţekkir ekki fortíđ foringja sinna. Hún hefur veriđ ţurrkuđ út.

Ég ćtla ekki í ţessari stuttu grein ađ rćđa stuđning ţúsunda núlifandi Íslendinga, margra ţeirra enn valdamikla í stjórnmálum, fjölmiđlun og menningarlífi, viđ kúgara og ţjóđarmorđingja kommúnista. Ţađ hafa ađrir gert. Mér finnst miklu merkilegra síbyljuhjal ţeirra samtímis um „lýđrćđi“ og „mannréttindi“, sem kristallast í ţátttöku margra ţeirra, sem hćst hafa nú í „mannréttindabaráttunni“ samtímis og samhliđa í Amnesty og í sérstökum „vináttufélögum“ viđ ýmsar blóđi drifnustu alrćđisstjórnir tuttugustu aldar, en um slíkt er auđvelt ađ finna skjalfest dćmi međal manna sem enn gegna háum stöđum.

Einhverjir kunna ađ halda, ađ hér sé um ađ rćđa ţađ, sem kalla mćtti „afturbatapíku-syndróm“, ţ.e. ađ eftir hrun járntjaldsins 1989-1991 hafi ţeir, eins og Páll postuli á leiđinni til Damaskus, séđ villu síns vegar og turnast, en ţađ er alrangt. Hrópin um mannúđ og manngćsku, „lýđrćđi“, „tjáningarfrelsi“ og „mannréttindi“ hafa streymt frá ţessu fólki í látlausri, óstöđvandi síbylju í marga, marga áratugi. 

Ég er hér ekki ađeins ađ tala um ţá íslensku „friđarsinna“, „menningar-“ og „mannúđar“-menn, sem sáu ástćđu til ađ stofna eđa ganga í (oft samhliđa Amnesty-ţátttöku) sérstök „vináttufélög“ viđ Kína Maos, Austur-Ţýskaland, Sovétríkin (MÍR), Víetnam, Albaníu, Norđur-Kóreu eđa gengu í sérstakan stuđningshóp viđ Pol Pot og Rauđa kmera, sem hér starfađi um hríđ. Ekki má gleyma jámönnum ţeirra og međhjálpurum.

Fyrir dómstólum er venja ađ dćma ekki ađeins hinn seka, heldur líka hinn međseka, yfirhilmarann. Liđsmenn „vináttufélaganna“, hinir eiginlegu, yfirlýstu, óumdeildu, skjalfestu stuđningsmenn alrćđisherranna, voru ađeins toppurinn á ísjakanum. Jábrćđur ţeirra úr röđum „annarra vinstri manna“ voru miklu, miklu fleiri. Ţeirra hlutverk var fyrst og fremst ađ ţegja um eđa gera sem minnst úr ódćđisverkum kommúnista og ekki síst, ađ stimpla hvern ţann „fasista“, sem skýrđi frá ţví sem fram fór í alrćđisríkjunum.

Ţetta er fólkiđ, sem fer til dćmis enn í dag allt í einu ađ tala um „menntun“ eđa „heilbrigđisţjónustu“, ţegar taliđ berst ađ ódćđisverkum Castros.

Ég er ţannig gerđur, ađ mér finnst ţjófurinn, ţótt vondur sé, miklu athyglisverđari persóna en ţjófsnauturinn. Mér finnst líka don Quixote merkilegri en Sancho Panza og Vinstri grćnir merkilegri en Samfylkingin og Framsókn.

Ţar (í Framsókn)var líka fjöldi međhjálpara og umţegjenda af ţessari tegund á kaldastríđsárunum, fólk, sem dćmdi alla „fasista“ sem í einhverri alvöru gagnrýndu ástandiđ í kommúnistalöndunum, ţar á međal hvern ţann sem gerđi athugsemd viđ stjórn Maos eđa ástandiđ í Tíbet. Framsóknarmenn stofnuđu líka „vináttufélag“ viđ kommúnistastjórnina í Búlgaríu (sem kallađi sig „Bćndaflokkinn“) á ţessum árum, en um jámennsku svonefndra „annarra vinstri manna“ viđ ţađ sem gerđist í kommúnistaríkjunum er aldrei talađ. Ţeir eru stikkfrí.

Stuđnings- og jámenn ofsćkjenda ţjóđar hans hópast nú kringum Dalai Lama eins ţađ eigi í honum hvert bein. Svoleiđis gera nasistar ekki. Ţeir ganga ekki heldur í Amnesty. Ţađ er eins og ţeir hafi meiri sómatilfinningu.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Vilhjálmur - sem og ađrir gestir, ţínir !

Ţakka ţér fyrir: vandađa ádrepuna / á vinstra hyskiđ o.fl. Vilhjálmur, en, .... ekki er ţađ geđfelldra heldur,ţađ sem nú fer međ völdin:: hérlendis, Sigurđur Ingi (lesizt: Sigmundur Davíđ) og Bjarni FALSONur og gróđafíkill, af Engeyjarslekti.

= merkiđ - gildir alfariđ, um flónin í valdastólunum nú, sem og 2009 - 2013, sem oftar og áđur, síđuhafi góđur.

Ágćtt: ađ ţú nefndir Dalai karlinn Lama, hann: sem ađrir Tíbetar ćttu ađ fara ađ gera sér ljóst, ađ Tíbet er:: líkt og Sin- kiang, ţar sem Múhameđskir vađa uppi, ţessi misserin / hvorutveggju, ÓAĐSKILJANLEGIR hlutar Miđríkisins (Kína), hins gamla Keisaradćmis.

Gildir ţá einu - hvort núsitjandi Kommúnista klíka situr í Peking, eđa ţá brćđur mínir, í hinni merku Kúómingtang hreyfingu Chiangs heitins kai- Shek, eđa ađrir, sćtu á Peking stólunum, Vilhjálmur.

Taiwan: hefir spjarađ sig ágćtlega gegnum tíđina, ţrátt fyrir RÝTINGS stungur Íslendinga og ýmissa annarra, sem sneru baki viđ Ţjóđfrelsis sinnum Chiangs kai- Shek, í byrjun 8. áratugar síđustu aldar, og síđar, til ţess ađ flađra upp um Maó klíkuna.

Um sómatilfinningu Nasizta - efast ég stórum Vilhjálmur, ekki síđur en Kommúnista, sem og Múhameđsku villimannanna, sem eru ađ reyna ađ koma sér fyrir hérlendis og víđar, međ liđsinni alls lags Quislinga, sem annarra óţverra, eins og ţess liđs, sem hér rćđur ríkjum, suđur í Rerykjavík, jafnt:: í landsstjórninni, sem og sveitarstjórn, og víđar um land.

Ţessa dagana: mega Hvergerđingar og Selfyssingar sveitungar mínir (bćja stjórnendur: vel ađ merkja / EKKI almenningur), ekki ţvagi halda, af spenningi yfir, ađ veita viđtöku Sýrlenzkum útsendurum Saúdí- Araba, t.d., síđla líđandi árs.

Ţađ hnignar víđar - en hjá Vestur- Rómverjum forđum, Vilhjálmur.

Međ beztu kveđjum sem oftar: af Suđurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 17.6.2016 kl. 20:50

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Ţetta er naglasúpa, en naglinn í súpunni er ţó ađeins einn: Karl gamli Marx..."

Alveg ertu makalaus, Vilhjámur, og meiri háttar gaman ađ ţessari yfirferđ ţinni -- eđa rennireiđ yfir sögu og samtíđ!

Jón Valur Jensson, 19.8.2016 kl. 03:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband