Nasistar hafa sómatilfinningu, þrátt fyrir allt

 Ég var að gramsa í tölvunni og fann þá þessa grein sem var skrifuð þegar Dalai Lama kon til landsins 2009. Margt í henni á fullt erindi enn í dag.„Mannréttindafrömuðir“ vinstri manna hrópa stöðugt hærra.

Menn muna kannski, að Steingrímur, Jóhanna og ÓRG þorðu ekki að taka opinberlega á móti Dalai Lama vegna hræðslu við núverandi valdhafa í Kína (ÓRG hafði reyndar starfað í ýmsum „vináttufélögum“ við fjarlæga böðla sem formaður Alþýðubandalagsins), en allra hörðustu kommúnistar, með Ögmund í fararbroddi, margir félagar í gamla „vináttufélaginu“ við Maó, kveinkuðu sér hátt og snallt yfir ástandinu í Tíbet.

 

 Ég man það vel, þegar Havel, þáverandi Tékklandsforseti og fyrrum pólitískur fangi, kom til landsins á tíunda áratugnum. Þá söfnuðust í kringum forsetann og flöðruðu upp um hann gamlir, yfirlýstir, kinnroðalausir liðsmenn ráðamanna í austri, þar á meðal forsprakkar sérstaks „vináttufélags“ við kvalara hans og ofsækjendur. Dalai Lama hefur nú komið til landsins og ég hélt að sagan mundi endurtaka sig. Forkólfar úr gamla Alþýðubandalaginu, sem nú tilheyra ýmist Samfylkingu (þ.e. mensévíkaarmi gamla alræðisflokksins) eða Vinstri grænum (bolsévíkaarmurinn, það heitir víst „vinstri græn“) höfðu hugsað sér gott til glóðarinnar, en babb kom í bátinn. 

Vandamálið er, að hinir tveir armar gamla alræðisflokksins hafa nú tekið völdin í landinu og þeir vilja ekki styggja kínverska ráðamenn. „Mannréttindabaráttan“ er því sett í salt um sinn, nema hjá þeim, sem á dögum kalda stríðsins gengu allra, allra lengst í stuðningi sínum við alræðisherra kommúnista. Svo merkilegt sem það kann að virðast eru það einmitt þessir gömlu jábræður allra, allra blóði drifnustu harðstjóranna, sem eru langháværastir í „mannréttindabaráttunni“. Fólkið, sem t.d. hefur starfað (eða starfar enn) samtímis í Amnesty og Kúbuvinafélaginu, er einmitt fólkið sem nú kemur hlaupandi til Dalai Lama. Þetta er einfaldlega of gott tækifæri til að hægt sé að láta það sér úr greipum ganga.

Þeir sem voru unglingar á dögum Hitlers eru nú örvasa gamalmenni, en sæta þó látlausum ofsóknum. Allt önnur lögmál gilda um þá Íslendinga, sem gengu erinda kommúnistaríkjanna. Hver sá sem hreyfir athugasemd um fortíð þeirra er umsvifalaust sakaður um „kaldastríðshugsunarhátt“ og „fortíðarhyggju“ og stimplaður „fasisti“, ef ekki eitthvað ennþá verra. Vinstri menn beita aðstöðu sinni í fjölmiðlun, menntakerfi og sagnaritun til að þurrka út sögu 20. aldar, og hefur tekist það ótrúlega vel. Það unga fólk, sem nú kýs Alþýðubandalagsflokkana tvo og Framsókn, þekkir ekki fortíð foringja sinna. Hún hefur verið þurrkuð út.

Ég ætla ekki í þessari stuttu grein að ræða stuðning þúsunda núlifandi Íslendinga, margra þeirra enn valdamikla í stjórnmálum, fjölmiðlun og menningarlífi, við kúgara og þjóðarmorðingja kommúnista. Það hafa aðrir gert. Mér finnst miklu merkilegra síbyljuhjal þeirra samtímis um „lýðræði“ og „mannréttindi“, sem kristallast í þátttöku margra þeirra, sem hæst hafa nú í „mannréttindabaráttunni“ samtímis og samhliða í Amnesty og í sérstökum „vináttufélögum“ við ýmsar blóði drifnustu alræðisstjórnir tuttugustu aldar, en um slíkt er auðvelt að finna skjalfest dæmi meðal manna sem enn gegna háum stöðum.

Einhverjir kunna að halda, að hér sé um að ræða það, sem kalla mætti „afturbatapíku-syndróm“, þ.e. að eftir hrun járntjaldsins 1989-1991 hafi þeir, eins og Páll postuli á leiðinni til Damaskus, séð villu síns vegar og turnast, en það er alrangt. Hrópin um mannúð og manngæsku, „lýðræði“, „tjáningarfrelsi“ og „mannréttindi“ hafa streymt frá þessu fólki í látlausri, óstöðvandi síbylju í marga, marga áratugi. 

Ég er hér ekki aðeins að tala um þá íslensku „friðarsinna“, „menningar-“ og „mannúðar“-menn, sem sáu ástæðu til að stofna eða ganga í (oft samhliða Amnesty-þátttöku) sérstök „vináttufélög“ við Kína Maos, Austur-Þýskaland, Sovétríkin (MÍR), Víetnam, Albaníu, Norður-Kóreu eða gengu í sérstakan stuðningshóp við Pol Pot og Rauða kmera, sem hér starfaði um hríð. Ekki má gleyma jámönnum þeirra og meðhjálpurum.

Fyrir dómstólum er venja að dæma ekki aðeins hinn seka, heldur líka hinn meðseka, yfirhilmarann. Liðsmenn „vináttufélaganna“, hinir eiginlegu, yfirlýstu, óumdeildu, skjalfestu stuðningsmenn alræðisherranna, voru aðeins toppurinn á ísjakanum. Jábræður þeirra úr röðum „annarra vinstri manna“ voru miklu, miklu fleiri. Þeirra hlutverk var fyrst og fremst að þegja um eða gera sem minnst úr ódæðisverkum kommúnista og ekki síst, að stimpla hvern þann „fasista“, sem skýrði frá því sem fram fór í alræðisríkjunum.

Þetta er fólkið, sem fer til dæmis enn í dag allt í einu að tala um „menntun“ eða „heilbrigðisþjónustu“, þegar talið berst að ódæðisverkum Castros.

Ég er þannig gerður, að mér finnst þjófurinn, þótt vondur sé, miklu athyglisverðari persóna en þjófsnauturinn. Mér finnst líka don Quixote merkilegri en Sancho Panza og Vinstri grænir merkilegri en Samfylkingin og Framsókn.

Þar (í Framsókn)var líka fjöldi meðhjálpara og umþegjenda af þessari tegund á kaldastríðsárunum, fólk, sem dæmdi alla „fasista“ sem í einhverri alvöru gagnrýndu ástandið í kommúnistalöndunum, þar á meðal hvern þann sem gerði athugsemd við stjórn Maos eða ástandið í Tíbet. Framsóknarmenn stofnuðu líka „vináttufélag“ við kommúnistastjórnina í Búlgaríu (sem kallaði sig „Bændaflokkinn“) á þessum árum, en um jámennsku svonefndra „annarra vinstri manna“ við það sem gerðist í kommúnistaríkjunum er aldrei talað. Þeir eru stikkfrí.

Stuðnings- og jámenn ofsækjenda þjóðar hans hópast nú kringum Dalai Lama eins það eigi í honum hvert bein. Svoleiðis gera nasistar ekki. Þeir ganga ekki heldur í Amnesty. Það er eins og þeir hafi meiri sómatilfinningu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Vilhjálmur - sem og aðrir gestir, þínir !

Þakka þér fyrir: vandaða ádrepuna / á vinstra hyskið o.fl. Vilhjálmur, en, .... ekki er það geðfelldra heldur,það sem nú fer með völdin:: hérlendis, Sigurður Ingi (lesizt: Sigmundur Davíð) og Bjarni FALSONur og gróðafíkill, af Engeyjarslekti.

= merkið - gildir alfarið, um flónin í valdastólunum nú, sem og 2009 - 2013, sem oftar og áður, síðuhafi góður.

Ágætt: að þú nefndir Dalai karlinn Lama, hann: sem aðrir Tíbetar ættu að fara að gera sér ljóst, að Tíbet er:: líkt og Sin- kiang, þar sem Múhameðskir vaða uppi, þessi misserin / hvorutveggju, ÓAÐSKILJANLEGIR hlutar Miðríkisins (Kína), hins gamla Keisaradæmis.

Gildir þá einu - hvort núsitjandi Kommúnista klíka situr í Peking, eða þá bræður mínir, í hinni merku Kúómingtang hreyfingu Chiangs heitins kai- Shek, eða aðrir, sætu á Peking stólunum, Vilhjálmur.

Taiwan: hefir spjarað sig ágætlega gegnum tíðina, þrátt fyrir RÝTINGS stungur Íslendinga og ýmissa annarra, sem sneru baki við Þjóðfrelsis sinnum Chiangs kai- Shek, í byrjun 8. áratugar síðustu aldar, og síðar, til þess að flaðra upp um Maó klíkuna.

Um sómatilfinningu Nasizta - efast ég stórum Vilhjálmur, ekki síður en Kommúnista, sem og Múhameðsku villimannanna, sem eru að reyna að koma sér fyrir hérlendis og víðar, með liðsinni alls lags Quislinga, sem annarra óþverra, eins og þess liðs, sem hér ræður ríkjum, suður í Rerykjavík, jafnt:: í landsstjórninni, sem og sveitarstjórn, og víðar um land.

Þessa dagana: mega Hvergerðingar og Selfyssingar sveitungar mínir (bæja stjórnendur: vel að merkja / EKKI almenningur), ekki þvagi halda, af spenningi yfir, að veita viðtöku Sýrlenzkum útsendurum Saúdí- Araba, t.d., síðla líðandi árs.

Það hnignar víðar - en hjá Vestur- Rómverjum forðum, Vilhjálmur.

Með beztu kveðjum sem oftar: af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 20:50

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Þetta er naglasúpa, en naglinn í súpunni er þó aðeins einn: Karl gamli Marx..."

Alveg ertu makalaus, Vilhjámur, og meiri háttar gaman að þessari yfirferð þinni -- eða rennireið yfir sögu og samtíð!

Jón Valur Jensson, 19.8.2016 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband