Laugardagur, 4. júlí 2009
Heimska sjónvarpsféttamanns
Í sjónvarpsfréttum kvöldsins er Davíð lagt það til lasts, að hafa í viðtali við erlenda sjónvarpsstöð sagt að íslensku bankarnir væru ekki að fara á hausinn. Hvers konar fífl er þessi fréttamaður? Hann virðist ekki vita eða skilja, að það var beinlinis emættisskylda Davíðs að ljúga til um þetta. Ef seðlabankastjóri hefði sagt sannleikann opinberlega hefði það sjálfkrafa sett bankana og allt íslenska fjármálakerfið á hausinn samdægurs.
Þetta er enn ein staðfesting á því hvers konar undirmálslið starfar við íslenska fjölmiðla.
Athugasemdir
Ekkert kemur á óvart þegar RÚV á hlut.
Ekta stjórnarsinnar.
Andrés Ingi (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 19:32
Skil frústrasjón þína þegar kemur að íslenskri blaðamennsku. Þáttur fjölmiðla í efnahagshruninu og þá sérstaklega hvernig fjölmiðlar brugðust algerlega í því að afhjúpa bullið þegar allt þandist hér út verður dimmur blettur á íslandssögunni.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 4.7.2009 kl. 20:41
Auðvitað laug hann og gerir enn ..............kemst upp með það á meðan fólk telur það kost en ekki löst að segja aldrei satt..hann sagði Ríkisstjórninni það sama á þessum tíma að sögn Geirs Haarde.....Mikill maður Davíð..mikill maður
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 22:19
Til Gunnars og Tryggva: Heimskan er sterkasta aflið í heiminum. Engar pillur duga á heimskuna. Engar sprautur. Engar meðferðir, ekki einu sinni "huglæg atferlismeðferð". Ekki þýðir að segja heimskingjanum til, hann er of heimskur til að skilja, misskilur allt og dregur alltaf kolrangar ályktanir. Við heimskingjann er ekkert hægt að gera nema fórna höndum. Heimskan er ólæknandi og ekkert læknar heimskuna nema dauðinn.
Kveðja, Vilhjálmur
Vilhjálmur Eyþórsson, 4.7.2009 kl. 22:25
RÚV tók afskaplega einkennilega á málinu svo ekki sé meira sagt.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.7.2009 kl. 09:44
Er þetta ekki allt stór lygi? Allir ljúga til varnar hverju? jú eigin skinni ,er nema von að almeningur eigi erfit með treista ráðamönum þessarar þjóðar .Lesið Préd 2 k 12-14 eigið góðan dag
Kristján Sigmundsson, 5.7.2009 kl. 12:07
Skarplega athugað. Sérstaklega með tilliti þeirrar gagnrýni að DO hefði verið of laus tungan. Hitt er svo annað mál að það virðast fylgja starfslýsingu og vera ein af aðal hæfniskröfum sbr. atvinnuumsóknareyðublöð fréttamanna, að þeir fylli það skilyrði að vera aljgör fífl.
Þorri Almennings Forni Loftski, 5.7.2009 kl. 16:27
Það er erfitt að vera í þeirri stöðu að geta ekki sagt allan sannleikann. Davíð var í slíkri stöðu og því fylgir nokkur siðferðislegur vandi. En hin blóðslefandi hýena lætur sér slíkan vanda í léttu rúmi liggja, hún rennur í slóðina í von um fóður. En hið fornkveðna er klassískt:"Spyrjum að leikslokum".
Gústaf Níelsson, 14.7.2009 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.