Þriðjudagur, 25. maí 2010
Þarf að hækka kosningaaldurinn og takmarka kosningaréttinn?
Uppákoma Jóns Gnarr er ekkert fyndin, a.m.k. ekki lengur. Maðurinn er einfaldlega kjáni og þeir sem ætla að kjósa hann eru enn meiri kjánar. Menningarstig þessa ágæta manns kom vel í ljós í símaauglýsingunni frægu þar sem síðasta kvöldmáltíðin kom mjög við sögu. Ég er sjálfur mjög illa kristinn, svo þetta kom ekki við mig á þann hátt, en það sló mig á hve nöturlega lágu menningar- og þroskastigi sá maður er, sem gerir slíka auglýsingu, sem var, þrátt fyrir lágkúruna ekki einu sinni fyndin. Sú auglýsing segir raunar allt sem þarf um Jón Gnarr. Önnur uppátæki hans hafa verið í svipuðum dúr.
Hvers konar lið er það sem ætlar að kjósa hann? Menn tala um að nú ætli þeir að refsa stjórnmálamönnum. Refsa stjórnmálamönnum? Er það einhver refsing að gera aumingja með hor að borgarstjóra í Reykjavík? Það fæ ég ekki séð. Þetta segir miklu meira um kjósendurna en þann sem kosinn er.
Það er nefnilega ekki við Jón Gnarr að sakast í þessu máli. Mín vegna getur hann stundað skrípalæti sín eins og hann vill. Það er fólkið sem hyggst kjósa hann sem er vandamálið og ég spyr: Á fólk sem nýtir atkvæði sitt á þennan hátt yfirleitt að hafa kosningarétt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fær fólk ekki einfaldlega þau stjórnvöld sem ,,þau eiga skilið" ?
Óskar (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 14:20
Vilhjámur þú segir að Jón Gnarr sé kjáni.
Getur verið að Jón Gnarr sé ofviti sem þér gengur bara illa að skilja ?
Guðmundur Jónsson, 25.5.2010 kl. 15:10
Verða það 15 borgarfulltrúar á kosninganóttina hjá "Berta" ?
Manneskja mín hvað á maður að halda.
Útvarp Saga var með skoðanakönnun yfir helgina á fylgi flokkana niðurstaðan var kynnt á hádegi í dag - Þar var "Besti" með 11 borgarfulltrúa - 68%
Hvað er í gangi ?
Benedikta E, 25.5.2010 kl. 15:13
Hvað er í gangi? Ég held að skýringanna sé m.a. að leita í því sem ég sagði í síðustu færslu um sjötíu prósentin. Fólk hefur almennt einfaldlega ekki meira í höfðinu en þetta.
Vilhjálmur Eyþórsson, 25.5.2010 kl. 15:17
Í ótrúlega kjánalegu viðtali við "ofvitann" í Grapevine lýsir Jón Gnarr pólitískum skoðunum sínum og þeim stjórnmálakenningum, sem framboð "Besta" brandarans sé byggt á. Hann hefur örugglega ekki reiknað með því að viðtalið spyrðist út á meðal Íslendinga, svo fáránlegt er það, en Illugi Jökulsson gerði honum þann óleik að þýða það og birta í heild á bloggi sínu.
"Ofvitinn" lýsir stórnmálastefnu framboðsins, en kjósendur þess vita ekker um fyrir hvað þetta framboð stendur, en ætla að kjósa það af því að það er svo sniðugt að "refsa stjórnmálamönnunum". Ein af perlum viðtalsins lýtur svona út:
"Ég hef sagt að Besti flokkurinn sé stjórnleysingja- og súrrealistaflokkur, og sameini það besta úr anarkismanum og súrrealismanum. Og þetta hefur alltaf verið mín pólitíska sannfæring, stjórnleysissúrrealismi. En ef ég færi nú og segði það á Stöð 2, að við værum anarkistaflokkur, þá myndi fólk líta öðruvísi á okkur. "Þetta er ekki Jón Gnarr, þetta er einhver brjálaður anarkistaflokkur," myndi fólk segja. Kannski stendur flokkurinn bara fyrir Gnarrisma?"
Axel Jóhann Axelsson, 25.5.2010 kl. 15:34
Vegir heimskunnar eru órannsakanlegir.
Vilhjálmur Eyþórsson, 25.5.2010 kl. 15:40
Það er hægt að "refsa" fjórflokkunum á annan hátt en að kjósa yfir sig grínframboð.
Til dæmis er Reykjavíkurframboðið, Frjálslyndiflokkurinn (sem er blessunarlega laus við vandræðagemsana) og síðan framboð H- fyrir heiðarleika...
Það fólk hefur allavega góða stefnuskrá og vill starfa að heilindum fyrir borgarbúa.
Finnst þetta mjög spes með Besta-Flokkinn, virðist vera komin einhver múgæsing og hálfgerð sturlun upp í fólki og þeir sem voga sér að benda á vitleysuna í þessu fá yfir sig skítkast og leiðindi.
Hver eru stefnumál besta flokksins ? ég hef ekki séð þau enn.
Þetta er eins og að senda sylvíu nótt í eurovision 4 ár í röð. Því ef fólk kýs þetta grín framboð yfir sig að þá er ekkert hægt að hætta við þegar komið er í ljós að þetta verður kjánaskapur og fíflaskapur. Fólk situr uppi með það fólk í 4 ár.
Kjósandi (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 17:33
"stupid is as stupid does", sagði Forest Gump og mér finnst það eiga vel við það sem er að gerast hér í borginni
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 19:43
Húmor er vanmetið tæki til þess að ná til fjöldans. En húmor verður að vera beittur og soldið súr. Við höfum haft í borgarstjórn nokkra grínista sem langar að halda áfram að gera grín, aðallega að okkur kjósendum. Fjórir borgarstjórar og einn þeirra kostaði okkur borgarbúa 600 milljónir afþví hann langaði svo að halda í götumynd Laugavegs.
Mér finnst grín Bestaflokksins mun betra grín heldur en það sem fjórflokkurinn býður okkur upp á.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 20:56
Þú ert greinilega í sjötíu prósentunum.
Vilhjálmur Eyþórsson, 25.5.2010 kl. 20:58
Já viðurkenni það fúslega enda mun skemmtilegra þar en hjá ykkur þessum í þrjátíu prósentunum. Enda þurfum við ekki á því að halda að gera lítið úr samborgurum okkar til að styðja okkar málstað.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 21:24
Já og meðan ég man hversu hátt viltu fara með kosningaraldurinn. Þú verður að fá menn til að hækka hann yfir 46 ára til að losna við mig af kjörskránni.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 21:28
Ég er ekki viss, en einn kunningi minn úti á Spáni sem er Palestínuarabi lagði til að kosningaaldurinn yrði færður upp í 35 ár (fyrir karlmenn). Hann vildi taka hann alveg af kvenfólkinu, en ég gat fengið hann niður í að konur fengu hálfan kosningarétt og ekkert kjörgengi. Mér finnst gaman að svona einkum í ljósi þess að Vinstri grænir hafa lýst yfir stuðningi við Hamas, sem hefur komið á Sharia- lögum á yfirráðasvæði sínu.
Vilhjálmur Eyþórsson, 25.5.2010 kl. 21:32
Vá það er eins gott að Atli G lesi þetta ekki enda væri hann tilneyddur að draga fram kynjagleraugun og fá síðan einhverja góða konu úr HÍ til að kynjagreina öll þín skrif.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 21:49
Þess þarf ekki. Þau eru mjög karllæg, og það sem meira er, ég vil hafa það svoleiðis. Hugmynd arabans er kannski alls ekki svo vitlaus.
Vilhjálmur Eyþórsson, 25.5.2010 kl. 21:55
Hvað myndir þú vilja að fólk hér í Reykjavík kysi í sveitastjórnarkosningunum á laugardaginn, Vilhjálmur. Er það nokkuð leyndarmál, annars?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 22:48
Allir kostir eru vondir, en ég neyðist til að kjósa íhaldið enn einu sinni, því hinir eru ennþá verri.
Vilhjálmur Eyþórsson, 25.5.2010 kl. 23:17
Úff...!
Allt frá dögum forn Grikkja hafa verið til staðnaðir gamlir karlar sem hafa skrifað um heimsku ungdómsins... Ég ætla að biðja þig um að hætta skrifa svona... Því að þú vinnur ekki öðrum fylgi með svona heimsku... Svona ellismellaháttur er eitthvað sem ég hélt að heilbrigðir hugsandi menn hefðu lært að láta ekki frá sér eftir 68 kynslóðina...
Ef þú kýst íhaldið... En þar er kona í forsvari á svipuðu reki og Jón Gnarr, hvernig í andskotanum ætlar þú að vera sjálfum þér samkvæmur...?
Með svona skrifum ert þú búinn að réttlæta brandarann hjá Jóni... Því nú verður bennt á gamla staðnaða kallinn (sem ert þú...) sem skrifar í gamla staðnaða hægri aula fjölmiðilinn og er hættur að "fatta" djókið, vill svo halda staðnaðri fjórflokka pólitíkinni áfram...
Þvílík heimska að láta svona lagað frá sér...!
Og ef þú veist ekki hvað anarkismi er... Helst ekki segja einhvern vera svoleiðis... Því þá minnir þú um of á Teboðsvitleysingjana fyrir vestan... En þeir benda á hina og þessa og segja þá sósíalista... Vitandi greinilega ekki rassgat hvað sósíalisti er.
Svo að þú áttir þig á hvursu vitlausir þeir eru þá voru ALLIR feður lýðræðislegrar hugsunar sósíalistar... Og faðir kapítalismans, Adam Smith, sem skrifaði Auðlegð þjóðanna... Var hreinn og klár sósíalisti...! Vinsamlegast ekki falla í sömu grifju og þeir... Takk
Og haltu svo kjafti fram yfir kosningar...!
Sævar Óli Helgason (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 06:06
Það þarf ekkert að hækka kosningaraldurinn...Það þarf bara að reka borgina eins og alvöru fyrirtæki.Og það þarf ekki stjórnmálamenn eða flokka til þess ,þeir eiga ekki að stunda fyrirtækjarekstur :)
Hið nýja Ísland byrjar með nýrri Reykjavík.
Þormar (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 07:08
Það var reyndar ekki á dögum Forn- Grikkja, heldur á dögum Forn- Egypta fyrir um 3.800 árum að þessi áletrun finnst í fornu grafhýsi: „Heimurinn er á hraðri leið til glötunar, því æskan hlustar ekki á sér eldri og vitrari menn“. Sævar Óli er uppfullur af þeim skoðunum sem honum hafa verið kenndar og nú er í tísku að hafa. Hann er, eins og aðrar hópsálir fullur heift út í hvern þann, sem neitar að hlusta á ríkjandi tískuhugsun og fylgjast þannig með straumnum. Það var einmitt fólk af hans tagi sem safnaðist á t.d. fjöldafundi Hitlers og gekk í SS. Það var ríkjandi hugsanatíska í Þýskalandi þá. En fyrst og fremst er hann staðfesting á því sem ég sagði í færslunni um sjötíu prósentin og í rauninni er út í hött að deila við slíkan mann af þeirri ástæðu, sem þar er nefnd.
Vilhjálmur Eyþórsson, 26.5.2010 kl. 09:09
Einmitt...! Og á meðan þú kýst Hönnu Birnu... Sem n.b. er kona og á svipuðum aldri og Jón Gnarr... Þá vilt þú svipta hana kosningarétti...? Þú ert alveg einstaklega sjálfum þér samkvæmur... Og það er ekki nema von að á brattan er á að sækja fyrir greyið konuna þegar gamlir karlfauskar einsog þú byrja að tjá ykkur um ástand í þjóðfélaginu sem þið hafið engann skilning, né getu til að átta ykkur á... Segðu mér... Finnst þér að samfélagið taki of hröðum breytingum án þess að þú náir að fylgjast með...? Segðu mér... Þegar þú kaupir þér nýtt rafmagnstæki einsog sjónvarp... Leggurðu það á þig að læra á alla möguleika tækisins...? Lærir þú á fjarstýringuna á sjónvarpinu...? Eða á nýjustu möguleikana á Gsm-símanum þínum...? Nýjustu tækni í tölvunni eða á netinu...? Vegna þess að finnist þér það erfitt þá eru það skýr merki um stöðnun og hægari heilastarfsemi... Jafnvel heilarýrnun... Ég mæli með að þú leitir til læknis... Allavega... Stein haltu kjafti fram yfir kosningar...! Eftir það máttu bulla einsog þig vilt... Þvílíkur andskotans fjörulalli geturðu verið... Þú veist að við erum komin á 21. öldina...?
Sævar Óli Helgason (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 10:10
P.s.
Þú veist svo kannski meira heldur en þeir sem kenndu mér...? Er það ekki...?
Sævar Óli Helgason (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 10:18
EF æskan hlustaði of mikið á menn sem eru gamlir og vitrir þá værum við enn þá á sama þróunarstigi og Egyptar til forna. Vilhjálmur, þú ert bara gamall!
Bjöggi (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 12:53
Svo finnst mér besti brandarinn við þetta allt saman að Besti flokkurinn stugguar all hressilega við illa ígurndaðri og fastgrónni heimsmynd gamlingja, eins og þér Vilhjálmur, sem eiga erfitt með að ímynda sér Ísland sem ekki er stjórnað af leppum flokkseigendafélaga fjórflokksins. Bara þessvegna hef ég pælt í því að kjósa Besta.
Bjöggi (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 12:58
Við mann sem ætlar að kjósa Jón Gnarr er í rauninni ekkert hægt að segja. Slíkur maður er í rauninni búinn að skrifa sjálfan sig út úr allri vitrænni umræðu og á í rauninni alls ekki að hafa kosningarétt í lýðræðisþjóðféagi. Hann er orðinn fulltrúi sterkasta aflsins í heiminum, heimskunnar. En ekkert vinnur á henni. Ekki er hægt að kenna heimskingjanum, hann misskilur allt og rangtúlkar. Hann dregur líka alltaf rangar ályktanir og fær vitlausar niðurstöður því hann er svo heimskur. Engar pillur duga á heimskingjann, og engar sprautur heldur. Það er eins og að skvetta vatni á gæs. Ekkert þýðir að senda hann í meðferð, til þess er hann of heimskur.Heimskan er ólæknandi og ekkert, ég endurtek, alls ekki neitt getur læknað heimskuna nema dauðinn.
Kjóst þú Jón Gnarr.
Vilhjálmur Eyþórsson, 26.5.2010 kl. 13:06
Þetta síðasta komment þitt lýsr ákveðinn heimsku, heimsku af sama meiði og gerði Ísland gjaldþrota. Vilhjálmur, menn eins og þú eru brandari!!!
Bjöggi (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 13:38
Þú mistúlkar þetta framboð, miskulur það og rangtúlkar, þú dregur rangar ályktainir um það og kemst því að vitlausir niðurstöðu, allt af því að þú ert svo heimskur. Það duga því miður engar pillur eða sprautur á þig, það væri eins og að kasta vatni á gæs og ég efast að það dugi að senda þig í meðferð af því að þú ert of heimskur, heimskan er nefninlega ólæknandi og ekkert getur læknað heimsku en dauðinn.
Kjóst þú Fjórflokkinn.
Bjöggi (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 13:41
Nú ert þú búinn að fá að kynnast því, Vilhjálmur, hvernig stuðningsmenn leikhúss fáránleikans koma fram við samborgara sína á blogginu. Aldrei nokkurn tíma koma þeir með málefnaleg rök fyrir því, hvers vegna þeir styðja leikhúsið, en allt snýst um að svívirða og ausa skít yfir heiðvirt fólk, sem telur kosningaréttinn heilög mannréttindi og umgengst hann sem slíkan.
Þetta eru fyrirséð viðbrögð við hverri einustu bloggfærslu sem bendir á vitleysuna. Jafnvel þó vitnað sé í stefnuleysisyfirlýsingu Jóns Gnarrs, þá verður aldrei umræða um þau mál. Bara skítkast og aulabrandarar.
Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2010 kl. 20:27
Satt segir þú, en hvað er hægt að gera við svona fólk? Ekkert bítur á þá. Það væri vissulega athugandi að hækka kosningaaldurinn og ekki síður að setja viss takmörk á kosningaréttinn til að fólk af þessu tagi komist ekki að, en því miður yrði slíkt afar umdeilt og erfitt í framkvæmd.
Vilhjálmur Eyþórsson, 26.5.2010 kl. 20:36
Vá, oft hefur mér blöskrað, en þvílíka forpokaða vitleysu held ég að sé leitun að í svokölluðum bloggheimum. Þú segist bera virðingu fyrir kosningaréttinum, en lestu ekki það sem þú skrifar hér. Renndu aðeins yfir færslu #17 og rökstyddu svo virðingu þína. Axel minn, þú ert enn við sama heygarðshornið, en í fyrstu færslu Vilhjálms er ekki að finna svívirðingar, eða skítaustur, er það?
Steinþór Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 23:57
Steinþór! Þú ert maður af því tagi sem ég nenni ekki að eiga orðastað við. En kjóstu endilega Jón Gnarr.
Vilhjálmur Eyþórsson, 27.5.2010 kl. 00:00
Vilhjálmur! Það er gagnkvæmt og frá manni af þínu tagi mun ég líta á það sem hrós.
Steinþór Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 00:11
Úfff,,, er von að landið hafi hrunið beint í andlitið á okkur. Ég sem hélt (og vonaði) að sú tegund sem kallast oft; forpokaðir íhaldsmenn, gamlir íhaldskurfar, einstrengingslegir íhaldsmenn, væru útdauðir með öllu. Bjóst við að sjá einn slíkan; uppstoppaðan, á einhverju safni í sumar. En náttúran er söm við sig, "heldur jafnvel lífi í aumustu einstaklingunum sem lifa á jörðinni". (D Attenborough).
Dexter Morgan, 27.5.2010 kl. 00:46
Mér leiðast óskaplega menn sem éta einungis upp og apa eftir þær skoðanir sem er í tísku að hafa og ímynda sér að þeir sem neita að fylgja hugsanatískunni séu einhvers konar illmenni. Það er ekki nokkur minnsti vafi á því að menn eins og þeir Steinþór og Dexter hér að ofan hefðu gengið í takt með Hitler hefðu þeir verið í Þýskalandi á þeim árum, því það var þá ríkjandi skoðun og hugsanatíska. Aðeins „gamaldags karlfauskar“ voru á móti. Mér leiðast hins vegar hópsálir af þeirra tagi, en því miður dugar ekkert á slíka menn, sem fyrr sagði, engar sprautur og engar pillur. Engin lækning er til nema ef vera skyldi heilaígræðsla.
Látum þá kjósa Jón Gnarr. Hann er þeirra maður og sjálf kraftbirting sterkasta aflsins.
Vilhjálmur Eyþórsson, 27.5.2010 kl. 01:27
Hvernig væri að við tækjum kosningaréttinn af öllum aldurshópum, trúarhópum og skoðanabræðrum þeirra sem ekki ganga í takt við stjórnmála/lífsskoðanir þínar Vilhjálmur ??
T.d aðeins hvítir karlmenn sem væru í þjóðkirkjunni, milli 35 og 55 ára gætu kosið ??
Samt er mótsögn að finna í túlkun þinni, því þú segist kjósa íhaldið sökum þess að hinir flokkarnir séu svo lélegir. Hefur þeirri hugmynd ekki skotið upp hjá þér að það er einmitt ástæðan fyrir fylgi besta flokksins ?
Verst er hvað ég er vitlaus og flokka mig glaður í 70% menginu sem þú hefur svo fagmannlega skilgreint Vilhjálmur. Jafnvel Þótt mældur sé í hinn hópinn.
Samt hef ég alltaf haft lúmskt gaman af einstaklingum með sterkar skoðanir og óhræddir við að opinbera þær.
Haltu því áfram á þínu spori og vík eigi Vilhjálmur !
runar (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 11:22
Það þykir nú léleg röksemdafærsla að benda á Hitler og nasistana. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að bera það saman að fylgja besta flokknum og að vera nasisti. Ég kýs líklega ekki besta flokkinn og er ekki einn af þeim sem fer í þessi 70%.
Ég út á röksemdafærslu þína að setja og hugmyndafræði.
fyrst og fremst ætti aldrei að takmarka rétt fólks til að kjósa. Allir sjálfráða menn og konur eiga að hafa rétt til að kjósa og til að bjóða sig fram. Það er mjög vafasamt að ætla að ákveða að ákveðinn hópur fái ekki að kjósa út af.. hverju sem það kann að vera það skiptið. Það gæti orðið mjög hættulegt mjög hratt.
Jón Gnarr gerði auglýsingu sem þér líkaði ekki, hann á hins vegar fullan rétt á því að tjá sig eins og honum sýnist og er eins og þú mjög kristinn maður. þú ert með þessari grein að nýta þér sömu réttindi og hann við gerð auglýsingarinnar.
Ég persónulega er feginn að þú hafir engin völd eða úrráð til að koma þínum skoðunum í framkvæmd. Ef hugsunarháttur eins og þinn, að banna allt sem þér líkar ekki, væri ríkjandi hjá stjórn landsins yrðu af því skelfilegar afleiðingar. Mér dettur í hug Sádí Arabía, Gaza undir stjórn Hamas og íran í hug í þessu samhengi. Þar sem fordómar fárra eru hafðir yfir réttindi allra.
Það eru margir sem myndu vilja takmarka rétt kommúnista til að kjósa, eða þeirra sem búa í ríkustu hverfum borgarinnar eða hvaða hóp sem þér dettur í hug. Það er aldrei góð hugmynd. Allir sem vilja banna öðrum að kjósa telja sig yfir hina hafna og eru það yfirleitt ekki.
Vonandi verður næsta borgarstjórn góð borgarstjórn sama hver heldur um stjórnvölinn
Styrmir Reynisson, 27.5.2010 kl. 14:00
Þetta er nú meiri steypan, Styrmir minn. En kjóstu endilega Jón Gnarr.
Vilhjálmur Eyþórsson, 27.5.2010 kl. 14:03
Ég held að það þurfi að takmarka kosningarétt þinn Vilhjálmur!!!
Bjöggi (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 15:19
Ég sagðist ekki ætla að kjósa Jón Gnarr að ég væri EKKI í 70% hópnum. Mér þykir þú þó hrekja mál mitt á afar málefnalegann hátt með þessu kommenti. Það væri gaman að fá útlistun á því hvað þú hefur út á strypuna að setja annað en að vera ósammála.
Styrmir Reynisson, 27.5.2010 kl. 15:27
Ég hef bara þín orð fyrir því að þú sért ekki í sjötíu prósentunum. Allt sem þú segir bendir þó til hins gagnstæða. Vel að merkja er ég illa kristinn, ef ekki trúleysingi og ég er ólíkt vinstri mönnum á móti boðum og bönnum. Fólk sem kýs Jón Gnarr sýnir það hins vegar með framferði sínu að það verðskuldar ekki að hafa kosningarétt. Það veit einfaldlega ekki hvort það er að koma eða fara.
Vilhjálmur Eyþórsson, 27.5.2010 kl. 15:36
Reyndar vil ég einu bæta við fyrri pistil, Eyja Sancho Panza er ein besta og sannasta grein sem ég hef lesið í langan tíma og er ég sammála innihaldinu að öllu leyti.
Þú, Vilhjálmur, ert kannski ekki alltaf rétt metinn við fyrstu sýn.
runar (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 15:54
Ég þakka þér kærlega. Sú grein gefur réttari mynd af því sem ég er að hugsa en stuttar bloggfærslur.
Vilhjálmur Eyþórsson, 27.5.2010 kl. 15:58
Því má bæta við að ég vil sterklega ráðleggja, Steinþóri, Dexter, Bjögga, Sævari Óla og öðrum úr vina- og kjósendahópi Jóns Gnarr að lesa Eyju Sancho Panza. Það gæt hjálpað þeim eitthvað, þótt vissulega sé ekki auðvelt að eiga við menn sem þyrftu helst að endurfæðast 37 sinnum áður en þeir verða viðræðuhæfir.
Vilhjálmur Eyþórsson, 27.5.2010 kl. 16:57
Mér finnst þessi færsla segja meira um þig heldur en nokkurn tíman Jón Gnarr. Förum aðeins yfir stóryrðin hjá þér sem mér sýnist nú ekki vera mikil innistæða fyrir.
1-Þú segir að jón Gnarr sé á nöturlega lágu menningar og þroskastigi - Ekki fyndinn- Önnur upp á tæki hans í svipuðum dúr-
Svar- Það vill nú svo til að hann er vinsælasti skemmtikraftur á íslandi og t.d skopskælingar hans á Georgi Bjarnfreðarsyni eru djúptpældar og það vel leikatar að hann er án nokkurs vafa einn besti leikari á íslandi.
2-Gera aumingja með hor að borgarstjóra ? Ég skal gera úttekt á síðustu borgarstjórum. -
villhjálmur villhjálmsson - Maðurinn var svo forheimskur að hann t.d ætlaði að loka bjórkælum í ríkinu við lækjargötu til þess að losa sig við róna þaðan. Hann var hundleiðinlegur íhaldsskröggur sem þvaðraði blaður út í eitt og rugl út í annað.
Ólafur F Magnússon- Það þarf ekki að segja neitt um þann mann. Hann er mesta sorgarfífl íslandssögunnar. Maðurinn var kjöldreginn að heimskasta og skaðvænasta stjórnmálaflokki íslandssögunar- Sjálfstæðisflokknum - og telst sá spuni sem einhver geðsjúkasta valdaspylling sem fyrirþekkist bæði hvernig Ólafur var settur í borgarstjórastól og einnig hvernig hann var steyptur af stóli á sínum tíma.
Dagur B eggertsson- Litlaus og leiðinlegur.
Á fólk sem kýs hann að hafa kostningarrétt ? Fólk úr öllum stéttum, öllum aldursflokki- til hægri og vinnstri kýs þennan flokk og einmitt út af því að það er búið að fá nóg af svona illa skeindum rugludöllum eins og þér. Ef þú drullaðist til að koma með eitthvað sem hétu haldbær rök en það gerir þú ekki. Þú ferð hér út í innustæðulausar alhæfingar og skítur því mest þessari drullu yfir sjálfan sig.
Mér finnst þessi færsla þín lýsa algjörri fákunnáttu og sýna að vit þitt nær ekki lengra heldur en upp í punginn á sjálfum þér.
En halltu áfram að bulla svona rugl. Því meira sannfærist ég um að kjósa Besta flokkinn. Þú hefur ekkert nema hræðsluáróðursþvaður sem er svo auðhrekjanlegt að hvert mannsbarn sér í gegnum þig.
Brynjar Jóhannsson, 27.5.2010 kl. 17:40
Þú þarft að endurfæðast 38 sinnum og auk þess að fara í heilaígræðslu. Annað hef ég ekki við þig að segja.
Vilhjálmur Eyþórsson, 27.5.2010 kl. 17:44
Hárrétt hjá þér Vilhálmur eða svona nokkurn veginn. Ég þarf að ellihrörnast - 38 átta sinnum meira heldur en venjulegt gamalmenni og láta græða í mig apaheila til þess að ræða hlutina á sama plani og þú. Annað hef ég ekki við þig að segja.
Brynjar Jóhannsson, 27.5.2010 kl. 23:03
Þú þarft ekki að græða apaheilann í.
Vilhjálmur Eyþórsson, 27.5.2010 kl. 23:08
það er líka vegna þess að ég er komin af "mannöpum" en ekki af glórulausum og sígargandi górulum eins og þú
Brynjar Jóhannsson, 27.5.2010 kl. 23:18
Brynjar: ég efast um að þessi Vilhjálmur sé með heila...ótrúlegt að maður á þessum aldri skrifi svona þvælu á netið.
Getur verið að þú sért með skít í hausnum Vilhjálmur?
RIKKO, 28.5.2010 kl. 05:42
Fíflagangur á ekkert skylt við húmor eða spaug. Það eru fífl sem hlæja að fíflagangi með afkomu minni máttar.
Hrólfur Þ Hraundal, 28.5.2010 kl. 07:33
Kannski það ætti að setja þak á kosningaaldurinn? Forpokaðir gamlingar eru búnir að fá að kjósa nógu oft...
Einnar línu speki, 28.5.2010 kl. 10:14
Jahá... sko Besti flokkurinn er með mun betri húmor en fjórflokkar... fjórflokkar hafa dælt yfir okkur ömurlegheitum áratugum saman... nú er mál að linni...
Ef einhverjir eru með fíflagang þá eru það fjórfliokkar,þá flokka þarf ísland að losa sig við... með öllum ráðu; Þetta eru mafíur og ekkert annað..
Doctore0 (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 11:21
Hér á þessari síðu fá menn þau svör sem þeir verðskulda. Sum kommentin hér að ofan veita innsýn í hugarheim þeirra sem hyggjast kjósa Jón Gnarr og sú innsýn gefur ekki góð fyrirheit um framtíðina, þ.e. ef fólk af þessu tagi kemst til valda og áhrifa í þjóðfélaginu. En eins og ég hef bent á í færslunni um sterkasta aflið: Ekkert þýðir að rökræða við heimskingjann. Hann misskilur allt og rangtúlkar af því að hann er svo heimskur. Ekkert læknar heimskuna nema dauðinn.
Vilhjálmur Eyþórsson, 28.5.2010 kl. 12:11
Gamalt fólk er kannski hokið af reynslu en það er klárlega með skertari greind en yngra fólk. Síðan eru aðrir þar sem reynslan reynist svo þungur baggi að fólk er kramið niður í gólf og þorir ekki að kjósa aðra en íhaldið. Hvenær hefur það gerst að gamalmenni komi með breakthrough í tækni eða vísindum? (og þá á ég ekki við hugvísindi). Hæfni fólks til rökrænnar hugsunar nær hámarki milli 20 og 30.
Og hver segir að Jón verði eitthvað verri en Hanna Birna? Hanna hefur bara ekki gert neitt sérstakt sem segir mér að kjósa hana og þar að auki er hún með vasana fulla af mútufé....
Kommentarinn, 28.5.2010 kl. 18:29
Einn af þingmönnum Hreyfingarinnar sagði opinberlega um daginn að 5% þjóðarinnar væru fábjánar. Á morgun kemur í ljós hvort blessaður maðurinn hafi eitthvað vanmetið stöðuna.
Axel Jóhann Axelsson, 28.5.2010 kl. 18:34
Þráinn vanmat stöðuna stórkostlega. Eins og ég hef bent á sýna mælingar að eitthvað um helmingur landsmanna hangir í nágrenni við meðalgreind, um fjórðungur er yfir og annar fjórðungur beinlínis nautheimskur og undir meðalgreind. Ég vil rúnna þetta af þannig að eitthvað nálægt 70% kjósenda í öllum kosningum séu annað hvort meðalgreindir eða beinlínis heimskir. Meðalmennirnir kjósa með heimskingjunum þannig að sjötíu prósentin sigra nánast alltaf í öllum kosningum. Annars ræði ég nánar um þetta og fleira í Þjóðmálagreininni Eyja Sancho Panza, sem er neðar á þessari síðu.
Vilhjálmur Eyþórsson, 28.5.2010 kl. 19:38
Tja, við vitum nú hvernig fór síðast þegar grínisti varð borgarstjóri Reykjavíkur
Jón Ragnarsson, 28.5.2010 kl. 20:25
Vilhjálmur. Þú hefur ekki komið hér með ein einsutu rök. Heldur innihaldslaust þvaður og síðast þegar ég vissi kallast slíkt tal heimskingans. Í það minnsta sé ég ekki mikið fara fyrir neinu sem kalla mætti vit í því sem þú segir. Eingöngu útblásið málefnalaust rugl manns sem er vonsvikin því hann kemst ekki hinum meginn við vegginn því hann hefur ekki vit á því að labba fram hjá honum.
Það mætti halda að þetta kvæði hafi verið ort um þig.
Hávært tal er heimskra rök
hæst í tómum bylur
sár er viss í sinni sök
sem að ekkert skilur.
Brynjar Jóhannsson, 28.5.2010 kl. 20:57
Ég vísa þér aftur á athugasemd nr. 45. Hvers kyns deilur eða rökræður við þig eru út í hött.
Vilhjálmur Eyþórsson, 28.5.2010 kl. 21:02
Stafsetning er fyrsta, besta og sterkasta vopn afreksmanna í átökum á prenti !!
Þar er ég því miður aðeins meðalmaður.
Þeir aðilar sem illa standa þar að vígi, sama hversu blessaðir þeir eru á öðrum sviðum , eiga að halda sig til hlés á ritvellinum.
Góður boðskapur tapar oft vægi sínu í alvarlegum skorti höfunda á sjálfsagðri þekkingu á móðurmáli sínu !!!!
Ræður eru styrkur þeirra sem vart eru ritfærir, eðlilegt fólk truflast við vonda stafsetningu þótt innihaldið sé fallegt !
Því miður bjargar púkinn ekki bókstafsþekkingu sem staðsett er undir frostmarki hjá fullorðnu fólki!!
Taki þetta til sín hver sem illa finnst að sér vegið...
P.S
þeir sem bera lesblindu á torg, telja hana virka sem aðgöngumiða að umræðum fullorðinna einstaklinga, eiga að hafa vit á því að taka slaginn á öðrum vígstöðvum, enginn minnihluta bónus veittur á þessu ári !
runar (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.