Fyrsti póstmóderníski borgarstjórinn

You can fool all of the people some of the time,
And some of the people all of the time,
But you can not fool all of the people all of the time.
(Abraham Lincoln)

Kosningaúrslitin kunna að verða til þess að ég neyðist til að endurskoða regluna um sjötíu prósentin. Jón Gera Narr (eða G. Narr) og sálufélagar hans í öðrum svonefndum „vinstri“ flokkum fengu þrátt fyrir allt ekki sjötíu prósent, helur „aðeins“ 64 prósent. Jón G. Narr verður nú fyrsti póstmóderníski borgarstjórinn í Reykjavík, ef ekki í heiminum, en í póstmódernisma felst í stórum dráttum sú kenning að enginn sannleikur sé til né heldur lygi. Allt sé jafngilt og engin viðmið, siðferðilega eða önnur séu til, öll saga sé lygi og allt í rauninni sýndarveruleiki, eða í stuttu máli: „Lygi er sannleikur“. Jón G. Narr er skilgetið afsprengi þessara kenninga.

Ég hef gert nokkra grein fyrir sjötíu prósenta lögmálinu í nýjustu færslum en þó miklu betur í Þjóðmálagreininni „Eyja Sancho Panza“ neðar á þessari síðu. Þar kemur fram, að ég trúi ekki á þessa reglu, þótt það væri freistandi. Ég hef nefnilega tröllatrú á heilbrigðri skynsemi hins almenna manns. Þótt almenningur láti skrumara og flón spila með sig um skeið rennur fyrr eða síðar alltaf upp ljós fyrir Jóni Jónssyni í Breiðholtinu, hinum almenna manni. Skynsemi hans á ekki að vanmeta. Hann lætur ekki plata sig til lengdar.

Því verður valdaferill G. Narr ekki langur, en það er unaðslegt að fylgjast með Samfylkingarkjánunum og VG- vitleysingunum díla við hann. Þetta verður stutt gaman en skemmtilegt.
Á eftir koma timburmennirnir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

Ég vildi bara benda þér á að viðkomandi heitir Jón Gnarr en ekki Jón G. Narr eða Jón Gera Narr. Ég geri ráð fyrir að þetta eigi að vera einhverskonar ádeila á viðkomandi eða misheppnuð tilraun til fyndni. En að uppnefna fólk og skrumskæla nafn fólks er eitthvað sem ég vona að flestir hafi aflagt eftir að þeir hættu í barnaskóla.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 3.6.2010 kl. 09:49

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hann hét Jón Gunnar Kristinsson áður en hann ærðist.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.6.2010 kl. 13:37

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Er ekki svoldid erfitt Vilhjalmur ad vera haldinn tessu Gnarrsyndromi tu ættir kannski ad fa ter hjalp adur en tu gengur af gøflunum tarna a elliheimilinu.

Þorvaldur Guðmundsson, 3.6.2010 kl. 14:22

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég sé á myndinni hvers konar fólk það var sem kaus Æ- listann. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.6.2010 kl. 14:25

5 Smámynd: ThoR-E

Í dag má augljóslega ekkert slæmt segja um Besta Flokkinn. Þá mæta kjósendur hans og stuðningsmenn, alveg brjálaðir á svæðið og reyna að sannfæra fólk um að keisarinn sé bara víst í fötum. Og allri gagnrýni mætt með skætingi og leiðindum.

Þetta á vel margar athugasemdir við fyrri færslur þínar um þetta mál. En ekki þó allar. Sumir virðast geta rætt málefni besta flokksins og gagnrýni á flokkin, málefnalega og virðast geta notað rök í staðin fyrir gífuryrði.

Ekki hefur nú gagnrýni á aðra stjórnmálaflokka verið illa séð undanfarið. Skoðanir fólks á Sjálfstæðisflokknum eru misjafnar eins og fólk er margt. Sem og Samfylking, Framsókn og VG. Á sama ekki að ganga um þennan nýja flokk sem skilgreinir sig sem grín framboð??

Enginn er yfir gagnrýni hafinn. Ekki einusinni Jón Gnarr og Besti flokkurinn hans.

ThoR-E, 3.6.2010 kl. 15:03

6 identicon

Vilhjálmur þetta er alveg hárrétt hjá þér. Jón Gera narr er búin að gera stólpagrín að kirkjunni og frjálsum trúfélögum. Hann virðir ekkert. Gæti trúað að hann væri í svörtum söfnuði og hans gengi. Hann notar lygina að leiðarljósi. Það eru skrítnir tímar.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 15:08

7 identicon

Hið eina áhugaverða er þetta: Jón Gnarr hefur ekki gefið nein kosningaloforð. Allt framboð Besta flokksins er gys að stjórnmála menningu sem er löngu búin að glata sjálfsvirðingunni.

Hverjum er ekki sama hvort kosningasigurinn er skammvinnur eða hvort stefna foringjans sé síð-nútímahyggja? Kosningarnar sýna svart á hvítu að fólk ber enga virðingu fyrir stjórnmálum samtímans.

Hið alfyndnasta er hvernig samfylkingar-forystan í borginni skríður á hnjánum fyrir grínframboðinu og étur hattinn sinn.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 18:21

8 Smámynd: Björn Birgisson

"Hann hét Jón Gunnar Kristinsson áður en hann ærðist."

Margur góður maðurinn, ekki síst á sviði lista og bókmennta, hefur tekið sér nýtt nafn, án þess að við því sé amast sérstaklega. Nefni Erró. Nefni Sjón.

Jón Gnarr er helsekur maður að mati sumra. Hann er að stuðla að því að halda Sjálfstæðisflokknum frá stjórn Reykjavíkurborgar, um einhvern tíma að minnsta kosti, en auðvitað gera allir sér grein fyrir því að nú lifum við á dauðans óvissu tímum, ekki hvað síst hvað varðar stjórnmálin.

Ærðist? Ertu, Vilhjálmur, að segja okkur, lesendum þínum, að sigurvegari kosninganna og leiðtogi stærsta flokksins í Reykjavík sé geðveikur að þínu mati?

Björn Birgisson, 3.6.2010 kl. 18:26

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Jón Gera Narr er ekki með læknisvottorð upp á vasann um að hann sé með fullu viti, eins og Ólafur F. fékk að beiðni Samfylkingarinnar. Munu þeir líka biðja nýja borgarstjórakandídatinn um læknisvottorð? Það þætti mér fengur í að vita og fróðleg að sjá hvort einhver geðlæknir mundi skrifa slíkt vottorð. Annars lít ég svo á, eins og vís maður sagði einu sinni:„Heilbrigður er sá einn, sem ekki hefur verið rannsakaður nógu vel“.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.6.2010 kl. 19:03

10 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Hefur tu Vilhjálmur verið gagnrýndur fyrir tina vinnu adur en tu hefur hafid størf. Tu ert ekki sa fyrsti sem setur ut a myndina i røktroti.

Þorvaldur Guðmundsson, 3.6.2010 kl. 19:52

11 Smámynd: Björn Birgisson

Vilhjálmur, ert þú með læknisvottorð upp á vasann um að þú sért með fullu viti? Ekki er ég með slíkt vottorð, enda þekki ég fáa mútuþæga lækna.

Björn Birgisson, 3.6.2010 kl. 19:57

12 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég hef ekki verið rannsakaður nógu vel. En ekki kemur á óvart að þú sért ekki með slíkt vottorð.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.6.2010 kl. 20:19

13 Smámynd: Björn Birgisson

Flottur og málefnalegur, Vilhjálmur Eyþórsson! Hver ætti svo sem að nenna að rannsaka þig? Sturtaðu bara þeirri staðreynd niður í kokið á þér að Reykvíkingar völdu Jón Gnarr og hans fólk að þessu sinni og vertu Hönnu Birnu þakklátur fyrir að flokkurinn þinn fékk þó það sem hann fékk. Þetta hefði getað orðið miklu verra.

Björn Birgisson, 3.6.2010 kl. 20:26

14 identicon

Ég get engan veginn skrifað undir skilgreiningu þína á post-módernisma. Þetta er mjög flókin umræða sem hefur verið í gangi í marga áratugi og er ólík innan mismunandi greina. Samkvæmt sumum skilgreiningum myndi þessi bloggsíða teljast póst-módernísk, svo er einnig talað um póst-móderníska tíma eða póst-módernískt ástand.

gudmundursteinn (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 20:28

15 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Skoðun mín á „umræðunni“ (það heitir víst „orðræða“ núna) í svokölluðu „háskólasamfélagi“, og á póstmódernismna, strúkúralisma, póststrúktúralisma o.s.frv. kemur alveg prýðilega fram í Þjóðmálagreininni „Eyja Sancho Panza“, neðar á þessari síðu. Lestur hana.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.6.2010 kl. 20:34

16 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll, Vilhjálmur. Jóni Jónssyni í Breiðholtinu, hinum almenna manni, segir þú. Þarna finnst mér þú vera kominn á réttu brautina. Höldum okkur á henni um stund. Í Breiðholtinu auk mín eru 25 þúsund íbúar. Ef við færum allir í sund þyrfti að útvega okkur 25 þúsund handklæði og væntanlega sápu svo að við gætum farið sæmilega hrein og þurr ókeypis í Strætó. Ég held að það sé ekki forsvaranlegt að lofa öllu fögru án þess að vera viss um að geta uppfyllt loforðin. Skiptir þá ekki máli hvort maður er með fullu viti eða ekki.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.6.2010 kl. 20:39

17 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég óttast að slíkir praktískir hlutir muni alveg gleymast hjá G.Narr og hans mönnum í öllum látunum sem fylgja því að flytja ísbjörninni í húsdýragarðinn. Kannski verða þó rónarnir sem þeir ætla að taka í fóstur sendir í Breiðholtið.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.6.2010 kl. 20:43

18 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hvernig var lífið á Hvammstanga forðum? Þar var rækjuverksmiðja og saumastofa. Sigurður Pálmason og Kaupfélag Vestur Húnvetninga. En var skemmtilegt að búa þarna? Voru ekki skemmtilegir menn í þorpinu? Hvað um fólkið í sveitunum í kring? Áttuð þið ekki ykkar Björn og ykkar hitt og þetta svo ekki sé meira sagt. Hvað um selina í Hindisvík? Hvað um Borgarvirki og helsta sögustað Íslands, Breiðabólsstað, þar sem fyrstu lög voru rituð? Er ekki Besti flokkurinn runninn undan rifjum okkar, fólksins í landinu,sem þekkjum söguna og unnum henni framar öllu?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.6.2010 kl. 21:16

19 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég þekki raunar Hvammstanga, því ég var einu sinni kennari þar. Ég man vel eftir lækninum sífulla, sem nú er yfirmaður á Vogi, Gúnda mjólkurfræðingi o.fl., en mér fannst þó ekkert sérstaklega skemmtilegt að búa þar. Ég fór á Skagaströnd þegar ég vildi skemmta mér. Þar voru mestu rugludallarnir. Rugludallar eru nefnilega ágætlega nothæfir til síns brúks, en þeir verða voða vondir borgarstjórar.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.6.2010 kl. 21:25

20 identicon

Ahhh ... nú skil ég af hverju Hvammstangabúar eru svona hræddir við aðkomufólk.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 21:45

21 identicon

Að svara svona bloggum og rífast við svona gæja eins og Vilhjálm kallast á "internetísku" "feeding the troll"

Stop feeding the troll!!!

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 21:55

22 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Voru ekki skemmtilegir menn í þorpinu? Hvað um fólkið í sveitunum í kring? Áttuð þið ekki ykkar Björn og ykkar hitt og þetta svo ekki sé meira sagt, spurði ég en fékk ekki svar. Úti á landi er lífinu lifað og þú lifðir því á þinn hátt, ekki satt.  Ég man líka eftir læknunum okkar. Þeir voru báðir alveg prýðilegir. En hver var Gúndi mjólkurfræðingur?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.6.2010 kl. 22:25

23 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hann hrærði í ostum, en er núna fyllibytta í Reykjavík. Þú ættir kannski að ættleiða hann. Hann kann fullt af vísum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.6.2010 kl. 22:49

24 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Takk fyrir það. Ég hef gaman af vísum. Tl dæmis þessari.

Harður er kjarni vors kennarablóðs
ef kraftana stillum til samans.
Sé samvinnan lóðrétt hún leiðir til góðs
en sú lárétta er meira til gamans.

Ég hef nóg á minni könnu.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.6.2010 kl. 23:06

25 identicon

Kannski er þetta ekki það besta fyrir Reykjavík en horfðu á björtu hliðarnar Vilhjálmur......Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki til valda í Reykjavík fyrr en eftir minnsta kosti 4 ár og það er nú alltaf eitthvað til að fagna yfir :D

CrazyGuy (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 12:50

26 Smámynd: Birnuson

Sæll Vilhjálmur, þú segir að valdaferill nýja borgarstjórans verði „ekki langur“. Áttu þá við að hann verði ekki lengri en eitt kjörtímabil?

Birnuson, 17.6.2010 kl. 10:07

27 Smámynd: Birnuson

Sæll aftur, af því að þú notar aftur tilvitnunina góðu You can fool... þá eru víst engar góðar heimildir fyrir því að Lincoln hafi sagt þau orð.

Birnuson, 17.6.2010 kl. 10:08

28 Smámynd: Birnuson

Ég biðst afsökunar; spurningunni um lengd valdaferilsins hefur þegar verið svarað í annarri færslu. Ég dreg hana til baka.

Birnuson, 17.6.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband