Gengið heimskunni á hönd

Ég hef fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum allt frá því í barnæsku á sjötta áratugnum, því strax sem barn veitti ég athygli sýndarmennsku vinstri manna, hræsni þeirra og tvöfeldni, þótt aldrei væri talað um pólitík á mínu heimili. Samt hef ég aldrei haft minnstu afskipti af flokknum síðan Þráinn Bertelsson dröslaði mér upp í gömlu Valhöll og skráði mig í Heimdall fyrir hálfri öld eða svo þegar við vorum saman í landsprófi. Ég er einfaldlega ekki gefinn fyrir félagsmálabrölt. Andstyggð mín á vinstri mennsku hvers konar hefur hins vegar ávallt verið alger. Vinstri mennn voru fólkið, sem með mannúð og manngæsku á vörum gengu erinda alræðisaflanna og kúgaranna í austri ýmist leynt eða alveg ljóst. Þeir voru innri óvinir Vesturlanda þá og eru það enn. Þeir grípa enn í dag á lofti hvern þann málstað sem er Vesturlöndum andstæður, auk stjórnlyndisins, sem hvarvetna gætir innan um alla hræsnina og yfirdrepsskapinn. Þar ber hæst hjalið um „lýðræði og mannréttindi“ sem þeir botna þó hvorki upp né niður í. Innihaldslaust, fyrirframvitað blaður þeirra hefur heldur magnast hin síðari ár, ef eitthvað er.

Það er engin tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn er kenndur við „sjálfstæði“. Stofnendur hans stóðu framarlega í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins frá Dönum, þar á meðal afi minn Gunnar Ólafsson á Tanganum í Vestmannaeyjum, sem sat á þingi fyrir flokkinn. Síðan skipaði Sjálfstæðisflokkurinn sér afdráttarlaust í hóp með þeim sem studdu hinar frjálsu þjóðir Vesturlanda gegn alræðisöflunum og vinstra- liðinu, fólkinu, sem gekk, ýmist ljóst eða leynt, ýmist vitandi vits eða óvitandi, erinda alræðisafla og kúgara í austri. Slíkur flokkur má aldrei styðja innlimun landsins í fjarlægt ríkjasamband og afsala okkur þannig því frelsi sem forfeðurnir börðust svo einlæglega fyrir. „Garður er granna sættir“ og við eigum að hafa góð samskipti við löndin beggja vegna Atlantshafs, en þó aldrei gangast þeim á hönd.

Ég hef litið á Sjálfstæðisflokkinn sem eins konar eyju sæmilega heilbriðgrar skynsemi í hafsjó af vinstri- kjánum. Davíð Oddsson hef ég aldrei þekkt neitt, en ég hef veitt því athygli að hann hefur í flestum málum komist að sömu niðurstöðu og ég og verið á sömu eða svipaðri skoðun. Þannig má vafalaust telja mig stuðningsmann Davíðs, ekki vegna þess að ég éti allt upp eftir honum, heldur vegna þess að skoðanir okkar fara mjög oft saman, alveg óháð hvor öðrum. Það voru þannig mikil viðbrigði til hins betra þegar hann tók við ritstjórn Morgunblaðsins og er nú að endurreisa það. Mogginn er nú eini fjölmiðillinn, sem ekki er alfarið undir stjórn Baugs og/eða vinstri- kjána. Þeir hafa á móti hafið haturs- og rógsherferð gegn blaðinu og Davíð sem vart á sinn líka, en hann og Mogginn munu standa þetta af sér. Eftir alllangt niðurlægingartímabil er blaðið aftur orðið fulltrúi fyrir þær skoðanir og lífsviðhorf, sem sjálfstæðismenn hafa aðhyllst í öllum meginatriðum síðan ég man fyrst eftir mér.

Aðalsmerki hins sanna íhaldsmanns er eitt og aðeins eitt í mínum huga: Hann hlustar ekki á blaður. Hann aðhyllist ekki tískuhugsun og tískuskoðanir, en er samt opinn fyrir öllu því sem raunverulega horfir til framfara. Ég kaus flokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum í trausti þess að sæmilega vitiborið fólk væri á framboðslistanum, þótt mér litist ekki vel á hann. Ég treysti því þó, að að minnsta kosti einn flokkur mundi neita að taka þátt í skrípaleiknum kringum Jón Gera Narr Kristjánsson.

En sú eyja heilbrigðs vits og skynsemi sem ég hef alltaf talið Sjálfstæðisflokkinn vera er nú sokkin í hafsjó heimskunnar, a.m.k. í borgarstjórn.

Ég mátti vita að hverju stefndi þegar Hanna Birna skrifaði margra milljóna ávísun á rassinn á homma nokkrum. Peningana átti að nota til að útbreiða það, sem ég kalla kinnroðalaust og fullum fetum „kynvillu“ meðal barna í skólum borgarinnar. Mér er ekkert illa við homma og ég sé enga ástæðu til að ofsækja þá eða gera á hlut þeirra. Hins vegar er útbreiðslustarf þeirra meðal barna hreinræktaður viðbjóður í mínum huga. En þarna var farið eftir ríkjandi tískuskoðun vinstri- kjána sem áreiðanlega á engan hljómgrunn meðal mikils meiri hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins og raunar margra sem kjósa aðra flokka. Þetta sýndi mér að þessi manneskja er ekki í neinu sambandi við þá eyju skynseminnar sem ég tel flokkinn alltaf hafa verið. Hún er gengin heimskunni á hönd.

Nú er hún búin að bíta höfuðið af skömminni með því að gerast þáttakandi í skrípaleiknum í ráðhúsinu. Niðurlægingin er orðin alger.

Ég skammast mín orðið að ganga niður í bæ því ég veit að þriðji hver maður sem ég sé á götunni kaus Jón Gera Narr. Mér finnst ég umkringdur hafsjó af hálfvitum. Ég hélt þó að að minnsta kosti Sjálfstæðisflokkurinn mundi neita að taka þátt í skrípaleiknum, en þær vonir brugðust. Borgarstjórnarferill Jóns Gera Narr verður ekki langur, örugglega ekki fjögur ár. Líklegra er að hann endist aðeins í fjóra mánuði, eða jafnvel í fjóra daga. Brandarar hætta að vera fyndnir þegar þeir dragast á langinn. Við Jón er ekki að sakast. Hann er jú aðeins að gera narr að samborgurum sínum.

Komandi kynslóðir munu veltast af hlátri yfir því sem nú er að gerast. Þeir munu hlæja með Jóni Gera Narr, því brandarinn er góður. Við Jón er ekki að sakast. Hann hefur jú sjálfur lýst því margsinnis yfir að hann sé flón.

Þeir munu hins vegar hlæa að kjána- bjánunum, sem kusu hann yfir sig og létu hann svo plata sig til að taka þátt í skrípalátunum. Skömm þeirra og háðung mun uppi vera og munuð svo lengi sem landið byggist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Það er alltaf gaman að sjá þegar fólk opinberar foródóma sína kinnroðalaust og að maður tali nú ekki um það þegar gamlir og góðir Íhaldsmenn missa sig yfir Davíð, Jóni Gnarr og fortíðinni.

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, 15.6.2010 kl. 20:19

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er ljóst að þú hefur þær skoðanir, sem þér hafa verið kenndar og nú er í tísku að hafa. Haltu því áfram.

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.6.2010 kl. 20:22

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Það voru þannig mikil viðbrigði til hins betra þegar hann tók við ritstjórn Morgunblaðsins og er nú að endurreisa það."

Hann er að setja blaðið endanlega á hausinn. Endurtekið efni.

Og þér er ekkert illa við homma. 

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 20:24

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Nei. En þeir eiga að láta börnin í friði.

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.6.2010 kl. 20:28

5 Smámynd: Björn Birgisson

Vitaskuld.

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 20:37

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson


Aðalsmerki hins sanna íhaldsmanns er eitt og aðeins eitt í mínum huga: Hann hlustar ekki á blaður. Hann aðhyllist ekki tískuhugsun og tískuskoðanir, en er samt opinn fyrir öllu því sem raunverulega horfir til framfara.

Nú er ég aldeilis hlessa Vilhjálmur. Sjálfstæðisflokkurinn hlustaði á bullið í Hannesi Hólmsteini og útlenskum félögum hans um algera og óhefta frjálshyggju í efnahagsmálum, stefna sem leiddi til óheftrar gróðahyggju siðferðislausra manna svo sem Hannesar Smárasonar, Jóns Áseirs Jóhannessonar, Pálma Haraldssonar, Björgólfsfeðga, Ólafs Ólafssonar svo einhverjir séu nefndir. Þeir sátu við veisluborðið í boði Sjálfstæðisflokksins eða var ekki Davíð Oddsson forsætisráðherra þá og Geir Haarde fjármálaráðherra lengst af. Var það ekki þessi stefna og þessir menn sem bera ábyrgð á hruninu auðvitað með dyggum stuðningi Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar?

Þið Sjálfstæðismenn ætlið seint að læra af reynslunni, þú ert í flokki sem nú slær skjaldborg um einhvern siðspilltasta mann sem nokkru sinni hefur sest á Alþingi, Guðlaug Þór.  

Sigurður Grétar Guðmundsson, 15.6.2010 kl. 20:46

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Var Gunnar Ólafsson afi þinn!? Þegar mamma var ung var hún í vist hjá honum og talaði alltaf vel um hann.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.6.2010 kl. 20:48

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég nenni einfaldlega ekki að svara svona fyrirframvituðu utanaðbókarlærðu blaðri, sem hver étur nú eftir öðrum, og sjá má hvarvetna í Baugs- miðlunum. Það væri út í hött. Þess má þó geta að ég hef lengi viljað losna við Guðlaug Þór en hann situr á þingi í umboði kjósenda, ekki Bjarna Ben eða annarra í flokknum. Það er gjörsamlega ógerlegt að hrekja hann af þingi nema hann vilji það sjálfur. Hvorki flokksformaðurinn né neinn annar getur rekið hann þaðan.

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.6.2010 kl. 20:52

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Já. Gunnar var einn af fjölmörgum bláfátækum systkinum frá Sumarliðabæ í Holtum, sem reif sig upp úr engu um aldamótin. Meðal bræðra hans voru Bogi Ólafsson menntaskólakennari og Jón Ólafsson bankastjóri og útgerðarmaður, stofnandi Alliance.

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.6.2010 kl. 20:55

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki batnar þér Sigurður Grétar með árunum þessi barnatrú. þér lætur vel hinsvegar að skrifa um rör en tapar þér þegar þú ferð að skrifa eins og það sem stundum fýtur innan í þeim rauðu. Eins og  :.

"Nú er ég aldeilis hlessa Vilhjálmur. Sjálfstæðisflokkurinn hlustaði á bullið í Hannesi Hólmsteini og útlenskum félögum hans um algera og óhefta frjálshyggju í efnahagsmálum, stefna sem leiddi til óheftrar gróðahyggju siðferðislausra manna svo sem Hannesar Smárasonar, Jóns Áseirs Jóhannessonar, Pálma Haraldssonar, Björgólfsfeðga, Ólafs Ólafssonar svo einhverjir séu nefndir. Þeir sátu við veisluborðið í boði Sjálfstæðisflokksins eða var ekki Davíð Oddsson forsætisráðherra þá og Geir Haarde fjármálaráðherra lengst af. Var það ekki þessi stefna og þessir menn sem bera ábyrgð á hruninu auðvitað með dyggum stuðningi Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar?

Þið Sjálfstæðismenn ætlið seint að læra af reynslunni, þú ert í flokki sem nú slær skjaldborg um einhvern siðspilltasta mann sem nokkru sinni hefur sest á Alþingi, Guðlaug Þór.  "

Mikill Guðsvolaður sauður geturðu verið að spyrja mig ekki hverjir af þessum mönnum sem ég feitletraði nöfnin á eru í SJálfstæðisflokknum ?  Þeir hafa nefnilega aldrei setið með mér við veisluborð Sjálfstæðisflokksins og aldrei komið þar innfyrir dyr. SVo mikið hélt ég að þú myndir vita þar sem þú þykist nú yfrleitt vita töluvert.

Haltu þig utaná rauðu rörunum Sigurður minn.

Já Vilhjálmur, það voru ýmsir sem lögðust á árar að fá opnað hjá þér aftur. Það gleður mig að sjá það og til hamingju óska ég þér og Árna Matthíassyni

Halldór Jónsson, 16.6.2010 kl. 23:24

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Og Björn Birgisson,

ekki er framförunum fyrir að fara hjá þér. Ætlarðu aldrei að læra  neitt af þér betri mönnum í stjórnmálaskilningi (eins og mér til dæmis !) Mig verkjar í hausinn þegar þú sérð ekki hvílíkt kraftaverk Davíð er að gera á Mogganum. Breyta því í eina skrifaða fjölmiðilinn á landinu sem hægt er að lesa.

Halldór Jónsson, 16.6.2010 kl. 23:29

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Og Vilhjálmur,

Mér finnst Hanna Birna vera samkvæm sjálfri sér. Hún sagðist nota krafta sína til að vinna með öðrum til heilla fyrir borgarbúa. Hún notar sína krafta tilað gera aðra betri, ekki verri. það er munur á því. Hún hefur ekkert útúr þessu sjálf en hún getur komið einhverju til leiðar  eða bara aftrað fíflunum frá því að gera asnastrik. Mér finnst að þú megir reyna að sjá hana í því ljósi.

Halldór Jónsson, 16.6.2010 kl. 23:33

13 Smámynd: Björn Birgisson

Halldór!, gaman að sjá Vilhjálm afturgenginn eins og Krist forðum. Rétt hjá þér, mér fer seint og illa fram. Því miður, minn kæri, segir almannarómur að Mogginn sé á rassgatinu, rétt eina ferðina enn. Ekkert nýtt þar. Tilkoma DO bætir ekki þann fjölmiðil. Þvert á móti, hann er að leiða hann til glötunar. Mogginn minn á ekki að vera heimskulegt málgagn eins flokks. Blind málpípa.

Ert þú einn af þessum strikamerktu D mönnum í Kópavogi?

Björn Birgisson, 16.6.2010 kl. 23:44

14 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Halldór Jónsson, þú mátt uppnefna mig eins og þú villt, ég minnka ekki þess vegna og því síður að þú stækkir. Það sýnir mikla vanmáttarkennd að verða að uppnefna menn, hafa ekki neitt í pokahorninu til að leggja fram sem rök enda kemur þú fram sem rökþrota maður.

Ég er ánægður með að þú skulir endursegja það sem ég sagði í minni athugasemd. Hvar gastu fundið það að ég héldi því fram að Hannesar Smárasonar, Jóns Áseirs Jóhannessonar, Pálma Haraldssonar, Björgólfsfeðga, Ólafs Ólafssonar væru flokksbundnir Sjálfstæðismenn? Slíkt hef ég aldrei sagt en það er óvefengjanlegt að þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson sköpuðu þau skilyrði að þeir ásamt sínum líkum fengu banka þjóðarinnar gefins og rændu þá síðan innan frá. Þið Vilhjálmur getið á engan hátt mótmælt þessu, svarið aðeins með skætingi án nokkurra raka.

Að eg megi aðeins skrifa um rör (og þá helst rauð!) er skemmtileg kenning en samkvæmt réttindum hvers Íslendings má hann tjá sig um hvað sem er innan velsæmismarka en þar fór Vilhjálmur yfir strikið svo á hann var lokað. Ég fagna því að Vilhjálmur hafi aftur fengið málfrelsið hér á blogginu, vissulega var hans munnsöfnuður grófur en það þarf meira til að mínu áliti til að taka af mönnum málfrelsið.

En þarna kemur önnur birtingarmynd sem er öllu óhugnanlegri. Það var opnað aftur á Vilhjálm vegna klíku sem leitaði til Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins. Tæplega hefði ég fengið slíka sérmeðferð, ég býst við að þessi sama klíka vildi allt til vinna að á mig yrði lokað og ef það yrði gert þá að tryggja að ég kæmi aldrei aftur.

En Halldór og Vilhjálmur, ég skil vel viðkvæmni ykkar þegar rifjuð er upp valdaár Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar og afleiðingar ráðsmennsku þeirra sem olli því að íslenska hagkerfið hrundi með hrikalegum afleiðingum fyrir þjóðina til langs tíma. Þá eigið þið engin andsvör önnur en einhvern þvætting um Baugsmiðla og annað viðlíka.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 17.6.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband