Að þvinga fram umburðarlyndi með ofbeldi




Það var Max Weber, sem benti á það fyrstur manna fyrir rúmri öld, að „ríkisvald er sá aðili, sem hefur einkarétt á beitingu ofbeldis á tilteknu landsvæði”. Þetta gildir alls staðar, líka hér á Íslandi. Hver sá sem ekki vill hlýða skipunum, lögum og reglugerðum valdhafa, verður, neiti hann að hlýða, beittur líkamlegu ofbeldi, dreginn gegn vilja sínum fram fyrir dómara og dæmdur. Neiti hann að greiða sekt, verða lagðar á hann hendur, hann dreginn með valdi í fangelsi og lokaður þar inni. Allt ríkisvald, einnig hið íslenska, byggir í sjálfum kjarna sínum á ofbeldisbeitingu. Langoftast dugar hótunin ein, en henni verður að framfygja, neiti menn að hlýða.
Þetta er sjálfsagður hlutur. Ef ekki væri fyrir hina svartklæddu ofbeldismenn ríkisvaldsins mundu þjófar og morðingjar fá frjálsar hendur og þjóðfélagið leysast upp í frumeindir sínar á örskömmum tíma.
Þetta ættu þó allir að hafa í huga, sem setja lög og reglugerðir, ekki síst alþingismenn. Ég rifja þetta upp í ljósi þess að fyrir nokkrum dögum var „hugsanalögreglunni“ beitt á mig í skjóli viðbótar við 233. grein almennra hegningarlaga, en þá viðbót fékk Þorsteinn Pálsson setta í lög skömmu fyrir aldamótin síðustu. Þessi lagasetning er án nokkurs vafa það markverðasta og minnisverðasta sem framtíðin um muna um setu Þorsteins í sæti dómsmálaráðherra, því með þessari löggjöf var stigið fyrsta og stærsta skrefið í því að afnema tjáningarfrelsið, undirstöðu alls lýðræðis og allra mannréttinda á Íslandi. Samkvæmt þessum lögum er hver sá sem ekki hefur þær skoðanir á fjölmenningarstefnunni, feministum eða þá brölti og rassaköstum hómósexúalista sem henta stjórnvöldum, brotlegur við hegningarlög. Hann verður tekinn með valdi af lögreglu, dreginn fyrir dómara og síðan lokaður gegn vilja sínum í fangelsi þar sem honum verður haldið nauðugum í allt að tvö ár.

Þorsteinn varð síðar sem kunnugt er ritstjóri Ekki- Fréttablaðs Bónus- feðga, er mikil ESB- sinni og þar með einn þeirra sem vilja færa Íslendinga undir vald og geðþótta erlendra manna. Setning 233. greinarinnar er í fullu samræmi við þessa stefnu, því sambærileg lög hafa verið sett víðsvegar í Evrópulöndum og hvarvetna vakið andstöðu og reiði. Hann var hér að haga sér í samræmi við stefnu útlendinganna sem hann og margir fleiri vilja að hafi skipunarvald hér á Íslandi í framtíðinni.

 Einn maður hefur þegar verið dæmur eftir Þorsteinslögum, og þeir verða fleiri. Sá maður var dæmdur fyrir að benda á blákalda staðreynd, nefnilega þá að kynþættir mannanna eru gjörólíkir í óteljandi meðfæddum, eðlislægum þáttum á sama hátt og kynþættir og undirtegundir innan tegunda dýra og jurta. Einnig var hann dæmdur fyrir að benda á aðra staðreynd: það sem allir vita, að stjórnarfari í Afríku hefur hrakað stórkostlega eftir að innfæddir fengu þar völdin. Hann er raunar ekki einn um að benda á þetta. Má nefna Nóbelsverðlaunahöfundinn Doris Lessing, sem ólst upp í núverandi Zimbabve, meðan það hét Suður- Ródesía. Hún hefur notað miklu sterkari orð en hinn dæmdi íslenski „rasisti“ um stjórn svartra í ýmsum Afríkulöndum. Sum svo sterk, að ritskoðari Mbl.is mundi trúlega loka síðunni hennar. Þó er hún kunn vinstrimanneskja.

Það má vel vera að hinn dæmdi sé argasti rasisti. Það kom þó ekki fram í þeim ummælum, sem hann var dæmdur fyrir. Um rasisma hans veit ég ekki neitt, ég þekki manninn ekki. En ef svo er, af hverju má hann þá ekki bara vera rasisti? Það er vissulega ljótt, en hvað kemur það Hæstarétti við? Ég bara spyr.
En hann var ekki dæmdur fyrir skoðanir sínar, sem væri nógu slæmt, heldur fyrir að benda á óhagganlegar staðreyndir, sem ekki henta valdhöfum og þeir líta á sem ógn við ríkjandi fjölmenningarstefnu.

Það er þó sjálf hugsunin,sem liggur að baki lagasetningar sem þessarar sem er það versta, vitlausasta og hættulegasta. Hér er verið að reyna að þvinga fram umburðarlyndi með valdbeitingu. Hver sá sem ekki hefur hina réttu, mildu, kærleiksríku opinberu skoðun verður beittur ofbeldi og færður í fangelsi með valdi í nafni umburðarlyndisins.
Nú veit ég vel að til eru ofstækisfullir hommahatarar sönn karlrembusvín og rasistar. En á ekki bara að láta þá vera í friði með skoðanir sínar? Enginn sæmilega heilbrigður maður tekur mark á slíku. Ég vil raunar hvetja alla sem vilja kynna sér nánar skoðanir mínar á pólitískri rétthugsun samtímans eindregið til að lesa greinina, eða öllu heldur ritgerðina „Eyja Sancho Panza“ neðar á þessari síðu. Sá sem ekki hefur lesið þá ritgerð er með engu móti dómbær á mína afstöðu til þessarar mála.

En eins og ég hef áður sagt: Þetta framtak Þorsteins á stóli dómsmálaráðherra er smánarblettur á hegningarlögunum og öllum þeim til minnkunar sem samþykktu þetta á sínum tíma og þó einkum þeim sem láta hafa sig í að beita þessari lagagrein á annað fólk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ef ég þyrði fyrir mitt litla líf að segjast vera sammála þér, þá myndi ég gera það. En þar sem ég er logandi hræddur við hugsanlegar afleiðingar slíkrar yfirlýsingar, þó læt ég hana eiga sig að sinni.

Ég var að lesa pistilinn þinn: Gengið heimskunni á hönd. Þá datt mér í hug það sem sagt er að Einstein hafi spurt: „What is the difference between genius and stupidity?“ Og hann svaraði sér sjálfur: „Genius is limited.“ Hvort sem rétt er hermt upp á Einstein eða ekki, þá er þetta sannleikur og fullkomin snilld.

Magnús Óskar Ingvarsson, 22.6.2010 kl. 23:36

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég skil þig vel. Ég veiti því líka athygli að þessi færsla er ekki sett á forsíðu mbl.is eins og flestallar aðrar færslur mínar. Hún er ekki einu sinni í „vinsæl blogg“. Hefndin er sæt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.6.2010 kl. 23:55

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snilldargrein hjá þér. Enn útskýrðu þetta frelsi að geta verið rasisti ef maður vill? Hvernig er hægt að misnota prentprelsi, skoðanafrelsi og þess háttar samkvæmt þinni skoðun? Síðan að færslurnar séu ekki á forsíðu MBL eða kölluð "vinsæl blogg" botna ég ekkert í. Hvaða máli skiptir hvað MBL velur fyrir færslur og hvað sé "vinsælt". það er þeirra skoðun og samkvæmt þér sjálfum þá er það grundvallarréttur mannsins. Enn núna kallar þú það hefnd. Ert viss um að þú sért samkvæmur sjálfum þér eða eru þínar skoðanir réttari enn annara? MBL hefur greinilega skoðun á þínum skoðunum og það er einmitt það sem þú ert að berjast fyrir. Ekki satt?

Óskar Arnórsson, 23.6.2010 kl. 06:29

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Með því að setja færsluna ekki á forsíðu, þar sem flestar færslur mínar hafa lent hingað til og láta hana ekki sjást á „heitar umræður“ eða „vinsæl blogg“ er verið að reyna að fela hana og sjá til þess að sem fæstir sjái.

Að öðru leyti heldur sýnir þú, að þú ert einn þeirra, sem skilur alls ekki um hvað tjáningarfrelsi snýst. Þú vill augljóslega refsa hverjum þeim sem þú telur „rasista“ eða hefur aðrar skoðanir en þú hefur verið forritaður með. Slíkir menn eru hættulegir. Miklu hættulegri en karlrembusvínin, hommahatararnir eða rasistarnir.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.6.2010 kl. 08:23

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já ég skil hvað þú ert að fara. Og ekki vil ég vera hættulegur. Og ef ég er það þá er það alveg ómeðvitað. Ef ég verð hættulegur á að fylgja þeim hóp sem vill ekki að það sé hvað sem er leyft á prenti, þá verð ég hættukegur ef ég skil þig rétt. Enn er til einhver hættulegur sannleikur? Ástæðan fyrir því að færslan er ekki í "heitum umræðum" er að umræðan skoðast ekki sem geit. Ég er "heitum umræðum" og kann varla íslenska stafsttningu og er langt í frá að vera eins góður í að setja sama texta. Ég hef alltaf haldið mig skilja hvað tjáningafrelsi sé. Meira að segja talið mig talsmann tjáningarfrelsis. Hver skildi nú hafa rétt fyrir sér? Ég hef það samkvæt minni skoðun og rangt samkvæmt þinni.

Óskar Arnórsson, 23.6.2010 kl. 10:43

6 identicon

Mér finnst líka þetta hegðunarbann leiðinlegt, maður má ekki hegða sér eins og maður vill. Ef mig langar til að lemja einhvern þá er það bara bannað. Geturðu ekki skrifað pistil um það líka?

Bjöggi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 12:22

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þér er alls ekki bannað að langa til að berja einhvern. Hins vegar er þér bannað að gera alvöru úr hugsun þinni og skoðun. Þér getur verið illa við hommahatara, karlrembusvín eða rasista, en þú mátt ekki láta það eftir þér að berja hann. Síst af öllu kæra hann og setja í fangelsi, eins og nú er hægt samkv. 233. grein.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.6.2010 kl. 12:27

8 identicon

Ertu þá að segja að ég megi hugsa um hvað ég hati homman en ég megi ekki segja það?

Bjöggi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 13:35

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þú mátt alveg segja það, en þú mátt ekki berja hommann. Þú mátt heldur ekki berja þann sem segist hata hommann þótt þig langi til þess, en fyrst og fremst máttu ekki gerast uppljóstrari stjórnvalda og kæra hann fyrir „hommahatur“.Þá lendir hann í fangelsi í allt að tvö ár, samkvæmt 233. grein AH. Þessa lagagrein verður að fjarlægja strax.

Það er ekki til eftirbreytni að hata homma, feminista eða svertingja, en það má alls ekki gera slíkt refisvert samkæmt lögum. Mér dettur til dæmis ekki í hug að banna kommúnista, þó ég hafi algera andstyggð á skoðunum þeirra, sem voru og eru beinlínis hættulegar.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.6.2010 kl. 13:47

10 identicon

Þú sérð semsagt ekki hvernig ofbeldi getur verið falið í orðum?

Bjöggi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 13:50

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Til er gamall enskur málsháttur, sem hljóðar svo: „Sticks and stones may break my bones, but words will never hurt me“. Á til dæmis að dæma alla í fangelsi sem hafa undanfarið ráðist að Davíð Oddsyni með níði, svívirðingum og í mörgum tilvikum hreinræktuðum rógi og ósvífnum lygum? Það er hæpið, vegna þess að hann er stjórnmálamaður, og þeir eru berskjaldaðri fyrir slíku en aðrir. Hins vegar væri hægt að kæra ef Davíð væri bara maður út í bæ eins og ég og yrði fyrir slíkum ofsóknum. En þetta er um einstaklinga.

233. grein á við um hópa, trúflokka o.fl. Það er t.d. mjög auðvelt að koma þér í fangelsi ef þú segist hata múslima. Menn verða nú aða tala varlega því uppljóstrarar eru á hverju strái sem gæta hinnar pólitísku rétthugsunar.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.6.2010 kl. 14:02

12 identicon

Ég verð nú bara að segja það að ég hef ekki tekið eftir því að það sé verið að ljúga upp á Davíð eða svívirða. En ef að Davíð telur svo vera þá getur hann kært þá sem það gerðu, þótt hann sé stjórnmjálamaður. Lögin vernda okkur öll gegn lygum og svívirðingum, ekki bara múslima og homma :)

Reyndar er erfitt að koma fólki í fangelsi ef það segist hata einhvern, meira að segja múslima, því það þarf að vera mjög augljóst og afdráttarlaust hatur sem kemur fram og það þarf helst að vera skjalfest.

Ég get ekki séð að það skipti neinu máli a hvað þú trúir, hvernig þú ert á litinn, hvaða kyn þú girnist kynferðilega eða hvaða starfi þú gegnir, lögin vernda alla gegn lygum og ofbeldi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 14:12

13 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Já. Þau vernda alla, þar á meðal svonefnda rasista hommahatara og karlrembusvín. Þeir hafa líka mannréttindi.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.6.2010 kl. 14:17

14 identicon

Alveg rétt, þau vernda fólk fyrir árásum annara, en gefa ekki leyfi til árása, líkamlegra eða með orðum.

Fólk má vera rasistar en það verður þá að halda því fyrir sjálft sig. Svo er rasismi líka byggður á fáfræði, fáfræði um að aðrir kynþættir séu örðuvísi eða manni óæðri. Þetta hefur ekkert með hugsanalögreglu eða skoðanakúgun að gera, frekar en að segja að himinnin sé blár. Það er gömul mýta sem einungis fordómafullir rasistar halda fram að kynþættir séu það ólíkir að það megi mismuna þeim á einhvern hátt. Þú ert kannski á þeirr skoðun að gáfnafar kynþátta sé mismunandi?

Og víst að þú getur verið sammála mér að lög eru þarna til að vernda fólk, ekki beyta því ofbeldi, þá hlýtur þú að vera sammála að lög sem vernda fólk gegn ofbeldi (eins og rasískum umælum) eigi rétt á sér. Er það ekki annars?

Bjöggi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 15:57

15 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er út í hött að fara út í langar ræður um þetta við þig. Ég vil þó benda þér á að kynþættir mannanna,t.d. Papúar og Pólverjar, indíánar og Ástralíu-frumbyggjar eða Danir og dverg-svertingjar eru í raun og sannleika alveg gjörólíkir í óteljandi arfgengum, vefjafræðilegum, líffræðilegum þáttum. Ég veit hins vegar að það eitt að benda á þessa alveg óhagganlegu, bláköldu, ísköldu staðreynd er refsivert samkv. fyrrnefndum dómi Hæstaréttar. Annars legg ég mjög eindregið til að þú lesir greinina „Eyja Sancho Panza“. Eins og ég benti á færslunni er sá, sem ekki hefur lesið þá ritgerð er með engu móti dómbær á mína afstöðu til þessarar mála.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.6.2010 kl. 16:08

16 identicon

Hvaða arfgengu, vefjafræðilegu og líffræðilegu þættir eru svona ólíkir, t.d okkar vesturlandabúum, að það megi telja þá öðruvísi og jafnvel beita þá mismunun?

Svo er ekki ólöglegt að benda á staðreyndir um líffræðilegan mun á kynþáttum, svona eins og að ákveðnir blóðflokkar eru algengari hjá ákveðnum kynþáttum osfrv. En svo er líka hægt að vera með sleggjudóma um kynþætti byggða á fáfræði. Flestir sem hafa yfir almennri skynsemi að búa þekja munin þar á. Gerir þú það?

Bjöggi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 18:56

17 identicon

Já svo las ég þessa grein, á voðlega erfitt með að sjá annað en að það sé verið að afsaka fordóma á mjög góðri íslensku skrifað af mjög góðum penna. Það gerir samt ekki það sem stendur í greininni rétt eða satt.

BJöggi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 19:01

18 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já er þetta lýðræðið okkar? Að fela það sem þykir minna heppilegt en annað! Alveg eins og að fela óhreina barnið. Hef gaman af því að lesa þessa síðu..Kannski verð ég bannfærð fyrir það:)

Kveðja.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.6.2010 kl. 19:34

19 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Heyrðu vinur..Þú ert núna kominn í Heitar:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.6.2010 kl. 19:36

20 Smámynd: RIKKO

Góður BJöggi sá gamli enn og aftur tekinn í bakaríið!!!

RIKKO, 23.6.2010 kl. 19:42

21 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Er ég ein um að taka ekki mark á nafnleysingjum sem RIKKO? Er ekki allt í lagi að koma undir nafni? Ég vildi gjarnan fá nafn og heimilisfang þess sem vill mig burtu af jörðu hér.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.6.2010 kl. 20:11

22 Smámynd: RIKKO

og hvað ætlar þú svo að gera með nafn og heimillisfangið mitt ef ég segi þér það?

ekki vera að reyna snúa um umræðuefni!

RIKKO, 23.6.2010 kl. 21:56

23 identicon

Fordómalaus einstaklingur er sjúkur einstaklingur - http://en.wikipedia.org/wiki/Williams_syndrome

Allir segja að það er til þetta KYN vandamál.  Allir segja að þetta KYN vandamál leysist þegar þriðji heimurinn flæðir inn í ÖLL hvít lönd og AÐEINS inn í hvít lönd.
Holland og Belgía eru þéttbýlli en Japan og Taívan, en enginn segir að Japan og Taívan munu leysa þetta KYN vandamál með því að flytja inn milljónir af þriðja heims búum og  (tilvitnun) samlagast(tilvitnun lokið) með þeim.
Allir segja að hin endanlega lausn á þessu KYN vandamáli er þegar ÖLL hvít lönd og AÐEINS hvít lönd munu "samlagast," þ.e.a.s. giftast, öllum þessum and-hvítu.
Hvað ef ég segði að það væri til þetta KYN vandamál og að þetta KYN vandamál væri aðeins hægt að leysa ef hundruð milljóna af and-svörtum væri flutt inn í ÖLL svört lönd og AÐEINS svört lönd?
Hversu lengi mun það taka alla að skilja það að ég er ekki að tala um KYN vandamál.  Heldur, að ég væri að tala um endalega lausn á SVARTA vandamálinu?
Og hversu fljótt myndu allri andlega heilbrigðir svartir menn taka eftir þessu og hvers konar svartur brjálæðingur myndi ekki mótmæla þessu?
En ef ég segi þann augljósa sannleika um yfirstandandi áætlun um þjóðarmorð á mínu kyni, hvíta kyninu, þá eru Umburðarlyndir og sómakærir íhaldsmenn sammála um að ég sé nasistisemvilldrepasexmilljónirjúða.
Þeir segja að þeir séu and-rasistar.  Þair eru í raun and-hvítir.
And-rasisti er dulorð um and-hvíta.


Hvíta Kyninu fækkar núna um nær 30% með hverri kynslóð  - Fjöldi Afríkunegra tvöfaldaðist á síðustu 27 árum.
Það eru til alþjóðleg lög um þjóðarmorð sem löngu er orðið tímabært að dusta rykið af. 

Skúli Jakobsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 22:15

24 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég þori ekki að segja að þú hafir ýmislegt til þíns máls. Þá verður síðunni lokað aftur.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.6.2010 kl. 00:00

25 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Annars sé ég að síðan er nú komin inn á „heitar umræður“. Kannski hef ég haft Árna Matthíasson fyrir rangri sök.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.6.2010 kl. 00:17

26 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Til hamingju með að vera kominni í heitapottinn aftur, svona lokun gétur verið fín auglýsing .

Hvað finnst þér um nýju löginni hennar Birgittu um tjáningar og upplýsingafrelsi , ég er persónulega nokkuð hrifin af þessu.

Guðmundur Jónsson, 24.6.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband