Fötluðum úthýst úr miðbænum

Ég varð fyrir því óláni úti á Spáni fyrir fimmtán árum að verða fyrir bíl og hef síðan verið lítt fær til gangs nema stuttar vegalengdir. Þetta kemur ekki mikið að sök ef ég þarf að ganga stutt frá bílnum. Gönguradíusinn án hvíldar er varla mikið yfir 50 metrar en raunar vantar víðast hvar bekki til að hvílast á. Ég hef að sjálfsögðu miða á bílnum og væri í miklum vanda staddur ef ég hefði ekki aðgang að stæðum fatlaðra. Nú hefur hinn nýi borgarstjóri látið til sín taka í óendanlegri visku sinni. Hann hefur úthýst mér og öðrum fötluðum úr miðbænum.

En þetta er aðeins byrjunin. Hvað kemur næst? 

Viðbót 13.7. Þeir sem stjórna Jóni G. Narr hafa nú séð aðeins að sér og hafa opnað að hluta svo hægt er að komast inn í Pósthússtrætið. En eftir stendur: Hvað kemur næst. Þetta fólk er víst til alls. 

Önnur viðbót 14.7. Opnunin í Pósthússtræti gildir aðeins til klukkan ellefu á virkum dögum og er til að kaupahéðnar geti fengið vörubíla með birgðir til sín. Hreyfihömluðum er áfram úthýst úr miðborginni nema rétt í morgunsárið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Sagt er að allar reglur eigi sér undantekningar. Í þessu tilviki hlýtur undantekningin að vera sérmerktur bíll.

Björn Birgisson, 11.7.2010 kl. 15:24

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Billinn minn er með merki, en allar götur að miðbænum eru mér lokaðar eins og öðrum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.7.2010 kl. 16:15

3 Smámynd: Björn Birgisson

Varla þó lokaðar löggunni og slökkviliðinu? Auðvitað eiga fatlaðir að njóta undanþágu. Mér sýnist þetta mál auðleyst, ef vilji stendur til þess.

Björn Birgisson, 11.7.2010 kl. 16:37

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það mun ekkert lát verða á "alls konar" hjá þessum nýju stjórnendum borgarinnar. Svokallaðar "samfélagshetjur" fá nú að renna fyrir fisk í Elliðaánum, í stað annarra borgarfultrúa, og vonandi léttir það lund þeirra sem njóta, og kannski verður "hetja vinnunnar" tilnefnd, eins og í Sovétríkjunum sálugu fyrrum. Sannleikurinn er sá að þessari nýju tegund af stjórnmálamönnum varðar ekkert um þá sem eiga um sárt að binda af einhverjum ástæðum, þeir aðeins klifra upp eftir bakinu á þeim til pólitískra valda og áhrifa og baða sig síðan í ljósi fjölmiðla sem velgjörðarmenn almennings. Ég ætla nú samt að sleppa því að æla.

Gústaf Níelsson, 13.7.2010 kl. 22:59

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Liðið sem raunverulega fer með völdin er úr órólegu deild VG, fólk af því tagi sem ég hef stundum kallað „fáráns- eða skegg- vinstri menn“. Þeir eru til alls vísir. Jón G. Narr veit, eins og allir ættu að sjá, ekki almennilega hvort hann er að koma eða fara.

Vilhjálmur Eyþórsson, 13.7.2010 kl. 23:17

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er verið að breyta systeminu fyrir fatlaða og sjúka eitthvað? Hingað til hafa þeir flestir verið fældir til annara norðurlanda því þeir eru svo dýrir á fóðrum á Íslandi...ég vissi ekki að það stæði til að breyta því fyrirkomulogi neitt. Jón Gnarr verður forsætisráðherra eftir næstu kosningar og þá verður þetta allt betra strákar mínir. Allir fá vinnu við að grafa göng með járnbrautarteinum til Danmörku...

Óskar Arnórsson, 30.7.2010 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband