Mussolini, Hitler, Gnarrið og Píratar.

Þessi grein var upphaflega skrifuð um Gnarrið, en hún á alveg nákvæmlega jafnvel við um Pírata.

Ég veit vel, að margir munu hvá þegar ég segi þetta, en ég sé ekki betur en að fólkið sem kaus Jón Gera Narr og nú styður Pírata sé beinir arftakar þeirra sem kusu á sínum tíma þá Mussolini og Hitler. Þeir fengu raunar hlutfallsega svipað fylgi og íslensku kjánarnir. Í öllum tilvikum er um að ræða einfaldar sálir sem ímynda sér að hægt sé að lækna vandamál heimsins með því að fá „nýja menn“ til valda. Lausnarorðið er „breytingar“.

Þeir Mussolini og síðar Hitler voru á sínum tíma „nýir menn“, með nýja stefnu. Þeir boðuðu nýjar lausnir og höfðu mikið og hávært fjöldafylgi meðal einfeldninga af ýmsu tagi. Það voru nefnilega ekki illmenni, heldur kjánar sem komu þeim til valda.  

Kosning Jóns G. Narr og gífurlegt fylgi Pírata sýnir fyrst og fremst ömurlegan lýðræðisþroska þjóðarinnar. Fólk sem ver atkvæði sínu á þennan hátt ætti varla að hafa kosningarétt. Ég hef stundum fengið smjörþefinn af hugarheimi þessa liðs þegar það skrifar athugasemdir á bloggið mitt og fésbókarsíðu. Það er dapurlegt til þess að vita að slíkt fólk skuli hafa náð 34% fylgi í Reykjavík og svipað í skoðanakönnunum. Þetta vekur í mínum huga spurningar um hvort ekki eigi að takmarka kosningaréttinn eitthvað, eða a.m.k. að hækka kosningaaldurinn. Sagan sýnir ótvírætt að gífurleg hætta getur skapast ef fólk af þessu tagi fær völdin.

Í lok fyrri heimstyrjaldar ríkti mikil upplausn í Evrópu og upp spruttu fjölmargar „grasrótarhreyfingar”. Í Rússlandi hafði lítill hópur „aðgerðarsinna” undir stjórn Lenins hrifsað völdin af ráðlausri, ráðvilltri stjórn mensévíka og á Ítalíu stofnaði gamall marxisti, Benito Mussolini, nýja „grasrótarhreyfingu”, sem sópaði að sér fylgi. Hann lofaði nýju og betra þjóðfélagi gegn hinu „gamla, rotna og spillta“ valdakerfi á Ítalíu. Fjöldahreyfing hans náði svo völdum 1922. 

Mussolini var sem fyrr sagði framan af ákafur kommúnisti og marxisti en snerist gegn Lenin og liðsmönnum hans í heimsstyrjöldinni. Fjöldamargt í kenningum og stjórnkerfi ítalskra fasista var þó frá Marx, Lenin og kommúnistum runnið og síðan tekið upp af nasistum, ekki síst algert alræðisvald Flokksins.

Um 1930 skall svo kreppan yfir af fullum þunga. Efnahagur Þýskalands var í kalda koli og stjórnvöld vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hópar „mótmælenda“ af ýmsu tagi óðu um götur og torg. Þeir heimtuðu „nýja menn“ til valda og fengu að lokum vilja sínum framgegnt. Lýðræðislega kjörin stjórnvöld gáfust upp og allir vita hvernig fór.

Fólkið sem hér á Íslandi hefur gert og gerir forystufólk Pírata, Hörð Torfason eða Jón Gera Narr að átrúnaðargoðum og leiðtogum er af svipuðu tagi og þær einföldu sálir sem á sínum tíma studdu nasista/fasista (og kommúnista). Það fólk taldi sig, eins og kjósendur Jóns G. Narrs og aðdáendur Pírata, vera að „mótmæla“ einhverju. Þetta fólk veit ekki afleiðingar gerða sinna, því enginn veit fyrir fram, hvað framtíðin ber í skauti sér. Það sá í þeim Mussolini og Hitler „nýja menn“ með „nýjar lausnir“, sem mundu svo veifa einhverjum töfrasprota og stofna nýtt og betra þjóðfélag, alls ólíkt hinu „spillta og rotna“ lýðræðisþjóðfélagi sem augljóslega réði ekki neitt við neitt. 

Píratar og Jón G. eru vissulega meinlausari en þeir Mussolini og Hitler, en sömu grundvallarástæður voru fyrir stuðningi þeirra og sams konar fólk kýs þá og áður studdu alræðisherrana fyrrnefndu. Það gleymist oftast, að ekki aðeins kommúnistar, heldur líka nasistar og ítalskir fasistar hugðust stofna nýjan og betri heim.  

Eins og ég sagði í upphafi voru það ekki illmenni, heldur kjánar, sem komu Hitler og Mussolini til valda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Vilhjálmur æfinlega - sem og aðrir gestir þínir !

Vilhjálmur !

Ætli svika- og lygamylla Sigmundar Davíðs og Bjarna: eigi ekki hvað stærstan þáttinn, í uppgangi Sjóræningja (Pírata) skrattanna, fornvinur góður ?

Þessi gerpi: núverandi valdhafar á Íslandi / þóktust ætla að færa ALLT til betri vegar hér:: eftir stórkostleg hryðjuverk ömurlegrar klíku Jóhönnu og Steingríms J., (2009 - 2013).

Hvað gerist: jú, Sigmundur og Bjarni hefja feril sinn á, að moka fjármunum og verðmætum allra handanna auðlinda landsins, undir SIG og SÍNA.

Án þess: að bera svo mikið við, að aflétta verðtryggingar- og OKUR vaxta þvarginu, af landsmönnum, t.d.

Hvað: verðskulda slíkir Vilhjálmur minn - nema brottrekstur af landinu, en taka vil ég fram, að ekki aðhyllist ég Píratana, á nokkurn handa máta - allra sízt eftir smjaður og nudd þeirra Helga Hrafns og Birgittu, utan í hið afar ógeðfellda Múhameðska samfélag hér á landi (þó: fámennt sé, sem betur fer - ENNÞÁ, að minnsta kosti) sbr. gaspur þeirra og ísl lista spíru gengis: margvísslegs, í garð Feneyinga - sem og já:: Ítala almennt, fyrir hina SJÁLFSÖGÐU lokun, á fíflagangi þeirra Cristophs Buchler og Sverris Agnarssonar og Godds (Guðmundar Odds Magnússonar) þar syðra, í síðasta mánuði.

Nei - Vilhjálmur minn. Þorri landsmanna: er búinn að fá fullkomið ÓGEÐ, á liðinu sem nú situr í stjórnarráðinu, ekki hvað sízt, með tilliti til ömurleika tímabils Jóhönnu og Steingríms forðum: því, landsmenn REIKNUÐU með öðru, eftir kosningarnar, 2013 - ekki satt ?

Vel sézt einnig: hversu Ólafur Ragnar Grímsson, er samansúrraður við þetta lið, að hann hefir ekki hinn minnsta áhuga né rænu á, að koma hér á laggirnar, mögulega:: vitrænni UTANÞINGSSTJÓRN, hvað þá annað - enda flýtur Ólafur ofan á kjötkötlum spillingar- og sjálftöku aflanna, grímulaust.   

Bezt væri: úr þessu, að Kanadamönnum og Rússum yrði falboðin íslenzka hryggðarmyndin / gæti ekki orðið verra, að komast undir leiðsögn Ottawa og Moskvu þó ólíkir stofnar séu, úr því sem komið er, síðuhafi mæti !

Að öðrum kosti - heldur rotnunin hér (innanfrá) áfram / að óbreyttu !

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 14:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fín og kryfjandi grein hjá þér, Vilhjálmur, og mæltu manna heilastur.

Sannleikann um þessi málefni fælast margir, og aðhróp eru oft gerð að þeim, sem þora að taka til máls, í þöggunarskyni, en þá er þeim mun fremur ástæða til að hvika ekki frá því að tjá sig enn og aftur um það sem maður veit sannast og réttast.

Jón Valur Jensson, 25.6.2015 kl. 14:45

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Sannleikanum verður hver sárreiðastur", ég legg til að þú byrtir þessa grein í fjöllesnum miðli og þá kemur ýmislegt í ljós varðandi viðbrögðin.

Jóhann Elíasson, 25.6.2015 kl. 15:37

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Óskar Helgi,ég skil þig aldrei,reyndar aðeins nær núna þegar þú nefnir utanþingsstjórn. En hvaða forseti myndi fela einhverjum Jóni Jóns umboð til stjórnarmyndunar.Væru margir flokkar í boði dreifast atkvæði á þá til einskis gagns.Svo þetta;Leggja menn niður lesti sína,þótt þeir skipti um flokk?  Að lokum ég myndi treysta mér til að velja 20* bara eftir viðkynningu á blogginu,það eru bara ekki allir til í að starfa á þingi,að minnsta kosti ekki þeir sem vildu leggja á sig að laga til í svokölluðu Bákni (og þola hávaða mótmæli),sem hefur stækkað óheyrilega. Ekki skammast í mér! 

Helga Kristjánsdóttir, 25.6.2015 kl. 18:33

5 Smámynd: Gísli Friðrik

Afsakið Ad Hominem en, þú hlýtur að vera snældubrjálaður eða með vott af persónuleikabresti ef þú virkilega heldur þetta. Það eina sem þú kryfur er illa lyktandi hugsanaháttur þinn.

Gísli Friðrik, 25.6.2015 kl. 19:07

6 identicon

Það vantar alla málefnalega gagnrýni í þetta blog. Hver einasti maður hlýtur að sjá að "þetta er nýr flokkur ... einu sinni voru nasistar nýr flokkur" eru ekki góð rök fyrir neinu. Má ég vera vongóður um að næsti pistill um Pírata komi eitthvað inn á vinnu þeirra, ummæli eða hugsjónir?

Jóhannes G. Halldórsson (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 19:32

7 Smámynd: Alexandra Briem

Mér finnst þetta nú frekar illa sagt um bæði Pírata og Jón Gnarr. Pírata skipa upp til hópa gott, vel greint fólk sem meina landi og þjóð vel. Sem láta hugsjónina um sanngjarnt, lýðræðislegt og opið stjórnarfar stýra orðum sínum og gjörðum. Og Jón Gnarr, þó ég sé ekki endilega alltaf sammála honum, er eitthvað al-mesta ljúfmenni sem þetta land hefur alið.

Ég held að fólkið sem kýs í hugsunarleysi það sama og það hefur alltaf kosið, það sami og pabbi þeirra kaus, bara af því bara, sé miklu hættulegra.

Fólkið sem réttir sömu spilltu köllunum alltaf völdin aftur og aftur, sama hvernig þeir fara með þau.

Hefurðu engan reiðipistil handa því fólki?

Alexandra Briem, 25.6.2015 kl. 19:35

8 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Að ógleymdri ofbeldishrinu mörgum árum fyrir þær afdrigaríku kosningar í mars árið 1933 þá hafði þýska nasistaflokknum tekist að ná ýmsum á sitt band með ýmsum loforðum (sem var á sumum sviðum auðvelt þar sem þjóðfélagið var illa leikið vegna kreppu og stríðs).  Þýsku sambandskosningarnar í mars árið 1933 skiluðu þýska nasistaflokknum stóru fylgi, nánar tiltekið 43,91% fylgi.  Að vísu náðu þeir ekki hreinum meirihluta og þurfti fyrir vikið að ganga til viðræðna við DNVP flokkinn til að ná meirihlutastjórn á Reichstag.  Hitler hafði slíkt þó ekki í hyggju heldur tók hann sig til, í skjóli embættis forseta Hindenburgs síðan 1932, og náði að smokra í gegn Ermächtigungsgesetz sem gaf honum í raun frjálsa hendi til að verða einræðisherra og taka allar ákvarðanir framhjá lýðræðislega kjörnu þingi.  Á einungis nokkrum mánuðum í kjölfar þessa bannaði Hitler alla aðra flokka sem í raun leysti upp Reichstag en þess í stað kom hann fyrir sérstöku þingi þar sem einungis meðlimir eða vinir nasistaflokksins fengu aðild að.  Restina þarf lítið að ræða hér.

Hið ofangreinda sýnir að stór úrtök þýsku þjóðarinnar kusu yfir sig einræðisherrann.  Eftir á að hyggja má vel segja "hvað voru þið að hugsa Þýskaland??", en ef menn hugsa aðeins og setja sig í hugarástand þess tíma þá tel ég persónulega að ansi margir hefði fylgt sama fordæmi, jafnvel ýmis gáfumenni hér á Fróni.  En þegar öllu er á botninn hvolft.  Er í ALVÖRU verið að bera saman Jón Gnarr og Pírata við nasistaflokkinn svo fátt eitt sé nefnt?  (ég myndi ekki einu sinni líkja framsóknarflokknum við slíkt)

Garðar Valur Hallfreðsson, 25.6.2015 kl. 19:39

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er það ekki alveg rosalega slæmt að vera kallaður kommúnisti af Vihjálmi Eyþórssyni?

Árni Gunnarsson, 25.6.2015 kl. 19:40

10 identicon

Það voru ekki einhverjir kjánar sem kusu Hitler á sínum tíma árið 1933. Hitler kom fram með ýmiss kosningaloforð og hann stóð við allt það sem hann lofaði. Fyrir vikið þá varð hann feykilega vinsæll meðal þjóðar sinnar. Hitler útrýmdi alveg atvinnuleysi í Þýskalandi og hann kom efnahagnum í lag. Sem er nokkuð sem fólk almennt séð vildi. Að tala um einhverja kjána þarna á ekki beinlínis við. Skuggahlið þsssa alls var eins og við vitum auðvitað hryllingur nasismans sem átti eftir að koma sífellt betur og betur í ljós. 

Svo gætum við haldið áfram að tala um Mussólíni á Ítalíu og Franco á Spáni. Eða þá bara Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Nú vilja ábyggilega einhverjir segja að það hafi verið kjánar sem komu honum á valdastól. Og ef piratar komast á þing aftur með 30% fylgi, þá kemur maður eins og þú Vilhjálmur sem ferð að tala um kjánana sem kusu þann flokk, sem er nota bene á ekkert skylt við fasista. Þannig lagað séð þá verður ennþá erfiðara að bera þá saman við þá kumpána Hitler og Mussólini.  

Kannski situr bara ein hugmynd eftir sem er sú að það séu bara kjánar sem kjósa. Er það Vilhjálmur?

Þórður Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 20:08

11 identicon

Þú byggir upp æsispennandi aðdraganda að því hver í pírötum á að vera hitler eða mussolini, en svo gleymir þú að segja hver það er.

Einnig vantar í samanburinn hver öfgastefna pírata á að vera, samanber gyðingastefna nasista eða alger þjóðnýting hjá kommúnistum, eða andlýðræðishugmyndir Fasista. 

Svo vil ég benda á, frá einum kennara til annars, að uppnefni eru ekki rökstuðningur, og gera í raun lítið úr máli þínu, eins og málflutningurinn komi til af slæmum tilfinningum frekar en vel ígrundaðri hugsun.

Svo vil ég að lokum leggja til að þú farir og finnir þér gott knús, þannig að þér líði betur og verðir ekki svona reiður. 

Með vinakveðju,

Sveinbjörn.

Sveinbjörn Pálsson (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 20:15

12 identicon

Nohh, það er ekkert verið að draga þetta á langinn, bara skellt sér beint í Godwin's law yell

Adam Fjeldsted (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 20:21

13 identicon

Komið þið sæl: að nýju !

Nafna mín: Kristjánsdóttir !

Með utanþingsstjórn - hafði ég nú fyrst og fremst í huga fólk, utan úr atvinnulífinu / víðs vegar af landinu, sem tækist þau störf á hendur - ekki: einhverjar skrifstofu- og Tölvoborða blækur af Höfuðborgar svæðinu,einu og sér, sem hvorki þekkja mun á Þorski og Keilu / fremur en Lambhrút eða Kálfi, nafna mín góð.

Svo - ekki fari nú, á milli mála - mannskap: sem hefir unnið með höndunum, ekki síður en talfærunum, fornvinkona góð.

Gísli Friðrik (í athugas. nr. 5) !

Ekki gott - að átta sig á þinni meiningu, svo lítilfjörleg, er þessi ambögu sneið þín, til Vilhjálms síðuhafa, ágæti drengur.

Árni fornvinur Gunnarsson !

Ég hygg - fyrir mitt leyti: að Vilhjálmur sé, fyrir all löngu búinn að átta sig á því, að við Falangistar (fylgjendur Francós Ríkismarskálks Spánar, forðum - sem og þeirra Gemayel feðga í Líbanon, Kristinna Maroníta og Orthódox manna, þar í landi) - séum einna harðsnúnnastir andstæðinga bölvaðra Kommúnistanna, sem og Nazista og annarra pólitískra illfygla, Árni minn.

Fyrir nú utan - miðju- moðs Hrægammanna, sem hér ráða nú ríkjum, að loknu brimróts tímabils vinstra hyskis:: þeirra Jóhönnu og Steingríms.

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 20:21

14 identicon

.... og: Þórður Guðmundsson !

Vinsamlegast: reyndu EKKI / að leggja að líku - hugmyndafræði Francós, að jöfnu við þá Hitler né Mússólíni.

Francó: ásamt Salazar í Portúgal - sem og Ataturk hinn veraldlega sinnaði í Tyrklandi, gáfu Möndulveldunum aldrei færi á, að misnota sín lönd, né þjóðir - á meðan ófriðurinn 1939 - 1945 geysaði, Þórður minn.

Munum sneypuna - sem Hitler þáði úr hendi Francós, þegar Austurríska fíflið (Hitler) hugði sig fá aðstöðu á Gíbraltar, t.d., en varð frá að hverfa, háðuglega mjög.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 20:29

15 identicon

Skynja ég skelfingu.

Einar Andskoti (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 21:15

16 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég held að þú sjáir hlutina einmitt á hvolfi Vilhjálmur. Fylgi Pírata er ekki að aukast af því að kjósendur eru kjánar heldur virðast andstæðingar þeirra einmitt vera kjánar. Kjánar sem skrifa kjánalegar bloggfærslur auka fylgi Pírata. Takk fyrir það.

Ég skil að aðdáendur núverandi stjórnar séu skjálfandi yfir góðu gengi Pírata. Pírata bjóða breytingar. Kerfislægar breytingar og kjósendur virðast svo sannarlega vilja þær. Eina ráð stjórnarinnar væri að bjóða svipaðar breytingar en auðvitað getur hún það ekki. Slíkar breytingar myndu skera spenana af kúnni sem stjórnarflokkarnir hafa verið að sjúga úr í áratugi.

Að öðru leyti er þessi bloggfærsla of kjánaleg til að vera svaraverð og þú hefur ekki beint sýnt með fordæmi að eldra fólki sé betur treyst fyrir atkvæði. Eins og Simmi og Bjarni þá virðistu ekki vera í tengslum við raunveruleikann.

Pétur Harðarson, 25.6.2015 kl. 21:18

17 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér finnst einfaldast að svara ykkur öllum sem hér hafa tjáð sig í einu lagi með því að endurtaka smá bút úr ofangreindri færslu:

„Kosning Jóns G. Narr og gífurlegt fylgi Pírata sýnir fyrst og fremst ömurlegan lýðræðisþroska þjóðarinnar. Fólk sem ver atkvæði sínu á þennan hátt ætti varla að hafa kosningarétt. Ég hef stundum fengið smjörþefinn af hugarheimi þessa liðs þegar það skrifar athugasemdir á bloggið mitt og fésbókarsíðu. Það er dapurlegt til þess að vita að slíkt fólk skuli hafa náð 34% fylgi í Reykjavík og svipað í skoðanakönnunum. Þetta vekur í mínum huga spurningar um hvort ekki eigi að takmarka kosningaréttinn eitthvað, eða a.m.k. að hækka kosningaaldurinn. Sagan sýnir ótvírætt að gífurleg hætta getur skapast ef fólk af þessu tagi fær völdin“.

Vilhjálmur Eyþórsson, 25.6.2015 kl. 21:39

18 Smámynd: Pétur Harðarson

Mig grunaði nú að þú kæmir með þetta ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er tjá mig við steinvegg hérna. Ég get bara ekki losnað við þá hugsun hversu sorglegt það er ef margir á þínum aldri eru svo ótrúlega blindir í stjórnmálaumræðunni líkt og þú virðist vera. Ég þori að veðja að þú hefur ekki einu sinni kíkt á heimasíðu Pírata til að kynna þér út á hvað þeir ganga. Kannski ertu orðinn of þroskaður til að breyta um þankagang. Þú og Jón Valur eigið að minnsta kosti gott heimili hér á Moggablogginu og vonandi fer vel um ykkur hérna. Þið eigið vafalaust eftir að skrifa fjölmarga pirringspósta þegar risaeðlurnar verða loks algjörlega útdauðar í íslenskum stjórnmálum.

Góðar stundir.

Pétur Harðarson, 25.6.2015 kl. 21:56

19 Smámynd: Gissur Örn

Sæl öll hér

Alltaf þegar ég les þröngsýn og heimskuleg skrif eins og þessi sem Vilhjálmur virðist æla út úr sér á þessu "bloggi" sínu ef blogg mætti kalla þá andvarpa ég og hugsa um hvort við séum virkilega ennþá svona aftarlega á merinni. Er virkilega mikið af svona afturhaldssömu og vitgrönnu fólki til? Svo augnabliki síðar þá man ég það að 34% fylgi Pírata kemur ekki frá ungum óhörnuðum og heimskum fáráðlingum heldur frá öllum aldurhópum og stéttum úr þjóðinni okkar. Breytingar eru nausyn til að þjóðfélög geti þróast og orðið betri. Risaeðlur eins og hann og Jón Valur eru löngu hættir að vera normið í vestrænum þróuðum löndum heldur eru þeir orðnir mælistika á framför eða afturför í hugsun. Ef þú ert sammála þeim þá ertu orðinn úreltur í þjóðfélaginu og ættir að fara að hugsa um hvar þú ætlar að planta þér í mold því þú munt ekki leggja neitt uppbyggilegt né jákvætt til málana héðan í frá. Þetta er mjög einfalt.

Menn sem tala niður til fólks í þriðju persónu boðhætti eða vilja hefta mannréttindi fólks vegna þess að skoðanir þess henta þeim ekki eru búnir að stimpla sig út úr umræðu meðal viti borinna manna.

Góðar Stundir

Gissur Örn, 25.6.2015 kl. 22:32

20 Smámynd: Starbuck

Rétt er að benda á það að hjá mjög mörgum af kynslóð Vilhjálms er talið eðlilegast að fæðast inn í ákveðinn stjórnmálaflokk og deyja í sama flokki, án þess að öðlast nokkurn tíma nógu gagnrýna hugsun til þess að svo mikið sem íhuga að skoða aðra möguleika.  Þekki ég nokkra slíka og lít svo á að ef það eigi að taka kosningaréttinn af einhverjum, þá er það þetta fólk.

Starbuck, 25.6.2015 kl. 22:48

21 identicon

Komið þið sæl - sem jafnan, og áður !

Pétur Harðarson / Einar Andskoti / Gissur Örn, og Stjörnubúkki (Starbuck), fornvinur minn !

Hvað er að því - þó svo Vilhjálmur tortryggi Píratana, piltar ?

Sjálfum - finnst mér þeir: (og er ég, mun yngri að árum en Vilhjálmur og Jón Valur fjölfræðingur t.d.- og þeirra kynslóð) fremur reikulir í rásinni, þakkar vert þó það, sem Jón Þór Ólafsson hefir reynt, að leggja af mörkum, gagnvart GLÆPALÝÐ Sýslumanna landsins, og öðrum skítverka handlöngurum Banka Mafíunnar, til hryðjuverkanna á hendur heimilum landsmanna, auk fyrirtækjanna  / á sama tíma: og Helgi Hrafn og Birgitta, hafa hvað mestar áhyggjurnar, af framgangi Múhameðsku villimennzkunnar - hérlendis, sem austan Atlantshafs, og vestan þess.

Tek fram - að ég fyrirlít af alhug, samansafn FIMMFLOKKSINS / (þess lýðs, sem fer fram, undir merkjum : A - B - D - S og V listanna).

Með beztu kveðjum - sem þeim fyrri /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 23:07

22 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Takk fyrir þetta Óskar. Þú berð langt af hinum, sem hér hafa tjáð sig.

Vilhjálmur Eyþórsson, 25.6.2015 kl. 23:09

23 Smámynd: Gissur Örn

Það er ekkert að því að tortryggja fólk eða flokka. En að bera flokk sem vill gagnsæi og beint lýðræði(sem sagt völdin í hendurnar á okkur) við flokk sem lifði og hrærðist á hræðslu innfæddra við hið óþekkta(Nasistar... Og reyndar Framsókn líka) er ekki að bera saman epli og appelsínur heldur að bera saman epli og hraunmola. Ekki einu sinni sami tegundaflokkur. Ég stend við fyrra innlegg. Þessi grein og svör þeirra kumpána eru úreltar röksemdir sem löngu eru hættar að eiga við í þróuðu þjóðfélagi manna og kvenna. 

Gissur Örn, 25.6.2015 kl. 23:44

24 Smámynd: Starbuck

Óskar þú segist fyrirlíta af alhug "samansafn FIMMFLOKKSINS / (þess lýðs, sem fer fram, undir merkjum : A - B - D - S og V listanna)".  Hvað er þá eftir til að kjósa?  Það er nákvæmlega af þessari ástæðu sem píratar eru að fá svona mikið fylgi í skoðanakönnunum - að það er ekki sjáanlegur neinn annar valkostur.  Margir sem segjast styðja píratana eru örugglega bara að lýsa frati á fjór(fimm)flokkinn en eru ekki heilshugar styðjandi öll stefnumál pírata. 

Mér finnst mjög ómerkilegt hjá Vilhjálmi að kalla þá kjána sem vilja róttækar breytingar og líkja pírötum við nasista og fasista - þó ekki væri nema vegna þess að píratar vilja meira af beinu lýðræði á meðan nasimi og fasismi stefndu alltaf að einræði og harðstjórn.

Starbuck, 25.6.2015 kl. 23:56

25 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Hvað Jón Gnarr varðar var hann nú bara heiðarlegast og besti Borgarstjóri síðan fyrir Davið.

Kjánarnir kusu í síðustu kosningum og kusu þá Framsókn og Framsóknarplebbana í Sjálfstæðisflokknum. Skrítið að menn skuli reyna að snúa sig út úr þessu með svona bulli. Fyrirgefið.

Ólafur Örn Jónsson, 26.6.2015 kl. 00:29

26 identicon

Komið þið sæl - sem ávallt !

Vilhjálmur !

Minn er heiðurinn - geti ég orðið þér, að einhverju liði / í ölduróti samtímans - ekki önnur eins þjóðfélags gerjun: síðan á Renaissance (Endurreisnartímabili) skeiði 16. aldarinnar, líkast til.

Stjörnubúkki (Starbuck) !

Því er fljótsvarað - Landsmenn stefni að Bessastöðum: handtaki fígúruna, sem þar situr / hverfi síðan til Reykjavíkur: og AFNEMI alþingi, og DREGGJAR þess.

Það - er mín tillaga, til kosningar þ.e. / utanþingsstjórn vinnandi stétta komið á laggirnar, o.s. frv.

En: hængur er þar á Starbuck minn. Íslendingar: eru of mengaðir af Keltneska hluta uppruna síns (Íra og Skota) þannig að, fremur litlar líkur eru á, að þessi framvindan mætti verða.

Sjálfur - er ég tilbúinn til hlutanna, enda svellur í mér hefndar heipt Mongólskra frænda minna, til þessa hyskis, sem komið hefir á þeirri vesöld, sem orðin er hérlendis - hlutlægri: sem huglægri, fornvinur góður.

Þér: að segja.

Sízt lakari kveðjur - öðrum og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 00:57

27 identicon

Það er yndislegt að sjá þig skjálfa á beinunum, Vilhjálmur. 

Atli Viðar (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 01:44

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað ertu að rugla hér, Atli Viðar?

Jón Gnarr er margreyndur að vanþekkingu, öfgum og andstöðu við vilja meirihluta Reykvíkinga og landsmanna. Þá kaus hann með Icesave-samningi og er veikur fyir Evrópusambandinu. Í starfi sem borgarstjóri kom hann sér undan skyldum sínum og lét tvo embættismenn taka þær á sig; sjálfur kaus hann PR-mennskuna þar.

Ennþá alvarlegri mun þó vera stórfjölgun starfsmanna Ráðhússins, í hans valdatíð og Dags B., með miklum kostnaðarauka fyrir borgarbúa; Ráðhúsið átti líka að duga langt inn í þessa öld, en nú leigir borgin húsnæði víða til að hýsa á skrifstofnum allar þessar konur (ekki sízt) sem ráðnar hafa verið; á sama tíma vanrækir borgin að hjálpa fátækum, bæði heimilislausum, eins og Þorleifur Gunnlaugsson, fv. borgarfulltrúi, benti á, og skjólstæðingum Fjölskylduhjálpar Íslands (5.000 fjölskyldum), eins og Ásgerður Jóna Flosadóttir bendir á.

Það er ekki minnsta ástæða til að upphefja Gnarrinn til skýjanna.

Jón Valur Jensson, 26.6.2015 kl. 02:21

29 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er engin sérstök þörf til að fjalla af djúphygli um svo auðvirðulegt fyrirbæri sem kallar sig Jón Gnarr og var ekki borgarstjóri í Reykjavík.  Fyrirbærið þurfti ekkert að leika Georg Bjarnfreðarson, en allt annað hefur hann þurft að leika.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.6.2015 kl. 08:33

30 identicon

Komið þið sæl - að nýju !

Nýjast tíðinda erlendis frá - er það framtak ESB skrifræðisins suður í Brussel, að dreifa svokölluðum flóttamönnum frá Norður- Afríku og Vestur- Asíu: Múhameðskum flestum, líklegum terroristum ISIL og Boko Haram illþýðisins um víða velli Evrópu grunda / innan áhrifa svæðis Brussel - Berlínar öxulsins, í stað þess að gera þetta lið afturreka, til ofgnóttar ríkja, eins og Saúdí- Arabíu og Katar og nágrennis.

Skyldu: Finnar / Írar / Lettar Litháar og aðrir, sauðtryggir Þjóðverjum ekki fagna þessu - einstaklega ?  

Eitt fíflið: í ísl. stjórnsýslunni - Eygló Harðardóttir:: hin VELLYGNA, hefir þetta áhugamál Evrópskra skriffinna á sinni könnu, að taka við cirka 750 manns frá Kóran þvælu svæðunum - næstu 10 árin, að minnsta kosti.

Hvernig - lýst ykkur á þetta ströggl - lesendur góðir / sem og aðrir skrifarar, á hinni gestrisnu síðu Vilhjálms ?

Er það ekki dæmigert - fyrir hina sér- íslenzku minnimáttarkennd, að þykjast þurfa að feta í spor Evrópusambandsins lánlausa, hversu fáránlegar sem fyrirætlanir þess í ýmsum efnum, hafa löngum verið ?

Með sömu kveðjum - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 20:00

31 identicon

Ég það á tilfinningunni að bæði Píratar og Jón Gnarr til samans séu hátíð í bæ miðað við forseta vorn sem upphefur Saudi-Araba í öðru orðinu og betlar pening í hinu til uppbyggingar Mosku ásamt mörgu öðru sem ekki má í dagsljósið koma. 

thin (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 23:56

32 identicon

ég er forvitinn um afhverju þú skrifar ekki bara Jón Gnarr í stað útfærslanna sem þú skrifar

Ægir (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 00:59

33 identicon

mikið er ég feginn að þú Vilhjálmur og flestir sem eru þér sammála eigið ekki mörg tækifæri til að nýta kosningaréttinn ykkar eftir.

Þetta lagast vízt allt með tímanum - Tímin læknar öll sár

Meir að segja heimsku!

Steinthor Einarsson (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 06:42

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óskar, þessa 750 manns, sem þú ræðir um, er ekki talað um að fá hingað á 10 árum, heldur ÁRLEGA þennan mannfjölda frá Sýrlandi og e.t.v. víðar að (tillaga stjórnarmanns í Rvíkurdeild RKÍ, birt í Fréttablaðinu um daginn og endurtekin þar eða í Frétttímanum nú fyrir helgina).

Jón Valur Jensson, 27.6.2015 kl. 15:27

35 identicon

Komið þið sæl - sem áður !

Jón Valur !

Þakka þér fyrir: þessa þörfu ábendingu / reyndar: hafði ég í huga 750 manns árlegrar hingaðkomu fyrirhugaðrar: en hafði skolazt til hjá mér í flýti nokkrum, að tilgreina það nánar: gærdegis (í athugas. nr.30).

Ábending þín og leiðrétting: því vel þegin, Jón Valur.

Með sömu kveðjum - sem öðrum og fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 17:06

36 identicon

Hitler fór ekki dult með álit sitt á minnihlutahópum og að halda því fram að þetta sé sambærilegt er ekki siðferðilega réttlætanlegt. Þar með ertu að hvítþvo þá sem kusu nazista og láta eins og það sé sambærilegt að kjósa grínframboð og þá sem boða mannhatur. Mussolini hef ég minna stúderað, en enginn sem hefur lesið 2-3 almennilegar, virtar bækur um nazismann og tilurð hans myndi láta svona lagað út úr sér. Leiðinlegt þegar ágætis pistil með ágætis boðskap fer í vaksinn og verður að tómri tjöru út af því hann innihaldi siðlausar staðleysur. Íslendingar ættu að hætta að tala í þessum sífellda ýkjustíl og forðast rökvillupláguna "Ad Hitlerium". Það þyrfti að kenna rökfræði í skólum hér og eins bæta mannkynssögukennslu margfallt, en við erum víst eitt þeirra landa heims sem hefur lélegasta kennslu um helferðina og nazismann samkvæmt alþjóðlegri úttekt og erum þar í ein í flokki meðal sambærilegra þjóða og ungmenni okkar fara því oft út í hinn stærri heim og lífið og lenda í vandræðum út af fáfræði og gera sig að fífli með svona tali. Leggjum þennan ósið niður. 

Rúna (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 18:03

37 identicon

Jón Valur, ég get næstum bragðað á óttanum þínum, og hann er saltur og delísjúss. Finnurðu þetta Jón Valur? Finnur hvernig allt sem þú elskar er hægt og rólega að hverfa því heimurinn er breyttur, þú ert bara risaeðla sem bíður þess að deyja út. Tröllkarl sem á ekkert eftir, bíður eftir miskunnsamri sólinni svo hún varpi á þig geislum svo þú getir orðið að steini og gleymst. 

Atli Viðar (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 04:38

38 Smámynd: Gissur Örn

Atli Viðar: Risastórt læk :-) 

Gissur Örn, 28.6.2015 kl. 12:37

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið eruð nú meiri kjánarnir.

En ég hef mælt með því að við tökum hér við ofsóttum kristnum flóttamönnum frá Sýrlandi. En 750 á ári? Norðmenn telja kostnað við hvern einn 120 millj.kr.(ísl.). 750 manns á ári væri því 90.000 milljónir kr. (90 milljarðar á ári, ef sama tala flóttamanna bætist við á ári hvrju). Eru Atli og Gissur með það fé í handraðanum?

Jesús hvatti okkur til að "reikna kostnaðinn" af áformum okkar (Lúk.14.28) og gaf okkur þannig gott eftirdæmi að fylgja um að gæta raunsæis, áður en lagt er út í ófæru, ólíkt glópahugmyndum sumra.

Jón Valur Jensson, 28.6.2015 kl. 15:07

40 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Mesta bull sem ég hef lesið! Að líkja sumum við einræðisherra fortíðar er gróf móðgun. Verð að segja það að ég vona að flokkur eða maður eins og Jón Gnarr verði næst við völd!Það er en verið að taka til eftir óstjórn XB og aðalega XD í gegnum árinn.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 28.6.2015 kl. 23:51

41 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég skil að pistilshöfundur er hræddur við breytingar. Ég get jafnvel skilið að hann noti furðulegar myndlíkingar á við Hitler og Mussolini þegar rökin þrýtur. Ég get jafnvel reynt að skilja af hverju hann vill fara leið þeirra félaga með því að takmarka mannréttindi þeirra sem ekki deila skoðunum hans.

En af hverju ertu svona hræddur við að skrifa Jón Gnarr? Ertu hræddur við einhverja bölvun? Ertu eins og djákninn á Myrká sem gat ekki sagt Guðrún?

Villi Asgeirsson, 29.6.2015 kl. 10:30

42 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir sem skrifa, hérna á móti skrifum Vilhjálms, eiga það sameiginlegt að vera týpískir EINFELDNINGAR sem falla fyrir orðagjálfri og innantómum loforðum um lýðræðisumbætur, þessi loforð eru gefin af lýðskrumurum sem hafa ekki staðið við kosningaloforð sín að neinu leiti (átti ekki að stuðla að betri vinnubrögðum Alþingis en þau hafa aldrei verið verri en á yfirstandandi kjörtímabili o.fl. hefur verið lofað og auðvitað ekki staðið við neitt og bara borið við skorti á mannskap tongue-out).  En þeim er talin trú um að ÖLL vandræði sem við höfum gengið í gegnum undanfarin ár séu vegna skorts á lýðræði...............

Jóhann Elíasson, 30.6.2015 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband