Úđabrúsar Eldlendinga


Ég man vel ósónlyktina í ljósastofunni í Austurbćjarskólanum fyrir löngu og ef vitađ síđan ţá, ađ útfjólublátt ljós breytir súrefni andrúmsloftsins í ósón. Í tilefni af umrćđu um ósón yfir Íslandi finnst mér tilvaliđ ađ birta ţetta. Ţessi grein birtist fyrst í Mogganum í ágúst 1999, en hún hefur í engu tapađ gildi sínu. Ţvert á móti. Ósóngatiđ hvarf nokkrum árum eftir birtingu greinarinnar, en kom svo aftur, jafn stórt og áđur, og ţađ er orđiđ alveg ljóst, ađ hér er um náttúrufyrirbćri ađ rćđa, óháđ brölti mannanna. Barnalegar yfirlýsingar um ađ eitthver alţjóđasáttmáli um ísskápa og úđabrúsa hafi átt ţátt í minnkun ósóngatisns er ekki annađ en hjákátlegt yfirklór. Menn munu kannski veita ţví athygli ađ ég tók nokkrar línur og setningar úr ţessari grein ţegar ég skrifađ nýjustu grein mína um ţessi mál, Ţjóđmálagreinina "Ađ flýta ísöldinni" V.E.

HEIMSENDAFÁR gengur nú yfir löndin og á nýja árţúsundiđ vafalaust ţátt í ţví. Ţetta er ekki í fyrsta sinn, ţví á síđari hluta tíundu aldar breiddist sú hugmynd sem eldur í sinu um hinn kristna heim, ađ dómsdags vćri ađ vćnta áriđ 1000. Mundu ţá kristnir einir bjargast, en heiđnir brenna í víti. Hófst nú eitt mesta kristinbođsátak sögunnar, og kristnađist Miđ- og Austur-Evrópa á fáum árum ásamt Garđaríki, svo og Danmörk, Noregur, Grćnland og Ísland.
Heimsendirinn, sem lofađ hafđi veriđ áriđ 1000, lét ţó á sér standa, og hefur kirkjan ć síđan ekkert viljađ rćđa fáriđ. Hún hélt ţó fast í hina gífurlegu landvinninga sína. Heimsendafársins mikla er t.d. hvergi getiđ í ţeirri ritskođuđu Íslendingabók sem varđveist hefur. Raunar hefur lengi veriđ prívatskođun mín, ađ ţađ hafi veriđ heiđnir menn, sem bentu á umhverfiđ og sögđu: "Hverju reiddist Guđ..." (ekki gođin) ţegar eldgos hófst ţar sem ţingheimur, eđa a.m.k. hinn kristni hluti hans, beiđ í ofvćni eftir heimsendi, skjálfandi á beinunum, á Ţingvöllum áriđ 1000. Eldgosiđ var túlkađ sem upphaf heimsendisins. Íslendingabók er eina fornritiđ, sem vitađ er um međ vissu, ađ kirkjan ritskođađi og beinlínis breytti og mér finnst afar líklegt, ađ hin fleygu orđ Ara um ađ "hafa ţađ, sem sannara reynist" vísi til ritskođara hans. 
Heimsendafrćđi (eskatólógía á lćrđra manna máli) var eitt höfuđviđfangsefni miđaldaguđfrćđinga. Töldu hinir lćrđustu menn miđalda einsýnt, ađ syndugt líferni mannanna, grćđgi og illska mundi fljótlega kalla yfir ţá eld og brennistein, pestir og kýli uns mannkyniđ tortímdist međ öllu fyrir sakir vonsku sinnar, synda og almennrar fúlmennsku. Eskatólógum tókst ţó aldrei ađ dagsetja heimsendi almennilega, hann dróst von út viti og er ekki kominn enn. Minnir ţetta afar mikiđ á málflutning ţeirra, sem grćnastir eru og vitlausastir í "umrćđunni" nú til dags.
Fáriđ, sem núna steđjar ađ er ađ sögn ţessa fólks í tvennu lagi. Í fyrsta lagi valdi syndugt líferni mannanna, grćđgi ţeirra og illska alveg vođalegri mengun, sem hafi gert gat á ósónlagiđ, ţó ekki á norđurhveli ţar sem flestallt fólkiđ býr, heldur í óbyggđum hinum megin á hnettinum. Ţeir, sem ekki brenni lifandi sleppi ţó ekki, heldur drukkni. Ţađ sé nefnilega ađ hlýna í veđrinu af völdum títtnefnds syndugs lífernis mannfólksins. Muni ţví ísinn bráđna, en hann er nánast allur í fyrrnefndum óbyggđum hinum megin á hnettinum. Hafiđ muni síđan flćđa yfir löndin.
Tölvufrćđingar, framleiđendur og seljendur hafa svo komiđ sér upp ţriđja fárinu, en um ţá matarholu ţeirra verđur ekki fjallađ hér, enda fellur "2000-vandinn" fremur undir markađsfrćđi en eiginlega heimsendafrćđi.

            Útfjólublátt ljós myndar ósónlagiđ
 Byrjum á ósónvandanum: Ég játa fúslega, ađ ég man nćsta fátt úr ţeirri takmörkuđu efna- og eđlisfrćđi sem kennd var í máladeild MR á sjöunda áratugnum. Ţó man ég nokkur mikilvćg atriđi um ósón, sem ég veit ekki betur en séu enn almennt viđurkennd og standi óhögguđ. Hefur vakiđ sívaxandi undrun mína undanfarin ár, ađ enginn skuli hafa á ţau bent, svo alkunn sem ţau eru.
Í fyrsta lagi: Ósón er ekki fágćt lofttegund, sem aldrei kemur aftur ţegar hún eyđist, heldur einfaldlega hreint súrefni í annarri mynd. Sameind ósóns hefur ţrjár frumeindir í stađ tveggja í venjulegu súrefni og hefur ţađ ţví allt ađra eiginleika, er m.a. eitrađ. Í öđru lagi: Stöđug nýmyndun ósóns úr súrefni á sér stađ í náttúrunni, t.d. viđ eldingar, og allir ţekkja ósónlykt, sem gýs upp ţegar skammhlaup verđur í rafmagnstćkjum. Ţađ myndast einnig m.a. í bílvélum og í útfjólubláum lömpum.
Í ţriđja lagi, og ţađ sem mestu máli skiptir: Ósónlagiđ verndar ekki einungis jörđina gegn útfjólubláum geislum sólar, heldur er beinlínis myndađ af ţeim.
Ţetta má sjá einkar vel viđ bćđi heimskautin, en ţar er ósónlagiđ ţykkast á haustin, ţegar útfjólubláir geislar sólar hafa skiniđ á ţunnt súrefniđ í efstu lögum gufuhvolfsins mánuđum saman og breytt ţví í ósón. Jafnskjótt og heimskautanóttin skellur á fer ósóniđ aftur ađ breytast í súrefni og lagiđ ađ ţynnast, enda er ósón miklu óstöđugra en venjulegt súrefni. Ţá taka viđ svonend kolflúorsambönd (CFC), sem eyđa ósóni og ekki koma nema af afar litlu leyti úr ísskápum og úđabrúsum, heldur hafa streymt úr iđrum jarđar í örlitlu magni frá ţví hún var glóandi eldhnöttur og hafa alla tíđ veriđ til stađar sem snefilefni í gufuhvolfinu. Ţegar sólin fer aftur ađ skína ţykknar lagiđ á ný ţar til ţađ nćr hámarksţykkt. Fjarri heimskautunum, ţar sem útfjólublátt ljós sólar skín á súrefniđ í gufuhvolfinu alla daga ársins er ósónlagiđ stöđugt allan ársins hring, og engin marktćk breyting á ţykkt ţess hefur ţar nokkurn tíma mćlst.

                                 Hvar er ósóngatiđ á norđurhveli?
Samkvćmt kenningum grćningja veldur loftmengun ósóngatinu á suđurhveli.
Ţetta er skrýtiđ. Vegna snúnings jarđar og miđflóttaafls skiptast veđurkerfi norđur- og suđurhvels ađ mestu í tvennt viđ miđbaug (Coriolis- kraftar). Sú mengun, sem verđur til í iđnríkjunum á norđurhveli kemst ekki nema ađ afar litlu leyti suđur í hitabelti, hvađ ţá langt suđur fyrir ţađ. Og hvers vegna er ţá ekkert ósóngat á norđurhveli, ţar sem yfir 90% mengunarinnar verđa til?
Samkvćmt nýlegum tölum S.ţ. fara um 6,4% iđnađarmengunar heimsins fram í hitabelti og á suđurhveli. Löndin, sem nefnd eru, eru ţó flestöll í hitabeltinu ađ meira eđa minna leyti. Stórborgir í temprađa beltinu syđra má telja á fingrum sér, og ţćr eru allar í nćsta nágrenni hitabeltis, álíka langt frá suđurskauti og Flórida er frá norđurskauti. Ţar fyrir sunnan er mengun nánast engin, trúlega langt innan viđ 0,001% af heildinni. Temprađa beltiđ syđra er ađ mestu ţakiđ víđáttumesta, fáfarnasta, og jafnframt ómengađasta úthafi á jarđarkringlunni, og sunnan til búa miklu fleiri sauđkindur en menn. Á sömu breiddargráđum norđurhvels, sem er jafn stórt, er hins vegar m.a. ađ finna Bandaríkin, Evrópu, Rússland, Kína og Japan. Ţar verđa 93.6% heildarmengunarinnar til, samkvćmt fyrrnefndum tölum, ađ hluta til inni á sjálfu norđurheimskautssvćđinu. En hvar er ósóngatiđ?
Umferđ flugvéla í háloftunum er talin einkar skađleg ósónlaginu. Á Suđurskautslandinu hafa ađsetur fáeinir vísindamenn, miklu fćrri en íbúar viđ Grettisgötu í Reykjavík. Fáeinar lágfleygar flutningavélar fćra ţeim vistir ađ sumarlagi nokkrum sinnum á ári. Um ađra mengun er ekki ađ rćđa.
Um háloftin yfir norđurheimskautssvćđinu, sem er jafn stórt, fara hins vegar risastórar farţegaţotur meira en hundrađ ţúsund sinnum á ári hverju. Ţar búa milljónir manna og stórar, mengandi borgir á borđ viđ Murmansk eru langt inni á sjálfu heimskautasvćđinu. Og ég spyr aftur: Hvar er ósóngatiđ á norđurhveli?

                                    Kuldi meginástćđan
Ég sá ágćta skýringu á ósóngatinu í lítilli grein í erlendu blađi fyrir nokkrum árum og var hún höfđ eftir hópi vísindamanna viđ bandarískan háskóla, sem veriđ höfđu viđ rannsóknir á Suđurskautslandinu. Ţessi skýring samrýmist ekki ţeirri "pólitískri rétthugsun" sem nú er í tísku ađ fylgja, ţví mengunarkenningunni er alfariđ hafnađ, enda segja ţeir enga slíka mengun hafa fundist. Var greinin ţví höfđ á lítt áberandi stađ á innsíđu, en meginatriđin voru eftirfarandi: 

Gufuhvolfiđ sé dálítiđ grynnra yfir Suđurskautslandinu, enda heimskautiđ sjálft í um ţriggja kílómetra hćđ, en miklu meira máli skipti frostiđ, sem ţar ríkir, sem getur orđiđ allt ađ 100 stig. Ţessi fimbulkuldi hćgi á öllum efnabreytingum, ţar á međal ummyndun súrefnis í ósón á sumrin. Hitastig hafi fariđ lćkkandi ţar syđra undanfarin ár og sé ţađ, ásamt sólblettum líklegasta skýringin á tímabundinni stćkkun ósóngatsins. Ţá telja ţeir líklegt ađ ósóngat hafi veriđ til stađar alla núverandi ísöld, eđa um 3 milljónir ára, stćkkađ á kuldaskeiđum, en minnkađ á hlýviđrisskeiđum eins og ţví sem nú ríkir. Á norđurhveli sé miklu hlýrra og ţví ekkert ósóngat.
Skýringu á ţví, hvers vegna ekkert ósóngat fannst á alţjóđlega jarđvísindaárinu 1958 segja ţeir líklega vera, ađ mćlingaađferđir hafi ţá veriđ frumstćđari en nú, enda hafi ţá enginn veriđ ađ leita sérstaklega ađ ţessu fyrirbćri, sem ţá var enn óţekkt.
Ţađ er athyglisvert, hve fáir alvöru vísindamenn hafa viljađ koma nálćgt "umrćđunni" um ósóngatiđ og ţađ sama gildir einnig og ekki síđur um hina "umrćđuna", ţ.e. ţá um "gróđurhúsaáhrifin" en um hana mun ég fjalla síđar. Ţeir, sem á annađ borđ tjá sig eru gjarnan međ próf í einhverri allt annarri frćđigrein. Yfirlýsingar dýrafrćđings eđa grasafrćđings um veđurfrćđileg efni eru álíka marktćkar og t.d. yfirlýsingar tannlćknis um verkfrćđi eđa jarđfrćđings um stjörnufrćđi.
Ţví er ţađ, ađ ţessi "umrćđa" hefur ađ mestöllu leyti veriđ í höndum erlendra blađamanna, sem augljóslega skortir lágmarks undirstöđumenntun, ekki ađeins í náttúruvísindum, heldur í barnaskólalandafrćđi, vita t.d. ekki, hve sáralítil byggđ er á suđurhveli jarđar og halda í einfeldni sinni ađ fyrst norđurhveliđ sé mengađ hljóti suđurhveliđ ađ vera eins. Stjórnmálamenn, sem eru álíka grćnir í landafrćđi sem öđru, taka síđan ákvarđanir út frá skrifum ćsifréttablađamanna, enda líklegt til vinsćlda. Ţađ stríđir nefnilega gegn ríkjandi "pólitískri rétthugsun" ađ malda í móinn gegn "umhverfisverndarsinnum", er álíka viđsjárvert og ađ hallmćla konum, hommum, svertingjum, dvergum, feitu fólki eđa öđrum, sem eiga undir högg ađ sćkja í lífsbaráttunni.

Sem dćmi um endaleysuna má taka ţá kenningu ađ ósóngatiđ sé af völdum úđabrúsa. Syđstir jarđarbúa eru Eldlendingar. Samkvćmt kenningum "umhverfisverndarsinna" hlýtur úđabrúsanotkun ţessa fátćka fólks ađ vera ein meginástćđan fyrir ósóngatinu, ţví ađ frátöldum fyrrnefndum vísindamönnum á Suđurskautslandinu, sem nota örugglega mjög lítiđ hárlakk, er ekki um ađra úđabrúsa ađ rćđa á suđurhveli jarđar nćr heimskautinu. Mikil er ţví synd Eldlendinga, sem eru álíka margir og íbúar í Breiđholtshverfi í Reykjavík og álíka langt frá suđurskauti og Lundúnabúar eru frá norđurskauti.
Eđa eiga kannski sauđkindur Patagóníumanna sökina?
Ađ lokum: Vandamáliđ er ekki skortur á ósóni, heldur offramleiđsla ţess. Ţađ myndast sem fyrr sagđi í bílvélum og er ein meginuppistađan í stórborgarmengun nútímans. Hefur ósóneitrun orđiđ ţar ţúsundum ađ bana undanfarin ár.
Ósóngatiđ hefur engan drepiđ.
Og ég spyr í allra síđasta sinn: Ef mengun er orsökin, hvar í ósköpunum er ţá ósóngatiđ á norđurhveli?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Thakka stórgódan og fraedandi pistil. Thar sem ég dvel stóran part ársins á Eldlandinu (Tierra del Fuego) get ég stadfest ad rollurnar hér, sem eru reyndar fjandi margar, ásamt hinum sárafáu manneskjum sem hér búa, hafa ekki yfir ad ráda meira magni af údabrúsum eda biludum ísskápum, en adrir ábúendur thessarar jardar. Thví frábydjum vid okkur ad vera kennt um gatid á osonlaginu, sem madur finnur vel fyrir, thegar sólin skín. Thad beinlínis stingur í húdina undan geislum hennar, thegar hún er hvad sterkust. Umraedan um thessi mál er komin langt út í skurd og hlutur fjölmidla hreint átakanlegur á köflum. Til ad kóróna sídan delluumraeduna er fjörtíu thúsund bjúrókrötum smalad saman til Parísar yfir eina helgi, med raudvíni og ostum, á kostnad skattborgaranna. Thar vard nidurstadan sú ad nú skuli völdin tekin af módur náttúru og ráduneyti og stjórmálamenn, ásamt sölumönnum mengunarkvóta (T.D. Al Gore)taki vid og hafi stjórn á náttúruöflunum, hér eftir gegn gjaldi. Thvílíkt og annad eins daudans rugl.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.  

Halldór Egill Guđnason, 17.2.2016 kl. 17:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband