Þrír friðarverðlaunahafar - en hvar var Ástþór?





Það var fagurt og áhrifamikið að sjá friðarverðlaunahafana tvo, Gore, handafa friðarverðlauna Nóbels og Ólaf Ragnar, handhafa Nehru- friðarverðlaunanna. En hvar var handhafi Gandhi- friðarverðlaunanna, Ástþór Magnússon? Hann er maður sömu gerðar, jafnt andlega sem líkamlega og hefði sómt sér einstaklega vel þarna í Háskólabíó. Þeir þremenningar eiga fleira sameiginlegt. Allir hafa þeir boðið sig fram til forseta. Það klikkaði hjá Gore og Ástþóri, en Ólafur bætir það upp.

Ég óska og vona að Ástþór bjóði sig aftur fram. Þá gefst mönnum nefnilega aftur tækifæri til að skila auðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband