Jón Gnarr til Brüssel!




Ég var að fá snilldarhugmynd: Því ekki að senda Jón Gnarr til Brüssel? Þeir sendu jú Svavar Gestsson til að semja um Icesave!
Aðildarsamningurinn sem Jón kæmi með heim yrði örugglega engu síðri en Icesave- samningur Svavars. Jón beitir gjarnan sömu aðferðum og Peter Sellers gerði í þeirri frægu mynd „Being There“ og mundi áreiðanlega gera mikla lukku hjá evrókrötunum í Brüssel. Hann mundi sóma sér þar vel og Dagur B. og allir hinir gætu loksins dregið andann léttar.

Sem sagt. Málið leyst! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: RIKKO

Maður er farinn að halda að Villi sé kannski bara skotinn í Jóni Gnarr.

Þetta sagðir þú í síðustu athugasemd þinni :

Um Jón G. Narr eða Jón Gera Narr nenni ég varla að ræða lengur. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær þessi skrípaleikur endar með ósköpum.

Nokkrum tímum síðar ertu strax búinn að skrifa blogg um hann!

Finnst þér hann kannski bara svona sætur.....þú getur alveg komið út úr skápnum ef þú vilt.

RIKKO, 18.6.2010 kl. 13:35

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég neita því ekki að ég hef dálítið lúmskt gaman að þessu öllu saman meðan það varir. En þessi brandari tekur fljótlega enda eins og aðrir.

Vilhjálmur Eyþórsson, 18.6.2010 kl. 13:38

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég er svo aldin að ég þoli ekki svona skrípaleik. Að skemmtikraftur hafi yfirráð yfir borginni minni er þyngra en tárum taki..Og sáuð þið! Á fésbókarsíðunni hans hans var hann í Bónus og þáði engifervatn! Og margir sem kusu þetta leikfang eru hættir að versla í Bónus!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.6.2010 kl. 00:20

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er að sönnu yfirgengileg og alveg ótrúlegt að svona nokkuð skuli hafa gerst, en maður verður að líta á björtu hliðarnar. Í mínum huga sýnir þetta líka að að minnsta kosti þriðjungur Reykvíkinga skynja hvorki né skilja hvað lýðræði er og hvað kosningarétturinn ber í sér. Þeir bera sökina á því hvernig komið er, ekki Jón Gera Narr.

Vilhjálmur Eyþórsson, 19.6.2010 kl. 00:45

5 Smámynd: RIKKO

Sigurbjörg. Hvernig væri að gefa manninum séns áður þú rakkar hann niður. Hvernig í andskotanum ætti að vera hægt að klúðra málum jafn mikið og t.d. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að gera nú þegar.

Þessi flokkur og þetta SKÍTAPAKK sem er í þessum spillta flokk eru búnir að RÚSTA landinu. Ef þeir yrðu við völd mikið lengur myndi þettta land springa í loft upp. Hvernig í andskotanum getur þú ekki áttað þig á þessu. Ég neita að trúa því að þið séuð svona vitlaus.

Villi:

Ótrúlegt finnst þér. Þetta er bara fullkomlega eðlileg afleiðing eftir þetta GRÍN sem er búið að vera í gangi.

Svo ert þú að segja að fólk sé heimskt að kjósa Jón Gnarr. Hvað ert þú þá Villi minn. Þú ert búinn að láta þessa gaura heilaþvo þig svo illilega að þú myndir kjósa þá þó þeir væru búnir að myrða fjölskyldu þína.

Þið eruð allt sem þessi heimur ætti að losa sig við.

RIKKO, 19.6.2010 kl. 13:46

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

"Þið eruð allt sem þessi heimur ætti að losa sig við." Þessi setning lýsir höfundi eða?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.6.2010 kl. 13:54

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er nokkuð fyndið

Finnur Bárðarson, 19.6.2010 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband