Mánudagur, 2. ágúst 2010
Wikileaks kemur óorði á Íslendinga
Ég hef þrisvar áður fjallað um þetta mál, síðast í færslunni, Wikileaks, Launaðir njósnarar eða nysamir sakleysingjar en einnig í færslunum: Verður RÚV ábyrgt fyrir hryðjuverkum? og RÚV spillir enn samskiptunum við Bandaríkin Í þeim færslum kemur flest fram, það sem ég hef að segja um þetta mál, sem er að skaða orðstír landsins meðal bandamanna okkar og ekki aðeins Bandaríkjamanna, enn frekar en orðið er. Var þó varla þörf á því.
Nú kann að vera að síðan sé ekki vistuð hér, en það er ekki málið. Ísland er alls staðar nefnt þegar þetta mál ber á góma og það er nóg. Stjórnvöld hér þurfa að láta það koma skýrt fram að þessi starfsemi er framandi Íslandi og Íslendingum og okkur með öllu óviðkomandi.
Annars verður landið í hugum margra griðastaður fyrir hryðjuverkamenn, njósarara og unidrróðursmenn Al-Qaida og annarra slikra. Raunar er alls ekki ólíklegt að þeir muni í framhaldinu fá sívaxandi áhuga á Íslandi.
Er það þetta sem við viljum?
Vill loka fyrir Wikileaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Vilhjálmur !
Mér sýnist nú; sem Íslendingum hafi verið einkar lagið, að koma óorði á sig sjálfa, hingað til - og tel litla breytingu, þar á verða.
Spurning; hvort vaxandi úrkynjun okkar stofns, sé til marks um það, einna helzt, fremur öðru ?
Hugmyndir; vísdómsmannsins, Dr. Helga Pjeturss., um þýðingarmikið hlutverk Íslendinga, í framþróun mannkyns, virðist mér æ fjarlægara, eins og nú horfir, að minnsta kosti.
Ég á; alla Nýala hans - og vöktu þeir mér vonir um, að gamli maðurinn kynni að verða sannspár, þar um, en dvínandi fara mjög, hin seinni misserin.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 13:43
Ekki veit ég hvaðan þú færð upls. þínar enn þetta er alfarið rangt hjá þér að fólk úti í heimi líti á Ísland sem griðarstað fyrir þessa glapamenn. Ísland er umtalað sem ríki sem er framúskarandi fyrir frelsi og réttlæti og þar sem fólkið er búið að fá nóg að auðvalds spillingu og er sjálft að vinna í því að koma þessu pakki eins og Frímúrurum úr stöðum sínum. Þar sem að allar þær leiniregglur hafa komið þessari og öðrum þjóðum í þessa stöðu sem þær eru nú komnar í. Við látum ekki mata okkur af þessum stýrðum áróðri valdsins.
The Obama Deception HQ Full length version
http://www.youtube.com/watch?v=eAaQNACwaLw
Sigurgeir Bergsson, 2.8.2010 kl. 13:46
Leyfi mér að setja hér inn klausu frá Páli Blöndal:
Heimska íhaldsins
Það er alveg með ólíkindum hvað þessu argasta íhaldi
dettur í hug að leggja á borð fyrir fólk.
Bandaríkjamenn eru kannski nógu tregir til að kaupa
þessa vitleysu, en hugsandi fólk í öðrum heimshlutum
lætur ekki bjóða sér yfirgang af þessu tagi.
Stjórnvöld, hvar í heiminum sem er, geta ekki stöðvað
upplýsingaflæði til almennings. Tæknin hefur tekið völdin
af misvitrum stjórnmálamönnum.
Þannig er það bara.
Gísli Sigurðsson, 2.8.2010 kl. 13:50
Sæll Óskar! Þótt ég sé lítið gefinn fyrir slíkt var faðir minn, Eyþór Gunnarsson læknir mikil áhugamaður um Helga Péturs, sem var vissulega stórmerkur maður á margan hátt og hefur að ósekju fallið nokkuð í gleymsku.
Vilhjálmur Eyþórsson, 2.8.2010 kl. 13:52
Gísli minn sæll: Stjórnmálamenn eru vissulega misvitrir, en almenningur er samt enn misvitrari, sbr. kosningi Jóns G. Narr sem borgarstjóra.
Vilhjálmur Eyþórsson, 2.8.2010 kl. 13:53
Við megum ekki óttast sannleikan!
Sigurður Haraldsson, 2.8.2010 kl. 14:16
Sannleikurinn gerir yður frjálsa.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.8.2010 kl. 14:38
Og einhverja adra höfdinu styttri
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 15:31
Vilhjálmur. Ég skil ekki þennan ótta þinn við að nafn Íslands sé nefnt. Nafn Bandaríkjanna er nefnt þegar kemur að stríði í Írak og Afganistan og ekki gerir þessi blessaða kona athugasemdir við það og því þá þú með nafn Íslands?
Í Bretlandi hefur nafn landsins oftlega verið nefnt og margir halda að það sé eingöngu vegna Icesave. En svo er ekki. Eitt kvöldið var ég að horfa á Discovery á þátt sem tekinn var upp hér á landi í óblíðri náttúru landsins.
Er það eingöngu hin réttstæða skoðun þín sem leyfir það? Eða er það flathyggjan?
Annars hef ég verið að pæla niður síðuna þína og sé að þér er mjög uppsigað við ákveðin öfl. En í einu bloggi hefurðu nefnt að tjáningarfrelsi sé dýrmætt og því kemur þetta viðhorf þitt mér á óvart. En biturleiki fylgir því miður með og hann skemmir annars ágæt skrif þín þó ég sé þér ósammála um margt en menn þurfa ekki að vera sammála.
Hafþór Baldvinsson, 2.8.2010 kl. 15:56
Tengsl forsprakka Wikileaks eru kunn út um allan heim. Í hvert skipti sem ég hef séð fjallað um hann í erlendum sjónvarpsstöðvum kemur fram, að ein helsta bækistöð hans sé hér á Íslandi. Þar með er Ísland í augum margra fáfróðra útlendinga komið í hóp landa sem styðja við eða hafa samúð með hryðjuverkamönnum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
Þetta er ekki það sem við þurfum á að halda núna.
Vilhjálmur Eyþórsson, 2.8.2010 kl. 16:04
Og eigum við því að loka á upplýsingaflæði vegna þess að heimskt fólk heldur að land með engan her sé partur af einhverjum hryðjuverkasamtökum?
Þú fyrirgefur, en mér finnst það frábærlega vitlaus hugsun. Um leið og við gefum heimsku fólks eftir þá erum við að takmarka okkar eigin vitsmuni.
Svo erum við nú þegar partur af hryðjuverkum gagnvart okkar sjálfum (sbr. Icesave eftirmálar á Íslandi).
Mér finnst alveg ótrúlegt að það eigi að kenna Wikileaks um dauða almennra borgara og hermanna í stríðum BNA. Hefði haldið að sú sök ætti frekar heima hjá þeim sem sendir fólkið í stríð. Ef eitthvað er þá ætti að loka á Cheney fjölskylduna.
Svo má minnast á að Wikileaks hefur þegar birt upplýsingar sem hafa komið okkur vel. Okkur sem almennum ríkisborgurum á Íslandi. Ef lokað er á þessa síðu þá erum við ekki bara að loka á framtíðarupplýsingaflæði sem gæti komið okkur vel heldur værum við líka að bjóða hættunni heim upp á afskipti stjórnvalda á einhverju sem stjórnvöld ættu mjög takmarkað að geta haft áhrif á.
Spekingur (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 21:08
Þetta er skrítið tillegg atarna og röksemdafærslan undarleg. Ég fórna bara höndum.
Vilhjálmur Eyþórsson, 2.8.2010 kl. 21:17
Ég fæ ekki betur séð Vilhjálmur, en þú telji hryðjuverk vera förunaut sannleikans. Það útskýrir æði margt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.8.2010 kl. 22:41
Þetta er enn undarlegri steypa. Þú og Spekingur kusuð örugglega Jón Gnarr.
Vilhjálmur Eyþórsson, 2.8.2010 kl. 22:53
Þú telur því að það sé betra að hylma yfir með áróðursvél BNA frekar en að styðja opinberun sannleikans um morð á saklausu fólki?
Hermenn BNA hafa í gegnum áratugina myrt margfallt fleira fólk en nokkur ÖNNUR hryðjuverkasamtök hafa nokkurntíman gert.
Já, ég kalla þá hryðjuverkamenn, þá menn sem þér er svo annt um að hylma yfir með.
Í mínum orðabókum kallast það siðleysi.
Gunguháttur þegar aðrir þurfa á aðstoð að halda kalla ég FULLKOMIÐ siðleysi.
Jóhann Friðriksson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 00:51
Já, ég kaus Besta Flokkinn. Sé ekki hvað er verra við hann heldur en alla hina flokkana, í honum er allavegana algjerlega nýtt stjórnmálablóð og það er það sem vantar og hefur vantað í langan tíma. Nú er bara að vonast eftir því að Besti Flokkurinn með öllu þessu nýja fólki taki þátt í næstu ríkisstjórnarkosningum.
Ég veit ekki annars hvernig Jón Gnarr tengist þessu Wikileaks málum í þínum huga enda ekki sami hluturinn þarna á ferð. Ef það á að fara loka einni upplýsingasíðu er þá ekki bara alveg eins gott að loka fyrir allt internetið? Hver á að ákveða hvaða upplýsingasíður eru í lagi og hverjar ekki? Maður er bara að bjóða hættunni heim með þess lags atferli - á endanum þá yrði þetta verra en í Norður-Kóreu. Svo má benda á að tvö þeirra sem eru búin að tala helst gegn Wikileaks á undanförnum dögum eru aðilar sem tengjast fyrrum ríkisstjórn Bush á einn eða annan hátt. Þarna er í gangi sjálfsbjargarviðleitni út af einhverjum viðkvæmum upplýsingum sem gæti komið í dagsljósið og tengjast þessari stjórn, þessum aðilum eða þessum fjölskyldum (sem eru auðmannafjölskyldur).
Spekingur (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 11:11
Ég átti vegna búsetu minnar í Grindavík ekki kost á því að kjósa Besta flokkinn Vilhjálmur, en hefði gert það, hefði svo verið.
Það er ekkert leyndarmál að ég kaus Grindarvíkurlistann, nýtt og ferskt framboð. Ég ákvað að gefa fjórflokknum frí og ég verð vonandi aldrei svo hugsjúkur að Sjálfstæðisflokkurinn verði mér valkostur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2010 kl. 16:29
Fólkið sem kaus Jón Gera Narr er beinir arftakar þeirra sem kusu á sínum tíma þá Mussolini og Hitler, sem fengu hlutfallsega svipað fylgi og íslenski kjáninn. Í öllum tilvikum er um að ræða einfaldar sálir sem ímynda sér að hægt sé að lækna vandamál heimsins með því að fá „nýja menn“ til valda. Þeir Mussolini og síðar Hitler voru nefnilega á sínum tíma „nýir menn“, með nýja stefnu. Þeir boðuðu nýjar lausnir og höfðu mikið og hávært fjöldafylgi meðal einfeldlingna af ýmsu tagi. Það voru nefnilega ekki illmenni, heldur kjánar sem komu þeim til valda.
Vilhjálmur Eyþórsson, 3.8.2010 kl. 16:41
Veistu, nú ertu bara byrjaður að þvæla og rugla. Frekar fyndið að sjá þetta hugsunarferli þitt.
Spekingur (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 00:27
Er þetta það sem við viljum?
Já.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.10.2010 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.