Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Maístjarnan, baráttusöngur barnaníðings

Finnst engum öðrum en mér skrítið, að „Maístjarnan“, kommúnískur byltingarsöngur, sem Halldór Kiljan leggur í munn dæmdum barnaníðingi, Ólafi Kárasyni skuli vera uppáhaldssöngur smábarna og kenndur og sunginn í í öllum leikskólum landsins? Nú síðast var verið að kyrja hann fyrir borgarstjórann okkar góðkunna, Jón Geranarr Kristinsson.

Sem fyrr sagði var Ólafur Kárason dæmdur barnaníðingur eins og fyrirmyndin, Magnús Hjaltason Magnússon, („skáldið á Þröm“). Vel að merkja var Magnús dæmur á árum þegar vitneskja og meðvitund um þessa viðbjóðslegu glæpi var miklu minni en nú og þurfti mjög mikið til að menn lentu í fangelsi fyrir slíkt ódæðisverk. Það tókst þó Magnúsi og einnig staðgengli hans í Heimsljósi, Ólafi Kárasyni. Af hverju í ósköpunum er alltaf verið að hafa þetta fyrir börnum? Jú, Ólafur Kárason var, þótt hann væri dæmdur barnaníðingur, kommúnisti og liðsmaður Stalíns. Slíkt fellur í góðan, frjóan jarðveg í Fósturskólanum.


Lýðræðið má ekki sigra!

„Fái þjóðirnar að kjósa milli kúgunar og stjórnleysis, velja þær alltaf kúgarann“, sagði Aristóteles. „Lýðræði" er eins og „mannréttindi" eitt af þessum fallegu orðum sem vinstri menn endurtaka ótt og títt án þess að botna upp né niður í því hvað í orðinu felst. Í meginatriðum felur það í sér að meirihluti kjósenda eigi að ráða. Í mörgum löndum er „lýðræði" einungis annað orð fyrir aðgerðarleysi, spillingu og upplausn og það er alls ekki sjálfgefið að almenningur kjósi lýðræði, fái hann að velja. Í Weimar-lýðveldinu höfðu andstæðingar lýðræðis, kommúnistar og nasistar, t.d. meirihluta atkvæða samanlagt. Í Alsír reyndi herforingjastjórn að halda lýðræðislegar kosningar, en þá kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þegnanna kaus islamista, andstæðinga lýðræðis sem einnig vildu afnema flest það sem við nefnum grundvallarmannréttindi að dæmi Khomeinis eða talíbana. Kosningarnar voru ógiltar og eru „mannréttindafrömuðir" síðan með böggum hildar út af öllu saman. Hvert eiga þeir að snúa sér með vandlætingu sína og fordæmingu? Eiga þeir að býsnast út í herforingjana sem vildu koma á vestrænum gildum, svipað og Íranskeisari á sínum tíma, eða á að fárast út í lýðræðislegan vilja kjósenda sem vildu afnema allt sem heitir lýðræði og mannréttindi? 

Íranskur almenningur, Amnesty og gjörvöll vinstri hreyfingin á Vesturlöndum studdi Khomeini til valda. Þar er varla nokkur vafi á því, að Íransstjórn, sú sem nú ógnar heimsbyggðinni með kjarorkuvopnum er lýðræðisleg. Hún nýtur stuðnings yfirgnæfandi meiri hluta landsmanna. Hvað er vandamálið?

 Sama má segja um Þýskaland Hitlers, Rússland Stalíns eða Norður-Kóreu undir Kim Il Sung. En voru þessar stjórnir "lýðræðislegar?" Svarið hlýtur að vera neitandi. Hitler var, eins og prestar þjóðkirkjunnar, lýðræðislega kosinn einu sinni. Síðan sátu menn uppi með hann. Frjálsar kosningar voru ekki tíðkaðar í þeim ríkjum sem ég nefndi, né heldur ríkti tjáningarfrelsi. Án tjáningarfrelsis er lýðræði óhugsandi, jafnvel þótt þessar stjórnir og fleiri slíkar hafi örugglega fullnægt því skilyrði að hafa stuðning meirihluta þegnanna.

Mjög margt fleira mætti segja um þetta, en stjórnarformið og hugtakið "lýðræði" er miklu flóknara en svo að unnt sé að gera því sæmileg skil í stuttu máli. Orðið hentar hins vegar ágætlega til að slá um sig með því.

Það allra versta sem nú gæti gerst í Egyptalandi væri, að lýðræði yrði komið á. Vinstri sinnaðir kjánar á Vesturlöndum virðast alls ekki geta skilið að fólk í þriðja heiminum hugsar alls ekki eins og það. Hatur á Vesturlöndum ólgar hvarvetna undir niðri, samfara öfund og reiði. Það sem fer einna mest fyrir brjóstið á þriðja heims búum, og alls ekki aðeins múslimum, eru einmitt baráttumál bandamanna þeirra, vinstri manna, nefnilega allt lauslætið, homma- og kvennabröltið, klámið og margt annað sem þetta fólk fyrirlítur. Þetta undirliggjandi hatur blandað dúpstæðri öfund fékk fyrst útrás í Íran, en ólgar hvarvetna undir. Menn, allra síst fjölmiðlamenn, virðast alls ekki skilja, að í hugum mikils hluta almennings í múslimaheimium er Osama bin Ladin ekki aðeins hetja, heldur allt að því heilagur maður. Nái lýðræðið fram að ganga og almenningur komi fram vilja sínum í Egyptalandi verður strax skrúfað fyrir öll vinsamleg samskipti við Ísrael. Í staðinn mun koma fullur fjandskapur. Ofbeldis- og hryðjuverkahópar munu njóta velþóknunar hinna nýju stjórnvalda. Sagan frá Íran 1978-79 mun endurtaka sig og raunar er líklegt, að falli Egyptaland muni flest önnur lönd á svæðinu verða lýðræðisleg, þ.e. lendi undir stjórn islamista. 

Helsta von Vesturlandabúa er, að annar herforingi taki við völdum af Mubarak. Herinn einn getur haldið islamistum - og lýðræðinu - í skefjum.


Undarlegustu kosningar sögunnar

Fjölmargir hafa tjáð sig um nýjustu uppákomu „norrænu helferðarstjórnarinnar“, nefnilega skopleikinn harmræna um „stjórnlagaþingið“ svonefnda. Einna bestu úttektina á því sem hér var um að ræða skrifar Skafti Harðarson á bloggsíðu sinni á Eyjunni, en þar ræðir hann nýjustu tillögu Gunnars Helga og segir m.a.: 

„Efnt er til kosninga meðal þjóðar. Í lýðræðisríki þar sem kosningaþátttaka hefur almennt verið góð, eða yfir 80%, tekur allt í einu innan við þriðjungur atkvæðisbærra manna þátt í kosningum. 522 einstaklingar bjóða sig fram. Tími til kynningar er nánast enginn, og almenningur lætur sér fátt um málefnið finnast. Löggjafinn takmarkar auk þess frelsi þeirra frambjóðenda sem lítt eru þekktir að eyða í kynningar svo nokkru nemi. Þannig er forskot fjölmiðlunga tryggt. Og fæstir frambjóðendur, og þaðan af síður kjósendur, hafa minnsta skilning á kosningafyrirkomulaginu. Síðustu fulltrúarnir inn á þingið hljóta kosningu 0,15% atkvæðisbærra manna. Kosningarnar eru kærðar. Hæstiréttur landsins kemst að þeirra niðurstöðu að framkvæmd kosninganna hafi verið verulega ábótavant og ógildir þær. En þá kemst meirihluti þings þessarar þjóðar að þeirri niðurstöðu að hafa ógildingu kosninganna að engu og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist“.

Skafti heldur áfram: „Að þessi hugmynd skuli koma frá prófessor við Háskóla Íslands er auðvitað skammarlegt. Að RÚV taki gagnrýnislaust við hugmyndinni er svo enn skammarlegra. Gunnar Helgi hvetur til sniðgöngu laga og réttar og að litið skuli framhjá stórkostlega slakri stjórnsýslu. Hafa ber í huga að þetta er maðurinn sem Jóhanna valdi sem formann nefnar til að semja tillögur til ríkisstjórnarinnar um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis!“

Því er við að bæta að í þessum undarlegu kosningum, þeim undarlegustu sem nokkurs staðar hafa farið fram í nokkru landi nokkurn tímann í mannkynssögunni tóku hlutfallslega þátt álíka margir og þeir, sem telja Jón Gnarr hæfastan til að gegna einhverju áhrifa- og valdamesta ábyrgðarstarfi á landinu. Er það tilviljun? 

Hvenær losnum við við þetta lið úr stjórnarráðinu?   


Að leka um leka

Skrýtnir hlutir eru nú að gerast: Wikileaks stelur gögnum og birtir án vitundar og vilja viðkomandi. „Mannréttindafrömuðir“ fagna ákaflega. Síðan er kurteislega farið fram á að viss gögn verði gerð aðgengileg og þá verður allt vitlaust. Allt í einu má enginn skoða skjöl Birgittu og mörðurinn Assange skríður djúpt inn í holu sína.

„Mannréttindafrömuðir“ eru allt í einu með böggum hildar vegna þess arna. Þeir jesúa sig  í bak og fyrir  bláir og rauðir í framan. Sjálfur „mannréttindaráðherrann“, Kúbuvinurinn góðkunni Ögmundur er beinlínis úttroðinn af heilagri vandlætingu. Mér finnst þetta allt saman alveg voðalega skrítið. Hvar er gagnsæið? Á ekki allt að vera fyrir opnum tjöldum? Af hverju má ekki leka upplýsingum um Wikileaks? Má ekki leka um leka?


Vinstra- genið fundið

Loksins, loksins er komin vísindaleg stafesting á sannfæringu minni í marga áratugi. Vinstri mennska er meðfædd og arfgeng og vinstra- genið nefnist á fagmáli DRD4. Langþráð skýring á hátterni Ögmundar og Steingríms joð, Össurar og Jóhönnu er fengin (sjá hér). Eins og þeir vita sem eitthvað hafa lesið af greinum mínum um vinstrimennskuna, t.d. greinina hér að neðan „Sagt skilið við skynsemina“, „Á að refsa þeim?“ eða „Öfugmælavísu“ er fjölmargt í hátterni vinstri manna, vart er hægt að skýra með öðru móti. Hvernig stendur til dæmis á því að þeir einu Íslendingar sem með algerlega ótvíræðum hætti hafa lýst yfir aðdáun og stuðningi við blóði drifna harðstjóra, t.d. með stofnun sérstakra „vináttufélaga“ við þá standa og hafa alltaf staðið fremst allra í „mannréttindabaráttunni?“

Hvers vegna hefur ungt hugsjónafólk, alveg á kafi í „lýðræðis“- brölti og „friðar-“ og „mannréttindabaráttu“ allt fram á þennan dag farið til Kúbu til að vinna kauplaust á sykurekrum Castros? Þar hefur raunar lengi verið skortur á vinnuafli því verkfærir menn hafa flestir fyrir löngu verið fangelsaðir, eða flúnir, eða þá fóru til Afríku til að drepa svarta menn fyrir Rússa, en Castro hefur enn einhvern stærsta her í heimi, þótt ekki sé miðað við fólksfjölda. Engin „vináttufélög“ voru stofnuð við Somoza, Batista eða Idi Amin og engar „hægri bullur“ fóru til Chile til að vinna í koparnámum Pinochets. Hafi einhverjir „hægri menn“ haft einhverja samúð með þessum mönnum er alveg víst að þeir mundu ekki ganga í Amnesty. Hins vegar eru komin um þrjátíu ár síðan ég sá að minn gamli skólafélagi, Svavar Gestsson var farinn að halda ræður á Amnesty- fundum um „lýðræði“ og „mannréttindi“ alveg samtímis og samhliða starfinu í „vináttufélögunum“ við t.d. Austur- Þýskaland, Víetnam, Sovét (MÍR) o.s. frv.

Og hvernig á að skýra einlæga Kúbuvináttu sjálfs „mannréttindaráðherrans“ Ögmundar? Eða þá Hjálmtýr Heiðdal sem skrifaði langar greinar í Moggann til liðs við Pol Pot og Rauða Kmera þegar blóðbaðið stóð sem hæst. Hann hrópaði þá, eins og hann gerir enn í dag hæst allra um mannúð og manngæsku, „lýðræði“ og „mannréttindi“.  

Eða hvað með Birnu Þórðardóttur, þá frægu „mannréttindakonu“, sem var á sínum tíma aðalsprautan í „vináttufélaginu“ við Norður- Kóreu. Þar ríkir einhver sú miskunnarlausasta kúgun líkama og sálar sem dæmi eru um í gjörvallri veraldarsögunni. Birna fór meira segja þangað austur til að hitta vin sinn og átrúnaðargoð, harðstjórann og alræðiskúgarann. Hún er enn á kafi í „mannnréttinda“- bröltinu, m.a. í „Samtökunum ´78“, en ofsóknir vinar hennar Castros gegn hommum eiga sér enga hliðstæðu síðan á dögum þriðja ríkisins. Af hverju allt þetta „lýðræðis“ og „mannréttinda“- hjal í þessu fólki, einu Íslendingunum sem alveg vísvitandi og í verki hafa stutt og styðja kúgara, böðla og þjóðarmorðingja?  

Enginn skyldi halda að þetta fólk sé vísvitandi að ljúga, blekkja eða falsa. Það sér í raun og sannleika ekkert athugavert við framferði sitt og ástæðan er nú fundin. Hún er bundin í erfðavísa og  genið heitir DRD4.


Sagt skilið við skynsemina

 Þessi grein er í nýjasta hefti Þjóðmála, sem komið er út. Hún ætti að skýra sig sjálf.

 

Við umbrot síðustu greinar minnar hér í blaðið, „Á að refsa þeim“, urðu þau leiðu mistök, að í lokin var óvart skeytt við kafla úr grein eftir annan mann. Gallinn er, að ómögulegt er að sjá samskeytin, sem eru í miðri línu. Síðustu orðin í minni grein eru: „Þeir ættu að minnsta kosti að þegja“. Allt það sem á eftir kemur er mér óviðkomandi þótt það sé vafalaust ágætt, en það truflar mjög mikið slagkraft greinarinnar eins og hún birtist í blaðinu, þannig að hún missir að verulegu leyti marks, ekki síst vegna þess að sá sem þarna skrifar fjallar um sömu eða skyld málefni, en er greinilega á þveröfugri skoðun en ég. Hann virðist aðhyllast þá afar algengu og útbreiddu, ef ekki beinlínis viðteknu skoðun, að mun vinstri og hægri í stjórnmálum megi skýra með tilvísun til stjórnlyndis og hugmyndafræði. Ég tel svo ekki vera. Stjórnlyndið er vissulega áberandi meðal vinstra fólks og mótar kenningar og framkvæmd stefnu marxista/sósíalista, en vinstri menn hafa engan einkarétt á stjórnlyndi. Margir þeirra, sem yfirleitt eru taldir til svonefndra „hægri manna“ eru afar stjórnlyndir. Ég hef, ólíkt mörgum öðrum, lengi álitið, að skýringa á hinu ýmsa brölti og uppátækjum vinstri manna sé ekki að leita í innihaldi einhverrar hugmyndafræði, heldur miklu lengra, djúpt í sjálfu sálarlífinu og ég sé ekki betur en þeir eigi andlega forfeður langt, langt, aftur í aldir. Hugmyndafræði skiptir vissulea máli sem réttlæting orða þeirra og gerða, en sjálft innihald hennar er algert aukaatriði.

Þetta verður sífellt ljósara nú eftir lok kalda stríðsins. Sannfærðir marxistar eru nú fáir eftir og fækkar stöðugt. Þær kenningar sem Stalin og Mao, Kim Il Sung, Castro og Pol Pot notuðu til að réttlæta gerðir sínar eru hvarvetna á miklu undanhaldi. Marx- leninistar eru í hugum margra ekki lengur hættulegir undirróðursmenn, heldur fremur meinlausir sérvitringar ef ekki beinlínis rugludallar sem fáir taka mark á, ekki einu sinni margir vinstri menn samtímans. Vinstri mennskan lifir þó enn góðu lífi, að mestu eða alveg án Marx og Lenins. Reyndar hefur svo verið alla tíð í Bandaríkjunum. Eiginlegur marxismi/sósíalismi hefur ávallt verið þar nánast óþekktur, en þrátt fyrir það hafa áhrif vinstri manna (þar oft nefndir „liberals“) alltaf verið mikil, einkum meðal menntamanna og fjölmiðlamanna og hafa vaxið hin síðari ár. Þessir bandarísku vinstri menn vita lítið sem ekkert um marxima/sósíalisma, en grípa þó, eins og annað vinstra fólk, ávallt á lofti hvern þann málstað sem er Vesturlöndum andstæður, réttlæta, eins og þeir evópsku, með mannúð, manngæsku og mannréttindi á vörum, ódæðisverk Castros, islamista og annarra óvina Bandaríkjanna og Vesturlanda og nota, eins og vinstri menn annars staðar, hvert tækifæri til að níða, sverta og svívirða sitt eigið land og Vesturlönd yfirleitt.

„Óvinur óvinar míns er vinur minn“ er einhver algildasta reglan í alþjóðasamskiptum og á raunar oft, en þó ekki alltaf, einnig við um samskipti einstaklinga. Þessi regla skýrir betur en flest annað stuðning vinstra fólks, beinan og óbeinan, við alræði og gúlag í kalda stríðinu og hún skýrir líka hvers vegna það réttlætir nú eftir mætti illvirki islamista. Ágætt dæmi um óánægju og hatur vinstri manns á eigin þjóðfélagi er okkar eigin Halldór Guðjónsson, sem nefndist alltaf „Kiljan“ í barnæsku minni á sjötta áratugnum. Eftir að hann kanóniseraðist hjá Svíum undir nýju dýrlingsnafni, „Laxness“, og settist í helgan Gljúfrastein varð hið argasta guðlast að nota gamla nafnið. Halldór dvaldi eins og menn vita í Bandaríkjunum á þriðja áratugnum, á einhverjum mesta uppgangstíma sem verið hefur þar í landi. Sem dæmi má taka að þegar 1929 voru fleiri bílar á hvern íbúa í Bandaríkjunum en í mörgum Vestur- Evrópulöndum um 1970. Húsnæði, klæðaburður almennings og flest annað var með öðru og betra sniði en yfirleitt í Evrópu og ísskápar, þvottavélar og annar lúxus sem fólk í öðrum löndum lét sig aðeins dreyma um var þá þegar að komast í almannaeigu. Munurinn á kjörum alls almennings í Bandaríkjunum og í öðrum heimshlutum er nú lítt áberandi en var gífurlegur á þessum árum og raunar fram á sjötta og sjöunda áratuginn en Halldór sá þetta alls ekki. Hann sá þar aðeins eymd og volæði, því vissulega voru þar sem annars staðar fátæklingar, þótt þeir væru hlutfallslega færri en annars staðar, þar sem fátækt var regla, ekki undantekning. Hann kaus að einblína á fátæktina, en sá ekki velsældina allt í kringum sig, enda, sem vinstri- draumóramaður og útópisti fullur haturs og andúðar á eigin umhverfi og þjóðfélagi.

Enginn Íslendingur og fáir Vestur- Evrópumenn þekktu Sovétríki Stalíns og raunverulegar aðstæður þar betur en Halldór. Ekki þarf að tíunda lofgerðir hans um dýrðina þar eystra eða virðingu og ást þessa mikla menningar- og mannúðarmanns á hinum gjörsamlega miskunnarlausa kúgara, böðli og þjóðarmorðingja. Það hafa margir aðrir gert. En hann var ekki einn, heldur aðeins einn af ótalmörgum gáfu- mennta- mannúðar- og manngæskumönnum víðs vegar um heiminn sem voru sama sinnis.

En hvernig á að skýra framferði þessara manna? Ekki er hægt að kenna um fáfræði eða heimsku, því þetta voru oft hámenntaðir gáfumenn. Ekki er heldur hægt að kalla þá geðveika, þótt sumt sem þeir hafa látið frá sér fara jaðri nánast við sturlun, einkum nú í ljósi sögunnar. Dómgreind þessara manna var í ágætu lagi á flestum öðrum sviðum en stjórnmálasviðinu. Aðeins ein skýring er til, sem raunar ýmsir hafa bent á, nefnilega grillan, draumsýnin.

Það hefur lengi tíðkast, einkum í „háskólasamfélaginu“ svokallaða að flokka menn eftir stefnum, ismum eða kenningum. Þessi eða hinn tilheyri einni „stefnu“ eða „isma“ en hinn annarri. Þetta á kannski við um fólk, eins og svo marga háskólamenn, sem hugsar – eins og tölvur – aðeins eftir tillærðu forriti, soðnu saman úr kenningum og hugsun annarra manna, og ímynda sér að allir aðrir séu eins og þeir og hugsi þannig líka eftir forriti. En til eru þeir, sem neita að taka þátt í þessum leik.

Eins og ég gat um hér að ofan tel ég muninn milli svonefndra „hægri“ manna og vinstra fólks liggja djúpt í sálarlífinu sjálfu, í tiltekinni afstöðu til lífsins í víðum skilningi. Ef til vill mætti kalla þetta muninn á raunhyggju- eða eðlishyggjumönnum annars vegar og hins vegar draumhyggjumönnum, útópistum, fólksins sem alltaf tekur fallega lygi fram yfir ljótan sannleika. Útópistinn er á stöðugum höttum eftir draumalandinu, sæluríkinu.

Ekkert er nýtt undir sólinni og einhver besta úttektin á slíkum draumhyggjumanni er orðin fjögurra alda gömul, nefnilega „Don Quixote“ Cervantesar. Riddarinn sjónumhryggi sá „kúgun“ og „ranglæti“ í hverju horni, í hinum eðlilegustu og sjálfsögðustu hlutum og lagði í „baráttu“ til að leiðrétta það. Hann lofaði förunaut sínum „eyju“ að launum fyrir liðveisluna, en Sancho Panza hafði aldrei séð hafið og vissi því alls ekki hvað „eyja“ yfirhöfuð var. Hann fylgdi þó foringja sínum í blindni, því hann skynjaði ósjálfrátt, að „eyja“ hlyti að vera toppurinn á tilverunni. Í dag hefði don Quixote örugglega kosið Vinstri græna, en Sancho Samfylkinguna. Marxistar kalla þessa draumsýn, þ.e. „eyjuna“ kommúnismann, en nasistar, sem einnig voru útópistar töluðu um „Þúsund ára ríkið“. Kristnir menn, múslimar og fleiri hafa líka sína draumsýn, en hún er ekki jarðnesk. Í þessu er raunar fólginn einhver mesti munurinn á hefðbundnum trúarbrögðum og á kenningum útópista, sem vilja stofna himnaríki hér á jörðu. Raunar er ég þeirrar skoðunar að eftir þúsund ár muni sagnfræðingar framtíðarinnar eiga í mesta basli með að gera greinarmun á trúarbragðadeilum og styrjöldum sextándu og sautjándu aldar og hugmyndafræðideilum og styrjöldum tuttugustu aldar. Munurinn er, sem fyrr sagði, helstur sá að himnaríki útópista er hér á jörðu, ekki á himnum.

Undirstöðuþáttur í sálarlífi vinstri útópistans og hugsjónamannsins er vandlætingin. Þetta fólk sér sökudólga í hverju horni, illmenni sem beri ábyrgð á öllu því vonda sem fyrir ber og í huga vinstri manna samtímans berast böndin ávallt að Vesturlandabúum, enda snýst hugsun þeirra í kjarna sínum um hatur á á eigin umhverfi og þjóðfélagi. Þeir kenna því Vesturlöndum og Vesturlandabúum, ekki síst Bandaríkjamönnum um allar vammir og skammir veraldarinnar. Upp á síðkastið eru þeir meira að segja farnir að gera vonsku Vesturlandabúa ábyrga fyrir sveiflum í náttúrunni, sbr. öll steypan um „gróðurhúsaáhrifin“, sem ég fjallaði raunar nýlega um hér í blaðinu. Í því máli, eins og svo mörgum öðrum, hafa þeir fengið allmarga kjána til liðs við sig, en vinstra fólk, fólkið, sem undir formerkjum manngæskunnar gekk, ýmist leynt eða alveg ljóst, erinda alræðiskúgaranna, böðlanna og þjóðarmorðingjanna í kalda stríðinu stendur hvarvetna fremst í flokki í þeirri „baráttu“ eins og öðrum „baráttumálum“ sem í tísku eru á hverjum tíma.

Nú veit ég vel, að menn munu segja að það sem hvetji vinstra fólk til dáða sé draumurinn um betri heim, en ég er ekki alls kostar sammála því. Hugmyndafræðin er einungis notuð til réttlætingar hatrinu, sem inni fyrir býr. Hatrið er sterkara en ástin og ég fæ ekki betur séð en að það sé óánægjan með eigið líf og umhverfi, sem þeir kenna þjóðfélaginu um, hatrið og vandlætingin, ekki framtíðarsýnin um betri heim sem sé aðalhvatinn að brölti þeirra. Draumsýnin, útópían er aðeins fyrirsláttur, en þó ómeðvitaður. Þeir eru einfaldlega það, sem einu sinni var kallað „niðurrifsöflin“. Sumir vinstri menn sýnast nánast eingöngu stjórnast af hatrinu, svo sem ýmsir anarkistar sem einungis virðast vilja brjóta og skemma en hafa afar þokukenndar hugmyndir um það sem við taki þegar hinu „illa, kapítalíska þjóðfélagi“ hefur verið tortímt. Langflestir vinstri menn fela þó og réttlæta hatrið sem inni fyrir býr á bak við hugmyndafræði og fögur orð.

Vinstri menn eru í mínum huga tiltölulega skýrt afmarkaður hópur með fjölmörg sameiginleg einkenni. Eins og ég hef bent á annars staðar er til afar einföld aðferð til að þekkja þá: Spyrja þá um Kúbu. Enn á 21. öld bregðast vinstri menn til varnar fyrir þessa mislukkuðu útópíu sína af mismiklum ákafa þó, allt eftir því hve langt til vinstri þeir teljast. Sá sem ver og/eða réttlætir kúgun, styrjaldarrekstur, hommaofsóknir og önnur ódæðisverk Castros er líka undantekningarlaust sérstakur áhugamaður um „lýðræði“, „mannréttindi“, „frið“ og „jafnrétti“, og gjarnan í Amnesty. Með öðrum orðum: vinstri maður. Þetta er eins konar „litmúsprufa“ og hún er óbrigðul.

Stuðningsmenn einhvers málstaðar eiga alltaf miklu meira sameiginlegt en andstæðingar hans. Ólíkt vinstri mönnum eru þeir, sem gjarnan eru orðaðir við „hægri stefnu“ afar mislitur og ósamstæður hópur. Þar eru skynsemis- og raunhyggjumenn af margvíslegu tagi eins og Churchill, Hayek og Burke, Adam Smith, Lincoln og margir aðrir, en líka útópistar eins og Hitler, Mussolini og Perón. Raunar eiga nasistar og ítalskir fasistar fjölmargt sameiginlegt með vinstri mönnum, en ég kýs, eins og aðrir, að flokka þá til „hægri“. Sömuleiðis teljast margir herforingjar og aðrir pótintátar, sem aðeins hugsa um eigin persónu og völd til svonefndra „hægri“ manna, svo sem Papa Doc, Pinochet og Stroessner, Franco eða Batista (sem raunar komst fyrst til valda á fjórða áratugnum með stuðningi kommúnista). Þessir menn eiga það eitt sameiginlegt að vera ekki til vinstri í tilverunni og ógerlegt að spyrða þá saman sem einhvers konar samstæða heild eins og vel er hægt að gera um vinstri menn.

Orðið „íhald“ eða „íhaldsmaður„ (konservatívur) hefur fengið á sig afar neikvæðan blæ í „umræðunni“ einkum vegna síbyljuárása vinstra fólks á nánast öll viðtekin félagsleg og siðferðileg gildi, sem færast sífellt í aukana með þeirri upplausn sem fylgir tæknivæðingunni og þeirri byltingu, ekki síst í samgöngum og samskiptum sem verið hefur og á engan sinn líka í gjörvallri veraldarsögunni. Eins og Hailsham lávarður orðaði það: „Íhaldsemi ekki hugsjón eða hugmyndafræði, heldur afstaða. Afstaða sem gegnir lykilhlutverki í þróun og starfsemi frjálsra þjóðfélaga og fullnægir djúpri og eilífri þörf, sem er þáttur í mannlegri náttúru.“ Ég mundi orða þetta einfaldar: „Íhaldsmaður er sá, sem hlustar ekki á blaður“. Heimurinn er nefnilega að drukkna í blaðri. Það hefur ávallt verið hávært en verður sífellt meira ærandi. Þar ber hæst þær kenningar sem liggja til grundvallar „pólitískri rétthugsun“ samtímans og eru nú (ásamt „umhverfismálum“) sem óðast að koma í stað marxisma/sósíalisma í hugarheimi vinstri manna sem réttlæting orða þeirra og gerða. Eins og ég sagði í upphafi: Sjálft innihald hugmyndafræðinnar skiptir ekki höfuðmáli, en draumsýnin er þeim lífsnauðsyn.

Ég hef áður nefnt þessar nýju kenningar „flathyggju“ og fjallaði um þær í greininni „Eyja Sancho Panza“ (nú á vefsíðu minni) hér í blaðinu haustið 2008. Í mjög stuttu máli fela þessar kenningar í sér að allir séu eins. Kynþættir, kyn og kynhneigðir mannanna séu eins. Allar þjóðir og þjóðfélagshópar séu eins, karlar og konur, svartir og hvítir, litlir og stórir, heimskir og gáfaðir, hommar og gagnkynhneigðir, ljótir og fallegir o.s.frv. Skilningarvitunum, heilbrigðri skynsemi og sjálfum lögmálum náttúrunnar er þannig afneitað alfarið.

Don Quixote taldi illa galdra- og sjónhverfingamenn hindra aðra að sjá allt vonda sem hann þóttist sjá allt í kringum sig. Á sama hátt telja vinstri menn samtímans alla þá sem treysta sínum eigin skilningarvitum og efast því um þessar nýju, aðallega amerísku kenningar vera illmenni, „rasista“, „karlrembusvín“ eða „hommahatara“, gjarnan áhangendur hins nýja djöfuls 20. aldar Hitlers, en Hitler og nasistar hafa nú fengið það hlutverk, sem djöfullinn og árar hans gegndu á miðöldum. Fáir þora þess vegna að mótmæla, því þeir vita að minnsti efi um hinar nýju kenningar kostar sjálfkrafa mannorðs- sjálfsmorð. Því þorðu fáir að andmæla hinn 10 desember 1996 þegar vinstri menn, með stuðningi og atfylgi talhlýðinna kjána fengu samþykkta þá útgáfu 233. greinar almennra hegningarlaga sem nú gildir. Með þessari lagasetningu var tjáningarfrelsið, undirstaða alls lýðræðis og allra mannréttinda í raun afnumið á Íslandi. Einhver kann að segja að hér sé of djúpt í árina tekið en ég tel svo ekki vera.

Samkvæmt þessari lagagrein getur hver sá sem ekki hefur hina kórréttu, opinberu, víðsýnu og umburðarlyndu skoðun stjórnvalda á svertingjum, feministum múslimum og hommum lent í allt að tveggja ára fangelsi. Hér á nefnilega að þvinga fram víðsýni, ást og umburðarlyndi með valdi og lögregluofbeldi. Rasistar, karlrembusvín og hommahatarar eru vissulega til, en hvað með það? Enginn sæmilega skynsamur maður tekur mark á slíku og hvað kemur það lögreglunni við? Ég bara spyr.

Þessi lagasetning verður án minnsta vafa í framtíðinni talið hið markverðasta sem gerðist í tíð Þorsteins Pálssonar sem dómsmálaráðherra. Fyrsta og stærsta skrefið í átt til alræðis var stigið og þau verða fleiri. Boðað hefur verið til „stjórnlagaþings“ og þar mun án nokkurs vafa vinstra fólk og þeir einfeldningar, sem sjá ekkert athugavert við 233. grein eða beinlínis styðja hana vafalaust verða fyrirferðarmestir.

Hættan af vinstri mönnum, er nefnilega viðvarandi og mikil, þótt kalda stríðinu sé lokið og þeir hafi ekki lengur þann bakhjarl, sem alræðisherrar kommúnistalandanna voru þeim þá. Margir þeirra teljast varla lengur sósíalistar, hvað þá marxistar, en það breytir litlu. Hatrið á eigin þjóðfélagi er samt við sig. Hinir „róttækari“ í þeirra hópi leita nú nýrra bandamanna meðal islamista. Þegar fyrsta „bátafólkið“ fór að berast til landsins 1980 var stofnað sérstakt „vináttufélag“ við kvalara og ofsækjendur þessa fólks, Hanoi- stjórnina, til að dreifa athyglinni. Fyrsti formaður Víetnamfélagsins er nú formaður félagsins „Ísland- Palestína“. Önnur helsta sprautan í því félagi er kvikmyndagerðarmaður nokkur, sem skrifaði langar greinar í Moggann á sínum tíma til stuðnings við Rauða Kmera og Pol Pot þegar blóðbaðið stóð sem hæst. Þeir eru nú stuðningsmennn Hamas og Hizbollah og munu áfram, eins og þá, með mannúð og manngæsku, lýðræði og mannréttindi á vörum óvitandi halda áfram að grafa undan vestrænu lýðræðisþjóðfélagi.

Eitt besta dæmið um þá hættu sem af vinstri mönnum stafar enn í dag er stuðningur þeirra við óheftan innflutning á fólki af gjörsamlega framandi uppruna og með framandi, beinlínis fjandsamleg trúarbrögð til Vesturlanda. Þeir skynja ósjálfrátt að þannig geta þeir tortímt Vesturlöndum innan frá, þótt ekki tækist að gera það utan frá í kalda stríðinu.

Vinstri menn eru og hafa alltaf verið innri óvinir Vesturlanda, en það merkilega er, að þeir gera sér enga grein fyrir því sjálfir. Þeir standa jú hvarvetna fremstir í „lýðræðis“- og „mannréttindabaráttunni“ (stundum samhliða þáttöku í „vináttufélögum“ við blóði drifnar alræðisstjórnir kommúnista, eins og ég hef áður bent á). Þeir sjá ekki fremur en don Quixote neitt athugavert við framferði sitt, en hugmyndum þeirra um lýðræði og mannréttindi svipar mjög til hugmynda Sancho Panza um eyjar.

En eins og ég hef áður sagt: Vinstrimennskunni verður varla útrýmt, fremur en sýndarmennskunni, vandlætingunni eða óskhyggjunni. Hún mun ávallt skjóta upp kollinum í einhverri mynd, undir einhverju nafni. Vinstri manninum er ofviða að skilja, að hvít lygi er líka lygi og ljótur sannleikur er líka sannleikur. Blekkingin er fallegri en raunveruleikinn, og menn munu halda áfram, enn sem fyrr, að berjast af miklu meiri sannfæringu fyrir lyginni heldur en sannleikanum. Því munu íhaldsmenn seint öðlast þann töfraljóma, sem umlykur málsvara blekkingarinnar. Við það verður að búa. Boðberar válegra tíðinda verða aldrei vinsælir, og allt of margir eru ávallt reiðubúnari til að trúa lyginni heldur en sannleikanum.

Þótt ég sé sjálfur illa kristinn vil hér að lokum vitna í dálitla bæn, sem þýskættaður bandarískur guðfræðingur, Reinhold Niebuhr mun fyrst hafa sett fram í prédikun um 1930, en einnig er sagt að þýskir kolanámumenn hafi fyrr á öldum farið með þessa eða mjög svipaða bæn áður en þeir fóru niður í námuna. Fleiri kenningar eru á lofti um uppruna hennar. Bill Wilson, annar stofnandi AA- samtakanna greip bæn þessa á lofti og hefur hún oft verið kennd við þau samtök þótt hinum lúterska prédikara væri alls ekki áfengisbölið í huga þegar hann setti hana fram. Raunar er boðskapur þessarar litlu bænar varla kristinn, heldur vísar frekar til Markúsar Árelíusar eða annarra Stóumanna í fornöldinni. Hún er svohljóðandi:

Guð, „Gefðu mér æðrueysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,

Kjark, til að breyta því sem ég get breytt,

og vit til að greina þar á milli“

Íhaldsmanninn skortir stundum kjark til að breyta því sem þó er hægt að breyta, því vissulega er margt sem færa má til betri vegar. En í þjóðfélaginu, eins og í náttúrunni eru langflestar stökkbreytingar til hins verra. Aðeins fáeinar eru jákvæðar og varðveitast þannig og leiða til framfara. Vinstri manninn skortir æðruleysi til að sætta sig við, að til eru ótalmargir hlutir sem hvorki hann eða aðrir geta nokkru sinni breytt og menn verða að sætta sig við í umhverfinu, þjóðfélögum mannanna og í náttúrunni. Hann skortir líka vit til að greina á milli þess sem er óbreytanlegt og þess sem hægt er að breyta. Vinstri maðurinn lendir því, eins og don Quixote, í stöðugri baráttu við vindmyllur. Allt hans brölt fer í vaskinn og hann, eins og don Quixote, skilur hvarvetna eftir sig slóða eyðleggingar. Hann hefur sagt skilið við skynsemina í leit sinni að útópíunni. 


Hvern á að draga fyrir dómstóla?

 Af tilefni nýustu uppátækja fólksins sem nú fer með æðstu völd í landinu finnst mér tilvalið að rifja upp nokkrar greinar úr landráðabálki almennra hegningarlaga nr. 19/1940.  

Í 86. gr. segir: „Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt“.

Í 91. gr., 3. málslið segir m.a.: „Fangelsi allt að 16 árum skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri“.

Og 87. gr. :„Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum“.

Enn segir í 88. gr. „Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu“.

 91. gr., 3. og 4. töluliður: „Sömu refsingu [fangelsi allt að 16 árum, skv. 1. tölulið] skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri. Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi. “

Og ég spyr: Hvern á að draga fyrir dómstóla?


Hitler, Mussolini og Jón Gnarr

Ég veit vel, að margir munu hvá þegar ég segi þetta, en ég sé ekki betur en að fólkið sem kaus Jón Gera Narr sé beinir arftakar þeirra sem kusu á sínum tíma þá Mussolini og Hitler. Þeir fengu raunar hlutfallsega svipað fylgi og íslenski kjáninn. Í öllum tilvikum er um að ræða einfaldar sálir sem ímynda sér að hægt sé að lækna vandamál heimsins með því að fá „nýja menn“ til valda. Lausnarorðið er „breytingar“.

Þeir Mussolini og síðar Hitler voru á sínum tíma „nýir menn“, með nýja stefnu. Þeir boðuðu nýjar lausnir og höfðu mikið og hávært fjöldafylgi meðal einfeldninga af ýmsu tagi. Það voru nefnilega ekki illmenni, heldur kjánar sem komu þeim til valda.  

Kosning Jóns G. Narr sýnir fyrst og fremst ömurlegan lýðræðisþroska þjóðarinnar. Fólk sem ver atkvæði sínu á þennan hátt ætti varla að hafa kosningarétt. Ég hef stundum fengið smjörþefinn af hugarheimi þessa liðs þegar það skrifar athugasemdir á bloggið mitt. Það er dapurlegt til þess að vita að slíkt fólk skuli hafa náð 34% fylgi í Reykjavík. Þetta vekur í mínum huga spurningar um hvort ekki eigi að takmarka kosningaréttinn eitthvað, eða a.m.k. að hækka kosningaaldurinn. Sagan sýnir ótvírætt að gífurleg hætta getur skapast ef fólk af þessu tagi fær völdin.

Í lok fyrri heimstyrjaldar ríkti mikil upplausn í Evrópu og upp spruttu fjölmargar “grasrótarhreyfingar”. Í Rússlandi hafði lítill hópur „aðgerðarsinna” undir stjórn Lenins hrifsað völdin af ráðlausri, ráðvilltri stjórn mensévíka og á Ítalíu stofnaði gamall marxisti, Benito Mussolini, nýja “grasrótarhreyfingu”, sem sópaði að sér fylgi. Hann lofaði nýju og betra þjóðfélagi gegn hinu „gamla, rotna og spillta“ valdakerfi á Ítalíu. Fjöldahreyfing hans náði svo völdum 1922. Mussolini var sem fyrr sagði framan af ákafur kommúnisti og marxisti en snerist gegn Lenin og liðsmönnum hans í heimsstyrjöldinni. Fjöldamargt í kenningum og stjórnkerfi ítalskra fasista var þó frá Marx, Lenin og kommúnistum runnið og síðan tekið upp af nasistum, ekki síst algert alræðisvald Flokksins.

Um 1930 skall svo kreppan yfir af fullum þunga. Efnahagur Þýskalands var í kalda koli og stjórnvöld vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hópar „mótmælenda“ af ýmsu tagi óðu um götur og torg. Þeir heimtuðu „nýja menn“ til valda og fengu að lokum vilja sínum framgegnt. Lýðræðislega kjörin stjórnvöld gáfust upp og allir vita hvernig fór.

Fólkið sem hér á Íslandi hefur gert Hörð Torfason eða Jón Gera Narr að átrúnaðargoðum og leiðtogum er af svipuðu tagi og þær einföldu sálir sem á sínum tíma studdu nasista/fasista (og kommúnista). Það fólk taldi sig, eins og kjósendur Jóns G. Narrs, vera að „mótmæla“ einhverju. Þetta fólk vissi ekki afleiðingar gerða sinna, því enginn veit fyrir fram, hvað framtíðin ber í skauti sér. Það sá í þeim Mussolini og Hitler „nýja menn“ með „nýjar lausnir“, sem mundu svo veifa einhverjum töfrasprota og stofna nýtt og betra þjóðfélag, alls ólíkt hinu „spillta og rotna“ lýðræðisþjóðfélagi sem augljóslega réði ekki neitt við neitt. Jón G. er vissulega meinlausari en þeir Mussolini og Hitler, en sömu grundvallarástæður voru fyrir valdatöku þeirra og sams konar fólk kýs hann og áður studdu alræðisherrana fyrrnefndu. Það gleymist oftast, að ekki aðeins kommúnistar, heldur líka nasistar og ítalskir fasistar hugðust stofna nýjan og betri heim.  

Eins og ég sagði í upphafi voru það ekki illmenni, heldur kjánar, sem komu Hitler og Mussolini til valda. 


Wikileaks kemur óorði á Íslendinga

Ég hef þrisvar áður fjallað um þetta mál, síðast í færslunni, „Wikileaks, Launaðir njósnarar eða nysamir sakleysingjar“ en einnig í færslunum: „Verður RÚV ábyrgt fyrir hryðjuverkum?“ og „RÚV spillir enn samskiptunum við Bandaríkin“ Í þeim færslum kemur flest fram, það sem ég hef  að segja um þetta mál, sem er að skaða orðstír landsins meðal bandamanna okkar og ekki aðeins Bandaríkjamanna, enn frekar en orðið er. Var þó varla þörf á því.

Nú kann að vera að síðan sé ekki vistuð hér, en það er ekki málið. Ísland er alls staðar nefnt þegar þetta mál ber á góma og það er nóg. Stjórnvöld hér þurfa að láta það koma skýrt fram að þessi starfsemi er framandi Íslandi og Íslendingum og okkur með öllu óviðkomandi. 

Annars verður landið í hugum margra griðastaður fyrir hryðjuverkamenn, njósarara og unidrróðursmenn Al-Qaida og annarra slikra. Raunar er alls ekki ólíklegt að þeir muni í framhaldinu fá sívaxandi áhuga á Íslandi.

Er það þetta sem við viljum? 


mbl.is Vill loka fyrir Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fötluðum úthýst úr miðbænum

Ég varð fyrir því óláni úti á Spáni fyrir fimmtán árum að verða fyrir bíl og hef síðan verið lítt fær til gangs nema stuttar vegalengdir. Þetta kemur ekki mikið að sök ef ég þarf að ganga stutt frá bílnum. Gönguradíusinn án hvíldar er varla mikið yfir 50 metrar en raunar vantar víðast hvar bekki til að hvílast á. Ég hef að sjálfsögðu miða á bílnum og væri í miklum vanda staddur ef ég hefði ekki aðgang að stæðum fatlaðra. Nú hefur hinn nýi borgarstjóri látið til sín taka í óendanlegri visku sinni. Hann hefur úthýst mér og öðrum fötluðum úr miðbænum.

En þetta er aðeins byrjunin. Hvað kemur næst? 

Viðbót 13.7. Þeir sem stjórna Jóni G. Narr hafa nú séð aðeins að sér og hafa opnað að hluta svo hægt er að komast inn í Pósthússtrætið. En eftir stendur: Hvað kemur næst. Þetta fólk er víst til alls. 

Önnur viðbót 14.7. Opnunin í Pósthússtræti gildir aðeins til klukkan ellefu á virkum dögum og er til að kaupahéðnar geti fengið vörubíla með birgðir til sín. Hreyfihömluðum er áfram úthýst úr miðborginni nema rétt í morgunsárið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband