Söngljóð um vinstrisinnaðan hugsjónamann

Ég hljóður spyr þig. Hver er leikur þinn,

Þú hrokafulli róttæklingur minn?

Gegn órétti var allt þitt mikla geð.

En óréttlæti sjálfur stóðst þú með.

Gegn valdníðingum var þín heita trú.

En valdníðinga sjálfur styður þú.

Og færa vilt þú frelsi á hærra stig.

En fyrir einræðinu beygir þig.

Og fyrir sannleikanum berst þú best.

En blekkingunum sjálfur hampar mest.

Og hræsni slík og heimska valda því,

að harmleik mannfélagið breytist í.

Ég hlýt að spyrja. Hver er leikur þinn,

þú hrokafulli róttæklingur minn?

- En hræðilega einfalt er það svar,

því alræði þín leynda hugsjón var.

Um fólksins vald hér hæst nú hrópar sá,

sem hyggst þar sjálfur yfirráðum ná.

En veruleikinn vonum þínum brást,

því verksins menn þeir smáðu þína ást.

Og alþýðan hún vildi ei vininn sinn,

og vildi á alþing fremur senda, - hinn.

Þig dreymir því að sigri alræðið,

og innleitt getir þú hinn nýja sið.

Þá almenningur mætti eiga sig.

hann ekki skipti máli fyrir þig.

En fánýt gleði finnst mér bylting sú,

því fyrsta máltíð hennar yrðir þú.

 

Gunnar Dal, 1923-2011, Söngljóð um vinstrisinnaðan hugsjónamann, II og III, birt í Öld fíflsins, 1981.


Gunnar Dal, minning

 

 Ég skrifaði þessa litlu minningargreinum um minn gamla og góða vin, Gunnar Dal. Hans minnast allir með hlýju. Ég vil líka benda á ágæta grein Bubba Morthens og tek undir allt sem hann segir þar.

Mikill öldungur er að velli lagður, Gunnar Dal rithöfundur, hugsuður og skáld er nú til moldar borinn 88 ára að aldri. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Gunnari þegar ég fór stöku sinnum að sækja „háborðið“ í Hressingarskálanum fyrir mörgum árum og laðaðist strax að honum, en það gerðu reyndar flestir. Þó vorum við Gunnar afar sjaldan sammála en því tók Gunnar ávallt vel enda naut hann þess að rökræða hina aðskiljanlegustu hluti jafnt annir hversdagsins sem hin dýpstu rök tilverunnar. Það sem mér fannst alltaf mest sláandi og einstakt í fari hans var hve vel hann hafði varðveitt barnið í sjálfum sér, spurnina, hinn opna huga hins sanna heimspekings, sem vill sjálfur leita sannleikans, en hirðir lítt um hátimbraðar, kenningar og opinbera hugmyndafræði eða þá hálærðu ábúð og yfirlæti, sem stundum gætir í „háskólasamfélaginu“ svokallaða. „Vatnsmýrarvitringarnir“ sem Gunnar nefndi svo voru honum lítt að skapi. Hann sagði oft, að „heimspekingur“ hefði í æsku hans fyrir norðan verið skammaryrði, svipað og við segjum nú „rugludallur“ og gaf lítið fyrir þá sem titluðu sig sem slíka í símaskránni eftir að hafa lært utan að hugsun og kenningar annarra manna án þess að leggja neitt til sjálfir. Slíka menn mætti kannski nefna „heimspekifræðinga“, en fáir einir verðskulduðu titilinn „heimspekingur“. Endurtekning á hugsun annarra manna er ekki heimspeki. Sjálfum hefur mér sýnst að sumar háskólagreinar, t.d. „hugmyndasögu“ mætti leggja alveg niður og nota í staðinn tiltölulega einfalt tölvuforrit (hver sagði hvað? um hvað?).

Gunnar var þó hámenntaður í heimspekifræðum en afstaða hans var samt fremur í anda hinna fornu grísku spekinga, sem komu að veröldinni ósnortinni af hugmyndafræði eða kenningum annarra. Þessi er afstaða barnsins og þannig var Gunnar alla tíð, ferskur og frumlegur. Fólk laðaðist að honum, ungir sem aldnir. Nemendur hans dáðu hann mikið enda var Gunnar gæddur þeirri sérgáfu að vera beinlínis fæddur kennari. Ég tel það hafa verið forréttindi að kynnast slíkum mannkostamanni, sem Gunnar var. Heimurinn er fátækari nú þegar hann er allur.


Þagnarsamsæri fjölmiðlaheimsins

Eins og ég gat um í færslu minni í gær lætur fréttastofa RÚV líta út fyrir að kynþáttaóeirðirnar í Bretlandi séu verk „fátæklinga“. Í þessu fylgir raunar fréttastofan línunni sem flestar aðrar rétthugsandi fréttastofur á Vesturlöndum hafa lagt. Á þessu er, sem oftar, ein undantekning, nefnilega Al- Jazeera, en múslimarnir sem þar stjórna (þótt fréttamennirnir séu flestir vestrænir) eru að mestu lausir við þann undirlægjuháttt við pólitíska rétthugsun sem gagnsýrir aðrar fréttastofnanir. Þar hafa menn réttilega bent á, að hér er fyrst og fremst um kynþáttaóeirðir að ræða, en fremstir standa ungir karlmenn af afrískum stofni.

Raunar eru mörg þessi hverfi blönduð og eitthvað að hvítum strákum hafa tekið þátt í látunum, en það breytir engu um kjarna málsins. Ástæða þess að fréttastofnanir og fjölmiðlar vilja ekki sjá það sem blasir við öllum heilvita, sjáandi mönnum, nefnilega, að þetta eru kynþáttaóeirðir, er ljós. Þeir óttast um fjölmenningarstefnuna sem hér er að bíða eitt af sínum stærstu skipbrotum í seinni tíð. Þessi stefna var andvana fædd, en ég óttast að afleiðingar hennar séu margar nú orðnar óafturkræfar. Hatrið á Vesturlandabúum og hvítu fólki yfirleitt ólgar hvarvetna undir í þriðja heiminum og einnig og ekki síður meðal þeirra þriðja heims búa, sem fluttir hafa verið til Vesturlanda. Ástandið er slæmt í Bretlandi, en í löndum eins og Hollandi, Danmörku, Þýskalandi, Svíþjóð o.fl. logar líka eldur undir niðri sem getur breyst í ólgandi bál á örskotsstundu hvenær sem er.

Því er það að fjölmiðlar rotta sig saman um að tala um „fátækt“ í stað þess að koma að kjarna málsins, nefnilega því djúpstæða hatri, blandað öfund í garð allra hvítra manna sem logar undir hvarvetna meðal múslima og fólks af afrískum stofni. Það er þetta hatur, sem hér fær útrás, ekki „fátækt“ eða „atvinnuleysi“.


Staðreyndafalsanir RÚV

Nú standa yfir blóðugar kynþáttaóeirðir í Bretlandi, en fréttastofa RÚV og fréttakona þess geta þess alls ekki hvað um er að ræða. Þau gefa þannig almenningi beinlínis rangar upplýsingar. Aðspurð um, hverjir væru hér að verki sagði fréttakonan aðeins, að þeir væru „fátækir“ í stað þess, eins og rétt er, að hér er um svertingja að ræða.

Þetta eru hreinræktaðar kynþáttaóeirðir, en í nafni pólitískrar rétthugsunar má ekki kalla hlutina sínum réttu nöfum. Reyndar er þetta trúlega aðeins byrjunin á enn alvarlegri vandræðum víðar í Evrópu. Fjölmenningarstefnan var andvana fædd og er nú loks að renna sitt skeið og er það vel.

  Illvirki hins geðveika norska óþokka breytir engu hér um. Með innflutningi á fólki af alveg gjörsamlega framandi uppruna og með framandi, beinlínis fjandsamleg trúarbrögð eru Vesturlandabúar að ala upp krókódíl, sem, þegar hann er orðinn nógu stór, mun einfaldlega éta þá. Menn ættu að kynna sér hið frábæra leikrit „Biedermann og brennuvargarnir“. Það segir allt sem segja þarf um þessi mál.


Hugsanamálaráðuneyti stofnað

 

 Þessi grein er í nýjasta hefti Þjóðmála, sem kom út fyrir nokkrum dögum.

 „Ég fyrirlít skoðanir þínar, en mundi fórna lífinu fyrir rétt þinn til að setja þær fram“, sagði Voltaire fyrir margt löngu.Hin síðari ár verða þessi orð hins franska hugsuðar og ólíkindatóls sífellt áleitnari.

„Alræði“ er eitt af þessum orðum, sem svo oft er misskilið og misnotað í „umræðunni“, en eiginlegt alræði felur ekki aðeins í sér veraldleg völd, heldur fyrst og fremst völd yfir hugsun þegnanna. Það voru reyndar ítalskir fasistar, sem fyrstir komu fram með orðið („totalitarianismo“), en Mussolini, sem þurfti að kljást við kóng og páfa í ríki sínu, náði aldrei fram raunverulegu alræði. Hitler komst lengra, en nasistar og fasistar tóku aldrei af þegnum sínum eignar- og umráðarétt yfir öllum fasteignum, fyrirtækjum, föstu og lausu og urðu aldrei, eins og kommúnistar, vinnuveitendur bókstaflega allra þegna þjóðfélagsins. Alveg hreint, ómengað alræði er aðeins og finna í kommúnistaríkjum, nú orðið er allra besta dæmið Norður- Kórea. En sem fyrr sagði felur alræði fyrst og fremst í sér völd yfir sjálfri hugsun þegnanna.

Á Vesturlöndum hefur frá fornu fari völdunum verið skipt í tvennt, veraldleg völd kónga og keisara, herforingja eða annarra pótintáta annars vegar, en hins vegar hin geistlegu völd, völdin yfir sjálfu sálarlífi þegnanna, sem kirkjan hefur annast lengst af. (þ.e. að gjalda Guði það sem Guðs er og keisaranum það sem keisarans er). Alræðisstjórnir taka hins vegar líka til sín þann hluta, sem áður var á vegum kirkjunnar, völdin yfir sjálfu sálarlífi þegna sinna. Til að ná þessum völdum og halda þeim er alræðisstjórnum lífsnauðsyn að hafa hugmyndafræði (eða trúarbrögð) sér til styrktar. Klerkastjórnin í Íran hefur sterk alræðiseinkenni og sömuleiðis stjórn Talibana í Afganistan. Þar ræður hugmyndafræðin (trúin) en sjálfir höfundar hugmyndafræðinnar er þó ekki við völd í eigin persónu eins og í alveg hreinu alræði.

Einna fyrsta alræðisherrann í þeim skilningi má telja Móses sem stýrði fólki sínu jafnt í andlegum sem veraldlegum efnum. Sömuleiðis Múhammeð, meðan hann lifði, en eftir dauða hans færðust veraldlegu völdin til eftirmanna hans. Arftakar þessara spámanna á tuttugustu öld hafa ekki stuðst við hefðbundin trúarbrögð, heldur himnaríkis- á- jörðu kenningar kommúnista og nasista. Þeir hafa ekki lofað eilífri sælu á himnum, heldur hér á jörðu, kommúnisma eða þúsund ára ríki. Þeir Lenin, Stalín, Mússolini, Hitler, Mao, Castro og Kim Il Sung eiga það sameiginlegt með Móses og Múhammeð að vera sjálfir að miklu leyti höfundar, túlkendur og boðberar hugmyndafræðinnar og stjórna í nafni hennar ásamt því að ráða yfir lögreglu og her.

Kaþólska kirkjan hefur því aðeins völd, að fólk sé kaþólskt. Á sama hátt hafa kommúnistar (og nasistar eða islamistar) einungis völd, ef þegnarnir trúa á hugmyndafræði og kenningar valdhafa. Eitt allra sterkasta einkenni alræðisstjórna er því gífurlega umfangsmikil innræting og heilaþvottur þegnanna frá blautu barnsbeini. Kóngar fyrri alda og sömuleiðis flestar einræðis- og herforingjastjórnir samtímans, t.d. í Suður- Ameríku eða Afríku hafa látið sér að mestu nægja hin veraldlegu völd. Slíkar stjórnir byggja lítt á hugmyndafræði og eiga því ekki áhangendur meðal erlendra manna.

Hugmyndafræði nasista- og þó einkum kommúnistastjórna hefur hins vegar aflað þeim liðsmanna langt út fyrir landamæri sín, meðal annars er það bláköld staðreynd að tugþúsundir Íslendinga hvarvetna í vinstri- hreyfingunni hafa verið aðdáendur og misjafnlega ákafir stuðningsmenn erlendra alræðisstjórna í áratugi. Einn íslenskur stjórnmálaflokkur hefur gengið lengst allra í aðdáun á og virkum stuðningi við þessa erlendu kúgara og böðla. Hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum, en kallast nú Vinstri grænir (fyrirgefið, það heitir víst „Vinstri græn“). Til dæmis er sjálfur „mannréttindaráðherra“ þess flokks alkunnur Kúbuvinur.

Fjölmiðlalögin, sem Alþingi hefur nýlega samþykkt bera með sér, að þótt kalda stríðinu sé lokið, eru íslenskir alræðissinnar í fullu fjöri og þeir koma hér fram, að orwellskum sið eins og alltaf, undir formerkjum, „lýðræðis“og „mannréttinda“. Í þessu tilviki hyggjast þeir lögleiða ritskoðun í nafni „tjáningarfrelsis“.

Ég hef annars staðar sagt, að með samþykkt 233. greinar almennra hegningarlaga hafi fyrsta og stærsta skrefið í átt til alræðis hér á landi verið stigið, en samkvæmt henni getur hver sá sem ekki sýnir ýmsum svokölluðum „minnihlutahópum“, aðallega konum, hommum, svertingjum, múslímum o.fl. tilhlýðlega nærgætni í orðum að dómi stjórnvalda, átt von á allt að tveggja ára fangelsi. Annað skref hefur nú verið tekið í framhaldinu. Samkvæmt hinum nýju fjölmiðlalögum er stofnað nýtt „hugsanamálaráðuneyti“ í mynd svonefndrar „fjölmiðlanefndar“. Um hana segir m.a. í lögunum:

„Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðherra. Nefndin annast eftirlit samkvæmt lögum þessum daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Ákvörðunum fjölmiðlanefndar samkvæmt lögum þessum verður ekki skotið til annarra stjórnvalda“.

Stjórnvöld hafa þannig yfirumsjón með öllu því sem birta má í fjölmiðlum. Rekstur fjölmiðils má m.a. stöðva fyrirvaralaust ef nefndin telur að fjölmiðill fylgi ekki nægilega vel stefnu stjórnvalda í því sem í daglegu tali er gjarnan kallað „pólitísk rétthugsun“.

Þegar lög þessi eru skoðuð, kemur æ betur í ljós að höfundar þeirra aðhyllast þá kenningu, að fjölmiðlar séu einhvers konar stýrandi afl sem stjórnvöld þurfi að hafa yfirumsjón með. Höfundarnir eru augljóslega, eins og islamistar, nasistar og kommúnistar,„þjóðfélagsverkfræðingar“ þ.e. útópistar, sem líta á fjölmiðla sem tæki til að ná fram fyrirmyndarríkinu, útópíunni. Hér er eitt dæmi af mörgum:

Til að fylgjast með framvindu jafnréttismála getur fjölmiðlanefnd óskað eftir upplýsingum frá fjölmiðlaþjónustuveitendum um greiningu starfsfólks eftir kyni og stöðu (starfsheitum). Þá getur fjölmiðlanefnd óskað eftir samstarfi við fjölmiðlaþjónustuveitendur um upplýsingar um birtingarmyndir kynjanna, þ.e. hlutfall kvenna og karla í fréttum, bæði viðmælendur og fréttamenn, hlutfall kynjanna í unnu dagskrárefni o.fl. Hér getur einnig verið um að ræða upplýsingar um hvernig fjölmiðlaþjónustuveitendur vinna gegn staðalímyndum kynjanna og efla stöðu kvenna á og í fjölmiðlum.“

Bragð er að þá barnið finnur: Eins og Jakob Bjarnar Grétarsson bendir á í ágætri grein í Fréttablaðinu er hér beinlínis verið að fara fram á að fjölmiðlar skýri rangt frá í nafni pólitískrar rétthugsunar samtímans, en hann segir m.a.:

„Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd – í þessu kristallast grundvallarmisskilningur á eðli fjölmiðla. Þarna er verið að fara fram á að þeir séu einhverskonar gerandi í þjóðfélaginu; að þeim beri að taka virkan þátt í að betra þegnana í samræmi við hugmyndir þingmanna. En ekki bregða upp mynd af þjóðfélaginu eins og það er: Sumsé að sinna sinni frumskyldu, sem er að veita upplýsingar. Óbeint er verið að fara fram á að fjölmiðlar hagræði sannleikanum. Það fer ekki saman að vera í uppeldishlutverki og að sinna frumskyldunni, sem er að veita sem óbjagaðastar upplýsingar svo menn geti brugðist við í framhaldi ef þeim sýnist svo. Af hverju í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að fjölmiðlar, sem einkum eiga að veita hinu opinbera aðhald, taki við skipunum frá þeim hinum sama um hvernig haga beri fréttaflutningi? Á þingi sitja nú vel á þriðja tug sem hafa starfað við fjölmiðla eða verið viðloðandi þá. Við hljótum að spyrja þá hvað í ósköpunum þeim gangi til með þessu hlálega bulli?“

  Spurningu Jakobs er auðvelt að svara: Höfundar þessara laga og ríkisstjórnarflokkarnir hyggjast með þessari löggjöf nota hin nýju yfirráð sín yfir fjölmiðlum til að stýra skoðanamyndun og þjóðfélaginu í heild eftir sínu höfði. Hér á, með skipulegri innrætingu og heilaþvotti þegnanna (sem þetta fólk kallar yfirleitt „fræðslu“, eða jafnvel „menntun“) að skapa nýtt þjóðfélag, útópíu þar sem allir eru pólitískt rétthugsandi og eins, konur og karlar, svartir og hvítir, hommar og við hinir, kristnir og múslimar, ungir og aldnir, gáfaðir og heimskir, litlir og stórir, feitir og grannir, ljótir og fallegir o.s. frv. Í stuttu máli: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Hver sá sem efast er sekur um „fordóma“, ef ekki beinlínis „hatur“ (t.d. „kynþáttahatur“, „kvenhatur“ eða „hommahatur“) og slíkan mann má nú handtaka og dæma í allt að tveggja ára fangelsi samkvæmt 233. grein almennra hegningarlaga, sem þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, átti frumkvæði að 1996. Raunar var þetta ekki prívathugmynd eða einkaframtak Þorsteins, slík lög hafa verið sett í mörgum Evrópulöndum undanfarin ár og hvarvetna vakið andstöðu og reiði. Fjölmiðlalögin nýju eru rökrétt framhald þessarar lagasetningar, en með þeim á að kæfa allar efasemdarraddir í fæðingu.

Sums staðar mætti ætla að George Orwell hafi sjálfur verið að verki þegar þessi lög voru samin. Þetta á m.a. við þegar talað er um „ritstjórnarlegt sjálfstæði“, en þetta er feluorð þeirra um yfirráð stjórnvalda yfir fjölmiðlum. Þar segir m.a.:

„Fjölmiðlaveita skal setja sér reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sem sinna fréttum og fréttatengdu efni. Slíkar reglur skulu mótaðar í samráði við viðkomandi starfsmenn og fagfélög þeirra eða samtök.... Reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði skulu sendar fjölmiðlanefnd til staðfestingar. Reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði skulu endurskoðaðar árlega. Tilkynna skal fjölmiðlanefnd þegar endurskoðun hefur farið fram og senda henni nýja útgáfu af reglunum til staðfestingar hafi breytingar verið gerðar“.

Þetta þýðir að sjálfsögðu í raun að stjórnvöld hafa síðasta orðið um „ritstjórnarlegt sjálfstæði“ fjölmiðilsins. Enn segir um auglýsingar m.a.:

  „Viðskiptaboð og fjarkaup skulu ekki fela í sér nokkra mismunun á grundvelli kynferðis, kynþáttar eða þjóðernis, ríkisfangs, trúarbragða eða trúarskoðana, fötlunar, aldurs, kynhneigðar eða vegna annarrar stöðu, Þau skulu ekki hvetja til hegðunar sem er hættuleg heilbrigði eða öryggi, eða hvetja til hegðunar sem er í áberandi andstöðu við umhverfisvernd.

Og til að hnykkja betur á, hver hefur raunverulega völdin yfir fjölmiðum er eftirfarandi:

„Ákvarðanir fjölmiðlanefndar samkvæmt lögum þessum eru fullnaðarúrlausnir innan stjórnsýslunnar og sæta ekki stjórnsýslukæru. Ákvarðanir fjölmiðlanefndar um stjórnvalds- og dagsektir eru aðfararhæfar... Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort brot eru framin af ásetningi eða gáleysi“.

Og áfram:

Ábyrgðarmaður, starfsmenn fjölmiðlaveitu eða stjórnarmenn sem framkvæma eða láta framkvæma brot gegn ákvæðum laga þessara skulu sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef sakir eru miklar“.

  Um eitt heitasta deilumálið fyrir nokkrum árum, þ.e. eignarhald á fjölmiðlum, er ekkert talað nema í viðauka, þar sem segir að skipa skuli nefnd sem eigi að gera tillögur fyrir fyrsta júní 2011. Eins og menn muna var það einkum ætlunin með lögunum 2004 sem forseti synjaði, að hindra yfirráð stóreignamanna yfir fjölmiðlun. Vegna afskipta forsetans hafa Jón Ásgeir og kó getað haft afgerandi áhrif á umræðu og skoðanamyndun í landinu undanfarin ár og ekki verður séð að frumvarpshöfundar sjái neitt athugavert við það. Baugs- menn gátu þó ekki sektað eða fangelsað þá, sem þeim voru ekki að skapi. Það getur ríkið hins vegar og nú á að taka völdin.    


Heimspekingur ofbeldis

Ég hef lengi haft það fyrir þumalfingursreglu, að maður, sem titlar sig „skáld“ í símaskránni eða annars staðar sé alls ekki skáld, heldur í allra besta falli leirskáld. Sama gildi um mann sem kallar sig „heimspeking“ á opinberum vettvangi. Slíkur maður sé ekki aðeins ekki heimspekingur, heldur beinlínis kjáni.

Prýðileg staðfesting á þessari meginreglu fékkst í Silfri Egils í dag þar sem mættur var ungur fulltrúi fáráns- eða skegg- vinstri manna af yngri kynslóð, titlaður „heimspekingur“ og hélt ákaft fram, með „lýðræði“, „mannréttindi“ og „frið“ á vörum málstað ofbeldismannanna, sem m.a. réðust á Alþingi. Ég skrifaði grein um þetta fólk í Þjóðmál fyrir nokkrum árum, (Ný kynslóð, gamalt hatur), en hér á eftir fara nokkrir kaflar úr þeirri grein:

„Þetta fólk er flest svo ungt, að það komst ekki til vits og ára fyrr en eftir fall Berlínarmúrsins 1989 og endanlegt hrun þeirrar ógnar, sem stóð af heimskommúnismanum, sem varð með upplausn Sovétríkjanna á jólunum 1991, en þá lentu stuðningsmenn, jábræður, meðhlauparar og umþegjendur alræðisins, vinstri menn, í hugmyndafræðilegri kreppu, sem kunnugt er. Hatrið á Vesturlöndum er þó samt við sig, því það er ekki draumurinn um betri heim, sem knýr vinstri manninn til dáða, eins og þeir sjálfir og margir aðrir ímynda sér, heldur hatrið á eigin þjóðfélagi. Þarna gildir reglan, „óvinur óvinar míns er vinur minn". Hver sá einræðis- eða alræðisherra, ofbeldis- eða hryðjuverkahópur, sem hatar Vesturlönd og beitir sér gegn þeim á vísan stuðning, eða a.m.k. samúð þeirra“.

Kaflinn hér á eftir á vel við „heimspekinginn“ fyrrnefnda og trúbræður hans, en greinin í Þjóðmálum var „umsögn“ fremur en ritdómur um bókina „Múrinn“, sem róttæklingar höfðu þá nýlega gefið út, en þar voru greinar af samnefndri bloggsíðu birtar:

„Í lítilli grein kemur fram djúp samúð með ETA- mönnum á Spáni. ETA hefur myrt með köldu blóði þá blaðamenn, sem þeim eru andvígir og sömuleiðis þá stjórnmálamenn og bæjarfulltrúa sem þeim eru ekki að skapi. Ég hef dvalið langdvölum á Spáni og eitt af því sem einkennir forsprakka þessara morðóðu ofbeldismanna er, að þeir, eins og „róttækir” íslenskir vinstri menn, eru gjarnan fremstir í flokki í „friðargöngum” hvarvetna um Evrópu og opna helst aldrei munninn án þess að prédika um „tjáningarfrelsi”, „lýðræði” og „mannréttindi” . Margt er líkt með skyldum. 

Að sjálfsögðu fá Talibanar og Al- Qaida vinsamlega, mildilega umfjöllun hjá MÚR- fólkinu. Þeir hata jú Bandaríkin og Vesturlönd og eru því samherjar. Reynt er að gera sem minnst úr atburðunumm 11. september 2001 og annars staðar er látið að því liggja, að Al- Qaida sé ímyndun ein, uppfinning CIA og annarra bandarískra illmenna. Þetta er þó ekki (ennþá) beinn stuðningur, heldur er reynt eftir mætti að verja ódæðin og kenna hinum raunverulegu illmennum að dómi MÚR- fólks: Bandaríkjamönnum.

 „Róttækir” vinstri menn hafa enn ekki gengið svo langt að stofna sérstök „vináttufélög” við Hamas, Hizbollah, Talibana og Al- Qaida, eins og þeir gerðu fyrr á árum við Stalín, Mao, Kim Il Sung og Pol Pot, en að því kann að koma. Það leynir sér hvergi hvar samúðin er. Islamistar vilja gera Bandaríkjunum, hinum „mikla Satan” og Vesturlöndum allt til miska eins og MÚR- menn. Sem fyrr sagði: „Óvinur óvinar míns er vinur minn”.  

Ekki þarf að taka fram, að Chávez Venesúelaforseti, vinur Hvít- Rússa og Írana er hátt skrifaður á þessum bæ og ekki kemur heldur á óvart sorgin sem þarna kemur fram yfir sviplegu fráfalli Che Guevara. Hann var sem kunnugt er skotinn eins og óður hundur í fangaklefa í Bólivíu og fór einkar vel á því. Guevara var nefnilega sjálfur böðull. 

Þetta átrúnaðargoð allra sannra mannúðar- og menningarmanna á vinstri væng (eins og „heimspekingsins“ fyrrnefnda) var þarna statt í því skyni að hrinda af stað nýjum styrjöldum um gjörvalla Suður- Ameríku. Með styrjaldarrekstrinum átti að koma á kúgunarkerfi kommúnista, en svoleiðis styrjaldir kallar vinstra fólk „þjóðfrelsisbaráttu”. Það klikkaði, sem betur fór. 

Ekki þarf að koma á óvart, að Che Guevara er alveg sérstakt uppáhald og verndardýrðlingur allra sannra „friðarsinna” og þátttakenda í „ofbeldisumræðunni”. 

Sem fyrr sagði var Guevara böðull, ekki aðeins í óeiginlegri, heldur líka í alveg eiginlegri merkingu orðsins og örlög hans fyllilega verðskulduð. Í stríðinu í Sierra Maestra, sem Castro hrinti af stað á sínum tíma til að ná völdum fyrir sig og kenningu sína sá Che um böðulsverkin. Hann tók þá afsíðis, sem ekki vildu makka rétt og skaut eigin hendi með skammbyssu sinni. Í hreinsunum miklu og fjöldaaftökunum, sem fylgdu í kjölfar valdatöku Castros hafði Guevara líka yfirumsjón með aftökunum. Um þetta blóðbað, eins og önnur illvirki Castros er þó aldrei talað. Che krafðist þess líka margsinnis í opinberum ræðum í Kúbudeilunni, að kjarnorkusprengjum yrði varpað á Bandaríkin.

Allir vinstri menn, „róttækir” og aðrir, réttlæta Che og slá skjaldborg um Castro  enn í dag. Hvers kyns alvarleg gagnrýni á þennan miskunnarlausa alræðisherra, kúgara og böðul kostar fastistastimpil, ekki aðeins frá þeim ungu rótttæklingum sem hér um ræðir, heldur frá gjörvallri vinstri hreyfingunni sem heild“.

Einnig segi ég eftirfarandi um hugarheim þeirra: 

„Vinstri menn, hvort sem þeir kalla sig „róttæka” eða ekki, haga sér um fjölmargt eins og evangelískur (þ. e. trúboðssinnaður) trúflokkur. Skoðanir hreinræktaðra kommúnista má, eins og skoðanir hefðbundinna trúflokka, finna í helgum bókum, sem spámenn þeirra hafa skráð. Að rökræða við þessa eiginlegu marxista er algjörlega út í hött, svipað og að deila við „frelsaða" menn eða geðbilaða. Þeir eru líka félagsverur, og fara því gjarnan í flokkum. Hugsun þeirra hlýðir ávallt staðli þess hóps, sem þeir tilheyra. Þeir eru, eins og t. d. mormónar eða vottar Jehóva, prógrammeraðir, þannig að þeir hafa ætíð á reiðum höndum afdráttarlaus svör við hinum aðskiljanlegustu vandamálum og þessi svör eru fyrirframvituð og stöðluð. Aðeins þarf að þrýsta á hnapp. Fyrir andstæðinga hefur þetta ýmsa kosti, því alltaf má vita fyrirfram, hvaða skoðun þeir muni hafa í hverju máli. Þó gerir þetta allar rökræður við „róttækt” vinstra fólk leiðinlegar, því það er þreytandi að hlusta sífellt á sömu fyrirframvituðu tugguna. Þeir telja sig búa yfir þekkingu — eða leyndum dómum — og nota hvert tækifæri til að koma þessari „þekkingu” sinni á framfæri enda álíta þeir að hún muni frelsa heiminn. Þetta er því meira áberandi, þeim mun “lengra til vinstri” (róttækari) sem þeir teljast. Eiginlegum kommúnistum af gömlum skóla hefur nú fækkað verulega, þótt allnokkrir séu eftir, en sömu tilhneigingar gætir einnig meðal þeirra, sem telja sig „hófsamari” (þ.e. „lengra til hægri”) innan vinstri hreyfingarinnar. Hér er um stigsmun að ræða, ekki eðlismun.

Og ég held áfram:

„Af þessum sökum leitar vinstra fólk mjög í störf, þar sem besta tækifærið gefst til að breiða út fagnaðarerindið, svo sem við ritstörf, kennslu- og uppeldismál eða fjölmiðlun. Afrakstur þessarar tilhneigingar þeirra hefur komið sífellt betur í ljós hin síðari ár, m.a. í því, að vinstri menn, „róttækir” og aðrir einoka nú orðið mest alla menntun og nánast alla fjölmiðlun í landinu.

Sem áður sagði lenti vinstri hreyfingin í sálarkreppu við fall alræðis og gúlags 1989-1991. Í alræðisherrum kommúnistaríkjanna höfðu andlegir forfeður hinna ungu „aðgerðarsinna“ séð vini, sem eins og þeir sjálfir hötuðu og vildu kollvarpa þjóðfélagi Vesturlanda. Það mistókst og nú leitar ný kynslóð sér nýrra bandamanna meðal hinna ýmsu hryðjuverkahópa og hatursmanna Vesturlanda í þriðja heiminum.

Bandaríkjahatrið, sem „aðgerðarsinnar“ eiga sameiginlegt með andlegum (og oft einnig líkamlegum) forfeðrum sínum, kemur víða fram. Afstöðu vinstri manna til Bandaríkjanna svipar reyndar mjög til afstöðu sníkilsins til hýsils síns.

„Rótttækir” vinstri menn af eldri kynslóð voru gjarnan nánast helteknir af jazz og fleiri þáttum bandarískrar menningar, en studdu af alefli Stalin og aðra þá sem vildu tortíma Bandaríkjunum. Þessi tvískinnugur er enn meira áberandi meðal hinnar nýju kynslóðar. Hugarheimur þessa fólks er að miklu leyti skapaður í Bandaríkjunum, ekki síst sú „pólitíska rétthugsun”, sem þeir aðhyllast af alefli, en þeir, eins og raunar bandarískir vinstri menn sjálfir, gera samtímis allt sem í þeirra valdi stendur til að níða, sverta og svívirða Bandaríkin. Sníkillinn nærist á hýsli sínum en vinnur honum jafnframt tjón.  

Þeir „róttæku” ungu „rapparar”, sem vörpuðu logandi íkveikjusprengju að bandaríska sendiráðinu fyrir nokkrum árum voru einkar dæmigerðir fyrir hina nýju kynslóð róttæklinga. Þetta gerðist skömmu fyrir atburðina 11. september 2001 þannig að enn var óhætt að ráðast að Bandaríkjamönnum á þennan hátt án alvarlegra eftirmála. Nú þyrfti til þess meira hugrekki en þetta fólk býr yfir, en slíkar sprengjur eru í styrjöldum notaðar til að kveikja í skriðdrekum og húsum. Sem kunnugt er var ákæran nánast hjákátleg (móðgun við erlent ríki). Þótt fjöldi manns væri í húsinu og kviknaði í undan íkveikjusprengjunni var hvorki kært fyrir íkveikju né morðtilraun. Þeir borguðu ekki einu sinni skaðabætur.  

Ég er raunar ekki þeirrar skoðunar, að senda hefði átt þessa ungu menn austur fyrir fjall og gera þannig að píslarvottum í hópi skoðanabræðra sinna sem eru margir. Fólkið sem safnaðist á Austurvöll um árið var margt sömu gerðar og þeir. Miklu réttlátari refsing hefði verið að senda rapparana vestur um haf á fund hinna svörtu smáglæpamanna, sem þeir sækja hugarheim sinn og andlega næringu til. Þar gætu þeir fengið að „chilla” að vild um áhugamál þessara manna, sem svo ljóslega koma fram í rapptextum, nefnilega eiturlyfjasölu, útgerð vændiskvenna, rán, morð, hópnauðganir og, ekki síst það skrítna fyrirbæri, „móður- kynhneigð”, sem nánast gegnsýrir allt og kemur hvarvetna fram í orðum þeirra og æði. En böggull fylgir skammrifi: “They don´t Talk the Talk, they don´t Walk the Walk”, eins og átrúnaðargoðin mundu segja. Ég mundi ekki spá hinum ungu íslensku gervi- Könum langlífi þar vestra. Þessir svörtu smákrimmar eru, eins og títt er um glæpamenn, þrátt fyrir allt miklir föðurlandsvinir“.

Og að lokum:

„Gagnrýni er ekki aðeins nauðsynleg, heldur beinlínis einn helsti undirstöðuþáttur lýðræðis, og því er tjáningarfrelsið lífsnauðsyn. Tjáningarfrelsið má ekki skerða. Gagnrýni er varnarkerfi þjóðfélagsins á sama hátt og ónæmiskerfið er varnarkerfi mannslíkamans. En í sumum sjúkdómum snýst ónæmiskerfið gegn sjálfum líkamanum. Þetta gerist t.d. í gigtarsjúkdómum. Þá ræðst ónæmiskerfið á vöðva og liði, og hindrar þannig eðlilega hreyfigetu líkamans án þess að drepa hann. Allra verstur er þó sá sjúkdómur, eyðni, þar sem ónæmiskerfið ræðst á sjálft sig. Þeir sem ættu að verja líkamann fá röng skilaboð, ráðast á sjálft ónæmiskerfið og fremja þannig sjálfsmorð.

Síbyljuárásir hinna „hófsamari” vinstri manna á Bandaríkin og málstað Vesturlanda, sem t.d. má heyra og sjá daglega hjá fréttastofu RÚV og raunar flestöllum ef ekki öllum stærri fjölmiðlum hin síðari ár líkjast meira árásum ónæmiskerfisins í gigtarsjúkdómum. Þær skaða Vesturlönd og Bandaríkin, en drepa ekki.

Kommúnismi, nasismi og islamismi, kenningar, sem afneita sjálfum grundvelli lýðræðisins. eru allt annað og verra. Þeir nota ónæmiskerfið, þ.e. gagnrýnina og tjáningarfrelsið beinlínis til að tortíma sjálfu þjóðfélaginu sem þeir lifa í. „Aðgerðarsinnarnir“, jámenn alræðisherra og hryðjuverkahópa tilheyra síðari hópnum, eins og eyðniveiran. Þeir, án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, nota frelsið til að drepa frelsið“.  


Hver myrti Palme?

 Nú eru liðin 25 ár frá morðinu á Olof Palme, en hann var á margan hátt tákngervingur fyrir fólk þeirrar tegundar sem nú situr í æðstu valdastólum hér á landi og lýkur helst aldrei sundur munni án þess að tala um„frið“, „lýðræði“ og „mannréttindi“, hluti sem það skilur ekki fremur en Palme. Margir núverandi ráðherrar og sjálfur forseti Íslands hafa sýnt í verki raunverulega afstöðu sína til lýðræðis og mannréttinda með þátttöku í sérstökum „vináttufélögum“ við blóði drifnar alræðisstjórnir (Kúbu, Sovét, Austur- Þýskaland Víetnam o.s.frv.). Þetta fór þá fram alveg samhliða Amnesty- þátttöku og annarri „mannréttindabaráttu“. Það er mikill misskilningur ef einhver heldur að lýðræðis- og mannréttindahjal þessa fólks hafi byrjað eftir fall Berlínarmúrsins 1989.

Ég bjó í Svíþjóð á árum Víetnamstríðsins, en um það skrifaði ég fyrir nokkrum árum í Þjóðmál greinina „Víetnam, vendipunktur kalda stríðsins“.Hér fer á eftir kaflinn um Palme úr þeirri grein:

 „Ég sat á þessum árum tvívegis fundi um Víetnam, þar sem Olof Palme var frummælandi, og get vottað, að maðurinn var ágætlega greindur, vel að sér og fljótur að hugsa. Ég get líka vottað, að stuðningur hans við upphafsmenn Víetnamstríðsins, innrásarheri kommúnista í Indó- Kína, var alger og óskilyrtur. Hann var hinn ágætasti fulltrúi fyrir þær skoðanir, sem hann deildi með milljónum Vesturlandabúa og tugþúsundum Íslendinga á þessum árum. En hver myrti Palme? Suður- Afríkumenn hafa verið nefndir, enda var Palme orðlagður fyrir baráttu sína gegn kynþáttamisrétti. En fleiri koma til greina. Þegar innrásarherir kommúnista “þjóðfrelsuðu” loks löndin í Indó- Kína með vopnavaldi við gífurlegan fögnuð “lýðræðis”- postula, “friðarsinna” og “mannréttindafrömuða” hvarvetna, hófu Hanoi- menn skipulegar þjóðflokka- og kynþáttaofsóknir, sem vinir þeirra, vinstri menn, tala aldrei um. Kannski var morðingi Palmes maður af fjallaþjóðflokki eða af kinverskum uppruna, eða þá barn svarts bandarísks hermanns, en átrúnaðargoð Palmes, þessa heimskunna “mannréttindafrömuðar”, herstjórarnir í Hanoi, ofsóttu allt þetta fólk með yfirveguðum, miskunnarlausum hætti. Fullkomið kaldlyndi Palmes gagnvart bátafólkinu og fyrirlitning á því var alkunnug, og morðingi hans gæti vel hafa komið úr þeirra röðum. 

Og hvað með fórnalömb Castros? Fræg var heimsókn Palmes til Kúbu í kölfar sigurs “þjóðfrelsisaflanna” í Indó- Kína 1975 þar sem þessi kunni “mannréttindafrömuður” hélt hverja lofræðuna af annarri um gestgjafa sinn, en um það leyti voru pólitískir fangar á Kúbu eitthvað um 40.000. Menn sátu þar í fangabúðum í allt að 20 ár fyrir samkynhneigð, að slátra kú eða biðja um hærra kaup, en á Kúbu, eins og í öðrum “verkamannalýðveldum” er verkalýðsbarátta refsiverð. Morðingi Palmes gæti líka hafa verið úr þeirra röðum.

Palme notaði tækifærið á Kúbu til að fagna alveg sérstaklega Pol Pot og Rauðum Kmerum, sem þá voru nýkomnir til valda, en einmitt þá rann blóðið í sem allra stríðustu straumum. Morðingi Palmes gæti verið einn þeirra sem komust undan þjóðarmorðingjunum.

Þegar þessi heimskunni “friðarsinni” var á Kúbu hafði Castro einhvern stærsta her í heimi, þótt ekki sé miðað við fólksfjölda, um hálfa milljón manna undir vopnum, og hélt her sínum úti til styrjalda og manndrápa í 15 löndum víða um heim, ekki síst í Afríku, þar sem menn hans lögðu um 8 milljónir jarðsprengna. Morðingi Palmes gæti verið úr röðum ættingja þeirra sem hermenn eða jarðsprengjur Castros hafa drepið eða limlest. Möguleikarnir eru óteljandi og sömuleiðis eru fórnarlömb kúgunar, þjóðarmorða og hernaðar vina og átrúnaðargoða Palmes, þessa “lýðræðis”- postula, “mannréttindafrömuðar” og “friðarsinna” óteljandi.

Örlög Palmes voru að sönnu hörmuleg og engum óskandi. Hann hefur á síðari árum orðið píslarvottur, átrúnaðargoð og tákngervingur mikils hluta vinstri manna, fólks þeirrar gerðar sem hérlendis stýrir mensévíka- armi Alþýðubandalagsins, svonefndri “Samfylkingu”. Þetta er fólkið sem sagðist ekki vera kommúnistar, en gekk erinda alræðisaflanna í kalda stríðinu undir formerkjum ”lýðræðis”, “friðar” og “mannréttinda”. Ég kann að mörgu leyti betur við bolsévíka- arminn, sem nú nefnir sig “Vinstri græna”. Þeir ganga hreinna til verks“.


Meira en 99% kusu EKKI flesta stjórnlagaþingmennina

 Ég hef veitt því athygli að víða gætir ákveðins misskilnings þegar menn segja að þetta lið, sem nú hrópar hátt og snjallt um svik æðsta dómstóls landsins hafi verið kosið af þriðjungi þjóðarinnar. Það er alrangt. Um þriðungur mætti vissulega á kjörstað og kaus einhverja af þessum 522. En atkvæði þessa þriðjungs féllu flest dauð. Þorvaldur „þrjú prósent“ Gylfason fékk langmest, eða um þrjú prósent gildra atkvæða kjósenda. Þetta þýðir að um 97% kjósenda kusu Þorvald ekki. Langflestir hinna fengu miklu minna, langt innan við 1%. Þetta þýðir að mikill meirihluti þessa söfnuðar fékk ekki atkvæði um 99% atkvæðisbærra manna í landinu. Rétt skal vera rétt.

Maístjarnan, baráttusöngur barnaníðings

Finnst engum öðrum en mér skrítið, að „Maístjarnan“, kommúnískur byltingarsöngur, sem Halldór Kiljan leggur í munn dæmdum barnaníðingi, Ólafi Kárasyni skuli vera uppáhaldssöngur smábarna og kenndur og sunginn í í öllum leikskólum landsins? Nú síðast var verið að kyrja hann fyrir borgarstjórann okkar góðkunna, Jón Geranarr Kristinsson.

Sem fyrr sagði var Ólafur Kárason dæmdur barnaníðingur eins og fyrirmyndin, Magnús Hjaltason Magnússon, („skáldið á Þröm“). Vel að merkja var Magnús dæmur á árum þegar vitneskja og meðvitund um þessa viðbjóðslegu glæpi var miklu minni en nú og þurfti mjög mikið til að menn lentu í fangelsi fyrir slíkt ódæðisverk. Það tókst þó Magnúsi og einnig staðgengli hans í Heimsljósi, Ólafi Kárasyni. Af hverju í ósköpunum er alltaf verið að hafa þetta fyrir börnum? Jú, Ólafur Kárason var, þótt hann væri dæmdur barnaníðingur, kommúnisti og liðsmaður Stalíns. Slíkt fellur í góðan, frjóan jarðveg í Fósturskólanum.


Lýðræðið má ekki sigra!

„Fái þjóðirnar að kjósa milli kúgunar og stjórnleysis, velja þær alltaf kúgarann“, sagði Aristóteles. „Lýðræði" er eins og „mannréttindi" eitt af þessum fallegu orðum sem vinstri menn endurtaka ótt og títt án þess að botna upp né niður í því hvað í orðinu felst. Í meginatriðum felur það í sér að meirihluti kjósenda eigi að ráða. Í mörgum löndum er „lýðræði" einungis annað orð fyrir aðgerðarleysi, spillingu og upplausn og það er alls ekki sjálfgefið að almenningur kjósi lýðræði, fái hann að velja. Í Weimar-lýðveldinu höfðu andstæðingar lýðræðis, kommúnistar og nasistar, t.d. meirihluta atkvæða samanlagt. Í Alsír reyndi herforingjastjórn að halda lýðræðislegar kosningar, en þá kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þegnanna kaus islamista, andstæðinga lýðræðis sem einnig vildu afnema flest það sem við nefnum grundvallarmannréttindi að dæmi Khomeinis eða talíbana. Kosningarnar voru ógiltar og eru „mannréttindafrömuðir" síðan með böggum hildar út af öllu saman. Hvert eiga þeir að snúa sér með vandlætingu sína og fordæmingu? Eiga þeir að býsnast út í herforingjana sem vildu koma á vestrænum gildum, svipað og Íranskeisari á sínum tíma, eða á að fárast út í lýðræðislegan vilja kjósenda sem vildu afnema allt sem heitir lýðræði og mannréttindi? 

Íranskur almenningur, Amnesty og gjörvöll vinstri hreyfingin á Vesturlöndum studdi Khomeini til valda. Þar er varla nokkur vafi á því, að Íransstjórn, sú sem nú ógnar heimsbyggðinni með kjarorkuvopnum er lýðræðisleg. Hún nýtur stuðnings yfirgnæfandi meiri hluta landsmanna. Hvað er vandamálið?

 Sama má segja um Þýskaland Hitlers, Rússland Stalíns eða Norður-Kóreu undir Kim Il Sung. En voru þessar stjórnir "lýðræðislegar?" Svarið hlýtur að vera neitandi. Hitler var, eins og prestar þjóðkirkjunnar, lýðræðislega kosinn einu sinni. Síðan sátu menn uppi með hann. Frjálsar kosningar voru ekki tíðkaðar í þeim ríkjum sem ég nefndi, né heldur ríkti tjáningarfrelsi. Án tjáningarfrelsis er lýðræði óhugsandi, jafnvel þótt þessar stjórnir og fleiri slíkar hafi örugglega fullnægt því skilyrði að hafa stuðning meirihluta þegnanna.

Mjög margt fleira mætti segja um þetta, en stjórnarformið og hugtakið "lýðræði" er miklu flóknara en svo að unnt sé að gera því sæmileg skil í stuttu máli. Orðið hentar hins vegar ágætlega til að slá um sig með því.

Það allra versta sem nú gæti gerst í Egyptalandi væri, að lýðræði yrði komið á. Vinstri sinnaðir kjánar á Vesturlöndum virðast alls ekki geta skilið að fólk í þriðja heiminum hugsar alls ekki eins og það. Hatur á Vesturlöndum ólgar hvarvetna undir niðri, samfara öfund og reiði. Það sem fer einna mest fyrir brjóstið á þriðja heims búum, og alls ekki aðeins múslimum, eru einmitt baráttumál bandamanna þeirra, vinstri manna, nefnilega allt lauslætið, homma- og kvennabröltið, klámið og margt annað sem þetta fólk fyrirlítur. Þetta undirliggjandi hatur blandað dúpstæðri öfund fékk fyrst útrás í Íran, en ólgar hvarvetna undir. Menn, allra síst fjölmiðlamenn, virðast alls ekki skilja, að í hugum mikils hluta almennings í múslimaheimium er Osama bin Ladin ekki aðeins hetja, heldur allt að því heilagur maður. Nái lýðræðið fram að ganga og almenningur komi fram vilja sínum í Egyptalandi verður strax skrúfað fyrir öll vinsamleg samskipti við Ísrael. Í staðinn mun koma fullur fjandskapur. Ofbeldis- og hryðjuverkahópar munu njóta velþóknunar hinna nýju stjórnvalda. Sagan frá Íran 1978-79 mun endurtaka sig og raunar er líklegt, að falli Egyptaland muni flest önnur lönd á svæðinu verða lýðræðisleg, þ.e. lendi undir stjórn islamista. 

Helsta von Vesturlandabúa er, að annar herforingi taki við völdum af Mubarak. Herinn einn getur haldið islamistum - og lýðræðinu - í skefjum.


Undarlegustu kosningar sögunnar

Fjölmargir hafa tjáð sig um nýjustu uppákomu „norrænu helferðarstjórnarinnar“, nefnilega skopleikinn harmræna um „stjórnlagaþingið“ svonefnda. Einna bestu úttektina á því sem hér var um að ræða skrifar Skafti Harðarson á bloggsíðu sinni á Eyjunni, en þar ræðir hann nýjustu tillögu Gunnars Helga og segir m.a.: 

„Efnt er til kosninga meðal þjóðar. Í lýðræðisríki þar sem kosningaþátttaka hefur almennt verið góð, eða yfir 80%, tekur allt í einu innan við þriðjungur atkvæðisbærra manna þátt í kosningum. 522 einstaklingar bjóða sig fram. Tími til kynningar er nánast enginn, og almenningur lætur sér fátt um málefnið finnast. Löggjafinn takmarkar auk þess frelsi þeirra frambjóðenda sem lítt eru þekktir að eyða í kynningar svo nokkru nemi. Þannig er forskot fjölmiðlunga tryggt. Og fæstir frambjóðendur, og þaðan af síður kjósendur, hafa minnsta skilning á kosningafyrirkomulaginu. Síðustu fulltrúarnir inn á þingið hljóta kosningu 0,15% atkvæðisbærra manna. Kosningarnar eru kærðar. Hæstiréttur landsins kemst að þeirra niðurstöðu að framkvæmd kosninganna hafi verið verulega ábótavant og ógildir þær. En þá kemst meirihluti þings þessarar þjóðar að þeirri niðurstöðu að hafa ógildingu kosninganna að engu og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist“.

Skafti heldur áfram: „Að þessi hugmynd skuli koma frá prófessor við Háskóla Íslands er auðvitað skammarlegt. Að RÚV taki gagnrýnislaust við hugmyndinni er svo enn skammarlegra. Gunnar Helgi hvetur til sniðgöngu laga og réttar og að litið skuli framhjá stórkostlega slakri stjórnsýslu. Hafa ber í huga að þetta er maðurinn sem Jóhanna valdi sem formann nefnar til að semja tillögur til ríkisstjórnarinnar um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis!“

Því er við að bæta að í þessum undarlegu kosningum, þeim undarlegustu sem nokkurs staðar hafa farið fram í nokkru landi nokkurn tímann í mannkynssögunni tóku hlutfallslega þátt álíka margir og þeir, sem telja Jón Gnarr hæfastan til að gegna einhverju áhrifa- og valdamesta ábyrgðarstarfi á landinu. Er það tilviljun? 

Hvenær losnum við við þetta lið úr stjórnarráðinu?   


Að leka um leka

Skrýtnir hlutir eru nú að gerast: Wikileaks stelur gögnum og birtir án vitundar og vilja viðkomandi. „Mannréttindafrömuðir“ fagna ákaflega. Síðan er kurteislega farið fram á að viss gögn verði gerð aðgengileg og þá verður allt vitlaust. Allt í einu má enginn skoða skjöl Birgittu og mörðurinn Assange skríður djúpt inn í holu sína.

„Mannréttindafrömuðir“ eru allt í einu með böggum hildar vegna þess arna. Þeir jesúa sig  í bak og fyrir  bláir og rauðir í framan. Sjálfur „mannréttindaráðherrann“, Kúbuvinurinn góðkunni Ögmundur er beinlínis úttroðinn af heilagri vandlætingu. Mér finnst þetta allt saman alveg voðalega skrítið. Hvar er gagnsæið? Á ekki allt að vera fyrir opnum tjöldum? Af hverju má ekki leka upplýsingum um Wikileaks? Má ekki leka um leka?


Vinstra- genið fundið

Loksins, loksins er komin vísindaleg stafesting á sannfæringu minni í marga áratugi. Vinstri mennska er meðfædd og arfgeng og vinstra- genið nefnist á fagmáli DRD4. Langþráð skýring á hátterni Ögmundar og Steingríms joð, Össurar og Jóhönnu er fengin (sjá hér). Eins og þeir vita sem eitthvað hafa lesið af greinum mínum um vinstrimennskuna, t.d. greinina hér að neðan „Sagt skilið við skynsemina“, „Á að refsa þeim?“ eða „Öfugmælavísu“ er fjölmargt í hátterni vinstri manna, vart er hægt að skýra með öðru móti. Hvernig stendur til dæmis á því að þeir einu Íslendingar sem með algerlega ótvíræðum hætti hafa lýst yfir aðdáun og stuðningi við blóði drifna harðstjóra, t.d. með stofnun sérstakra „vináttufélaga“ við þá standa og hafa alltaf staðið fremst allra í „mannréttindabaráttunni?“

Hvers vegna hefur ungt hugsjónafólk, alveg á kafi í „lýðræðis“- brölti og „friðar-“ og „mannréttindabaráttu“ allt fram á þennan dag farið til Kúbu til að vinna kauplaust á sykurekrum Castros? Þar hefur raunar lengi verið skortur á vinnuafli því verkfærir menn hafa flestir fyrir löngu verið fangelsaðir, eða flúnir, eða þá fóru til Afríku til að drepa svarta menn fyrir Rússa, en Castro hefur enn einhvern stærsta her í heimi, þótt ekki sé miðað við fólksfjölda. Engin „vináttufélög“ voru stofnuð við Somoza, Batista eða Idi Amin og engar „hægri bullur“ fóru til Chile til að vinna í koparnámum Pinochets. Hafi einhverjir „hægri menn“ haft einhverja samúð með þessum mönnum er alveg víst að þeir mundu ekki ganga í Amnesty. Hins vegar eru komin um þrjátíu ár síðan ég sá að minn gamli skólafélagi, Svavar Gestsson var farinn að halda ræður á Amnesty- fundum um „lýðræði“ og „mannréttindi“ alveg samtímis og samhliða starfinu í „vináttufélögunum“ við t.d. Austur- Þýskaland, Víetnam, Sovét (MÍR) o.s. frv.

Og hvernig á að skýra einlæga Kúbuvináttu sjálfs „mannréttindaráðherrans“ Ögmundar? Eða þá Hjálmtýr Heiðdal sem skrifaði langar greinar í Moggann til liðs við Pol Pot og Rauða Kmera þegar blóðbaðið stóð sem hæst. Hann hrópaði þá, eins og hann gerir enn í dag hæst allra um mannúð og manngæsku, „lýðræði“ og „mannréttindi“.  

Eða hvað með Birnu Þórðardóttur, þá frægu „mannréttindakonu“, sem var á sínum tíma aðalsprautan í „vináttufélaginu“ við Norður- Kóreu. Þar ríkir einhver sú miskunnarlausasta kúgun líkama og sálar sem dæmi eru um í gjörvallri veraldarsögunni. Birna fór meira segja þangað austur til að hitta vin sinn og átrúnaðargoð, harðstjórann og alræðiskúgarann. Hún er enn á kafi í „mannnréttinda“- bröltinu, m.a. í „Samtökunum ´78“, en ofsóknir vinar hennar Castros gegn hommum eiga sér enga hliðstæðu síðan á dögum þriðja ríkisins. Af hverju allt þetta „lýðræðis“ og „mannréttinda“- hjal í þessu fólki, einu Íslendingunum sem alveg vísvitandi og í verki hafa stutt og styðja kúgara, böðla og þjóðarmorðingja?  

Enginn skyldi halda að þetta fólk sé vísvitandi að ljúga, blekkja eða falsa. Það sér í raun og sannleika ekkert athugavert við framferði sitt og ástæðan er nú fundin. Hún er bundin í erfðavísa og  genið heitir DRD4.


Sagt skilið við skynsemina

 Þessi grein er í nýjasta hefti Þjóðmála, sem komið er út. Hún ætti að skýra sig sjálf.

 

Við umbrot síðustu greinar minnar hér í blaðið, „Á að refsa þeim“, urðu þau leiðu mistök, að í lokin var óvart skeytt við kafla úr grein eftir annan mann. Gallinn er, að ómögulegt er að sjá samskeytin, sem eru í miðri línu. Síðustu orðin í minni grein eru: „Þeir ættu að minnsta kosti að þegja“. Allt það sem á eftir kemur er mér óviðkomandi þótt það sé vafalaust ágætt, en það truflar mjög mikið slagkraft greinarinnar eins og hún birtist í blaðinu, þannig að hún missir að verulegu leyti marks, ekki síst vegna þess að sá sem þarna skrifar fjallar um sömu eða skyld málefni, en er greinilega á þveröfugri skoðun en ég. Hann virðist aðhyllast þá afar algengu og útbreiddu, ef ekki beinlínis viðteknu skoðun, að mun vinstri og hægri í stjórnmálum megi skýra með tilvísun til stjórnlyndis og hugmyndafræði. Ég tel svo ekki vera. Stjórnlyndið er vissulega áberandi meðal vinstra fólks og mótar kenningar og framkvæmd stefnu marxista/sósíalista, en vinstri menn hafa engan einkarétt á stjórnlyndi. Margir þeirra, sem yfirleitt eru taldir til svonefndra „hægri manna“ eru afar stjórnlyndir. Ég hef, ólíkt mörgum öðrum, lengi álitið, að skýringa á hinu ýmsa brölti og uppátækjum vinstri manna sé ekki að leita í innihaldi einhverrar hugmyndafræði, heldur miklu lengra, djúpt í sjálfu sálarlífinu og ég sé ekki betur en þeir eigi andlega forfeður langt, langt, aftur í aldir. Hugmyndafræði skiptir vissulea máli sem réttlæting orða þeirra og gerða, en sjálft innihald hennar er algert aukaatriði.

Þetta verður sífellt ljósara nú eftir lok kalda stríðsins. Sannfærðir marxistar eru nú fáir eftir og fækkar stöðugt. Þær kenningar sem Stalin og Mao, Kim Il Sung, Castro og Pol Pot notuðu til að réttlæta gerðir sínar eru hvarvetna á miklu undanhaldi. Marx- leninistar eru í hugum margra ekki lengur hættulegir undirróðursmenn, heldur fremur meinlausir sérvitringar ef ekki beinlínis rugludallar sem fáir taka mark á, ekki einu sinni margir vinstri menn samtímans. Vinstri mennskan lifir þó enn góðu lífi, að mestu eða alveg án Marx og Lenins. Reyndar hefur svo verið alla tíð í Bandaríkjunum. Eiginlegur marxismi/sósíalismi hefur ávallt verið þar nánast óþekktur, en þrátt fyrir það hafa áhrif vinstri manna (þar oft nefndir „liberals“) alltaf verið mikil, einkum meðal menntamanna og fjölmiðlamanna og hafa vaxið hin síðari ár. Þessir bandarísku vinstri menn vita lítið sem ekkert um marxima/sósíalisma, en grípa þó, eins og annað vinstra fólk, ávallt á lofti hvern þann málstað sem er Vesturlöndum andstæður, réttlæta, eins og þeir evópsku, með mannúð, manngæsku og mannréttindi á vörum, ódæðisverk Castros, islamista og annarra óvina Bandaríkjanna og Vesturlanda og nota, eins og vinstri menn annars staðar, hvert tækifæri til að níða, sverta og svívirða sitt eigið land og Vesturlönd yfirleitt.

„Óvinur óvinar míns er vinur minn“ er einhver algildasta reglan í alþjóðasamskiptum og á raunar oft, en þó ekki alltaf, einnig við um samskipti einstaklinga. Þessi regla skýrir betur en flest annað stuðning vinstra fólks, beinan og óbeinan, við alræði og gúlag í kalda stríðinu og hún skýrir líka hvers vegna það réttlætir nú eftir mætti illvirki islamista. Ágætt dæmi um óánægju og hatur vinstri manns á eigin þjóðfélagi er okkar eigin Halldór Guðjónsson, sem nefndist alltaf „Kiljan“ í barnæsku minni á sjötta áratugnum. Eftir að hann kanóniseraðist hjá Svíum undir nýju dýrlingsnafni, „Laxness“, og settist í helgan Gljúfrastein varð hið argasta guðlast að nota gamla nafnið. Halldór dvaldi eins og menn vita í Bandaríkjunum á þriðja áratugnum, á einhverjum mesta uppgangstíma sem verið hefur þar í landi. Sem dæmi má taka að þegar 1929 voru fleiri bílar á hvern íbúa í Bandaríkjunum en í mörgum Vestur- Evrópulöndum um 1970. Húsnæði, klæðaburður almennings og flest annað var með öðru og betra sniði en yfirleitt í Evrópu og ísskápar, þvottavélar og annar lúxus sem fólk í öðrum löndum lét sig aðeins dreyma um var þá þegar að komast í almannaeigu. Munurinn á kjörum alls almennings í Bandaríkjunum og í öðrum heimshlutum er nú lítt áberandi en var gífurlegur á þessum árum og raunar fram á sjötta og sjöunda áratuginn en Halldór sá þetta alls ekki. Hann sá þar aðeins eymd og volæði, því vissulega voru þar sem annars staðar fátæklingar, þótt þeir væru hlutfallslega færri en annars staðar, þar sem fátækt var regla, ekki undantekning. Hann kaus að einblína á fátæktina, en sá ekki velsældina allt í kringum sig, enda, sem vinstri- draumóramaður og útópisti fullur haturs og andúðar á eigin umhverfi og þjóðfélagi.

Enginn Íslendingur og fáir Vestur- Evrópumenn þekktu Sovétríki Stalíns og raunverulegar aðstæður þar betur en Halldór. Ekki þarf að tíunda lofgerðir hans um dýrðina þar eystra eða virðingu og ást þessa mikla menningar- og mannúðarmanns á hinum gjörsamlega miskunnarlausa kúgara, böðli og þjóðarmorðingja. Það hafa margir aðrir gert. En hann var ekki einn, heldur aðeins einn af ótalmörgum gáfu- mennta- mannúðar- og manngæskumönnum víðs vegar um heiminn sem voru sama sinnis.

En hvernig á að skýra framferði þessara manna? Ekki er hægt að kenna um fáfræði eða heimsku, því þetta voru oft hámenntaðir gáfumenn. Ekki er heldur hægt að kalla þá geðveika, þótt sumt sem þeir hafa látið frá sér fara jaðri nánast við sturlun, einkum nú í ljósi sögunnar. Dómgreind þessara manna var í ágætu lagi á flestum öðrum sviðum en stjórnmálasviðinu. Aðeins ein skýring er til, sem raunar ýmsir hafa bent á, nefnilega grillan, draumsýnin.

Það hefur lengi tíðkast, einkum í „háskólasamfélaginu“ svokallaða að flokka menn eftir stefnum, ismum eða kenningum. Þessi eða hinn tilheyri einni „stefnu“ eða „isma“ en hinn annarri. Þetta á kannski við um fólk, eins og svo marga háskólamenn, sem hugsar – eins og tölvur – aðeins eftir tillærðu forriti, soðnu saman úr kenningum og hugsun annarra manna, og ímynda sér að allir aðrir séu eins og þeir og hugsi þannig líka eftir forriti. En til eru þeir, sem neita að taka þátt í þessum leik.

Eins og ég gat um hér að ofan tel ég muninn milli svonefndra „hægri“ manna og vinstra fólks liggja djúpt í sálarlífinu sjálfu, í tiltekinni afstöðu til lífsins í víðum skilningi. Ef til vill mætti kalla þetta muninn á raunhyggju- eða eðlishyggjumönnum annars vegar og hins vegar draumhyggjumönnum, útópistum, fólksins sem alltaf tekur fallega lygi fram yfir ljótan sannleika. Útópistinn er á stöðugum höttum eftir draumalandinu, sæluríkinu.

Ekkert er nýtt undir sólinni og einhver besta úttektin á slíkum draumhyggjumanni er orðin fjögurra alda gömul, nefnilega „Don Quixote“ Cervantesar. Riddarinn sjónumhryggi sá „kúgun“ og „ranglæti“ í hverju horni, í hinum eðlilegustu og sjálfsögðustu hlutum og lagði í „baráttu“ til að leiðrétta það. Hann lofaði förunaut sínum „eyju“ að launum fyrir liðveisluna, en Sancho Panza hafði aldrei séð hafið og vissi því alls ekki hvað „eyja“ yfirhöfuð var. Hann fylgdi þó foringja sínum í blindni, því hann skynjaði ósjálfrátt, að „eyja“ hlyti að vera toppurinn á tilverunni. Í dag hefði don Quixote örugglega kosið Vinstri græna, en Sancho Samfylkinguna. Marxistar kalla þessa draumsýn, þ.e. „eyjuna“ kommúnismann, en nasistar, sem einnig voru útópistar töluðu um „Þúsund ára ríkið“. Kristnir menn, múslimar og fleiri hafa líka sína draumsýn, en hún er ekki jarðnesk. Í þessu er raunar fólginn einhver mesti munurinn á hefðbundnum trúarbrögðum og á kenningum útópista, sem vilja stofna himnaríki hér á jörðu. Raunar er ég þeirrar skoðunar að eftir þúsund ár muni sagnfræðingar framtíðarinnar eiga í mesta basli með að gera greinarmun á trúarbragðadeilum og styrjöldum sextándu og sautjándu aldar og hugmyndafræðideilum og styrjöldum tuttugustu aldar. Munurinn er, sem fyrr sagði, helstur sá að himnaríki útópista er hér á jörðu, ekki á himnum.

Undirstöðuþáttur í sálarlífi vinstri útópistans og hugsjónamannsins er vandlætingin. Þetta fólk sér sökudólga í hverju horni, illmenni sem beri ábyrgð á öllu því vonda sem fyrir ber og í huga vinstri manna samtímans berast böndin ávallt að Vesturlandabúum, enda snýst hugsun þeirra í kjarna sínum um hatur á á eigin umhverfi og þjóðfélagi. Þeir kenna því Vesturlöndum og Vesturlandabúum, ekki síst Bandaríkjamönnum um allar vammir og skammir veraldarinnar. Upp á síðkastið eru þeir meira að segja farnir að gera vonsku Vesturlandabúa ábyrga fyrir sveiflum í náttúrunni, sbr. öll steypan um „gróðurhúsaáhrifin“, sem ég fjallaði raunar nýlega um hér í blaðinu. Í því máli, eins og svo mörgum öðrum, hafa þeir fengið allmarga kjána til liðs við sig, en vinstra fólk, fólkið, sem undir formerkjum manngæskunnar gekk, ýmist leynt eða alveg ljóst, erinda alræðiskúgaranna, böðlanna og þjóðarmorðingjanna í kalda stríðinu stendur hvarvetna fremst í flokki í þeirri „baráttu“ eins og öðrum „baráttumálum“ sem í tísku eru á hverjum tíma.

Nú veit ég vel, að menn munu segja að það sem hvetji vinstra fólk til dáða sé draumurinn um betri heim, en ég er ekki alls kostar sammála því. Hugmyndafræðin er einungis notuð til réttlætingar hatrinu, sem inni fyrir býr. Hatrið er sterkara en ástin og ég fæ ekki betur séð en að það sé óánægjan með eigið líf og umhverfi, sem þeir kenna þjóðfélaginu um, hatrið og vandlætingin, ekki framtíðarsýnin um betri heim sem sé aðalhvatinn að brölti þeirra. Draumsýnin, útópían er aðeins fyrirsláttur, en þó ómeðvitaður. Þeir eru einfaldlega það, sem einu sinni var kallað „niðurrifsöflin“. Sumir vinstri menn sýnast nánast eingöngu stjórnast af hatrinu, svo sem ýmsir anarkistar sem einungis virðast vilja brjóta og skemma en hafa afar þokukenndar hugmyndir um það sem við taki þegar hinu „illa, kapítalíska þjóðfélagi“ hefur verið tortímt. Langflestir vinstri menn fela þó og réttlæta hatrið sem inni fyrir býr á bak við hugmyndafræði og fögur orð.

Vinstri menn eru í mínum huga tiltölulega skýrt afmarkaður hópur með fjölmörg sameiginleg einkenni. Eins og ég hef bent á annars staðar er til afar einföld aðferð til að þekkja þá: Spyrja þá um Kúbu. Enn á 21. öld bregðast vinstri menn til varnar fyrir þessa mislukkuðu útópíu sína af mismiklum ákafa þó, allt eftir því hve langt til vinstri þeir teljast. Sá sem ver og/eða réttlætir kúgun, styrjaldarrekstur, hommaofsóknir og önnur ódæðisverk Castros er líka undantekningarlaust sérstakur áhugamaður um „lýðræði“, „mannréttindi“, „frið“ og „jafnrétti“, og gjarnan í Amnesty. Með öðrum orðum: vinstri maður. Þetta er eins konar „litmúsprufa“ og hún er óbrigðul.

Stuðningsmenn einhvers málstaðar eiga alltaf miklu meira sameiginlegt en andstæðingar hans. Ólíkt vinstri mönnum eru þeir, sem gjarnan eru orðaðir við „hægri stefnu“ afar mislitur og ósamstæður hópur. Þar eru skynsemis- og raunhyggjumenn af margvíslegu tagi eins og Churchill, Hayek og Burke, Adam Smith, Lincoln og margir aðrir, en líka útópistar eins og Hitler, Mussolini og Perón. Raunar eiga nasistar og ítalskir fasistar fjölmargt sameiginlegt með vinstri mönnum, en ég kýs, eins og aðrir, að flokka þá til „hægri“. Sömuleiðis teljast margir herforingjar og aðrir pótintátar, sem aðeins hugsa um eigin persónu og völd til svonefndra „hægri“ manna, svo sem Papa Doc, Pinochet og Stroessner, Franco eða Batista (sem raunar komst fyrst til valda á fjórða áratugnum með stuðningi kommúnista). Þessir menn eiga það eitt sameiginlegt að vera ekki til vinstri í tilverunni og ógerlegt að spyrða þá saman sem einhvers konar samstæða heild eins og vel er hægt að gera um vinstri menn.

Orðið „íhald“ eða „íhaldsmaður„ (konservatívur) hefur fengið á sig afar neikvæðan blæ í „umræðunni“ einkum vegna síbyljuárása vinstra fólks á nánast öll viðtekin félagsleg og siðferðileg gildi, sem færast sífellt í aukana með þeirri upplausn sem fylgir tæknivæðingunni og þeirri byltingu, ekki síst í samgöngum og samskiptum sem verið hefur og á engan sinn líka í gjörvallri veraldarsögunni. Eins og Hailsham lávarður orðaði það: „Íhaldsemi ekki hugsjón eða hugmyndafræði, heldur afstaða. Afstaða sem gegnir lykilhlutverki í þróun og starfsemi frjálsra þjóðfélaga og fullnægir djúpri og eilífri þörf, sem er þáttur í mannlegri náttúru.“ Ég mundi orða þetta einfaldar: „Íhaldsmaður er sá, sem hlustar ekki á blaður“. Heimurinn er nefnilega að drukkna í blaðri. Það hefur ávallt verið hávært en verður sífellt meira ærandi. Þar ber hæst þær kenningar sem liggja til grundvallar „pólitískri rétthugsun“ samtímans og eru nú (ásamt „umhverfismálum“) sem óðast að koma í stað marxisma/sósíalisma í hugarheimi vinstri manna sem réttlæting orða þeirra og gerða. Eins og ég sagði í upphafi: Sjálft innihald hugmyndafræðinnar skiptir ekki höfuðmáli, en draumsýnin er þeim lífsnauðsyn.

Ég hef áður nefnt þessar nýju kenningar „flathyggju“ og fjallaði um þær í greininni „Eyja Sancho Panza“ (nú á vefsíðu minni) hér í blaðinu haustið 2008. Í mjög stuttu máli fela þessar kenningar í sér að allir séu eins. Kynþættir, kyn og kynhneigðir mannanna séu eins. Allar þjóðir og þjóðfélagshópar séu eins, karlar og konur, svartir og hvítir, litlir og stórir, heimskir og gáfaðir, hommar og gagnkynhneigðir, ljótir og fallegir o.s.frv. Skilningarvitunum, heilbrigðri skynsemi og sjálfum lögmálum náttúrunnar er þannig afneitað alfarið.

Don Quixote taldi illa galdra- og sjónhverfingamenn hindra aðra að sjá allt vonda sem hann þóttist sjá allt í kringum sig. Á sama hátt telja vinstri menn samtímans alla þá sem treysta sínum eigin skilningarvitum og efast því um þessar nýju, aðallega amerísku kenningar vera illmenni, „rasista“, „karlrembusvín“ eða „hommahatara“, gjarnan áhangendur hins nýja djöfuls 20. aldar Hitlers, en Hitler og nasistar hafa nú fengið það hlutverk, sem djöfullinn og árar hans gegndu á miðöldum. Fáir þora þess vegna að mótmæla, því þeir vita að minnsti efi um hinar nýju kenningar kostar sjálfkrafa mannorðs- sjálfsmorð. Því þorðu fáir að andmæla hinn 10 desember 1996 þegar vinstri menn, með stuðningi og atfylgi talhlýðinna kjána fengu samþykkta þá útgáfu 233. greinar almennra hegningarlaga sem nú gildir. Með þessari lagasetningu var tjáningarfrelsið, undirstaða alls lýðræðis og allra mannréttinda í raun afnumið á Íslandi. Einhver kann að segja að hér sé of djúpt í árina tekið en ég tel svo ekki vera.

Samkvæmt þessari lagagrein getur hver sá sem ekki hefur hina kórréttu, opinberu, víðsýnu og umburðarlyndu skoðun stjórnvalda á svertingjum, feministum múslimum og hommum lent í allt að tveggja ára fangelsi. Hér á nefnilega að þvinga fram víðsýni, ást og umburðarlyndi með valdi og lögregluofbeldi. Rasistar, karlrembusvín og hommahatarar eru vissulega til, en hvað með það? Enginn sæmilega skynsamur maður tekur mark á slíku og hvað kemur það lögreglunni við? Ég bara spyr.

Þessi lagasetning verður án minnsta vafa í framtíðinni talið hið markverðasta sem gerðist í tíð Þorsteins Pálssonar sem dómsmálaráðherra. Fyrsta og stærsta skrefið í átt til alræðis var stigið og þau verða fleiri. Boðað hefur verið til „stjórnlagaþings“ og þar mun án nokkurs vafa vinstra fólk og þeir einfeldningar, sem sjá ekkert athugavert við 233. grein eða beinlínis styðja hana vafalaust verða fyrirferðarmestir.

Hættan af vinstri mönnum, er nefnilega viðvarandi og mikil, þótt kalda stríðinu sé lokið og þeir hafi ekki lengur þann bakhjarl, sem alræðisherrar kommúnistalandanna voru þeim þá. Margir þeirra teljast varla lengur sósíalistar, hvað þá marxistar, en það breytir litlu. Hatrið á eigin þjóðfélagi er samt við sig. Hinir „róttækari“ í þeirra hópi leita nú nýrra bandamanna meðal islamista. Þegar fyrsta „bátafólkið“ fór að berast til landsins 1980 var stofnað sérstakt „vináttufélag“ við kvalara og ofsækjendur þessa fólks, Hanoi- stjórnina, til að dreifa athyglinni. Fyrsti formaður Víetnamfélagsins er nú formaður félagsins „Ísland- Palestína“. Önnur helsta sprautan í því félagi er kvikmyndagerðarmaður nokkur, sem skrifaði langar greinar í Moggann á sínum tíma til stuðnings við Rauða Kmera og Pol Pot þegar blóðbaðið stóð sem hæst. Þeir eru nú stuðningsmennn Hamas og Hizbollah og munu áfram, eins og þá, með mannúð og manngæsku, lýðræði og mannréttindi á vörum óvitandi halda áfram að grafa undan vestrænu lýðræðisþjóðfélagi.

Eitt besta dæmið um þá hættu sem af vinstri mönnum stafar enn í dag er stuðningur þeirra við óheftan innflutning á fólki af gjörsamlega framandi uppruna og með framandi, beinlínis fjandsamleg trúarbrögð til Vesturlanda. Þeir skynja ósjálfrátt að þannig geta þeir tortímt Vesturlöndum innan frá, þótt ekki tækist að gera það utan frá í kalda stríðinu.

Vinstri menn eru og hafa alltaf verið innri óvinir Vesturlanda, en það merkilega er, að þeir gera sér enga grein fyrir því sjálfir. Þeir standa jú hvarvetna fremstir í „lýðræðis“- og „mannréttindabaráttunni“ (stundum samhliða þáttöku í „vináttufélögum“ við blóði drifnar alræðisstjórnir kommúnista, eins og ég hef áður bent á). Þeir sjá ekki fremur en don Quixote neitt athugavert við framferði sitt, en hugmyndum þeirra um lýðræði og mannréttindi svipar mjög til hugmynda Sancho Panza um eyjar.

En eins og ég hef áður sagt: Vinstrimennskunni verður varla útrýmt, fremur en sýndarmennskunni, vandlætingunni eða óskhyggjunni. Hún mun ávallt skjóta upp kollinum í einhverri mynd, undir einhverju nafni. Vinstri manninum er ofviða að skilja, að hvít lygi er líka lygi og ljótur sannleikur er líka sannleikur. Blekkingin er fallegri en raunveruleikinn, og menn munu halda áfram, enn sem fyrr, að berjast af miklu meiri sannfæringu fyrir lyginni heldur en sannleikanum. Því munu íhaldsmenn seint öðlast þann töfraljóma, sem umlykur málsvara blekkingarinnar. Við það verður að búa. Boðberar válegra tíðinda verða aldrei vinsælir, og allt of margir eru ávallt reiðubúnari til að trúa lyginni heldur en sannleikanum.

Þótt ég sé sjálfur illa kristinn vil hér að lokum vitna í dálitla bæn, sem þýskættaður bandarískur guðfræðingur, Reinhold Niebuhr mun fyrst hafa sett fram í prédikun um 1930, en einnig er sagt að þýskir kolanámumenn hafi fyrr á öldum farið með þessa eða mjög svipaða bæn áður en þeir fóru niður í námuna. Fleiri kenningar eru á lofti um uppruna hennar. Bill Wilson, annar stofnandi AA- samtakanna greip bæn þessa á lofti og hefur hún oft verið kennd við þau samtök þótt hinum lúterska prédikara væri alls ekki áfengisbölið í huga þegar hann setti hana fram. Raunar er boðskapur þessarar litlu bænar varla kristinn, heldur vísar frekar til Markúsar Árelíusar eða annarra Stóumanna í fornöldinni. Hún er svohljóðandi:

Guð, „Gefðu mér æðrueysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,

Kjark, til að breyta því sem ég get breytt,

og vit til að greina þar á milli“

Íhaldsmanninn skortir stundum kjark til að breyta því sem þó er hægt að breyta, því vissulega er margt sem færa má til betri vegar. En í þjóðfélaginu, eins og í náttúrunni eru langflestar stökkbreytingar til hins verra. Aðeins fáeinar eru jákvæðar og varðveitast þannig og leiða til framfara. Vinstri manninn skortir æðruleysi til að sætta sig við, að til eru ótalmargir hlutir sem hvorki hann eða aðrir geta nokkru sinni breytt og menn verða að sætta sig við í umhverfinu, þjóðfélögum mannanna og í náttúrunni. Hann skortir líka vit til að greina á milli þess sem er óbreytanlegt og þess sem hægt er að breyta. Vinstri maðurinn lendir því, eins og don Quixote, í stöðugri baráttu við vindmyllur. Allt hans brölt fer í vaskinn og hann, eins og don Quixote, skilur hvarvetna eftir sig slóða eyðleggingar. Hann hefur sagt skilið við skynsemina í leit sinni að útópíunni. 


Hvern á að draga fyrir dómstóla?

 Af tilefni nýustu uppátækja fólksins sem nú fer með æðstu völd í landinu finnst mér tilvalið að rifja upp nokkrar greinar úr landráðabálki almennra hegningarlaga nr. 19/1940.  

Í 86. gr. segir: „Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt“.

Í 91. gr., 3. málslið segir m.a.: „Fangelsi allt að 16 árum skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri“.

Og 87. gr. :„Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum“.

Enn segir í 88. gr. „Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu“.

 91. gr., 3. og 4. töluliður: „Sömu refsingu [fangelsi allt að 16 árum, skv. 1. tölulið] skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri. Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi. “

Og ég spyr: Hvern á að draga fyrir dómstóla?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband